Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 23
Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði
Sími 520 2600 - Fax 520 2601
Netfang as@as.is
Heimasíða http://www.as.is
Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali,
Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon,
Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir.
Laufey Lind Sigurðardóttir
Opið virka daga kl. 9–18
HRAUNBÆR - RVÍK - ÞJÓNUSTU-
ÍBÚÐ LAUS STRAX. Vorum að fá í einkasölu
BJARTA OG FALLEGA 88 fm 3ja herbergja
íbúð á 5. hæð í góðu LYFTUHÚSI fyrir ELDRI
BORGARA. Viðarinnréttingar. Góðar svalir og
GLÆSILEGT ÚTSÝNI YFIR BORGINA. Verð
18,9 millj. 3253
BOÐAHLEIN - ELDRI BORGARAR Fal-
legt og vel viðhaldið 59,7 fm RAÐHÚS á einni
hæð við Hrafnistu í Hafnarfirði/Garðabæ.
SÉRINNGANGUR. FALLEGT ÚTSÝNI út á
Álftanes og fjörðinn. Verð 14,5 millj. 3197
KALDAKINN - MEÐ AUKAÍBÚÐ FAL-
LEGT OG TALSVERT ENDURNÝJAÐ 211 fm
EINBÝLI á tveimur hæðum. Húsið er í dag nýtt
sem einbýli en auðvelt er að loka á milli hæða
og vera þá með tvær íbúðir með sérinngangi.
Þrjú svefnherbergi á hvorri hæð. RÓLEG OG
GÓÐ STAÐSETNING. 3263
SPÓAÁS - GLÆSILEGT SÉRLEGA FAL-
LEGT OG VANDAÐ 166,2 fm EINBÝLI á einni
hæð ásamt 44,0 fm tvöföldum innbyggðum
BÍLSKÚR, samtals 210,2 fm, á góðum stað í
ÁSLANDINU. Vandaðar innréttingar og tæki.
Parket og flísar. Stór timburverönd með heit-
um potti og skjólveggjum. Verð 37,5 millj.
3155
FÍFUVELLIR 10 - GLÆSILEGT EIN-
BÝLI GLÆSILEGT 185 fm EINBÝLI á TVEIM-
UR PÖLLUM, ásamt innbyggðum 32 fm bíl-
skúr, samtals 218 fm, á góðum stað. Húsið
skilast fullbúið að utan og fokhelt að innan í
mars 2005. Verð 23,9 millj. 3188
LANGABREKKA - GÓÐ STAÐSETN-
ING Fallegt 142,6 fm EINBÝLI á einni og
hálfri hæð á góðum og rólegum stað í MIÐBÆ
Kópavogs. 5 svefnherbergi. Fallegt útsýni.
Stutt í alla þjónustu. Verð 22,9 millj. 3190
HLAÐBREKKA - KÓPAVOGI Skemmti-
leg 146 fm EFRI SÉRHÆÐ í tvíbýli á góðum
stað. Fjögur svefnherbergi. AUSTURSVALIR.
Flísalögt sólstofa. Falleg ræktuð lóð. GÓÐ
STAÐSETNING OG FALLEGT ÚTSÝNI. Verð
25,9 millj. 3004
BIRKIHVAMMUR - MEÐ AUKAÍBÚÐ
- KÓPAVOGI Góð 103 fm 3ja herbergja
íbúð á efri hæð í þríbýli, ásamt 30 fm bílskúr
sem búið er að breyta í íbúð. Fallegt útsýni.
GÓÐ EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA. Verð
18,5 millj. 3063
ÁLFABERG 24 - NEÐRI SÉRHÆÐ Fal-
leg og vel skipulögð 3ja-4ra herbergja NEÐRI
SÉRHÆÐ í góðu tvíbýli, ásamt 31 fm BÍL-
SKÚR, á góðum stað í SETBERGI. Parket og
flísar. SÉRINNGANGUR. Falleg ræktuð lóð
með verönd og heitum potti. Verð 18,0 millj.
