Alþýðublaðið - 29.07.1988, Page 3

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Page 3
Föstudagur 29. júlí 1988 3 Hinn 7. febrúar 1927 ákváðu 15 stórsöluverslanir að stofna með sér félag og kusu þrjá stórkaupmenn til að undirbúa stofnun þess. Ári síðar, í mai 1928 höfðu matvörukaupmenn stofnað félag og hafið málaleitanir við heildverslanir. Var þá ráð- ist í að stofna Félag fsl. stór- kaupmanna til að vera samn- ingsaðili við félag kaup- manna. Stefna félagsins I bpphafi var að efla samvinnu meðal stórkaupmanna, framleið- enda og umboðssala bú- settra á íslandi, og stuðla að því að verslun í landinu sé rekin á heilþrigðum grund- velli. Árstillag var ákveðið 25 krónur. Á stofnfundi gengu 25 menn í félagið, en hinn 1. júni voru meðlimir orönir 35, þar af a.m.k. 13 iönfyrirtæki. VERSLUNARHÖFT OG MIÐSTÝRING , Fyrsta verk félagsins var að semja við félag matvöru- kaupmanna um starfsgrund- völl. Félagar skuldbundu sig til að selja matvöru og ný- lenduvöru aðeins til: heild- sala, kaupmannasem hafa opnar verslanir, kaupfélaga og pöntunarfélaga, bakara, rakara, verksmiðja og veit- ingahúsatil eigin atvinnu- rekstrar, lyfjabúða, útgerðar- manna sem hafa gufuskip, bryta á farþegaskipum og herskipum, sjúkrahúsa, opin- berra stofnana, bæjar- og hreppsfélaga og góðgerðarfé- laga. Til neytenda mátti selja Islenskar afurðir í heilli vigt. Bæði félögin skuldbundu sig til að gæta gagnkvæmra hagsmuna með tilliti til óheil- brigðrar og óheiðarlegrar samkeppni, og heita hvort öðru aðstoö til að koma í veg fyrir slíkt. Fyrstu þrír^ratugirnir i starfssögu F.I.S. einkenndust af miðstjórnarhneigð stjórn- valda og tilheyrandi verslun- arhöftum. Hver vörutegundin á fætur annarri var hneppt í fjötra ríkiseinkasölu, og var höfuðmarkmið félagsins, að fá þjóðina leysta úr þessum viðjum ásamt sleitulausri baráttu í áratugi við verðlags- höft, sem aldrei á friðartim- um reyndust annað en fjötur á versluninni og falskt öryggi fyrir neytendur. EVRQPUMARKAÐUR BÍÐUR Eftir 1960, en þó aðallega á þessum áratug fór íslenskt viðskipta- og athafnalíf aftur að losna úr viðjum hafta og skömmtunar, sem höfðu viö- gengist um langt^árabil. Merkum áföngum hefur síðan verið náð í baráttumálum fé- lagsins. Má nefna aukið frelsi í gjaldeyris- og vaxtamálum, nær fullt frelsi í verðmyndun, auk þess rækilega uppskurð- ar á tolla- og skattkerfinu, sem nú stendur yfir. Á sextugasta afmælisári F.Í.S. stendur íslenskt við- skiptalíf frammi fyrir því aö aðlagast risastórum markaði í Evrópu, og ákveða með hverjum hætti (sland getur tengst Evrópubandalaginu án þess aö skaðast af. Mestur hluti innflutnings kemur frá þessu svæði og meiri hluti útflutning flyst þangað, hvort tveggja I vaxandi mæli. F.Í.S. hefur lagt fram tillögur sem miða að því, að tengslin við aðra markaði haldist áfram, en viðskiptaháttum og vinnu- brögðum öllum veröi breytt í það horf, að verðlag og verð- bólgustig verði hér ekki hærra en gerist i Evrópulönd- um. Samtök stórkaupmanna 60 ára HÚS VERSLUNARINNAR UG VÚXTUR FÉLAGSINS Mikill vöxtur er í félaginu og hefur aðildarfyrirtækjum fjölgað um tæpan helming á fjórum árum. Flest starfa þau fyrst og fremst að innflutn- ingi, en algengt er að þau stundi jafnframt smásölu, þjónustu eða framleiðslu. Út- flutningsfyrirtækin innan F.i.S. annast um það bil fjórð- ung útflutnings á íslenskum sjávarafurðum. Félag íslenskra stórkaup- manna hefur aösetur í Húsi verslunarinnar. Félagið var í hópi sjö samtaka og stofn- ana verslunarinnar, sem sam- einuðust um að byggja húsið á sínum tíma. Þessi húsa- kynni voru tekin í notkun 1982. Áður starfaði félagið í Tjarnargötu 14, sem félagið eignaðist 1961. Hús verslunarinnar var reist í þeim tilgangi að efla (slenska verslun og einingu þeirra samtaka sem að henni vinna. Félag íslenskra stór- kaupmanna hefur beitt sér fyrir enn nánari samvinnu hinna þriggja helstu samtaka kaupsýslumanna: Kaup- mannasamtaka íslands, Verslunarráðs Islands og F.Í.S. Þessi mál hafa löngum verið á dagskrá félaganna eða allt frá árinu 1950. Árið 1971 var haldin ráðstefna á Höfn í Hornafirði um mark- mið, skipulag og starfshætti samtaka viðskiptalífsins og voru þar samþykktar tillögur um þessi efni, sem enn bíða þess að komast í fram- kvæmd. Spcarifé þitt rýrnar ekki ef pú fjárfestir í spariskírteinum ríkissjóds WSiSk Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig- enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á. Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að 8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa rétti kosturinn fyrir þig. Verðtryggð spariskírteini til sölu núna: Avöxtun riKisvixia er nu allt að 43,13% á ári. Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir 43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga lánstíma. Ríkisvíxiar eru örugg og arðbær leið til að ávaxta skammtímafjármuni. Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og hjá löggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við- skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar, svo og spariskírteinin, í sínia 91-699863, greiða með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð- an send í ábyrgðarpósti. RIKISSJOÐUR ISLANDS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.