Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 10
10 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FÆSTIR átta sig á nafninu Charl- es Prior Hall, en þó hafa milljónir manna sofið á uppfyndingu hans, vatnsrúminu. Það var árið 1968 sem þessi hús- gagnahönnuður í Kaliforníu ákvað að hanna heimsins þægilegasta stól og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti datt hann niður á þá hug- mynd að fylla stóran uppblás- anlegan vínylbelg með vökva. Reyndar hafði hann fengið vís- bendingu frá annarri velheppn- aðri hönnun frá sjöunda áratug síðustu aldar, baunapokastólnum, sem naut mikilla vinsælda víða um heim, enda kjörið húsgagn í hippa- kommúnum þeirra tíma. Hall fyllti sem sagt vínylbelginn með fljótandi línsterkju og kallaði uppfyndingu sína The Incredible Creeping Chair eða hinn „ótrúlega skríðandi stól“, sem gaf til kynna þá eiginleika hans að vilja skríða til á gólfinu. Því miður komst Hall að raun um að þegar hann settist í stólinn sökk hann svo djúpt að engu lík- ara var en að stóllinn væri að gleypa hann. Þetta var óþægileg tilfinning og Hall reyndi því að setja eins konar hlaup, sem kallað var Jell-O, í stað fljótandi lín- sterkjunnar, en hlaupið hljóp gjarnan í kekki og varð fljótlega óþægilegt. Að lokum gaf Hall frá sér hug- myndina um að hanna stól og fyllti þess í stað rétthyrnda vínilskjóðu með vatni og kallaði sköpunarverk sitt The Water Bed, „Vatnsrúmið“, (sem raunar var sama nafn og not- að hafði verið á sjúkrahúsum ár- um saman yfir vatnsfylltar dýnur fyrir örkumla fólk). Hall var nokkuð sáttur við upp- fyndingu sína nema að þegar vatn- ið kólnaði varð rúmið ískalt, þvalt, rakt og stamt. Hann hannaði því aukaútbúnað fyrir rúmið, sem innihélt hitabúnað, klæðningu og sett af gúmmíbótum. Vatnsrúmin hans Charles Prior Hall náðu talsverðum vinsældum á áttunda áratug tuttugustu aldar og þóttu þau meðal annars bjóða upp á ýmsa nýja og spennandi möguleika þegar ástarleikir voru annars vegar. Hins vegar fór tvennum sögum um hversu þægi- legt væri að sofa í þeim og kvört- uðu sumir undan aðkenningu að sjóveiki. Og vissulega tók gamanið að kárna þegar vatnsrúmin tóku upp á því að leka, eða jafnvel springa og lágu þá íbúðir undir skemmdum vegna vatnsflaumsins. Vatnsrúm hafa nú að mestu lagst af þótt eflaust megi finna þau í einstaka svefnherbergjum enn þann dag í dag. Saga hlutanna Vatnsrúmin þóttu spennandi ** 2ja herbergja íbúð í breiðholti ** Sérbýli fyrir vestan Reykajvíkurtjörn ** 2ja herbergja íbúð í Gravarvogi ** 4ra herbergja íbúð með bílskúr. ** Einbýlishúsi í þingholtum eða gamla bænum. ** 3ja herbergja í hraunbæ ** Húsi í grafarholti. Höfum ákveðna kaupendur að: Anney Bæringsdóttir Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Skipholti 29a 105 Reykjavík sími 530 6500 fax 530 6505 heimili@heimili. is Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Hafdís Björnsdóttir Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður www. heimili. is Opið mánudaga til föstudaga 9-17 Félag fasteignasala REYRENGI - einbýli á einni hæð Vandað 200 fm einbýlishús með inn- byggðum 33 fm bílskúr í enda botnlanga. 4 svefnherbergi. Góð lofthæð. Afgirt 55 fm verönd með heittum potti. Hiti í stéttum og bílastæði. Nánari upplýsingar og teikning- ar á skrifstofu. BARRHOLT - MOSFELLSBÆ Einbýlihús ca 390 fm innréttað sem fjórar íbúðir. Um er að ræða ca 390 fm einbýlihús á tveimur hæðum. Á efri hæð er 155 fm íbúð með 5-6 svefnherbergjum. Á neðri hæð er ca 130 fm íbúð með fjórum svefn- herbergjum. Einnig hafa verið innréttaðar tvær ca 40 fm íbúðir, önnur í kjallara og hin í bílskúr. Sérinngangur er í allar íbúðirnar. Íbúðirnar á neðri hæð voru innréttaðar að mestu árið 2000. V. 42,0 m. einbýli GRENIMELUR Virðulegt og vandað 210 fm parhús, sem skiptist í þrjár hæðir ásamt íbúðarherbergjum í