Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri Brothers Grimm A Little Trip to Heaven Draumalandið Just Friends The Family Stone  (HJ) Smárabíó Brothers Grimm A Little Trip to Heaven Draumalandið The Family Stone  (HJ) The Ice Harvest  (SV) Saw II  (HJ) The Exorcism of Emily Rose  (SV Regnboginn Brothers Grimm The Brothers Grimm A Little Trip to Heaven Draumalandið Just Friends The Family Stone  (HJ) The Ice Harvest  (SV) Laugarásbíó Brothers Grimm A Little Trip to Heaven Just Friends Draumalandið King Kong  (SV) Háskólabíó Chronicles of Narnia King Kong  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Ferðalag keisaramörgæs- anna Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Chronicles of Narnia King Kong  (SV) Green Street Hooligans  (SV) Harry Potter og eldbikarinn  (HJ) Litli kjúllinn  (SV) Just Like Heaven  (HJ) Myndlist Artótek, Grófarhúsi: Björg Þorsteinsdóttir til desem- berloka. Aurum: Lóa Hjálmtýsdótt- ir. Café Babalu: Claudia Mrug- owski til desemberloka. Gallerí 101: Jólasýning til 6. jan. Gallerí Húnoghún: Soffía Sæmundsdóttir til 5. jan. Gallerí Sævars Karls: Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris Björns- dóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og Ólöf Björg Björnsdóttir sýna í desember. Gerðuberg: Eggert Magn- ússon til 9. janúar. GUK+: Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg: Jón Laxdal til 31. desember. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka. Hitt húsið: Nemendur af listnámsbraut í FB sýna verk sín til 5. jan. Hrafnista, Hafnarfirði: Ell- en Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 7. febrúar. Iða: Þóra Guðrún Bene- diktsdóttir sýnir til loka janúar Kaffi Mílanó: Ingvar Þor- valdsson sýnir vatns- litamyndir til áramóta. Kaffi Sólon: Dóra Emils – Heyr himna smiður – til 14. jan. Karólína Restaurant: Óli G. til aprílloka 2006. Listasafn Einars Jónssonar: Fastasýning. Listasafn Íslands: Sýning á verkum 13 íslenskra sam- tímalistamanna. Til 12. febr- úar. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn: Bernd ing Lóu og Hulla. Yggdrasill: Tolli til 25. jan. Þjóðarbókhlaðan: Brynj- ólfur Sveinsson til áramóta. Þjóðmenningarhúsið: Hjörtur Hjartarson. Ís- lenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands: Huldukonur í íslenskri myndlist, í Bogasal til 28. maí. Ljósmyndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós- myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20. febrúar. Leiklist Borgarleikhúsið: Belgíska Kongó, 7. janúar. Iðnó: Ég er mín eigin kona, fim. Leikfélag Akureyrar: Full- komið brúðkaup, 7. janúar. Tjarnarbíó: Jólaævintýri Hugleiks, fös. Þjóðleikhúsið: Túskild- ingsóperan, fim., fös. Eld- hús eftir máli, fös. Koberling til 22. janúar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús: Erró til 23. apr- íl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Jóhannes Sveinsson Kjarval. Til 19. mars. Listasmiðjan Þórsmörk, Nesk.: 10 listakonur, fram í janúar 2006. Listhús Ófeigs: Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helga- dóttir, Þorbjörg Valdimars- dóttir, til 31. desember. Ráðhús Reykjavíkur: Helga Birgisdóttir (Gegga) til ára- móta. Safn: Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa. Jón Laxdal – Tilraun um mann. Út desembermánuð. Skaftfell: Rúna Þorkels- dóttir, til desemberloka. Smekkleysa plötubúð – Humar eða frægð: Jólasýn- F átt reynir meira á samband karls og konu en þegar þau taka ákvörðun um að halda bernskujól sín saman, á nýjum stað við nýjar aðstæður. Með nýrri fjöl- skyldu með nýjum siðum. Takist það er ótrúlega miklu náð. Hún hlakkaði svo sannarlega til jólanna með hon- um. Þau ætluðu að vera tvö alein í nýju íbúðinni í stóru blokkinni. Hún ætlaði að sýna honum hvernig alvöru jól eiga að vera eins og jólin heima hjá henni. Hún hlakkaði til að sjá hvernig hann ætti eftir að koma henni á óvart með flottri gjöf. Hún var alveg viss um að hann væri búinn að spá og spekúlera