Alþýðublaðið - 29.07.1988, Side 7

Alþýðublaðið - 29.07.1988, Side 7
Föstudagur 29. júlí 1988 7 Lýður Björnsson sagnfrœðingur er að taka saman sögu VR, sem stofnað var 1990. í upphafi var félagið blandað félag atvinnu- rekenda og launþega og var einkum funda-, frœðslu- og skemmtanafélag. ALDARAFMÆLI VR ER FRAMUNDAN Lýður Björnsson: Það má segja að þaö sé fyrst i kreppunni sem farið er aö tala um launamál — fram að því unnust áfangasigrar við stytt- ingu vinntimans. Árið 1990 verða liðin 100 ár frá stofnun Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og munu verslunarmenn þá vafalaust gera sér glaðan dag og efna til dansleikja, þar sem stemmningin er góð og sjá má marga sveitta kolla, svo vitnað sé í gamla frásögn af fyrsta dansleik félagsins 25. febrúar árið 1893. VR-blaðið hefur birt kafla úr sögu VR sem Lýður Björnsson sagn- fræðingur er aö taka saman um þessar mundir og er ætl- unin að bókin komi út á afmælisárinu mikla. Alþýðu- blaðið ræddi við Lýð um hina væntanlegu bók, nánar tiltek- ið um þætti úr sögu félags- ins, en byrjaði þó á að for- vitnast um hvað hann gæti sagt okkur af högum og kjör- um búðarfólks á þeim árum er einokun rikti og var siðar aflétt fyrir tvö hundruð árum. „Aflétting einokunarinnar mun í sjálfu sér ekki hafa haft mikil áhrif á störf búöar- fólks. En þaö fólk sem vann í þessum búöum alla nltjándu öldina og jafnvel fram á þá tuttugustu voru menn sem voru hálfpartinn í námi marg- ir hverjir, því ríkjandi var danska kerfiö gamla, þar sem menn læröu til kaupmanns, byrjuöu niöri en unnu sig upp. Vinnutími þessa fólks var ótilgreindur, þaö er vitað aö um aldamótin siöustu var unnið yfirleitt frá 8 á morgn- ana til 8 eða 9 á kvöldin, en lengur um svokallaðar lestir, þ.e. 5.-15. júní og um réttaleyt- iö á haustin. Samingar um kaup voru ekki til. VINNUTÍMI STYTTUR UIW 272 TÍMA! Vinnutfminn var fyrst af- markaður 1918, þegar fyrsta reglugeröin um lokunartíma sölubúða var sett og var þá bannaö að vinna lengur en til 8 á kvöldin. 1923 er bætt um betur og bannað að byrja vinnu fyrir klukkan 8 á morgnana. Þetta eru fyrstu sigrar verslunarfólks i sínum kjaramálum. Þó VR sé svona gamalt þá er þaö staöreynd aö félagiö var ekki mikið í kjaramálum, þaö var í meira mæli funda-, fræðslu- og skemmtiklúbbur. Fridagur verslunarmanna kemur þann- ig strax upp 1895, og hefur haldist nokkurn veginn óslit- ið. Þaö má segja aö þaö sé fyrst ( kreppunni sem farið er að tala um launamál, en þá var rekin atvinnuráöninga- skrifstofa, og haldið var áfram að ýta á um lokunar- tíma sölubúða. 1937 náðist verulegur árangur, því þá fékkst árlegur vinnutími styttur um 272 tíma, sem var verulegt átak. Þá var farið aö færa lokun á kvöldin til klukkan 6, þar sem föstudag- urinn var aö vísu undanþeg- inn. Þetta var sem sagt fyrir hálfri öld og þaö hefur staðið yfir stríö alla tíö síðan um föstudaginn. Kjarasamningar sjálfir eru fyrst gerðir 1946. Áriö 1939 var gengið fellt og fylgdi þeirri aðgerö sú ákvörðun aö vissar stéttir skyldu fá þaö bætt upp aö einhverju leyti. Verslunarmenn voru ekki í þeim hópi. Þeir fóru þá niður til Alþingis og fengu þar flutta tillögu til lagabreyting- ar sem átti aö breyta því aö þeir fengju aö vera meö, en hún dagaði uppi — efri deild neitaöi um afbrigði til aö samþykkja hana á síðustu dögum þingsins. Þá var leit- aö til ríkisstjórnarinnar en þar fengust þau svör aö ekki væri samstaöa um málið. Ég veit