Morgunblaðið - 04.01.2005, Page 14
14 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Í
síðasta þætti var fjallað um
blóm sem hefur verið í mikl-
um metum fyrir jólin í
nokkra áratugi, en þar á ég
við jólastjörnuna. Það
er eins og jólablóm
bæði komist í tísku
og fari úr tísku, verði
a.m.k. minna áber-
andi í jólamánuðinum
en áður var. Það var
sú tíðin að begonía
var alvinsælasta jóla-
blómið og eins má
nefna jólakaktus og
jólatúlipana, það eru
blóm sem hafa svo
sannarlega átt sín
glanstímabil, þótt þau
hafi eins og horfið í
skuggann af jóla-
stjörnunni. Nú ætla
ég að rabba lítillega
um aðra stjörnu sem
verður stöðugt vinsælli sem jóla-
blóm. Hér á ég við riddarastjörnu,
sem er alls ekki skyld jólastjörn-
unni, þótt báðar beri stjörnuheiti.
Það er svo skrítið með okkur Ís-
lendinga að við köllum falleg blóm
rósir, fjólur eða stjörnur og hugs-
um þá ekkert um ættfærsluna. Ó,
nei, jólastjarna og riddarastjarna
eiga hreint ekkert sameiginlegt
nema þá helst að vera báðar upp-
runnar á suðlægum breiddargráð-
um.
Bíddu nú við, segir e.t.v. einhver
lesandi. Konan ætlar að skrifa um
einhverja riddarastjörnu en hún
notar mynd af Amaryllis með
greininni, nú er Bleik mínum
brugðið. En þetta er alls ekki Am-
aryllis, blómið heitir Hippeastrum.
Hippeastrum, sem hefur fengið
nafnið riddarastjarna
á íslensku, og Am-
aryllis eru reyndar af
sömu ættinni, sem
heitir Amaryllidaceae,
en Amaryllis bella-
donna er eina blómið
innan sinnar fjöl-
skyldu en Hippeastr-
um á allmargar systur
og þær eru oft allar
kallaðar nafni stöku
frænkunnar. Þetta er
líkt og í ýmsum ættum
í mannheimum, það er
víða til í fjölskyldum
einbirnið fallega, hún
„Rósalind“ sem er dáð
og dýrkuð á kostnað
annarra stelpna í fjöl-
skyldunni sem ganga brátt undir
nafninu „frænka Rósalindar“. En
eins og stundum gerist verða
frænkurnar fallegri en „Rósalind“
og blómin á Hippeastrum eru að
mínu mati fallegri en á Amaryllis,
þótt lík séu, blómin stærri og
krónublöðin breiðari og litskrúð-
ugri.
Amaryllis er upprunninn í Suð-
ur-Afríku en Hippeastrum í Suð-
ur-Ameríku, nánar tiltekið einkum
Brasilíu, Perú og Paraguay. Þetta
eru laukjurtir, sem eru mjög auð-
veldar í ræktun og geta blómstrað
aftur og aftur og orðið margra ára
gamlar ef rétt er að farið. Eig-
inlegur blómgunartími laukanna er
snemmsumars og þess vegna eru
þeir oft á vorlaukalista Garðyrkju-
félagsins en með því að kæla lauk-
ana á haustin í nokkrar vikur má
fá þá til að blómstra í desember og
það gerir þá einmitt svo vinsæla
sem jólablóm, þótt þeir slái líklega
ekki jólastjörnuna út í bráð.
En hvernig á svo að meðhöndla
dýrðina? Laukarnir eru náttúrlega
inniplöntur hér á norðurslóðum og
því settir í blómapotta og ólíkt því
sem er um flesta lauka eru þeir
látnir standa dálítið upp úr mold-
inni. Best er að moldin sé frekar
gljúp og potturinn rúmur til að
byrja með en ekki er nauðsynlegt
að skipta um pott nema á nokk-
urra ára fresti, þótt endurnýja
megi alefsta moldarlagið oftar. Til
að byrja með er laukurinn vökv-
aður sjaldan en þegar hann fer að
bæra á sér er gjarnan vökvað ann-
an hvern dag fram að blómgun.
Oftast gægist bómstöngullinn
fyrst upp og verður stór og stæði-
legur, oft nálægt hálfum metra á
hæð og ber iðulega 4 blómklukkur
sem eru 10–15 cm í þvermál. Fljót-
lega koma svo blöðin í ljós, svona
líkt og breið og kröftug grös. Að
blómgun lokinni er rétt að fjar-
lægja blómin en þar sem svo auð-
velt er að fá aftur blómgun er
óþarfi að henda lauknum. Halda
þarf áfram að vökva laukinn og
gefa blómaáburð á svona hálfs
mánaðar fresti þangað til blöðin
fara að sölna. Þá skal draga veru-
lega úr vökvun og hætta loks alveg
og setja laukinn á svalan stað til
að hann hvílist í nokkurn tíma áð-
ur en hann á að blómstra aftur.
