Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 22
22 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ L andmótun er teiknistofa landslagsarkitekta sem veitir alhliða ráðgjöf við skipulag, hönnun, mat á umhverfisáhrifum og ýmiss konar korta- og göngustígagerð. Eigendur stofunnar eru landslagsarkitektarn- ir Einar E. Sæmundsen, Yngvi Þór Loftsson, Gísli Gíslason, Áslaug Traustadóttir og Ingibjörg Krist- jánsdóttir. Teiknistofan hefur aðset- ur í eigin húsnæði að Hamraborg 12 í Kópavogi. Um þessar mundir er stofan tíu ára, en hún var stofnuð í september árið 1994 af Einari, Gísla og Yngva Þór. Stofan leggur áherslu á fagleg vinnubrögð og umhverfisstefnu í anda sjálfbærrar þróunar. Landmótun vinnur svæðis- og að- alskipulagsáætlanir fyrir ríki og sveitarfélög, ásamt deiliskipulagi hverfa og einstakra bæjarhluta, úti- vistarsvæða og sumarbústaðahverfa. Yngvi Þór segir að hvatinn að stofn- un Landmótunar hafi verið stórt verkefni sem þeim hlotnaðist fyrir um tíu árum, en það var skipulag há- lendisins. Allar götur síðan hefur teiknistofan verið umsvifamikil og tekið að sér hvert stórverkefnið á fætur öðru. Fyrir fimm árum urðu kaflaskipti hjá Landmótun þegar nýir eigendur bættust í hópinn, en það voru þær Áslaug Traustadóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir, sem áður höfðu starfað á stofunni. Ólíkur bakgrunnur í menntun eykur víðsýni Mikil breidd í er menntun starfs- manna Landmótunar og má þar nefna garðyrkju- og búfræðimennt- un, landfræði- og jarðfræðimenntun, auk hönnunar- og skipulagsfræði- menntunar. Yngvi Þór segir að þessi ólíki bakgrunnur komi fyrirtækinu til góða og gefi þeim aukna víðsýni. „Starfsfólkið getur haft ólíka sýn á verkefnin, en við höfum ekki bara ólíka menntun að baki, heldur höfum við hlotið þá menntun í ólíkum heimsálfum,“ segir hann. „Við höfum lokið námi frá Íslandi, Noregi, Dan- mörku, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum.“ Starfsfólk Landmótunar er allt vel menntað á sínu sviði en alls starfa ellefu manns á stofunni. Gísli Gíslason er jarðfræðingur og landslagsarkitekt. Hann segir að Landmótun vinni jöfnum höndum að skipulagsmálum og hönnun. „Þessi mikla breidd í menntun starfsfólks- ins hefur að einhverju leyti rennt styrkum stoðum undir stofuna og hún skilar sér vel í hinum mismun- andi verkefnum sem stofan fær,“ segir Gísli. „Nokkur okkar hér á stofunni eru með náttúrufræðibak- grunn sem er mjög mikilvægur þeg- ar kemur að skipulagsmálum, en berggrunnurinn og jarðfræði eru sérkenni Íslands. Það er því inn- byggt í okkar vinnuaðferðir og menntun að nota náttúrufræðiþekk- inguna í skipulagsmálum, til dæmis þegar við unnum að skipulagi miðhá- lendisins, sem var eitt stærsta verk- efni á þessu sviði sem unnið hefur verið hér á landi, en það náði til 40% alls landsins.“ Vinna við aðalskiplag sveitarfé- laga er stór þáttur í starfsemi Land- mótunar. Hér á landi er aðalskipulag lögboðið skipulagsstig hjá öllum sveitarfélögum, sem þurfa að upp- fylla ákveðin lög þar að lútandi í allri sinni skipulagsgerð. Þeirri vinnu á að vera lokið fyrir árið 2008. „Hér áður fyrr þurfti eingöngu að vinna aðalskipulag fyrir þéttbýlis- staðina, en nú ber að skipuleggja allt svæðið innan sveitarfélagsins og hef- ur það breytt okkar vinnu töluvert,“ segir Einar. Aðalskipulag tekur á öllum aðal- þáttum sveitarfélaganna, svo sem byggðarþróunaráætlun, þ.e. hvernig gert er ráð fyrir að sveitarfélagið byggist upp á næstu 12 árum. Hlut- verk þeirra sem koma að aðalskipu- lagi sveitarfélaga er að aðstoða sveit- arfélagið við að marka þá stefnu sem það ætlar að vinna eftir. „Við erum í raun ráðgjafar sveitarfélaganna og sýnum raunhæfar leiðir hvernig megi hrinda stefnunni í fram- kvæmd,“ segir Gísli. „Við tökum til dæmis frá landsvæði sem ætluð eru fyrir íbúðasvæði, leggjum til hvernig samgöngukerfið á að vera í framtíð- inni, bæði í þéttbýli og í dreifbýli. Einnig þarf að skipuleggja útivist- arsvæði og þá þarf að taka tillit til þess hversu mikinn umgang við- kvæm svæði þola. Við sameiningu sveitarfélaga getur t.d. mynstur í skólakerfinu breyst og þá þarf að styrkja samgöngukerfið í tengslum við það svo sveitarfélagið geti veitt íbúunum góða þjónustu. Síðan eru einnig margir undirliggjandi þættir sem taka þarf tillit til og þá er oft betra að fá óháða utanaðkomandi að- ila til að koma að málunum.