Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 33 Reykjavík — Hjá Fasteignamark- aðnum er nú til sölu húseignin Garðastræti 34. Þetta er glæsilegt og afar vel staðsett 333 ferm. ein- býlishús, sem skiptist í kjallara og tvær hæðir. 4-5 sérbílastæði eru á lóðinni. Efri hæð hússins, sem er með sérinngangi og fallegum, breiðum, parketlögðum stiga, er mjög glæsi- lega innréttuð sem 4ra herbergja íbúð. Komið er inn í flísalagða for- stofu, en þaðan er innangengt í kjallara. Stigi á efri hæð er fal- legur og breiður og parketlagður samkv. framansögðu. Komið er í hol á efri hæð, sem er parketlagt. Baðherbergi er allt nýtt og mjög glæsilegt, flísa- og mósaíklagt í gólf og veggi. Hjónaherbergi er rúmgott og parketlagt og með svölum til suð- urs. Barnaherbergi er stórt og með fataskápum. Stofurnar eru stórar og samliggjandi og parketlagðar. Eldhúsið er allt nýtt og glæsilegt með vönduðum innréttingum og tækjum. Neðri hæð eignarinnar sem er með sérinngangi þarfnast ein- hverrar endurnýjunar. Neðri hæð- in skiptist í forstofu, hol, tvö her- bergi, baðherbergi, eldhús og samliggjandi stofur. Svalir eru út af hjónaherbergi til suðurs. Kjallarinn er í dag innréttaður sem fjögur íbúðarherbergi, geymslur og þvottaherbergi. Lagt er fyrir salerni í kjallara. Húsið er í góðu ásigkomulagi að utan og hef- ur verið vel við haldið. „Þetta er hús sem getur hentað hvort sem er sem íbúðir eða skrif- stofur og er tilvalið undir rekstur gistiheimilis,“ segir Jón Guð- mundsson hjá Fasteignamarkaðn- um. Ásett verð er 69 millj. kr. Garðastræti 34 Þetta er glæsilegt 333 ferm. einbýlishús, sem skiptist í kjallara og tvær hæðir. Ásett verð er 69 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Fasteignamarkaðnum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Löggiltur fasteignasali Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Nýjar og vandaðar 3ja til 4ra herbergja íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Íbúðirnar verða 95,8 fm til 126 fm flestar með vestursvölum. Þær verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum innréttingum. Stæði í bílageymslu sem innangengt verður í úr húsinu fylgja öllum íbúðunum. Lyfta er í húsinu númer 12. Stutt í miðbæ Garðabæjar og í Smáralind. Afhending snemma árs 2005. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. SJÁLAND - GARÐABÆ - NÝTT Strandavegur 12-16 SJÁLAND - GARÐABÆ - NÝTT Norðurbrú 1 Nýjar og vandaðar 3ja til 4ra herbergja íbúðir í 3ja hæða fjölbýlishúsi. Íbúðirnar verða 95,8 fm til 125,1 fm flestar með vestursvölum. Þær verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi en þar verða flísar. Þá verða þær búnar vönduðum innréttingum, og stæði í bílageymslu sem innangengt verður í úr húsinu fylgja öllum íbúðunum. Lyfta er einnig í húsinu. Stutt í miðbæ Garðabæjar og í Smáralind. Afhending í febrúar 2005. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Atvinnuhúsnæði Grafarholt - Kirkjustétt Til sölu eða leigu mikið rými í nýrri verslunar og þjónustumiðstöð við Kirkjustétt í Reykja- vík. Hægt er að skipta rýminu niður í smærri einingar fyrir ýmsa starfsemi. Eign- in býður upp á margs konar nýtingar- möguleika. Staðsetning er góð, miðsvæð- is í ört vaxandi íbúðahverfi. Góð aðkoma og næg bílastæði. Ný matvöruverslun, Krónan, opnar eftir áramót. Komin er hár- greiðslustofa, pizzastaður og veitingastað- ur. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Strandvegur - Sjáland Til sölu glæsileg, 3ja-4ra herbergja íbúð, 141,2 fm á 2. hæð með tvennum svölum. Lyfta er í húsinu. Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni ásamt sérgeymslu í kjallara. Íbúðin er til- búin til afhendingar. 