Unnt er að fjölga riddarastjörnu
bæði með því að láta blómið
þroska fræ og eins hitt að fjar-
lægja hliðarlauka sem stundum
myndast og fá þannig nýja lauka.
Fyrir hönd Garðyrkjufélags Ís-
lands óskar Blóm vikunnar öllum
lesendum sínum árs og friðar og
þakkar góð samskipti á liðnum ár-
um.
Sigríður Hjartar
Kært barn hefur mörg nöfn
Riddarastjarna er laukjurt, sem er mjög auðveld í ræktun og getur blómstrað
aftur og aftur og orðið margra ára gömul ef rétt er að farið.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
526 þáttur
3ja herb.
Marbakkabraut 2ja-3ja herbergja
íbúð alls 53,1 fm á jarðhæð miðsvæðis í
Kópavogi. Íbúðin er með sérinng. og góðri
aðkomu. Komið er inn í lítið anddyri þar sem
er innangengt í sameiginlegt þvottahús. Af
litlum gangi er svo farið í svefnherbergi, eld-
hús, stofu og herbergi sem nú er tengt
stofu. Gólfefni eru parket og dúkur. Mjög
rúmgóð íbúð. Verð 10,7 millj.
Valshólar 3ja herbergja íbúð, alls 82
fm, í litlu fjölbýli. Komið er inn í forstofu með
flísum á gólfi og fataskáp. Svefnherbergi
eru tvö, lítið barnaherbergi og rúmgott
hjónaherbergi með góðum fataskáp, gólf-
efni er fallegur dúkur. Edlhús er með nýlegri
hvítri innréttingu og borðkrók, gólfefni er
korkur. Inn af eldhúsi er búr/þvottahús.
Baðherbergið er nýlega flísalagt í hólf og
gólf með baðkari og hvítri innréttingu. Sam-
eign er mjög snyrtileg. Þak nýlega yfirfar-
ið. Falleg íbúð á vinsælum stað í Breið-
holti. Bílskúrsréttur. Verð 14,5 millj.
Bólstaðarhlíð 3ja herbergja íbúð á
fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýli á grónum
stað í Hlíðunum. Lýsing: Komið í hol þar
sem farið er beint inn í eldhús, til hægri er
svefnherbergi og baðherbergi en til vinstri í
stofu og annað herbergi. Gólfefni eru teppi
og dúkur. Sameign er mjög snyrtileg og
húsið var málað fyrir þrem árum. Góð stað-
setning, stutt í skóla, leikskóla og alla
þjónustu. Verð 12,7 millj.
4ra herb
Kórsalir Stórglæsileg 4ra herb. íbúð,
alls 128 fm á 2. hæð í snyrtilegu lyftuhúsi.
Íbúðinni fylgir stæði í bílag. Sjónvarpshol er í
íbúðinni. Stofan er rúmgóð og tengist borð-
stofunni og eldhúsinu. Innréttingar í eldhúsinu
eru úr kirsuberjavið og tækin úr stáli. Á allri
íbúðinni er glæsilegt parket nema þvottahúsi
og baði, þar eru flísar. Allar innréttingar úr
kirsuberjaviði. Stórar og rúmgóðar svalir eru
á íbúðinni. Frábært útsýni. Sameign er
mjög snyrtileg, flísalögð. Verð 22,9 millj.
Nýbýlavegur Höfum fengið í einkasölu
stórglæsilega íbúð í 4-íbúða húsi á frábærum
stað í Kópavogi. Íbúðin er með sérinngangi.
Íbúðin var öll tekin í gegn árið 1999, skipt um
pípulagnir, raflagnir, allir veggir múraðir með
sérstöku múrkerfi auk þess sem skipt var um
innréttingar, skápa, gólfefni og annað. Húsið
var allt álklætt að utan árið 2004 og er því í
eins góðu ástandi og hugsast getur að sögn
seljanda. Sjón er sögu ríkari. Verð 15,5 millj.
Háaleitisbraut
Stórt og fallegt tvílyft einbýli, alls 291
fm með innbyggðum bílskúr við Háa-
leitisbraut í Reykjavík með möguleika
á 3 íbúðum. Þetta er eign sem gefur
mikla möguleika t.d. til útleigu á auka-
herbergjum, en neðri hæðin hefur tvo
sérinnganga og því líka möguleiki á
tveimur séríbúðum. Góð bílastæði eru
við húsið. Fallegur gróinn garður kring-
um húsið. Skipti á tveimur íbúðum
koma til greina. Áhvíl. 32,5 millj. banka-
lán til 30 ára, gengistryggt erlent lán. Af-
borganir pr mánuð 186.000. Verð tilboð.