2917
GRÆNAKINN - TALSVERT ENDUR-
NÝJUÐ FALLEG OG MIKIÐ ENDURNÝJUÐ
104 fm EFRI SÉRHÆÐ í góðu tvíbýli. SÉRINN-
GANGUR. Vandaðar innréttingar. Suðursvalir.
Nýlegt þak o.fl. Verð 15,5 millj 2599
ÁRSALIR - LYFTUHÚS NÝLEG OG FAL-
LEG 115 fm íbúð á 2. hæð í LYFTUHÚSI
ásamt 8 fm geymslu í kjallara og stæði í læstri
bílageymslu, samtals 123 fm. Vandaðar inn-
réttingar og gólfefni. Tvö svefnherbergi,
möguleiki á þriðja. SUÐVESTURSVALIR.
Verð 25,5 millj. 3005
BREIÐVANGUR - GÓÐ 102,9 fm 3ja her-
bergja íbúð á 1. hæð í Norðurbænum í Hafn-
arfirði. SUÐURSVALIR. Parket og flísar. Stutt í
skóla, leikskóla og þjónustu. Verð 13,9 millj.
3172
SUÐURBRAUT - FALLEG Falleg 91 fm
3ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu nýlega við-
gerðu og máluðu fjölbýli. SUÐURSVALIR.
Parket og flísar. 2766
SELJAVEGUR - REYKJAVÍK Góð 41,5
fm 3ja herbergja RISÍBÚÐ í 8 íbúða húsi.
Íbúðin er stærri að gólffleti, einungis eru
mældir fermetrar þar sem lofthæð fer yfir
1,80. Góð íbúð sem nýtist vel. 2958
AUSTURBERG - REYKJAVÍK Góð 91 fm
3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli.
SÉRINNGANGUR. Góð gólfefni. Verð 13,9
millj. 3170
KRÍUÁS - NÝ OG FALLEG Nýleg og fal-
leg 75 fm 2ja til 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í
fallegu nýlegu fjölbýli í ÁSLANDINU. Vandaðar
innréttingar. Möguleg 2 svefnherbergi. 3262
HVERFISGATA - ENDURNÝJUÐ - M.
BÍLSKÚR Falleg MIKIÐ ENDURNÝJUÐ 57
fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu þríbýli,
ásamt 22,2 fm BÍLSKÚR, í MIÐBÆ HAFNAR-
FJARÐAR. Nýlegar innréttingar og tæki. Allt á
baði. Flísar og parket. Verð 13,9 millj. 2871
HRINGBRAUT - NEÐRI SÉRHÆÐ
Falleg og talsvert endurnýjuð 96 fm 3ja her-
bergja NEÐRI SÉRHÆÐ í góðu og vel við-
höldnu tvíbýli á góðum útsýnisstað. SÉR-
INNGANGUR. Allt nýtt á baði o.fl. Verð 16,2
millj. 3273
Fasteignasalan Ás
óskar landsmönnum öllum
farsældar á komandi ári
un umhverfis ýmissa mannvirkja og
aðkomu að þeim í þéttbýli. „Ég get
nefnt sem dæmi eina tímabæra
framkvæmd sem er lokafrágangur
við Langholtskirkju,“ segir Áslaug.