mikið í gjöfinni. Það var nú samt eins og hann hefði meiri áhyggjur af því hvað ætti að vera í matinn. Hún hafði minnstar áhyggjur af því, auðvitað yrði það sama og hjá mömmu, londonlamb – ekki spurn- ing. En hann sagðist ekki vilja neitt déskotans Hvolsvallarlamb eins og hann orðaði það. Hann vildi það sama og mamma og amma hans hefðu alltaf haft, rjúpu. Rjúpu, rjúpu. Þær voru alfriðaðar í hennar sveit. Þar var hægt að ganga að þeim og gefa þeim úr lófa. Svo spakar voru þær. Hún hafði ekki haft hugarflug til að ímynda sér að hægt væri að skjóta slíka fugla og því síður að leggja þá sér til munns og það á hátíð frelsarans. Hann skildi ekki muninn á því að skjóta lamb og skjóta rjúpu. Hún kynntist alveg nýrri hlið á honum, kaldri og villimannslegri. Hún duldi ekki viðbjóð sinn en honum varð ekki haggað. Þegar mamma hennar hringdi og spurði hvort hún væri bú- in að kaupa londonlambið þurfti hún að bíta í tunguna á sér til að beygja ekki af. Þorði ekki að segja henni að hann væri ekkert lamb að leika við. Hann fór sjálfur og valdi rjúpurnar sjö fyr- ir þau tvö. Hún sá fyrir sér sjö rjúp- ur fljúga í sakleysi sínu um loftin blá og fékk samviskubit yfir því að stoppa ekki þennan hrylling af. En hún ætlaði þá bara í staðinn að halda í aðrar hefðir. Hann var þrátt fyrir þetta voða sætur. Hún fór að baka í gríð og erg á milli vakta á sjúkrahúsinu. Það gerði hún í allra fyrsta skipti. Hann sýndi þessari nýju hlið konu sinnar ótrú- legt skilningsleysi. Með at- hugasemdum eins og ,,bara alltaf að baka vandræði. Bévítans brunalykt er þetta, á að kveikja í kofanum. Ég skil ekki hvernig þú nennir þessu drullumalli, þetta er óætur andskoti. Eldhúsið er eins og eftir stóra Suð- urlandsskjálftann“. Hún viður- kenndi auðvitað að það fór svolítið úrskeiðis í eldhúsinu og kökurnar voru ekki ljúffengar. En var aldrei hægt að taka viljann fyrir verkið? Hann lenti auðvitað í því að þrífa eft- ir hana þegar hún var orðin yfir sig þreytt á bakstrinum. Það fannst henni ekki nema sanngjarnt. Á Þorláksmessu eftir vinnu ætlaði hún allt að gera, skreyta, pakka gjöf- um, hafa kósý. Hún byrjuð að hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu: „Sendi ástvinum mínum öllum nær og fjær hjartanlegar jólakveðjur.“ Hún heyrði ekki meir, dyrabjallan hringdi. Tengdamamma með vin- konu sinni stóð fyrir utan. Þær voru með nýlagt hárið, fínar eins og film- stjörnur að bíða eftir komu jólanna, klárar í bátana. ,,Guð minn á himn- um,“ sagði tengdó ,,bara allt eftir, af hverju baðstu mig ekki að hjálpa þér, þið verðið bara hjá okkur á morgun“. – Bara allt eftir, – allt eftir heyrði hún þær segja þegar þær gengu niður stigaganginn ,,er nýja tengdadóttir þín alger hippi?“ spurði vinkonan. Hún datt dálítið niður eft- ir þetta stutta innlit. Fór úr jólagírn- um. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, heyrðist frá Gömlu Gufunni. Hún ákvað að láta þá kveðju hafa meiri áhrif en heimsókn kvennanna. Á aðfangadag náði hún að gera verulega fínt í íbúðinni. Hann skreytti tréð, að vísu bara eina hlið því það vantaði meira skraut og ekki vildi koma ljós á seríuna. Búið að loka öllum búðum. Æ, það er allt í lagi, sagði hún. Við erum með ljós í hjartanu. En þá kom að rjúpunum ,,þú verður að hringja í mömmu.“ „Þú getur sjálfur hringt í mömmu þína.“ Hún var búin að lesa sér til um matreiðslu villi- bráðar og þurfti enga hjálp. Steikt upp úr smjöri, elduð við hægan eld, uppbökuð sósa. Hún ætlaði að koma honum á óvart, þetta yrði fínt. Hún fann það á sér að þetta yrði stórfínt. Þau klæddu sig upp. Hann setti á sig hring. Hún þoldi ekki karlmenn með hringa. ,,En þetta er gæfu- hringur sem ég erfði frá afa,“ sagði hann. Ég set hann bara upp um jól. ,,Já, hann boðar jafn mikla gæfu þó hann sé geymdur í skúffunni,“ sagði hún ákveðin. Hann hlýddi en tók jafnframt af sér giftingarhringinn. „Þá er best að ég gangi ekki með neinn hring,“ sagði hann með þunga. Henni brá. Þau fóru til kirkju. Við kirkjudyrnar sneri