Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 10. júlí 1950. MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Það kom nýlega fyrir í leik- húsi, í hléinu milli þátta, að maður heyrðist segja við hóp vina sinna nokkurra: „En hve falleg þessi stúlka er.“ Einn þeirra svaraði: „Hamingjan góða, með þessar býfur. Þær eru eins og áskessunum í Nor egi.“ Við litum strax á fætur konu hans, sem voru nettir og skórnir fallegir. — Annar vinur stundi: „Falleg.“ Sjáið þið þessi litlu, brúnu svins- augu í hausnum á henni.“ — Þriðji maðurinn sagði. „Eng- in kona með klóm, eins og hún, getur verið falleg í mín- um augum.“ Konan, sem ver- ið var að ræða um, var vel klædd og fremur eftirtektar- verð. Hvað átti nú þessi lúsaleit að þýða! Hún var gerð til þess að komast að hinum margvíslegu skoðunum karl- manna á konum. Svo spurði ég marga menn, hverju þeir tækju fyrst eftir hjá kven- fólki. Ef þið spyrjið menn í ykkar stétt sömu spurningar, mundi yður furða á því, hve víðtæka lýsingu þér fengjuð um kvenfólkið: föt þess, sál og líkama. Rithöfundur: Því miður eru duttlungar tízkunnar slíkir, að þeir meina manni að sjá það fyrst, sem maður vildi. Eg lít fyrst á aug un. En nú á dögum er ómögu- legt annað en sjá hattinn fyrst. Hreimur og raddblær er það, sem ég tek næst eftir. En ég er alls ekki viss um, að konur kunni að nota sér það, sem náttúran hefur gefið þeim. Ekkert er smekkmönn- um jafn ógeðfellt sem hinn algengi ósiður, að reita af sér augnabrúnimar. Nefinu má ekki heldur gleyma. — Eg skemmti mér konunglega við að rölta um göturnar og dást að nefinu á kvenfólki, og að stærð þess og lögun. Auglýsmga-1 jósmyndari: Beztu fyrirmyndirnar fvrir Ijósmyndara eru oft stúlkur, sem eru blátt áfram í útliti, alveg eins og skemmtilegustu stúlkurnar eru sjaldan þær fallegustu. Svo að ég held, að það sé engin goðgá af mér sem Ijósmyndara að segja, að ég tek fyrst eftir hörundinu. Að sjá eölilegt, lýtalaust hör- und, sem full dagsbirta fær ekki sakað, það er virkilega dálítils virði. Kvikmyndatökumaður: Augu kvenna segja oft eins mikið og 400 blaðsíðna sjálfsævisaga. Er augnaráð blekking ein eða sýnir það, hvað hún er eða getur orðið? Daður, töfrar, tár, glettni, ást — hvaða tilfinningar og eigin leikar eni til, sem augun geta greiðsla, heldur á hvern hátt ekki sýnt! Ef svo konan, fyrir utan það að hafa falleg augu, er snyrtileg, hefur þægilegan málróm og þokkalegar hreyf- ingar, þá hlýtur hún að vera yndisleg manneslcja. Hljómsveitarstjóri: I níu skipti af hverjum tiu get ég sagt, hvern rnann stúlka hefur að geyma, með þvi að líta á varirnar á henni og heyra málróminn. En falsk ar varir reka mig á flótta ■— þrátt fyrir meistaralegt hand- bragð frá sjónarmiði málara. Rekist ég á þunnar, saman- bitnar varir, þá fellur mér all ur ketill í eld og ég bý mig undir að verða spurður út úr um kenningar Platós. Raadir heilla mig líka. Heizt vil ég heyra mjúkan, blíðlegan mál- róm, þegar kona talar. En var ir eru mitt mesta áhugamál, og á þær lít ég fyrst, jafnvel