ekki hvaö ég á aö vera pólitískur í þessu, en þeir fengu Thor Thors til að flytja máliö á þingi svo andstaðan hlýtur aö hafa legiö einhvers staöar annars staðar, en þetta var á tímum Þjóðstjórn- arinnar. Þá greip VR til þess ráös, sem nota þurfti öll striðsárin, að semja viö at- vinnurekendur nánast sagt sem einstaklinga. Þaö þurfti að fara á milli þeirra í bæn- um og semja viö þá einn af öðrum og tókst þaö viö þá flesta. VIÐSKIPTAVINURINN FÆR UPPREISN ÆRU Það eru til nokkuð skemmtilegar lýsingar úr búöum frá gamalli tíö um aöstööu búðarfólks á vinnu- stööum sínum. Búöardiskur- inn var allhár til að verjast því að menn hnupluðu því sem fyrir innan var. Um viömót verslunarfólks til viðskipta- vinanna er það meðal annars aö segja aö þar varð mikil breyting á síðast á nítjándu öldinni, sem kemur meö Þorláki Johnson kaupmanni. Hann læröi í Bretlandi og kom með nýjar hugmyndir, því fyrir þann tíma virðist það hafa verið þannig, aö af- greiðslumenn virðast sam- kvæmt vitnisburöi frá þeim tíma ætlast til þakklætis fyrir aö þeir afgreiddu viðskipta- vininn. Þorlákur sneri þessu algjörlega viö og er þaö frá honum komið hér á landi að viðskiptavinurinn hafi ávallt rétt fyrir sér og aö þaö beri aö gæta kurteisis i hvívetna. Hann var líka frumkvööull auglýsinga og frá honum eru líklega komnar gluggaskreyt- ingar — hann var mjög mikill brautryöjandi á þessum svið- um eins og fleirum. Gamla viöhorfiö til viöskiptavinarins virðist þannig vera horfið um aldamót, þegar einnig var far- iö aö taka upp á því aö senda vörur heim til fólks og mun það hafa verið Edinborgar- verslunin sem byrjaði á því. Þetta var siðar algilt og mátti sjá skara af sendisveinum á ferö, fyrst með kerrur og síö- ar á hjólum og má nefna aö sérstakt sendisveinafélag var til á fjóröa áratug þessarar aldar. Áöur en lengra er haldið er rétt aö geta þess að þó V.R. sé eina núlifandi stéttarfélag verslunarmanna frá þessum tfma voru að minnsta kosti tvö önnur félög til. Annaö var Merkúr, sem starfaói 1913- 1934, sem var hreint stéttar- félag. Hitt félagiö var stofnað 1936, en um það félag veit ég því miöur ekki nægilega mik- iö, en gekk eða ætlaði að ganga i Alþýðusambandið. I bókum V.R. var þaö stundum kallaö „Rauöa félagið“ og hygg ég aö þaö hafi ekki orð- iö langlift. BLANDAD FÉLAG TIL 1955 Því má ekki gleyma aö i upphafi félagsins var þaö blandað félag vinnuveitenda og launafólks og ber ekki á deilum þarna á milli lengi framan af. Ég veit ekki um skiptinguna þarna á milli fyrr en á fjóröa áratugnum, aö launþegar eru komnir i meiri- hluta. Arið 1952 var gerö könnun á þessu og var upp- skipting félagsins þá í burð- arliónum, en félagiö skiptist 1955. En 1952 voru eitthvað á fimmtánda hundrað í félag- inu, yfir 1100 launþegar, yfir 200 atvinnurekendur og svo var aöeins um menn af opin- berum skrifstofum í félaginu. Um það bil 1950 lendir V.R. í mjög langvinnri kjaradeilu, án þess þó aö þaö hafi kom- iö til verkfalls. En margir komust þá aö þeirri niöur- stööu aö félagið væri oröiö úrelt eins og það var. Þeir vildu ganga í ASÍ þar sem atvinnurekendur mega ekki vera og þaö er þetta sem knýr meir en margt annað á um skiptinguna. Þaö höföu að vísu verið stofnaöar laun- þegadeildir innan V.R., þaö var áriö 1946 og upp úr því var reyndar stjórn félagsins eingöngu skipuð launþegum. Hún reyndi hins vegar eins og stjórnum ber aö gera að sigla á milli viðhorfa. Þaö er ekki mikið