Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.2005, Side 16
M ikill fjöldi fræðirita hefur komið út í haust en slíkar bækur fá ekki mikla at- hygli í bókavertíðinni þótt oft sé ærin ástæða til.“ Svona komst ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins, Þröstur Helgason bók- menntafræðingur, að orði í grein í síðustu Les- bók fyrir jól sem kom út 24. desember 2005, um sama leyti og bóksalar og annað bók- sölufólk var að skella hurðum verslana sinna í lás í síðasta skiptið fyrir hátíðarnar. Stutt grein Þrastar – Fræðiritafjöld – sem fylgdi í kjölfarið fjallaði um nokkrar fræðibækur sem honum þótti ástæða til að ræða sérstaklega og þar á meðal voru tvær bækur sem ég gaf út í ár og á síðasta ári, nefni- lega bókin Fortíðardraumar. Sjálfsbók- menntir á Íslandi (2004) og önnur sem kom út í ár og nefnist Sjálfssögur. Minni, minningar og saga. Báðar þessar bækur koma út í bóka- flokknum Sýnisbók íslenskrar alþýðumenn- ingar sem Háskólaútgáfan gefur út en sú út- gáfa kemur nokkuð við sögu í umræddri grein Þrastar og verður vikið að því hér á eftir. Ég er að sjálfsögðu þakklátur Þresti fyrir að gera verk mín að umtalsefni en get þó ekki staðist mátið að leggja orð í belg um stöðu fræði- bókaútgáfu í landinu. Ég velti fyrir mér yfir jólin hvers vegna Þröstur hefði ákveðið að skrifa greinina á þessari stundu í jólabókaflóðinu. Ég spurði sjálfan mig hvers vegna hann hefði ekki látið það ógert, ef til vill beðið með að birta hana þar til flóðið og lætin í kringum jólabækurnar væru liðin hjá eða einfaldlega sleppt því al- gjörlega að ræða fræðibækur á þessum vett- vangi. Mér virðist nefnilega að það hafi náðst einhvers konar þegjandi „samkomulag“ um það í fjölmiðlum að ræða sem allra minnst um fræðibækur. Þannig hefur hið áhrifamikla Kastljós Ríkissjónvarpsins varpað út allri um- fjöllun um fræðibækur, einbeitt sér þess í stað að því að gagnrýna skáldverk og ævisögur. Umfjöllun um fræðibækur í Kastljósinu var fastur liður á þeim vettvangi árum saman og skipti fræðibókahöfunda og útgefendur slíkra verka gríðarlega miklu máli. Með öðrum orð- um, sjónvarp hefur dregið mikið úr almennri umfjöllun um fræðibækur og mér virðist að út- varpsumfjöllun sé ekki svipur hjá sjón miðað við það sem fræðibókamarkaðurinn átti að venjast fyrir örfáum árum. Um prentmiðlana þarf vart að ræða, svo augljósar eru breytingarnar í þeim geira fjöl- miðlunar og fræðibækur hafa orðið sér- staklega illa fyrir barðinu í þeim sviptivindum. Það sorglega er að jafnvel Morgunblaðið, sem lengst af hefur sinnt þessum málum vel, hefur líka brugðist vonum manna, og það þrátt fyrir að halda úti öflugri Lesbók sem fræðaheim- urinn leggur mikið af mörkum til allt árið um kring og vikulegum bókakálfi þriðjudagsblaðs- ins í sex vikur fyrir jól. Af einhverjum ástæð- um ná fræðibækurnar ekki inn á síður þessara sérblaða Morgunblaðsins. Þessi staða er alvar- leg og getur haft mun meiri áhrif á menningu í landinu en ætla mætti í fyrstu. Lesbókin Ég geri miklar kröfur til Lesbókar Morg- unblaðsins, enda er ég bæði tryggur lesandi hennar og nokkrum sinnum á ári birti ég greinar í henni um viðfangsefni mín í fræð- unum. Margir vinir mínir og félagar á fræða- sviðinu líta til hennar með velþóknun enda hef- ur hún tekið miklum breytingum á síðari árum sem allar hafa verið til batnaðar. Í Lesbókinni er oft að finna kröftuga umfjöllun um menn- ingu og listir sem jafnan er áhugavert að kynna sér. Mér er