stari, er ég hræddur um. Andlitsmyndamálari: Augun eru helzta einkenni allra manna — svipnum leyn- ir enginn. En sérhvert smá- atriði í klæðaburði eða snyrt- ingu sýnir lika, hver konan er. Eg viðurkenni, að öfgar eru mitt eftirlæti. Andlit, þar sem húðin er fest þétt að beina- byggingunni, eða hrukkótt andlit aldraðrar konu — hvort tveggja tegund af andlits- falli ífyllir mig þeirri til- finningu að vera laus við hið vanabundna. Fegurðar-„bóngur“: Ó, ég lít fyrst á vöxtinn. Hár og hvelfdur barmur, grannt mitti, mjúklegar mjaðmir, og fallegar f ætur. — Svo þegar ég er búinn að fá hugmynd um vaxtarlagið, tek ég eftir tönnunum. Brosið lýs ir betur persónuleika stúlku heldur en nokkur annar and- litsdráttur. Og fallegt bros krefst þess, að tennurnar séu hvítar og jafnar. Hvað við- víkur snyrtingu og klæðnaði vil ég hið guilna meðalhóf. Klæðskeri kveima: Það fyrsta, sem ég tek eft- ir, er, hvemig umgjörð hárið myndar um andlitið. Á lær lingsárum mínum sem kjóla teiknari, var ég vanur að teikna fyrst andlitið og ein- beita mér síðan að því, að láta hárið mynda fallega umgjörð um það. Það er ekki gerð eða litur eða skrautleg hár hárið vex út úr höfðinu á konu, einkum fyrir ofan gagn- augun, sem fyrir mér vakir. (Lauslega þýtt). Vaíasöm fræðsla. Eg held, að það sé mjög hæpinn árangur (nema fyrir læknana sjálfa), þegar þeir ^eru að fræða okkur um veik- indi og einkenni þeirra, eins og t. d. fyrirlestrarnir um krabbameinið í útvarpinu. Nógu er^ það margir, sem alltaf eru að hugsa um það, hvort ekki gangi þetta eða Biðillinn: Þau eru með öllu ómóttækileg fyrir alla sjúk- dóma. Ólafur: Hvernig er púls- inn? Biðillinn: Eins og hjá öll- um heilbrigðum mönnum á mínum aldri. Ólafur: Gott er nú það. — Heilsan er fyrir öllu. Svona á það að vera. Svo er það nú blóðþrýstingurinn. Hvernig er hann? Biðillinn: 120, þegar hjart- að dregst saman. Ólafur: En þegar það dregst sundur ? Biðillinn: 75. Ólafur: En augun ? Biðillinn: Stálhraust, og hitt að þeim, og eru þeir venju sjónin svo góð, að ég sé jafn- lega þeir móttækilegustu fyr- ir alla sjúkdóma; og hvern langar til að verða eins gam- ali og Metúsalem, ef hann á að vinna það til að lifa á tómu grasi og mjólk og þess á milli alltaf að vera að hugsa um, hvort þetta eða hitt sé hollt. Hvernig litist þér á, lesandi góður, að lifa í því þjóðfé- lagi, þar sem enginn getur hugsað eða talað um annað en heilbrigði. Hér kemur sýnishorn af slíku hjartastyrkjandi og and ríku samtali, eins og Ralph Wotherspoon hugsar sér það. Bónorðið í skrifstofu Ólafs stórkaup manns — þár situr hann sjálf ur og biðill yngri dóttur hans. Ólafur: Nú, svo þér segizt vilja ei^a yngri dóttur mína ? Biðillinn: Já, það er mín heitasta ósk. Ólafur: Já, ég er því ekki mótfal'linn. En ekki megum við þó hrapa að þessu. Og mig langar til að leggja fyrir yður örfáar spumingar (og hann tekur upp blað). — Kannske þér viljið segja mér eitthvað um ættingja yðar, t. d. afa yð- ar, foreldra, föður- og móður- bræður, föður- og móðursyst- ur, bræður