hann við hann þoldi ekki troðfullar kirkjur, fékk innilokunarkennd. Þau fóru heim og kveiktu á út- varpinu, hún tók sálmabókina og söng hástöfum þar til tárin streymdu niður kinnarnar, hann hafði aldrei séð hana gráta. En hún grét og söng alltaf á jólunum, grét og söng. Hún varð bara alltaf svo meyr um jól. Hann varð nervös yfir grátnum og söngnum. Getur þú ekki sungið svolítið lægra, elskan mín sagði hann. Fólkið í blokkinni gæti haldið að ég væri að klípa þig eða köttur hefði klemmt sig. Þessi húmor féll ekki í góðan jarð- veg á þessari hátíðarstundu. Um leið og ,,Í dag er glatt í döpr- um hjörtum“ hljómaði, mundi hún eftir rjúpunum. Þær voru á fullri suðu, ekki hægri. Í pottinum var ekkert soð og rjúp- urnar heldur þurrpumpulegar. Sós- an er aðalatriðið, já, aðalatriðið hafði tengdó sagt. Nú bergmálaði þetta í eyrum hennar þegar hún horfði ofan í skrjáfþurran pottinn. Hann kom og kíkti, það þyrmdi yfir hann. Elskan, ég baka bara upp sósu með vatns- lögg sagði hún ennþá bjartsýn. Þau settust að skreyttu borðinu. Þau kroppuðu eitthvað í þurrmetið en sósan var þykkur hveitijafningur. Hún var glötuð – jólaglötuð, jóla- aumingi. – Það var ægileg þögn. Það hefði verið hægt að skera þögnina ef bit hefði verið í hnífnum. Ekki hátíðleg þögn eins og í útvarpinu. Bara þögn. Hún rauf þögnina. Ég vildi hafa londonlamb. Okkur er að hefnast fyrir að borða rjúpur. Komdu inn í stofu, elskan, sagði hann við skulum taka upp jólapakkana. Mér finnst meira gaman þegar það er ljós á seríunni, sagði hún. Já, við verðum komin með ljós um ára- mótin sagði hann, þá verð ég búinn að kaupa perur. Hann fékk ægilega fína gjöf frá mömmu sinni. Hann var samt ekki glaður fannst henni. Hann var auðsjáanlega voða svangur. Hún beið spennt eftir gjöfinni frá honum. Það var eins og hann hefði gleymt sér, hann leit upp, já, ég var með gjöf, samt greinilega vandræðalegur hann kom með einhverja krumpaða tusku, klukkustreng með þremur englum. Hún roðnaði af reiði. Hvaða kerling gaf þér þetta? sagði hún kvikindislega. Hún sá að hún hafði rétt fyrir sér, hann kunni ekki að skrökva. Einhver kerling hafði gefið honum þetta. Hann hafði gleymt að hugsa fyrir gjöfinni. Nú þurfti hún á öllum sínum styrk að halda. Í því hringdi pabbi hennar. Hafið þið það ekki gott, elskurnar? Jú meiriháttar fínt, sagði hún – við söknum þín, sagði hann. Hún sagði ekkert. Að samtalinu loknu stakk hann upp á að fara heim til pabba síns og mömmu. Til að segja gleðileg jól. En hann sagði aldrei Gleðileg Jól. „Hvar eru afgangarnir?“ Hann var eins og útilegumaður sem ekki hefur séð mat. Hann eins og Eyvindur og hún eins og Halla. Nema hvað Halla vildi hvorki vott né þurrt, sagðist vera að springa, já, hún var svo sannarlega að springa. ,,Rosalega ertu svang- ur,“ sögðu þau öll í kór, pabbi, mamma og systkinin 6 stóðu yfir úti- legumanninum og gjóuðu augum á jólaaumingjann á meðan Eyvindur reif í sig matinn. ,,Hvernig lukkaðist sósan?“ spurði tengdó. – Hvernig lukkaðist sósan! – ágeng spurning. Hér reyndi verulega á sambandið, hún horfði í auðmýkt á hann. Frá- bærlega, sagði hann. Það var bara fulllítið af henni, hún var svo góð. Þú hefur munað eftir rjómanum og chillinu og hafðir þú ekki örugglega perurnar með? spurði tengdó. Hvað gaf hann þér í jólagjöf? spurðu syst- urnar forvitnar. Gaf hann þér ekki eitthvað flott? Þær horfðu rannsak- andi á fingur og háls mágkonunnar. Nú var það hann sem horfði bæn- araugum á hana. Hún brosti ,,það var nú sitt af hverju sem hann gaf mér en mest þykir mér vænt um klukkustrenginn, hann er snilld- arverk, algert snilldarverk“. Þær göptu svo hægt var að telja endajaxl- ana. Þau leiddust heim í snjónum, þau höfðu gengið í gegnum ægilega þolraun. Þau höfðu lokið sínu fyrsta jólaprófi og áttu þá ósk heitasta að fá að endurtaka prófið. Hlökkuðu til áramótanna með ljósi á seríu. Klukkustrengurinn Smásaga Eftir Ingibjörgu Pálmadóttur velferd@simnet.is Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.