næst að segja að Lesbókin sé orðin þýðingarmikill staður fyrir samtíma- umræðu um fræði og gagnrýna umfjöllun um samfélagsmál. Af þessum ástæðum var mér það nánast óskiljanlegt þegar ég varð þess áskynja í aðdraganda jólanna að Lesbókin ásamt öðru þáttum Morgunblaðsins skyldi sniðganga að stærstum hluta nýútgefnar fræðibækur. Hér vísa ég fyrst og fremst til þeirra bóka sem teljast til hefðbundinna fræði- bóka – undanskil þar ævisögur og skraut- útgáfur sem stundum eru vandlega unnar af fræðimönnum og eru jafnan tilnefndar til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna og stóru bókaforlögin gefa út. Slík verk eru enn við- fangsefni dagblaðanna af ástæðum sem rædd- ar verða hér á eftir, en hefðbundin fræðiverk, sem veigaminni forlög gefa út, hafa orðið undir flóðinu mikla. Fyrir höfunda slíkra verka og útgáfurnar sjálfar er öll kynning auðvitað ómetanleg, lesendur fá í það minnsta að vita að út er komin ný bók um efni sem þá kann að varða. Í dag er staðan sú að hefðbundnum fræði- verkum er veitt lítil sem engin athygli í blaðinu en þó stendur Lesbókin langfremst í viðleitni sinni við að fjalla um veigamikil fræði- verk allan ársins hring. Eftir stendur að höf- undar fræðibóka eru að mestu dæmdir úr leik þegar nær dregur jólum. Það ástand mun um síðir skilja fræðibókaútgáfuna eftir í and- arslitrunum. Bónusvæðing bókamarkaðar Mergur málsins er sá að þróun fjölmiðlanna hin síðari ár hefur skapað vaxandi gjá milli fólks og fræða. Þessi umskipti eru merkileg vegna þess að þau byggjast á keðjuverkun ólíkra afla í samfélaginu sem fylgir að mínu viti eftirfarandi ferli: a) Bónusvæðing bókamarkaðarins sem bókaforleggjarar tóku góða og gilda fyrir nokkrum árum (og sumir meira að segja fögn- uðu) gerði það að verkum að tækifæri til sölu bóka þrengdust til muna – bókabúðum fækk- aði. Þessu var mætt með hækkun bókaverðs sem síðan var lækkað jafnharðan um 40% eða jafnvel meira svo hægt væri að segja í flenni- stórum auglýsingum að nú byði Bónus eða aðrir stórmarkaðir upp á svo og svo ódýrar bækur fyrir jólin – hangikjötsrúlla í kaupbæti. b) Stóru bókaforlögin tóku í framhaldinu að þrengja stórlega útgáfu sína; leggja meðal annars áherslu á vandaðri og dýrari útgáfu- verk, fækka titlum og „keyra á“, eins og það er stundum nefnt, vissa höfunda sem örugglega myndu selja. Þannig varð „glæpabókaæðið“ til, heppileg söluvara sem markaðurinn var nokkuð viss um að gengi í okkur sauðsvartan almúgann sem eigrar um milli kjötborða og bókastafla Bónusverslanna eins og villuráf- andi sálir. Það var nefnilega verið að hjálpa okkur að velja „rétt“ og auðvitað voru met- sölulistar leiðarvísar. c) Með vaxandi áherslu á einstaka höfunda sem prentaðir voru í þúsundum eintaka og stór og kostnaðarsöm útgáfuverk, jókst þrýst- ingur bókaforlaganna á umfjöllun um verk sín í fjölmiðlum. Um sama leyti breyttist fjöl- miðlamarkaðurinn þannig að auglýsingaverð hríðféll með tilkomu ókeypis fréttamiðla. Blað eins og Morgunblaðið missti sannarlega spón úr aski sínum þegar við hliðina á því var komið fréttablað sem var borið út ókeypis í hvert hús í landinu og auglýsendur tóku fagnandi. Verð auglýsinga féll stórlega á blaðamarkaði sem gerði það að verkum að Morgunblaðið dró mikið saman seglin eins og lesendur þess hafa orðið áskynja. Umfjöllun um fyrirbæri eins og bækur var eðlilega þrengri stakkur skorinn og sú sem náði inn á síður blaðsins tók mið af vilja þeirra sem auglýstu í blaðinu. Í