yðar, systur yðar, bræðrabörn yðar og systra- börn. Hefur nokkuð af þessu fólki þjáðst eða þjáist það kannske ennþá af andarteppu, erfiðum hægðum, vindverkj- um, niðurgangi, æði, slaga- veiki, gigt, lystarleysi eða öðr um alvarlegum sjúkdómum, t. d. kláða á kroppnum, líkþorn- um? Hugsið yður vel um, áð- ur en þér svarið. Þetta er al- vörumál. vel á nóttu sem degi. Ólafur: En eyrun? Biðillinn: Heilbrigð frá fæð ingu'og heyrnin svo góð, að ég heyri hvísl,, hvað þá ef hærra er talað. Ólafur: Ágætt. Fátt er of vandlega athugað. Hún eldri dóttir mín varð fyrir hræði- legu óhappi eða þó öllu held- ur slysi. Hún tók niður fyrir sig, giftist til f jár. Þó var mað urinn ekki ómyndarlegur, en okkar á milli sagt, var hann alltaf öðru hverju heyrnar- laus á vinstra eyranu — eða var það hægra eyrað ? Eg man það ekki með vissu. En mig grunar, að hann hafi gengið lengi með þennan hræðilega kvilla, síðan löngu áður en hann kvæntist. Telpan mín eldri, 'hún Beta, var ákaflega slegin, og þetta var líka hræðilegt reiðarslag fyrir mig. — En hún skildi við hann. Biðillinn: Það var eðlilegt. Ólafur: Meira en svo. En hvar vorum við? Já, nú man ég. Það var heyrnin, sem við vorum að tala um. — Hafið þér eða ættfólk yðar aldrei þjáðst af svima, aldrei heyrt klukknahljóm fyrir eyrum ekki niðurfallssýki, meðvit undarleysisköstum, sól stungu, hettusótt eða þvílíku, já, eða gigtarhita? Biðillinn: Nei, aldrei. Ólafur: Síðasta spurningin verður þá þessi: Hafið þér nokkra æðahnúta ? Biðillinn: Eg hef einn duk unarlítinn æðahnút á vinstra fæti, svo lítinn, að ég finn alls ekki til hans. Ef ég verð þá nokkru nær. Því til að eignast hana yngri dóttur yðar, ská ég láta lækna hann strax. Framhald á 8. siðu. ÁætlaSar flug- ferðir í júlí 1950 (innanlandsflug) Frá Reykjavík: Sunnudaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — Akureyrar (kl. 16,00) Þ&ð borgar sig Mánudaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — Neskaupstaðar — SeyðisfjarÖar . Kirkjubæjarklausturs - Hornafjarðar — Akureyrar (kl. 16,00) að senda Þriðjudaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Siglufjarðar — Akureyrar (kl. 16,00) vörurnar Miðvikudaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — Hólmavíkur — ísafjarðar — Akureyrar (kl. 16,00) með Finnntudaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Kópaskers — Reyðarfjaröar — Fáskrúðsfjarðar — Akureyrar (kl. 16,00) flugvéium Föstudaga: Til Akureyrar (kl, 9,30) — Vestmannaeyja — Kirkjub.klausturs — Fagurhólsmýrar — Hornafjarðar — Siglufjarðar — Akureyrar (kl. 16,00) Flugfélags Laugardaga: Til Akureyrar (kl. 9,30) — Vestmannaeyja — ísafjarðar — Blönduóss — Sauðárkróks — Egilsstaða — Akureyrar (kl. 16,00) íslands FRA AKUREYRI: Til Sigluf jarðar — Alla daga Til Ólafsfjarðar — Mánu- daga og fimmtudaga Til Kópaskers — Mánudaga og fimmtudaga Til ísafjarðar — þriðjudaga Til Egilsstaða — Miðviku- daga. Látið ..FAXANA" flýta vöiusendingum yðar. Flugfélag íslands.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.