Ennishvarf
Stórglæsilegt einnar hæðar einbýli, alls 264,8 fm, sem verið er að
hefja byggingu á í svökölluðu Hvarfahverfi rétt við Elliðavatn.
Staðsetning hússins er frábær með meiriháttar útsýni til suðurs og
austurs. Leyfi er fyrir byggingu allt að 60 fm hesthúss á lóðinni. Við
baklóð hússins er gert ráð fyrir reiðstíg og gróður svæði. Skipulag
hússins er frábært. Stór 36,59 fm bílskúr gerður fyrir tvo bíla. Sér
svefnálma skilin að frá stofu og eldhúsi með skemmtilegu holi eða
gangi. Þrjú rúmgóð barnaherbergi. Þvottahús, baðherbergi ásamt ca
31 fm svefnherbergi sem í er innifalið baðherbergi og fataherbergi eru
í álmunni. Eldhúsið, borðstofan og stofan eru í hinni álmu hússins
sem er með lofthæð 3,50 metrar. Þetta er eignin sem beðið hefur
verið eftir. Lóð ca 1336 fm. Húsið er afhent tilbúið að utan og
steinað en fokhelt að innan. Verð 35,9 millj
Þorláksgeisli
Stórglæsilegt tvílyft einbýlishús á frá-
bærum stað við golfvöllinn í Grafarholti
(7. teig). Húsið er á tveimur hæðum með
innbyggðum bílskúr, alls 221,5 fm, auk
þess er möguleiki á séríbúð ca 40 fm,
samtals ca 260 fm. Stutt er í afhendingu
og verður húsið afhent svo til tilbúið til inn-
réttinga að innan og frágengið að utan.
Frábært útsýni með tengingu við náttúr-
una. Tilvalið fyrir alla aldurshópa, golfara
sem ekki golfara. Verð 39,9 millj.
Torfufell 3ja herbergja íbúð á 3ju
hæð/efstu. Rúmgóð herbergi og gott eldhús
með fallegri hvítri/beyki innréttingu og góð-
um borðkrók við glugga. Baðherbergið er
flísalagt og mjög fallegt með sturtu og lítilli
hvítri innréttingu. Stofan og holið eru park-
etlögð og er gengið út á stórar vestursvalir
úr stofu. Sameign er til fyrirmyndar hvort
sem er úti eða inni. Merkt stæði á bílaplani.
Íbúðin gæti verið laus við kaupsamning.
Verð 11,9 millj.
Kaupendur
Þinglýsing – Nauðsynlegt er að
þinglýsa kaupsamningi strax hjá við-
komandi sýslumannsembætti. Það er
mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn-
inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun
bæjaryfirvalda áður en þeim er þing-
lýst.
Greiðslustaður kaupverðs – Al-
gengast er að kaupandi greiði afborg-
anir skv. kaupsamningi inn á banka-
reikning seljanda og skal hann
tilgreindur í söluumboði.
Greiðslur – Inna skal allar greiðslur
af hendi á gjalddaga. Seljanda er
heimilt að reikna dráttarvexti strax
frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga
greiðslufrestur.
Lántökur– Skynsamlegt er að gefa
sér góðan tíma fyrir lántökur. Það get-
ur verið tímafrekt að afla tilskilinna
gagna s. s. veðbókarvottorðs, bruna-
bótsmats og veðleyfa.
Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á,
hafa verið undirrituð samkvæmt um-
boði, verður umboðið einnig að fylgja
með til þinglýsingar. Ef eign er háð
ákvæðum laga um byggingarsam-
vinnufélög, þarf áritun byggingarsam-
vinnufélagsins á afsal fyrir þinglýs-
ingu þess og víða utan Reykjavíkur
þarf áritun bæjar/sveitarfélags einnig
á afsal fyrir þinglýsingu þess.
Samþykki maka – Samþykki maka
þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og
veðsetningu fasteignar, ef fjölskyldan
býr í eigninni.
Gallar – Ef leyndir gallar á eigninni
koma í ljós eftir afhendingu, ber að til-
kynna seljanda slíkt strax. Að öðrum
kosti getur kaupandi fyrirgert hugs-
anlegum bótarétti sakir tómlætis.
Gjaldtaka
Þinglýsing – Þinglýsingargjald
hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.
Stimpilgjald– Það greiðir kaupandi
af kaupsamningum og afsölum um
leið og þau eru lögð inn til þinglýs-
ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst,
þarf ekki að greiða stimpilgjald af af-
salinu.
Minnisblað