„Lokið var við útisvæðið í sumar og
er nú verið að leggja lokahönd á frá-
gang umhverfis við klukkuturn. Þá
höfum við einnig nýlokið við
skemmtilegt verk á Kjalarnesi, sem
var hönnun og skipulag á umhverf-
isvænni lóð við leikskóla. Innra starf
leikskólans byggist á umhverfis-
stefnu og gengur skólinn nokkuð
langt í því að framfylgja henni. Við
hönnun byggingarinnar og lóðar er
einnig reynt að framfylgja þeirri
stefnu eins og unnt var. Húsið er
hannað af ASK-arkitektum, byggt
úr umhverfisvænum efnum og leik-
tækin eru að miklu leyti lóðin sjálf,
þ.e. hólar, grjót, viðardrumbar og
fleira í þeim dúr. Við nýttum okkur
einnig leiktæki úr eldri leikskóla sem
var þarna fyrir þannig að engin ný
leiktæki voru keypt. Þá höfðum við
einnig unnið að mótun umhverfis nýs
snjóflóðavarnargarðs á Ísafirði sem
var vígður síðasta haust. Við lögðum
allan okkar metnað í frágang þessa
mannvirkis og vildum gera þessa
miklu breytingu á fjallshlíðinni
þannig úr garði að hún yrði
skemmtilegt útivistarsvæði með
gönguleiðum og áningarstöðum.“
Að lokum má geta þess að nú er
Landmótun að vinna við gríðarstóra
lóð Samskipa við Holtabakka og
segja þau það mjög skemmtilegt og
krefjandi verkefni, en lóðin, sem
unnið er við, er u.þ.b. 400 metra löng
hafnarlóð. Sú ákvörðun var tekin að
nýta þau efni sem eru við höfnina og
til dæmis er stál notað í stað kant-
steina og melgresi er sáð á grænu
svæðin. Mikill hæðarmunur er frá
götu að bílastæði og til að leysa þann
vanda var sú leið farin að nota svo-
kallaðar grjótkistur, sem er stálnet
sem fyllt er af grjóti í samspili við
gróft stálþil og síðan er melgresið
látið að ganga á milli og mynda rend-
ur. Að sögn Áslaugar hefur þessi leið
ekki verið farin í svona verkefnum
hér á landi áður.
Öskjuhlíðin og ylströndin
er þeim hugleikin
Landmótun er, eins og fyrr segir,
til húsa á 5. og efstu hæð í Hamra-
borg 12 í Kópavogi. Þaðan er ægi-
fagurt útsýni til allra átta, en úr
fundarsal þeirra sér vel yfir að
ylströndinni í Nauthólsvík. Sá staður
er þeim einnig fremur kær, því
þáttur stofunnar við hönnun yl-
strandarinnar er mikill. „Fyrst kom-
um við að skipulagningu útivistar-
svæðisins í Nauthólsvík og síðar að
hönnun ylstrandarinnar sjálfrar,“
segir Einar.
Og enn fleiri verk Landmótunar
má sjá út um gluggann á 5. hæð í
Hamraborginni, því hönnun í kring-
um goshverinn í Öskjuhlíð varð einn-
ig til á teikniborðinu hjá starfsfólki
Landmótunar, stígagerð í Öskjuhlíð-
inni, umhverfi kirkjugarðsins, skipu-
lagning fyrir Skógræktina sem og
hið nýja útivistarsvæði í Fossvogs-
dal, en þar var verið að breyta um-
hverfi gamla lækjarins, sem upphaf-
lega var gamall framræsluskurður.
„Við breyttum honum í náttúrulegri
læk með settjörnum. Þar voru áður
háir bakkar, en tekið var mikið af
efni í burtu svo að auðveldara væri
að nálgast vatnið,“ segir Yngvi. „Síð-
an voru settar brýr þarna yfir og um-
hverfið gert allt miklu mannvænna.“
Hann segir að það hafi verið mjög
skemmtilegt verkefni því þar var um
að ræða samvinnuverkefni milli
Kópavogs og Reykjavíkur og
ánægjulegt sé þegar sveitarfélög
sameinist um að skipuleggja bæjar-
mörkin og mætti vera meira um slíka
samvinnu.
gudlaug@mbl.is
Við hönnun leikskóla og lóðar á Kjalarnesi var reynt að framfylgja þeirri
umhverfisvænu stefnu sem leikskólinn byggist á. Húsið var byggt úr umhverf-
isvænum efnum og leiktækin eru að miklu leyti lóðin sjálf, þ.e. hólar, grjót og
viðardrumbar.
„Fólkið upp á yfirborðið“ var kjörorðið við hönnun Mýrargötu- og slippsvæð-
isins. Þar var leitast við að draga fram „græn svæði“ á kostnað umferðar-
mannvirkja.
Morgunblaðið/Golli
Stálþil og „grjótkistur“ leysa hæðarmun milli lóðar og bílastæðis á lóð Samskipa við Holtabakka.