það minnsta virðast metsölulistar vera helsta viðmið um- fjöllunar Morgunblaðsins á þessum dýrmætu vikum fyrir jól. d) Þessi þróun hefur gert það að verkum að stóru bókaforlögin gefa nú ekki út fræðibækur nema þau séu viss um að þær muni örugglega standa undir sér. Bókaverslanir hampa aðeins bókum á metsölulistum blaðanna, öðrum bók- um er þokað út í horn þar sem fáir ná að berja þær augum. Fjölmiðlarnir láta undan kröfu bókaforlaganna og fjalla nánast eingöngu um verk sem eru bæði auglýst og á metsölulist- unum. Einyrkjar og smærri bókforlög eða fjárhagslega veikburða fyrirtæki verða undir í þessari baráttu og eiga sér nánast engrar upp- reisnar von. Lesendur frétta ekki af verkum þeirra sem eiga sér fáa formælendur í fjöl- miðlum. Og menningarrýnar bregðast skyldu sinni við að fjalla um þetta ástand. Fræði og vísindi missa þar með tengslin við fólkið í land- inu. Ég er sannfærður um að bónusvæðingin hefur haft þær afleiðingar að fræðibækur og reyndar aðrar tegundir bóka (eins og þýddar bækur og jafnvel ljóð) eiga ekki upp á pall- borðið á vettvangi fjölmiðla og í útgáfuheim- inum. Sjálfur fékk ég að kynnast svipaðri þró- un fyrir um 15 árum þegar ég var námsmaður í Bandaríkjunum en í kjölfar Reagan-tímans þar í landi urðu nýkapítalistarnir allsráðandi á bandarískum markaði og þeirra varð mátt- urinn og dýrðin að lokum um heim allan eins og dæmin sanna. Breytingar Nú kann einhver að spyrja: Af hverju mega ekki Morgunblaðið, Kastljósið og aðrir miðlar ráða ráðum sínum á þann hátt sem þeim kann að þykja best henta? Svarið er auðvitað ein- falt, fjölmiðlar í landinu – sérstaklega einka- reknir fjölmiðlar – gera nákvæmlega það sem þeim sýnist og við því er lítið sem ekkert að gera; þó er ýmislegt við ástandið að athuga. Það er mikilvægt að hafa skoðun á þessari þró- un og gera hana að alvarlegu umfjöllunarefni. Sjálfur hef ég verið virkur þátttakandi á bókamarkaði frá 1997 og gefið út bækur nær árlega ásamt meðritstjórum mínum í of- annefndum bókaflokki, Sýnisbók íslenskrar al- þýðumenningar. Nú þegar höfum við komið út 11 bókum og það er skemmst frá því að segja að mikill munur er á sölutölum frá fyrstu ár- unum og þeim sem við stöndum frammi fyrir hin síðari ár. Og þessi munur er ekki lítill, þvert á móti má segja að hann sé svo stór að tæpast sé grundvöllur fyrir útgáfu af þessu tagi lengur. Fjölmiðlar hafa verið okkur að mestu lokaðir hin síðari ár, öfugt við það sem við áttum að venjast í kringum aldamótin 2000 þegar þeir kepptust við að fjalla um bækur okkar. Fyrir bragðið seldust þessar fræðibæk- ur, sem margar hverjar eru krefjandi lesning, mjög vel og í kringum þær varð töluverð al- menn umræða í samfélaginu. Sömu sögu hafa margir fræðimenn að segja sem ég umgengst í daglegu lífi og eru á svip- uðum fræðilegum slóðum; verk þeirra seldust vel fyrir tæplega 10 árum en nú er öldin önnur. Þessi staða kemur ef til vill ekki svo illa við há- skólakennara, þeir ná að þoka sínum verkum út til nemanda sinna hægt og bítandi í gegnum kennsluna. En þeir sem eru einyrkjar á akri fræða og vísinda eiga í fá hús að venda. Styrkir hins opinbera eru skammarlega fábreyttir og lágir. Í því samhengi má nefna Menningarsjóð, sem þó hefur gert gæfumuninn fyrir útgáfur eins og þá sem ég tengist, en hann hefur um árabil haft sömu upphæð úr að moða þrátt fyr- ir mikla fjölgun umsókna. Öðrum útgáfu- styrkjum er tæpast til að dreifa. Augljóst er að útgáfuflóran verður miklu