“ Þverfagleg vinna Landmótun hefur komið að mörg- um stórum skipulags- og hönnunar- verkefnum víða um landið og hefur oftast hlotið þau verkefni eftir að hafa tekið þátt í og unnið samkeppni um verkið. „Við fáum þessi verkefni ekki á neinu silfurfati því það liggur oft gríðarlega mikil undirbúningsvinna að baki tillögum okkar,“ segir Einar. Mörg verkefni liggja á borðinu hjá Landmótun um þessar mundir, en stærstu skipulagsverkefnin eru fyrir Vesturbyggð, Dalabyggð, Tálkna- fjarðarhrepp og Borgarfjörð eystri, og einnig er stofan nýbúin að skila af sér aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Ölfus. Hin síðari ár hefur það aukist að þverfaglegir hópar vinni saman að hönnunar- og skipulagsverkefnum. Ingibjörg Kristjánsdóttir er lands- lagsarkitekt og hlaut sína menntun í Bandaríkjunum. Hún segir að þau skipulagsverkefni sem stofan hefur unnið að víða um land hafi iðulega gefið af sér annars konar verkefni, svo sem deiliskipulag og hönnunar- verk. „Við höfum jöfnum höndum verið að vinna að skipulagsmálum og hönnun, en þessir tveir verkefna- flokkar styðja vel hvor annan. Við vinnum mikið bæði með arkitektum og verkfræðingum og höfum m.a. unnið að rammaskipulagi Mýrargötu og Slippsvæðisins í vesturbæ Reykjavíkur. Það verkefni fengum við eftir að hafa unnið 1. verðlaun í hugmyndasamkeppni ásamt VA- arkitektum, Hönnun og Birni Ólafs arkitekt. Útkoman úr þeirri sam- keppni var síðan notuð sem hug- myndagrunnur fyrir rammaskipu- lagið. Í kjölfarið átti sér stað langt og mikið samráðsferli sem byrjaði í jan- úar 2003 og lauk í maí 2004. Farið var af stað með þetta verkefni með það fyrir augum að virkja vel bæði íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu og fundað var með þeim nokkrum sinn- um. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og búið er að vinna úr þeim athuga- semdum sem komu frá þessum að- ilum. Eftir er að raða skipulaginu upp í nokkra reiti og vinna deili- skipulag að hverjum reit fyrir sig, en í heildina má sjá hvar byggðin á að vera, umferðarmannvirki og aðkom- ur til og frá svæðinu.“ Sé litið á teikningar af skipulaginu má sjá að gert er ráð fyrir ívið meira af grænum svæðum en maður á að venjast í elstu hlutum höfuðborgar- innar. Ingibjörg segir að hingað til hafi ekki verið mikið um opin svæði og útivistarsvæði í þessum elsta hluta borgarinnar, en þau hafi hug á að breyta því að einhverju leyti. „Slippurinn hefur verið þarna í um hundrað ár en nú er verið að leggja hann niður. Aðalmarkmiðið með þessu nýja skipulagi var að koma þarna fyrir blandaðri byggð með íbúðum og atvinnusvæði. Til að gera svæðið meira aðlaðandi var hug- myndin að auka vægi grænna svæða með því að leiða bílaumferðina niður í stokk sem opnast vestan við Æg- isgötu og kemur síðan upp við Grandagarð. Þessi hugmynd fékk góðar undirtektir þegar hún var kynnt á stórum opnum fundi og einn- ig síðar á minni fundum með íbúum svæðisins.“ Mýkja áferð stórra mannvirkja Meðal verka sem Landmótun hef- ur unnið að undangenginni sam- keppni má nefna Áslandsskóla, Lækjarskóla, vestursvæðið á Sel- tjarnarnesi, endurgerð Arnarhóls og lóðar Seðlabanka Íslands svo eitt- hvað sé nefnt, en þessi verk hafa ver- ið unnið í samvinnu við ýmsa aðra fagaðila. Eftir að hafa unnið samkeppni um hönnun Lækjarskóla á sínum tíma kom Landmótun að skipulagningu útivistarsvæðisins á Hörðuvöllum, umhverfi Lækjarins í Hafnarfirði, og síðar umhverfi Reykjanesbrautar. Þá hefur stofan einnig unnið í sam- starfi við verkfræðistofuna Línu- hönnun við umfangsmiklar fram- kvæmdir við gatnamótin við Stekkjarbakka og tengingu á milli útvistarsvæðanna í Fossvogsdal og Elliðaárdal, en hið síðasttalda er dæmigert fyrir verk þar sem Land- mótun er hluti af samstarfi í stærri vinnuhópum. „Okkar hlutverk í þeim hópi er ekki síst það að leitast við að mýkja áferð stórra mannvirkja,“ segir Áslaug. „Við reynum að láta umhverfisbreytingar líta út fyrir að vera ekki jafn gríðarlega umfangs- miklar og þær eru í raun og veru.“ Verkefni Landmótunar eru af ýmsum toga og ekki öll jafn risastór og þau sem að framan getur. Þau hafa einnig látið til sín taka við hönn- Að lesa landið Landmótun ehf. vinnur skipulagsáætlanir fyrir ríki og sveitarfélög ásamt deiliskipulagi einstakra bæjarhluta, útivistar- svæða og sumarbú- staðahverfa. Guðlaug Sigurðardóttir ræddi við eigendur stofunnar um verkefni fyrirtækisins, sem spanna allt frá skipulagningu miðhálend- isins niður í reiðhjóla- grindur. Um þessar mundir er stofan tíu ára. Morgunblaðið/Golli Starfsfólk Landmótunar getur notið útsýnis yfir til Öskjuhlíðar og ylstrandarinnar í Nauthólsvík, en þau hafa komið að hönnun ýmissa verkþátta á þeim stöðum. Við Lækinn í Hafnarfirði. Gatnamótin við Stekkjarbakka eru dæmi um verk þar sem Landmótun er hluti af samstarfi í stærri vinnuhópum, en hlut- verk þeirra í þeim hópi var ekki síst að leitast við að mýkja áferð þessa gríðarstóra mannvirkis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.