Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 37
ATNVNNUHÚNSNÆÐI
SÉRBÝLI
HÆÐIR
4RA-6 HERB.
Skipholt - m. bílskúr Björt og mikið
endurnýjuð 105 fm endaíbúð á 3. hæð. Íbúð-
inni fylgir 8,3 fm séríbúðarherb. og sér-
geymsla í kj. og 22 fm bílskúr. Íbúðin skiptist
í stórt hol, eldhús m. nýjum vönduðum tækj-
um, uppgerðum innrétt. og góðri borðað-
stöðu, bjarta stofu, 3 rúmgóð herb. og nýlega
endurnýjað flísalagt baðherb. Vestursvalir.
Gler og gluggar nýir að hluta. Parket og
mósaikflísar á gólfum. Verð 18,7 millj.
Espigerði 109 fm 4ra herb. íb. á 4. hæð
ásamt 7,0 fm geymslu í kj. í þessu eftirsótta
lyftuhúsi. Rúmgóðar og bjartar samliggj. stof-
ur með útgengi á tvennar svalir, eldhús með
eldri innréttingu og borðaðstöðu, 2 svefnher-
bergi, fataherb. innaf hjónaherb., þvottaher-
bergi og flísalagt baðherb. Verð 19,9 millj.
Naustabryggja Stórglæsileg 114 fm
4ra herb. útsýnisíbúð á 3. hæð í glæsilegu
lyftuhúsi niður við sjó í Bryggjuhverfinu. Rúm-
góð stofa m. útg. á flísal. svalir, 2 flísal. bað-
herb., 3 herb., öll með skápum og eldhús m.
vönd. innrétt. úr kirsuberjaviði. Gegnheilt
parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla í kj. og
sameign til fyrirmyndar. Frábær staðsetn. við
smábátahöfn. Falleg útsýni út á sundin. Áhv.
húsbr. 9,1 millj. Verð 22,5 millj.
3JA HERB.
Sólheimar 85 fm íbúð á 5. hæð í góðu
lyftuhúsi. Opið eldhús, stofa, 2 herb., bæði
með skápum og flísal. baðherb. Stórkostlegt
útsýni, svalir eftir endil. stofunni. Sérgeymsla
í kj. og önnur á hæðinni. Verð 15,7 millj
2JA HERB.
Víkurás Falleg 35 fm stúdíóíbúð á 3. hæð
ásamt 4,0 fm geymslu í kjallara. Austursvalir
með útsýni yfir Rauðavatn. Snyrtileg sam-
eign. Verð 7,5 millj.
Grettisgata - sérinng. Falleg og
nánast algjörlega endurnýjuð 42 fm íbúð á
jarðhæð með sérinngangi. Nýleg gólfefni,
innréttingar, tæki og lagnir. Laus strax. Verð
8,7 millj.
Miklabraut Vel skipulögð og nokkuð
endurn. 64 fm íbúð á 2. hæð með 5,1 fm
geymslu í kj. Eldhús m. góðri borðaðst. og
uppg. innrétt., rúmg. stofa og herb. m. skáp-
um. Nýtt gler og gluggar, þrefalt að hluta.
Verð 10,9 millj.
Seljavegur Góð 3ja herb. risíbúð í þrí-
býli í vesturbænum. Eldhús m. nýlegri inn-
rétt. og borðaðst., stofa og 2 herb., bæði
með skápum. Nýtt rafmagn og tafla fyrir
húsið. Verð 11,0 millj. Brunabmat 8,4 millj.
Mávahlíð Mjög falleg og mikið endur-
nýjuð 94 fm íbúð á 2. hæð í mjög fallegu
litlu fjölbýli í Hlíðunum. Íbúðin, sem er
mjög vel skipulögð, skiptist m.a. í 2 stór
herbergi, stórt eldhús, stóra stofu og bað-
herbergi með glugga. Ný gólfefni á öllu,
nýtt eldhús og nýtt baðherbergi. Húsið er í
góðu ásigkomulagi að utan og lóð falleg
og ræktuð. Verð 17,9 millj.