risi og 27 fm bíl- skúr. Húsið skiptist í þrjár stofur og sjö svefnherbergi, eldhús og tvö baðherbergi. Gott hús á vinsælum stað. BJARKARHEIÐI - vel skipulagt parhús á einni hæð Glæsileg um 160 fm parhús á einni hæð í Hveragerði. Þrjú rúmgóð herbergi og bjartar stofur. Inn- byggður um 28 fm bílskúr. Húsið er afhent fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan. Afhending innan mánaðar. Verð 16,5 millj. Grafarholt Nýjar 112 fm íbúðir með sérinngangi ásamt stæði í bílageymslu. Af- hendast fulbúnar með gólfefnum. Nánari upplýsingar á skrifstofu. KRISTNIBRAUT Ný 110 fm endaíbúð á miðhæð í suður og vestur ásamt sér yfir- byggðu bílastæði. Sérinngangur af svölum og þvottahús innan íbúðar. Íbúðin afhendist fullbúin með innréttingum og gólfefnum í mars 2005. Ljósar innréttingar, parket og flísar á gólfum. V. 19,9 m. rað- og parhús KÓPAVOGSBRAUT Góð risíbúð í tvíbýlishúsi. Íbúðin er með tveimur rúmgóð- um herbergjum og bjartri stofu. Falleg við- argólf. Mjög góð staðsetning í vesturbæ Kópavogs. V. 12,9 m SKÚLAGATA - BÍLSKÝLI Falleg 80 íbuð á 4. hæð í lyftuhúsi með sérinn- gangi af svölum. Íbúðinni fylgir stæði í bíl- skýli. Tvö rúmgóð herbergi og björt stofa með útgangi á svalir. Merkt stæði í bíla- geymslu fylgir. Verð 15,8 millj. Grafarholt Nýjar rúmgóðar íbúðir með stæði í bílskýli sem afhendast fullbúnar með gólfefnum. Nánari upplýsingar á skrif- stofu. 3ja herbergja Vorum að fá í sölu nýjar íbúðir í Grafarholti. Húsið stendur á góðum útsýnisstað austar- lega við Kristnibraut, örskammt frá barna-, leikskóla og verslunarkjarna. Íbúðirnar eru tvær 4ra herbergja og sex 3ja herbergja og eru allar með verönd/svalir í suður. Þær af- hendast fullbúnar með gólfefnum. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Grafarholt - 3ja og 4ra herbergja nýjar fullbúnar íbúðir Falleg 90 fm endaíbúð á jarðhæð með sérverönd og sérgarði. Þvottahús innan íbúðar og afnot af bílskúr. V. 15,5 m. GULLENGI - 3ja herbergja jarðhæð Vel hannað ca 287 fm einbýlishús með ca 58 fm innbyggðum bílskúr. Húsið sem er að stærstum hluta á einni hæð er sérlega vel hannað. Húsið afhendist mjög nálægt því að vera tilbúið til innréttinga. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Brúnás - Garðabæ - einbýlishús í bygginguUm leið og við þökkum viðskiptamönnum okkar ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða, óskum við landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. WWW.HEIMILI.IS SÍMI 530 6500 SJÁVARBORGARKIRKJA stendur á Borg, klettahöfða, skammt frá Sauðárkróki, og rís hátt upp frá sléttlendinu í kring. Þarna var kirkjustaður að minnsta kosti frá því á 14. öld. Sjávarborgarkirkja er úr timbri, byggð af Ólafi Guð- mundssyni frá Húsey árið 1853, og stóð húsið upphaflega rétt norðan gamla torfbæjarins. Kirkjan er 8,1 m á lengd og 3,8 m á breidd. Hæð undir bita er 1,9 m. Hún er sex stafgólf. Kirkjan er af eldri gerð turnlausra kirkna, sem einkennist af því að veggir eru lágir og sitja því gluggar uppi við þak- brún. Tveir sex rúðu gluggar eru á hvorri hlið en fjögurra rúðu gluggar á kvisti austan megin og á stöfnum. Öll þil eru svartbikuð, en gluggar, hurð, dyraumbún- aður og kross á mæni hvít- máluð. Kirkjan var aflögð árið 1892. Seint á þriðja áratug síðustu aldar var húsið flutt úr stað, og gegndi það síðan meðal annars hlutverki geymslu, þar til ákveðið var að færa það til fyrra horfs sem guðshús. Þjóðminja- safnið tók húsið í sína um- sjón árið 1972 og þremur árum síðar var kirkjan enn flutt til og henni þá jafnframt snúið þannig að kirkjudyr vísa nú til suðurs. Sett var ný klæðn- ing á húsið og um 1980 var lokið við innansmíð, gólf og þil, og settir inn nýir bekkir. http://www.thjodminjasafn.is/ Úr húsasafni Þjóðminjasafnsins Sjávarborgarkirkja í Skagafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.