minnst á kjör og aðbúnað í gögnum V.R. frá fyrstu áratugunum, en um þetta má hins vegar lesa í gögnum Merkúrs allar götur frá 1920. Þá lagði félag- ið fram kjarakröfur í mörgum liðum fyrir atvinnurekendur. Eitt atriöi í þeim kröfum er merkilegt fyrir nútímann — krafa um jöfn laun karla og kvenna, sem reyndar náöi ekki fram aö ganga. Þaö veikti Merkúr seinna aö félag- ið klofnaði og gengu 70 manns úr því og yfir í V.R. DEILUR OG PÓLITÍK Á FUNDUM Launþegar í V.R. þess tima voru annars vegar afgreiðslu- fólk og hins vegar skrifstofu- fólk, en einnig má nefna sölumenn. Ég hugsa aö þetta sé einmitt stofninn af því fólki sem er í félaginu í dag. Þaö er eitt sem bendir til þess aö nokkur munur hafi verið á afstööu þessara hópa, aö frá 1936 var rætt um aö stofna launþegadeildir, sem komst þó ekki í framkvæmd, sem áttu aö vera tvær, fyrir sitthvorn hópinn og þegar deildirnar voru stofnaðar 1946 voru deildirnar þrjár. Þetta var reyndar sameinað upp úr 1950. Það er ýmislegt sem hefur komið manni á óvart við aö taka saman sögu V.R. Ég get þannig nefnt kjarabaráttuna í kringum 1940, aö öll sú atburðarás kom mér nokkuð á óvart — aö þaö hafi þurft aö semja viö atvinnurekendur alla sem einstaklinga. Þaö er mjög óvenjulegur hlutur. Annað sem hefur komiö mér á óvart er hvaö mikill hluti af samkvæmislifi bæjarins hef- ur komið i gegnum þennan hóp, sérstaklega fyrst framan af. Frídaginn má nefna, jóla- tréskemmtanir, sérstakar skemmtidagskrár og þess háttar. kannski hefurekki smár hluti af íslenskri borgar- menningu komiö þarna í gegn. A kreppuárunum var nokk- uö um pólitískar deilur og oft deilt um aðild ákveöinna manna að félaginu. Þaö virö- ist hafa verið þarna inni hóp- ur sem vildi félagiö tiltölu- lega „hreint", en stjórnin var aftur á móti andsnúin því, vildi hafa félagiö utan um „frjálsa verslun" eins og sagt var, aðeins aö menn uppfylltu lagaákvæöi, sem var tveggja ára vinna í verslun eöa próf frá Verzlunarskóla íslands. Þaö eru til mörg dæmi um aö stjórnarmenn hafi brugðist vondir viö þegar þeir höfðu mælt með mönnum til aðild- ar en þeir síöan felldir. Oft var þaö pólitík en stundum hrein óvild á milli manna. Og það eru til dæmi um all líf- lega fundi meö hörku rifrildi. Þá má nefna að mikið var deilt um verslunarhöftin á kreppuárunum, þar sem sitt sýndist hverjum. KRINGLUR ÞEIRRA TÍMA Þaö atriöi sem ég er aö taka saman núna er hvernig verslunin hefur þróast í gegn- um árin, afgreiösluhættir og annað. Núna er þaö mér mjög hugleikið hvernig á þvi stendur aö um aldamótin voru hér geysilega stórar deildaskiptar verslanir, eins konar magasin eöa stórmark- aðir, miöaö viö þann tíma sjálfsagt ekkert minni en Kringlan í dag. Um 1910 voru hér þrjár slíkar, en þetta datt niður á striðsárunum fyrri og reis ekki aftur upp fyrr en eft- ir 1955. Tímabilið þar á milli var tímabil sérverslana eóa kaupmannsins á horninu. Mér dettur í hug aö skýringin á þessu sé vöruskömmtun og vöruskortur, sem kom mjög illa viö svona stórverslanir. Annaö sem mér finnst fróðlegt aö velta fyrir mér er að meö tilkomu Ölfusárbrúar- innar 1891 náöi Reykjavík undir sig eiginlega öllu Suð- urlandsundirlendinu og þaö sýnist mér vera að koma aft- ur meö góöum samgöngum. Reykjavik missti Suðurlands- undirlendið 1925-1930 þegar verslun hófst á Selfossi, en mér sýnist hún vera að ná þessu aftúr meö búðarferð- um í rútum!“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.