Morgunblaðið - 04.01.2005, Síða 34
34 F ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 530 1500 • husakaup@husakaup.is • www.husakaup.is • Su›urlandsbraut 52, vi› Fákafen
GRUNDARHVARF Glæsihús við Elliðavatn.
Húsið er á einni hæð með rúmgóðum innbyggðum
bílskúr, falleg ræktuð lóð og ómótstæðilegt útsýni
yfir Elliðavatnið og til fjalla. Hannað fyrir einstakling
eða hjón og sérlega skemmtilega innréttað á allan
hátt. Húsið innréttað skv. teikningum Guðbjargar
Magnúsdóttur. Rafteikningar og lýsing frá Lúmex.
EYJABAKKI Mjög góð 2ja herbergja 71 fm
íbúð á annarri hæð. Húsið er klætt á 3 vegu. Vel
skipulagt hverfi. Verð 11,5 millj.
SOGAVEGUR Snyrtileg og björt þriggja her-
bergja íbúð í góðum kjallara á þessum vinsæla
stað við Sogaveginn. Ótrúlega góð nýting fer-
metra. Verð 11,8 millj. Íbúðin afhendist í mars 2005.
VESTURBERG Falleg 3ja herbergja íbúð á 3.
hæð í góðu fjölbýli með fallegu útsýni. Snyrtileg
sameign. Húsið var allt endurnýjað að utan sum-
arið 2004. Verð 12,9 millj.
ÓLAFSGEISLI Á einhverjum allra fallegasta
byggingarstað í Reykjavík er til sölu nýtt tvíbýlis-
hús í bygginu. Um er að ræða annars vegar 190
fm efri hæð með bílskúr og geymslu og hins veg-
ar íbúð á tveimur neðri hæðum með skúr og
geymslu, alls 325 fm. Húsið er staðsett fremst í
Ólafsgeislanum og hefur því bæði stórkostlegt
fjærútsýni yfir Reykjavík, sem og nærútsýni yfir
nánast allan golfvöllinn í Grafarholti. Til afhend-
ingar strax. Verð 49,5 millj. í rúmlega fokheldu
ástandi óúttekið.
HJALLAVEGUR Stórglæsileg 3ja herb. 75 fm
risíbúð á þessum rólega og skemmtilega útsýn-
isstað. Rishæð var byggð árið 1992. Óvenju mikil
lofthæð, allt að 4 metrar og stórir kvistir sem
gera íbúðina mjög bjarta og vistlega. Mjög góð-
ar og stórar svalir í vestur sem gengið er út á
bæði frá eldhúsi og hjónaherbergi. Falleg rækt-
uð lóð og mjög skemmtilegur sólpallur aftan við
húsið í góðu skjóli. Stutt í alla þjónustu og skóla.
Í góðu göngufæri í útivistarparadísina í Laugar-
dal. Verð 16,7 millj.
KÓNGSBAKKI Björt og notadrjúg einstak-
lings-/2ja herbergja íbúð í góðu fjölbýli með sér
afnotarétti í garði. Skemmtileg íbúð sem þarfnast
þó nokkurrar endurbóta. LAUS STRAX - LYKLAR
Á SKRIFSTOFU. Verð 8,7 millj.
SÓLVALLAGATA Sérlega vel skipulögð og
skemmtileg 4ra herbergja 106,3 fm íbúð á tveim-
ur hæðum í nýuppgerðu þríbýlishúsi. Íbúðin er
mjög vel staðsett í miðbænum, stutt í barnaskóla
og alla þjónustu. Verð 19,3 millj.
Um leið og við óskum landsmönnum árs
og friðar, þökkum við viðskiptin á
árinu sem er að líða
www.husakaup.is
husakaup@husakaup.is
Klapparhlíð 28 – 2ja herb. *NÝTT
Á SKRÁ*Vorum að fá 2ja herbergja, 67 m2 íbúð á
2. hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin skiptist í
forstofu, gang, gott svefnherbergi m/mahony
skáp, baðherbergi m/kari, sér þvottahús, eldhús
og stofu. Stórar suðvestur svalir með góðu útsýni
til Reykjavíkur og yfir sundin. Lánshæfi m.v. 80%
lán kr. 9.680.000. Eftirstöðvar kr. 2.420.000,-.
Greiðslubyrði m.v. 40 ára lán með 4,15% vöxtum
er ca. kr. 41.800 á mánuði án verðbóta.
Verð kr. 12,1 m.
Borgarhóll við Meðalfellsvatn
Erum með 86 m2 einbýlishús á 2.500 m2 lóð, m.
möguleika á stækkun, rétt ofan við Meðalfellsvatn
með miklu útsýni yfir sveitina. Húsið skiptist í 2
svefnherbergi, baðherbergi með sturtu, eldhús,
borðkrók, stofu og þvottahús. Hentar jafnt sem
íbúðarhús sem sumarhús. Þetta er tilvalin eign
fyrir þá sem vilja sveitasælu, en þó í næsta ná-
greni við alla þjónstu.
Verð kr. 14,2 m.
Þverholt - 2-3ja herb. *NÝTT Á
SKRÁ* Rúmgóð 64 m2, 2-3ja herbergja íbúð á
jarðhæð með sérinngangi í miðbæ Mosfellsbæjar.
Gott svefnherbergi, eldhúskrókur með innr., björt
stofa, flísalagt baðherbergi með sturtu og lítið
barnaherbergi og geymsla. Lánshæfi m.v. 80%
lán kr. 9.440.000. Eftirstöðvar kr. 2.360.000,-.
Greiðslubyrði m.v. 40 ára lán með 4,2% vöxtum er
ca kr. 40.800 á mánuði án verðbóta.
Verð kr. 11,8 m. Laus fljótlega.