Hverfisgata Mjög falleg og nánast al-
gjörlega endurnýjuð 115 fm 4ra herb. íbúð
á 3. hæð. Glæsilegt eldhús m. nýrri inn-
réttingu, rúmgóð og björt stofa auk borð-
stofu, endurnýjað baðherb., 2 herb. Svalir.
Nýtt eikarparket og flísar á gólfum. Íbúð
sem vert er að skoða .Verð 18,5 millj.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 F 37
mbl.is/fasteignir/fastis
EIÐISTORG - SELTJARNAR-
NESI - LAUS
Vorum að fá í sölu fallega 5-6 herb. 152 fm
útsýnisíbúð á tveimur hæðum (penthouse)
í góðu lyftuhúsi. Stofa með sólskála í suð-
austur í framhaldi af sólskálanum eru sval-
ir. Góður stigi á efri hæð. Hjónaherbergi,
svalir í vestur og glæsilegt útsýni. 3 góð
herbergi. Tvö baðherbergi. Góð geymsla.
Verið er að yfirfara þak hússins og mála,
greiðist af seljanda. Stutt í alla þjónustu
s.s. verslun heilsugæslu og sund. LAUS
STRAX.
Vegna mikillar sölu undanfarið óskum
við eftir þinni íbúð í sölu strax. Hringdu
núna. Komum og metum eignina þína
þér að kostnaðarlausu. Sími 588 5060.
Starfsfólk Fasteignasölu Íslands óskar viðskipatavinum
sínum svo og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og
heillaríks á komandi ári. Bestu þakkir fyrir ánægjulegt
samstarf á árunum sem eru liðin. Megi samstarf okkar
verða áfram ánægjulegt og árangursríkt.
FLÉTTURIMI - LAUS
Vorum að fá í einkasölu fallega 4ra-5 herb.
„PENTHOUSE“-íbúð á 3. hæð ásamt
stæði í bílskýli. Eldhús með fallegri mahó-
ní-innréttingu. Stofa með svölum í suður.
Hjónaherbergi með mahóní-skápum. 2
barnaherbergi með skápum. Baðherbergi
með baðkari, mahóní-innréttingu og
glugga. Þvottaherbergi. Náttúrusteinn, flís-
ar og gegnheilt parket. Í kjallara er sér-
geymsla. Stæði í bílskýli. Góð bílastæði.
LAUS FLJÓTLEGA. BEIN SALA. SKIPTI
ATHUGANDI Á ÓDÝRARI EIGN.
Opið
mán.- fim. kl. 9-18,
fös. kl. 9-17.
LANDSBYGGÐIN
PARHÚS - GÓÐ KAUP Erum með í
sölu 120 fm parhús ásamt 24 fm bílskúr
við miðbæ Keflavíkur. Mikið endurn. m.a.
eldúsið og flest allar lagnir. Verðtilboð. All-
ar nánari uppl. á skrifstofu.
2ja HERBERGJA
LAUGAVEGUR Vorum að fá í sölu
fallega og mikið endurnýjaða 2ja herbergja
íbúð í góðu steinhúsi ofarlega á Lauga-
veginum. Íbúðin snýr að mestu frá
Laugavegi. Parket á gólfum. Bílastæði.
UGLUHÓLAR - LAUS
Vorum að fá í einkasölu fallega og rúm-
góða 2ja herb. íbúð á jarðhæð í litlu fjöl-
býli, sem var tekið í gegn að utan og mál-
að sl. sumar. Björt stofa í suður með stórri
sérverönd. Parket. Góð staðsetning.
LAUS STRAX
4ra-6 HERBERGJA
LAUGAVEGUR - 2 ÍBÚÐIR -
LAUS Vorum að fá í sölu nýlega endur-
nýjaðar íbúðir með sérinngangi í góðu fjöl-
býli efst á Laugaveginum. Eldhús með ný-
legri ljósri viðarinnréttingu. Sérbílastæði
Skúlagötumegin. Þetta er eign sem býður
upp á marga möguleika, leigja aðra eða
báðar út, eða nota hluta sem vinnuað-
stöðu. Laus fljótt.
HÆÐIR
BREKKULAND-MOSÓ Vorum að
fá í sölu efri sérhæð í tvíbýlishúsi. Skjól-
góður gróinn garður umhverfis húsið með
góðum sólpalli. Fjögur svefnherbergi. Sér-
inng. Þakið er nýlega endurnýjað. Nýlegar
hitalagnir í íbúðinni.