fá- breyttari ef ekki verður gripið í taumana með róttækum hætti á næstunni. Það sem verra er, tengsl fólks og fræða munu algjörlega rofna og þá verður erindi okkar sem stöndum í rann- sóknum orðið heldur dauflegt. Að því hlýtur að koma að spurt verði hvort það skipti einhverju máli að fræðiverk séu til? Menningarrýni í skötulíki Ég hef látið eftir mér að gagnrýna menningar- ýnina í nýju bókunum mínum tveimur, Fortíð- ardraumum og Sjálfssögum, einmitt fyrir það að þegja – að koma ekki auga á vandann sem blasir við menningarástandinu – þess í stað að taka þátt í leiknum af fullum krafti. Það er sannarlega freistandi að gerast álitsgjafi í Silfri Egils, að kasta fram krassandi tillögum um hitt og þetta og halda svo áfram samræð- um um næsta mál og afgreiða það eftir færi- bandi tækifærismennskunnar og án umhugs- unar. Þar duga best mælskan og snjöllu tilsvörin – yfirvegun og pælingar eiga sér fáa fulltrúa. Ég hlýt að spyrja í framhaldi af þessari um- fjöllun: a) Hvað hafa háværir menningarrýnar sam- tímans lagt til í sambandi við umfjöllun um stöðu menningarinnar hin síðari ár, einkum þann hluta hennar sem snýr að bókaútgáfu og bókagagnrýni? b) Hvað hafa fulltrúar hagsmunasamtaka eins og Hagþenkis (félags höfunda fræðirita og kennslugagna) lagt til málanna á opinber- um vettvangi þegar staða verka skjólstæðinga þeirra hefur verið rædd (eða þöguð í hel)? c) Hvað hefur háskólasamfélagið gert til að sporna við framangreindri þróun – há- skólastofnanir, háskólakennarar, háskólanem- endur og ekki síst fyrirbæri eins og Reykja- víkurAkademían sem á að standa vörð um þann hóp sem hvað verst fer út úr þessari þró- un? d) Hvaða stefnu hefur hið opinbera gagn- vart fræðaútgáfu, eða er okkur bara ætlað að kyngja þeirri klisju að markaðurinn leysi okk- ar vanda, að bókaforlögin fái samfélagshroll- inn beint í æð á næstu misserum og sam- viskubit yfir stöðu mála. Varla – má ég frekar biðja um afgerandi stefnu stjórnvalda á þessu sviði! Eftir stendur lítil grein í lok bókaflóðs 2005 sem ritstjóri Lesbókar ritaði þar sem hann gagnrýnir Háskólaútgáfuna fyrir stefnuleysi við útgáfu fræðibóka. Ég verð nú að segja eins og er að það er svolítið sérkennilegt að ráðast til atlögu við eina fyrirtækið í landinu (eða eitt af þeim örfáu) sem virðist sinna útgáfu fræði- bóka af einhverjum mætti. Eitt er víst að ef Háskólaútgáfunnar hefði ekki notið við þá er ég ekki viss um að ég og margir aðrir í há- skólasamfélaginu hefðum komið verkum okk- ar á framfæri eftir bónusvæðingu bókamark- aðar og fjölmiðla. Það er vert umhugsunarefni sem tæplega verður þó rætt í Silfri Egils á næstunni. Eftir flóðið Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur, sem er höfundur tíu fræðibóka, beinir hvöss- um skeytum að ástandinu á bóka- og fjöl- miðlamarkaði – spyr menningarrýna, hags- munaaðila og aðra höfunda fræðibóka ágengra spurninga sem hann telur mikilvægt að ræða á næstu mánuðum. Eftir Sigurð Gylfa Magnússon sigm@akademia.is Höfundur er doktor í sagnfræði og fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Fræðirit „Ég er sannfærður um að bónusvæðingin hafi haft þær afleiðingar að fræðibækur og reyndar aðrar tegundir bóka (eins og þýddar bækur og jafnvel ljóð) eiga ekki upp á pallborðið á vettvangi fjöl- miðla og í útgáfuheiminum.“ Morgunblaðið/Júlíus 16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 31. desember 2005

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.