2ja - 3ja herbergja íbúðir Jörfabakki - 2ja herb. Til sölu 2ja herbergja, snyrtileg og vel umgengin, 63,5 fm íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Nýlegt hnotuparket á gólfum í holi, stofu og eld- húsi, dúkur í herbergi. Snyrtilegar innrétt- ingar. Eskihlíð - 2ja herb. Til sölu 2ja herbergja, 46,5 fm á þessum eftirsótta stað í bænum. Pergo-parket á gólfum í stofu og herbergi. Gólftex á gólfi í bað- herbergi. Verð 8,6 millj. Snæland - einstaklingsíbúð Ágæt einstaklingíbúð á jarðhæð á þess- um vinsæla og rólega stað. Baðherbergi með sturtu. Alrými með eldhúskrók, park- et er á gólfi. Skápapláss í anddyri, auk sérgeymsluskáps og þvottahús í sam- eign. KATRÍNARLIND 6-8 - GRAFARHOLTI- NÝTT Katrínarlind 6-8 - Nýjar og rúmgóðar, 2ja til 4ra herbergja íbúðir á þessum barn- væna stað frá 83 fm upp í 132,6 fm íbúðir. Um er að ræða 4ra hæða, álklætt fjöl- býlishús með lyftu og sérinngangi af svalagangi. Íbúðirnar verða afhentar fullbún- ar, en án gólfefna, nema á baðherbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúð- irnar eru með vönduðum innréttingum. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bílageymslur fylgja flestum íbúðum. Að utan eru húsin álklædd. Öll sameign frá- gengin. Til afhendingar í júní 2005. Byggingaraðili er Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. 4ra - 6 herbergja íbúðir Háaleitisbraut - 4ra herb. Til sölu mjög góð og falleg, 4ra herbergja íbúð, 121 fm, ásamt stóru aukaherbergi í kjallara. Íbúðin er mikið uppgerð, m.a. ný eldhúsinnrétting, parket á gólfum, raf- magn endurnýjað að hluta og búið að skipta um flesta glugga. Gengið úr stofu útá suð-vestursvalir. Stórt sérherbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Húsið allt mjög snyrtilegt og vel um gengið. Verð 21 millj. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar. ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Engihjalli 62 fm 2ja herb. á 7. hæð með vestursvölum, góðar innréttingar, rúmgóð stofa, laus strax. ATVINNUHÚSNÆÐI Nýbýlavegur 205 fm gott skrifstofu- húsnæði á efstu hæð í lyftuhúsi. Til af- hendigar strax. V. 15 m. Laufbrekka 224 fm iðnaðarhúsnæði með tveimur innkeyrsluhurðum, auk þess er í húsnæðinu 122 fm milliloft. Möguleiki er á því að selja húsnæðið í tvennu lagi. Laust strax. Hamraborg 11 215 fm verslunar- húsnæði til leigu eða sölu, til afhendingar strax. Skammtímaleiga kemur til greina t.d. fyrir útsölumarkað o.fl. Erum með kaupanda að 100- 140 fm iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg eða Skemmuveg. Gjaldtaka  Skuldabréf – Stimpilgjald skulda- bréfa er 1,5% af höfuðstóli (heildar- upphæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverjum 100.000 kr. Kaupandi greið- ir þinglýsingar- og stimpilgjald útgef- inna skuldabréfa vegna kaupanna, en seljandi lætur þinglýsa bréfunum.  Stimpilsektir– Stimpilskyld skjöl, sem ekki eru stimpluð innan 2ja mánaða frá útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt. Hún er 10% af stimp- ilgjaldi fyrir hverja byrjaða viku. Sektin fer þó aldrei yfir 50%.  Skipulagsgjald – Skipulagsgjald er greitt af nýreistum húsum. Af hverri byggingu, sem reist er, skal greiða 3‰ (þrjú pro mille) í eitt sinn af brunabótavirðingu hverrar hús- eignar. Nýbygging telst hvert nýreist hús, sem virt er til brunabóta svo og viðbyggingar við eldri hús, ef virð- ingarverð hinnar nýju viðbyggingar nemur 1/5 af verði eldra hússins. Þetta á einnig við um endurbætur, sem hækka brunabótavirðingu um 1/5. Húsbyggjendur  Lóðaumsókn – Eftir birtingu aug- lýsingar um ný byggingarsvæði geta væntanlegir umsækjendur kynnt sér þau hverfi og lóðir sem til úthlut- unar eru á hverjum tíma hjá bygg- ingaryfirvöldum í viðkomandi bæjar- eða sveitarfélögum – í Reykjavík á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2. Skilmálar eru þar af- hentir gegn gjaldi, ef tilbúnir eru. Umsækjendur skulu fylla út ná- kvæmlega þar til gert eyðublað og senda aftur til viðkomandi skrif- stofu. Í stöku tilfelli þarf í umsókn að gera tillögu að húshönnuði en slíkra sérupplýsinga er þá getið í skipu- lagsskilmálum og á umsókn- areyðublöðum.  Lóðaúthlutun – Þeim sem út- hlutað er lóð, fá um það skriflega til- kynningu, úthlutunarbréf og þar er þeim gefinn kostur á að staðfesta úthlutunina innan tilskilins tíma, sem venjulega er um 1 mánuður. Þar koma einnig fram upplýsingar um upphæðir gjalda o.fl. Skilyrði þess að lóðaúthlutun taki gildi eru að áætluð gatnagerðargjöld o.fl. séu greidd á réttum tíma. Minnisblað Er þinn fasteignasali í Félagi fasteignasala?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.