EINBÝLIS-, PAR-, RAÐHÚS
FLÓKAGATA Vorum að fá í einkasölu
272 fm parhús á þessum vinsæla stað, sem
er kj. og 2 hæðir ásamt 38 fm bílskúr. Eign-
in skiptist m.a. í stofu, borðstofu, sólstofu,
4 svefnherb., eldhús., baðherb., gest-
asnyrtingu. Geymsla í kjallara sem mætti
nýta sem litla íbúð eða viðbótarherb. Fal-
lega gróinn garður með verönd í suður.
Teikn. og nánari uppl. á skrifstofu.
ATVINNUHÚSNÆÐI
ÓSEYRARBRAUT - HAFNARF.
Vorum að fá í einkasölu rúmlega 2000 fm
atvinnuhúsnæði. Húsnæðið er nýtt í dag
fyrir fiskvinnslu. Nánari uppl. gefur Haukur
Geir á skrifstofu FÍ.
EIRHÖFÐI Vorum að fá í sölu 1150 fm
atvinnuhúsnæði á 3 hæðum, mjög vel
staðsett á góðri lóð. Húsið býður upp á
marga möguleika; sali með innkeyrsludyr-
um, skrifstofur og óinnréttað rými. Glæsi-
legt útsýni. Mjög góð aðkoma og fjöldi
bílastæða. Nánari uppl. veitir Haukur Geir.
VATNAGARÐAR - LEIGA Til leigu
á þessum góða stað 352 fm húsnæði, 175
fm á jarðhæð með innkeyrsludyrum, 175
fm á 1. hæð. Laust fljótl. Uppl. á skrifst.
MIÐSVÆÐIS Til leigu um 200 fm skrif-
stofuhæð í góðu steinhúsi miðsvæðis í
Reykjavík. Laust strax. Nánari uppl. á skrifst.
TIL LEIGU Um 275 fm skrifstofuhúsn. á
3. hæð við Skúlatún. LAUST STRAX.
SKÚLATÚN - SALA Til sölu 3 skrif-
stofuhæðir í sama húsi, 151 fm, 275 fm og
275 fm eða samtals um 700 fm. Tvær hæð-
anna eru í leigu. Uppl. gefur Haukur Geir.
SUMARBÚSTAÐIR
GRÍMSNES - NÝTT Vorum að fá í
sölu nýjan og glæsilegan sumarbústað á
stóru og fallegu eignarlandi rétt norðan við
Kerið. Sumarb., sem er um 60 fm bjálka-
hús ásamt 30 fm risi, er fullbúinn og til af-
hendingar strax.
GRÍMSNES - NÝTT Vorum að fá í sölu
nýjan um 70 fm sumarbústað ásamt 12 fm
gestahúsi. Stór stofa, 3 svefnherb, eldhús og
bað. Góð verönd. Ath.: Tilbúinn til innréttinga
eða fullbúinn. Nánari uppl á skrifst. FÍ.
Panton-stóllinn Hönnuður: Verner Panton 1960
Það er ekki ofsögum sagt að skandinavísk
hönnun, og þá einna helst sú danska, hafi verið
heitasta heitt undanfarin ár. Í hópi þeirra sem
vilja teljast gildandi fagurkerar þegar kemur að
hönnun og húsbúnaði hafa sköpunarverk Arne
Jacobsen, Hans J. Wegner,
Poul Kjærholm, svo aðeins fá-
einir séu nefndir, verið ómiss-
andi.
Fyrir bragðið er margt
borðstofuborðið umkringt
Maurum eða Sjöum, og víða
eru setustofur búnar Uxum,
Eggjum, Svönum og fleiri dýr-
gripum sem allir teljast vörð-
ur í hönnunarsögu síðustu ald-
ar. Þeir stólar sem hér voru
upp taldir eru fjarri því líkir
innbyrðis, en samt tengir þá einhver skandinav-
ísk skynsemi og öryggi í efnisvali: góðkunningjar
okkar, leður, viður, taubólstrun og stálfætur.
