Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 2
2 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Efnisyfirlit
Akkurat ........................................ 27
Ás .................................................. 23
Ásbyrgi ......................................... 17
Berg .............................................. 32
Bifröst .......................................... 38
Borgir ............................................. 11
Brynjólfur Jónsson ..................... 3
Eignaborg .................................... 33
Eignamiðlun ......................... 20-21
Eignaumboðið ............................. 14
Eignaval ....................................... 29
Fasteign.is ................................... 15
Fasteignamarkaðurinn ..... 36-37
Fasteignamiðstöðin .................... 2
Fasteignasala Íslands .............. 37
Fasteignasala Mosfellsbæjar . 34
Fasteignastofan ........................ 26
Fjárfesting .................................. 33
Fold .................................................. 4
Garðatorg ..................................... 31
Gimli ................................. 26 og 30
Heimili ........................................... 10
Hof ................................................... 6
Hraunhamar ........................ 24-25
Hús.is ........................................... 40
Húsakaup .................................... 34
Húsavík ........................................ 28
Höfði ............................................. 35
Kjöreign .......................................... 7
Klettur .................................... 12-13
Lundur .................................... 18-19
Miðborg ................................... 16-17
Neteign ........................................ 39
Skeifan ............................................ 9
Valhöll ............................................. 8
Kertavax
Kertavaxi má ná úr með því að
stilla hárþurrku á heitasta blástur
og bræða vaxið og er blað af eld-
húsrúllu haft við hliðina og vaxið
þurrkað upp jafnóðum.
Kertavax má líka strauja úr efn-
um og er þá dagblaðapappír eða
þerripappír hafður á milli.
Ef kertavax hefur lekið ofan í
borðdúk er hárþvottaefni látið
liggja á blettinum í um það bil tvo
tíma áður en dúkurinn er settur í
þvott.
Á kertastjakana er best að láta
renna sjóðandi heitt vatn til að ná
vaxinu af þeim. Til þess að vaskur-
inn stíflist ekki er sett blað af eld-
húsrúllu fyrir niðurfallið.
Tyggigúmmí í efnum
Tyggigúmmíi má ná úr með
ýmsum ráðum, til dæmis með því að
nudda það af með brennsluspritti
eða ísmola. Ef um lausan efnisbút
er að ræða, svo sem flík, má setja
flíkina inn í frysti og mylja tyggi-
gúmmíið síðan úr.
Holl húsráð
Kertavax og
tyggigúmmí
Morgunblaðið/Sveinn Guðjónsson
Kertavaxi má ná úr með því að bræða
það með hárþurrku og þrífa með blaði
úr eldhúsrúllu.
JÖRÐIN Ás í Leirár- og Mela-
hreppi í Borgarfjarðarsýslu er nú
til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
Jörðin er við sjó, vestast í Mela-
sveit. Landið er um það bil 100 ha.,
þar af 18–20 ha. ræktaðir.
Land er grasgefið og gott til
ræktunar og skiptast þar á þurr-
lendi, melar og mýrar. Bærinn
stendur norðvestast í landinu,
skammt frá allháum sjávarbökkum
sem heita Ásbakkar og eru með
grösugum og skjólgóðum lautum.
Lengi voru þrjú býli í Ási. Búið
var í Suðurbæ til 1893, í Norðurbæ
til 1912 og í Áskoti til 1923 og upp
úr því var búskapur talinn í Ási,
þótt bærinn standi á bæjarstæði
Áskots. Búskapur var blandaður á
jörðinni, aðallega garðrækt en
einnig nokkrar kindur.
Byggingar eru íbúðarhús á
tveim hæðum frá 1938 en end-
urbyggt að hluta nýlega, fjós gert
að fjárhúsi og hesthúsi og hlaða,
garðávaxtageymslur og skemma,
gróðurhús, önnur fjárhús og hlaða
er standa fjær bænum. Jörðin selst
án bústofns, véla og framleiðslu-
réttar.
Verðhugmynd er 45 millj. kr.
Ás í Leirár-
og Mela-
hreppi
Á jörðinni er íbúðarhús á tveimur hæðum. Landið er um það bil 100 ha., þar af
18—20 ha. ræktaðir. Jörðin selst án bústofns, véla og framleiðsluréttar og verð-
hugmynd er 45 millj. kr., en jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni.
Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1,
103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvak-
ur hf. Umsjón Magnús Sigurðsson, magn-
uss@mbl.is, sími 5691223, og Sveinn Guðjóns-
son, svg@mbl.is, sími 5691224 Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími
5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Banki allra landsmanna410 4000 | landsbanki.is
4,15%Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalánLandsbankans. Fáðu ráðgjöf hjásérfræðingum okkar og velduleiðina sem hentar þér best. Hafðusamband í síma 410 4000 eða áfasteignathjonusta@landsbanki.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
26
72
6
12
/2
00
4
Opið mán.-fim.
kl. 9-12 og 13-18,
fös. kl. 9-12 og 13-17
SÝNISHORN ÚR
SÖLUSKRÁ
Sölumenn FM aðstoða. Sjá
mikinn fjölda eigna
og mynda á
fmeignir.is og mbl.is
VANTAR - VANTAR
Vegna mikillar sölu að undanförnu í
öllum hverfum á höfuðborgarsvæðinu
bráðvantar allar gerðir eigna á söluskrá
Sími 550 3000
fmeignir@fmeignir.is
133 BÚJARÐIR/-
LANDSPILDUR
72 SUMARHÚS
Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða, m.a. hlunn-
indajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig
jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frí-
stundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar
um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og
hesthúsa. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á
skrifstofu. Einnig er oft til í sölu hjá okkur sauðfjár- og mjólk-
urframleiðsluréttur. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fast-
eignamiðstöðvarinnar sem er alhliða fasteignasala og selur
fasteignir jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu.
Sölumenn FM aðstoða.
Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is.
Fasteignamiðstöðin stofnsett 1958
Þjónustusími sölumanna húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eftir lokun 893 4191
Erum með í sölu fallegt 338 fm
einbýlishús með auka ca 40 fm
einstaklingsíbúð í kjallara. Húsinu
hefur verið afar vel við haldið.
Fallegur gróinn garður, ný timbur-
verönd og hellulagðir stígar með-
fram húsinu. Mikið af myndum á
fmeignir.is. Verð 42,9 m. 7901
JÓRUSEL
Til sölu fasteignir Sláturfélags
Suðurlands við Laxá í Skilmanna-
hreppi. Nánar tiltekið er um að
ræða fyrrverandi sláturhús sam-
tals um 982 fm Eignirnar skiptast
í fyrrverandi sláturhús 587 fm
starfsmannahús 161 fm aðstöðuhús 57 fm, 68 fm, 90 fm og 17 fm
Húsin standa á 1 ha eignarlandi. Stór malbikuð bílastæði. Áhuga-
verðar eignir við þjóðveg númer 1 stutt frá Hvalfjarðargöngum.
Eignir sem gefur ýmsa möguleika. Nánari uppl. á skrifstofu FM.
Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 9601
STUTT FRÁ HVALFJARÐARGÖNGUM