Miðholt 3 - 2-3ja herb. *NÝTT Á
SKRÁ* Falleg 94 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð
í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. 3 góð
svefnherbergi, baðherbergi m. kari, eldhús og
björt stofa/borðstofa. Lánshæfi m.v. 80% lán kr.
12.960.000. Eftirstöðvar kr. 3.240.000,-. Greiðslu-
byrði m.v. 40 ára lán með 4,2% vöxtum er ca kr.
56.200 á mánuði án verðbóta.
Verð kr. 16,2 m.
Arnartangi - einbýlishús *NÝTT Á
SKRÁ* Vorum að fá 194 m2 einbýlishús með bíl-
skúr og garðskála á gróinni og skjólgóðri lóð.
Íbúðin skiptist í 3-4 svefnherbergi, stóra
stofu/borðstofu, eldhús m. borðkrók, baðherbergi
m. kari og sturtu, gestasalerni, þvottahús og rúm-
góður bílskúr. Við eldhúsið er 19 m2 garðskáli
með vínvið. Góður suðurgarður með leiktækjum
og útiarni. Lánshæfi m.v. 80% lán kr 23.760.000 .
Eftirstöðvar kr. 5.940.000,-. Greiðslubyrði m.v. 40
ára lán með 4,2% vöxtum er ca kr. 102.000 á
mánuði án verðbóta.
Verð kr. 29,7 m.
ÁBENDING!
Hjá Fasteignasölu
Mosfellsbæjar er það
aðeins löggiltur fast-
eignasali sem skoðar
allar eignir, verðmetur
og sér um allan skjala-
frágang varðandi kaup
og sölu á fasteignum.
Þetta er grundvallarat-
riði að okkar mati!
Klapparhlíð 5 - 50 ára og
eldri Erum með glæsilegar íbúðir eftir í glæsi-
legu 4ra hæða lyftuhúsi fyrir 50 ára og eldri við
Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinngangur er í hverja
íbúð af svalgangi með glerskermun. Innangengt
er í upphitaða bílageymslu. Íbúðirnar eru allar 3ja
herbergja og stærð þeirra er 107-120 m2. Íbúð-
irnar verða afhentar skv. samkomulagi í vetur.
Íbúðirnar eru til sýnis skv. samkomulagi.
10 ha jörð í Mosfellsdal *NÝTT Á
SKRÁ* Vorum að fá 10 ha landspildu á góðum
stað í Mosfellsdal. Á landinu er 72 m2 einbýlishús
með verönd og heitum potti, auk útihúss. Mikil
trjárækt er í kringum húsið. Landið er á fallegum
stað rétt við Köldukvísl, auk þess sem er 9 holu
golfvöllur við Bakkakot sem er rétt við landið.
Þetta er lóð sem býður upp á ýmis tækifæri.
Þrastarhöfði 4-6 NÝBYGGING
Eigum nokkrar íbúðir eftir í glæsilegu, 3ja hæða
fjölbýlishúsi í nýju hverfi úr landi Blikastaða. Í hús-
inu verða 22 íbúðir og 14 bílageymslur í kjallara.
Íbúðirnar eru 3ja og 4ra herbergja. Öllum íbúðum
verður skilað fullbúnum án gólfefna en með flís-
alögðum baðherbergi- og þvottahúsgólfum. Húsið
verður einangrað að utan og klætt með flísum og
harðviði. Íbúðirnar eru til afhendingar næsta sum-
ar.
Vertu viss um að löggiltur fast-
eignasali sjái um fasteignavið-
skipti þín - frá upphafi til enda!
Gjöld – Gatnagerðargjöld eru mis-
munandi eftir bæjar- og sveit-
arfélögum. Upplýsingar um gatna-
gerðargjöld í Reykjavík má fá hjá
borgarverkfræðingi en annars stað-
ar hjá byggingarfulltrúa. Að auki
koma til heimæðargjöld. Þessi gjöld
ber að greiða þannig: 1/10 innan
mánaðar frá úthlutun, síðan 30%
sex mánuðum eftir úthlutun, 30%
tólf mánuðum eftir úthlutun og loks
30% átján mánuðum eftir úthlutun.
Framkvæmdir – Áður en unnt er
að hefjast handa um framkvæmdir
þarf framkvæmdaleyfi. Í því felst
byggingaleyfi og til að fá það þurfa
bygginganefndarteikningar að vera
samþykktar og stimplaðar og eft-
irstöðvar gatnagerðargjalds og önn-
ur gjöld að vera greidd.
Einnig þarf að liggja fyrir bréf um
lóðarafhendingu, sem kemur þegar
byggingarleyfi er fengið og nauðsyn-
legum framkvæmdum sveitarfélags
er lokið, svo sem gatna- og holræsa-
framkvæmdum.
Í þriðja lagi þarf að liggja fyrir stað-
setningarmæling bygginga á lóð en
þá þarf einnig byggingarleyfi að
liggja fyrir, lóðarafhending að hafa
farið fram og meistarar að hafa
skrifað upp á teikningar hjá bygging-
arfulltrúa. Fylla þarf út umsókn um
vinnuheimtaugarleyfi til rafmagns-
veitu og með þeirri umsókn þarf að
fylgja byggingarleyfi, afstöðumynd
sem fylgir byggingarnefndarteikn-
ingu og umsókn um raforku með
undirskrift rafverktaka og húsbyggj-
anda.
Umsækjanda er tilkynnt hvort hann
uppfyllir skilyrði rafmagnsveitu og
staðfestir þá leyfið með því að
greiða heimtaugargjald. Fljótlega
þarf að leggja fram sökklateikningar
hjá byggingarfulltrúa og fá þær
stimplaðar en að því búnu geta
framkvæmdir við sökkla hafist.
Minnisblað