Afskaplega öruggt og ábyggilegt, allt saman.
Sem er gott, ekki satt? Ja, einum samlanda áð-
urnefndra hönnunarrisa fannst það nú aldeilis
ekki, heldur fyrirleit hann fyrirsjáanleg húsgögn
úr hefðbundnum efnivið. Fyrir bragðið er nafn
hans sjaldan nefnt í sömu andrá og Arne Jacob-
sen & Co, enda sótti hann ekki innblástur í mód-
ernismann heldur í popplist, sýrublandaða sixtís-
stemmningu og hina nýjungagjörnu ‘mod’-hreyf-
ingu sem tröllreið dægurmenningu Bítlaáranna.
Nafn hönnuðarins er Verner Panton, og
þekktasta framlag hans til hönnunarsögunnar er
stórmerkilegur stóll sem ber einfaldlega nafn
skaparans; Panton-stóllinn.
Þó Panton, fæddur á Fjóni 1926, sé réttnefnd-
ur ‘enfant terrible’ meðal danskra hönnuða var
hann alls ekki einhver reiður villingur upp á kant
við aðra starfsbræður og samtímamenn. Þvert á
móti lærði hann handtökin og grundvallaratriðin
hjá ljósahönnuðinum Pøul Henningsen í Kon-
unglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn og að
útskrift lokinni vann hann fyrir Jacobsen,
meistarann sjálfan; sagðist meira að segja
hafa lært meira af honum en nokkrum öðr-
um.
Þá var hann einnig náinn vinur Hans
Wegner. Munurinn á honum og þeim var
bara sá að á meðan þeir kusu að vinna með
náttúruleg efni, tekkið þar af í sérstöku
uppáhaldi, lá allur áhugi Panton í því að gera
tilraunir með plast, trefjagler, svampgúmmí
og önnur gerviefni sem þá voru ný af nálinni.
Til að mynda hannaði hann uppblásin húsgögn
úr gegnsæju gúmmíefni árið 1960 sem vaktu
nokkra athygli, en þó ekki eins mikla og
sjálfur Panton-stóllinn sem var kynntur til
sögunnar sama ár.
Ekki aðeins var Panton-stóllinn úr nýstár-
legu efni og nýstárlegur í laginu, heldur var
hann fyrsta mublan sem var búin til úr einu
stykki af plasti. Engin samsplæsing, engin sam-
skeyti – bara ein stór slumma af plasti teygð og
sveigð í nútímalegt og þokkafullt form sem er 82
sm á hæð, 50 sm á breidd og 60 sm á dýpt. Þá er
hann praktískur í meðförum, því stólunum má
stafla í bunka ef því er að skipta. Reyndar tók
það nokkur ár að blanda plastefnið á þá lund að
framleiðsla væri gerleg.
Það var loks árið 1967, þegar Panton og fé-
lagar hjá húsgagnaframleiðandanum hjá Vitra
duttu niður á plastefnið pólýprópýlen, að stóllinn
fór í fjöldaframleiðslu og ekki þarf að fjölyrða
um viðtökurnar, hann sló samstundis í gegn á
heimsvísu og varð ein af táknmyndum tímabils-
ins, ekki síst af því að hann var aðeins fram-
leiddur í skærum litum með glansandi áferð, full-
komlega í takt við tíðarandann. Og stóllinn gaf
tóninn; skyndilega varð framleiðsla á húsgögn-
um úr plasti lenska bæði fyrir skrifstofur og
heimili.
Stóllinn hefur verið í stöðugri framleiðslu allar
götur síðan. Verner Panton naut þess til jafns
við hina dönsku hönnuðina þegar skandinavíska
hönnunin varð aftur vinsæl rétt fyrir aldamótin
síðustu. Honum var boðið að setja upp sýningu
undir heitinu „Verner Panton: Ljós og litir“ í
Trapholdt-safninu í Kolding í Danmörku og átti
að opna hana 17. september 1998. Sýningin var
opnuð á tilsettum tíma, en hönnuðurinn náði ekki
að vera viðstaddur; hann lést tólf dögum áður, 72
ára að aldri.
Sígild hönnun
Meistaraverk óþekktarormsins
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is