Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 10.07.1950, Blaðsíða 6
; >ú-j í MÁNUDAGSBLAÐIÐ .öífí'I Húj. .01 />nr.:ugfii>:«:.:14. Mánudaguriim 10. júlf 1950. ‘ i í** *• - .'W'VW’V FRAMHALDSSAGA: Ríkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG Með þessum orðum sneri hún við og fór út úr skrifstof- unni og út á götu. Hún beið ekki eftir því, að kveðja hin- ar afgreiðslustúlkurnar. — Henni fannst hún ekki vera í skapi til þess að tala við neihn. Hún var alltof reið til þess. Hún gekk niður götuna og tók ekki e;in nei.va eða neinum. Hún rakst því'oit á fótgangandi fólk, án þess að vita að hún gerði það. Hún réð sér ekki fyrir reiði út af þessu óréttlæti. Hún hríði unnið fyrir frú Theresu með trúmennsku í tvö ár, er, nú var hún rekin umsvifalaust, áf því að hún hafði eitthvað kóketterað við Faversiram. Þetta þótti henai hart. Hún gáði ekki að, hvar hún fór, og því var ekki að furða, þótt hún rækist harkalega á ungan mann, sem staðnæmzt hafði fyrir framan hana, svo að hún gat ekki komizt Tram hjá honum. Hann var hár, grannur, ungur maður, með jarpt hár og brosandi, blá áugu. t „Þér gætuð gáð að, hvar þér gangið,‘t sagði hann. — ,,‘Eða gangið þér venjulega um með augun á götunni, og rek- izt á þá, sem fyrir eru?“ Iiún leit upp og hrökk við. Hún þekkti röddina. Þekkti hana of vel. Þetta var rödd ónytjungsins, Pauls Hayden. „En sú heppni,“ hélt hann áfram, er hún gagði ekki neitt.y,Það vildí .svo íil, vað ég ætlaði að fara í hattabúðiná að sjá yður og bjóða yður í hádegisverð.“ „í hádegisverð með yður?“ spurði hún efablandin. Af öllum karlmönnum í heimi var hann sá. sem hún vildi sízt borða með. Og svo var nú hitt, að eftir skilnað- arr-immuna í gærkvöldi virtist það ótrúlegt, að hann vildi bjóða henni í hádegisverð. „Hvers vegna ekki? Eg er múraður og sýni örlæti við alla. Eg á 500 sterlingspund í bankanum. Eg hef aldrei fyr átt svo mikla peninga í baiik- anum.“ „Það er víst allt og sumt, sem eftir er af þúsundinu hans Faversham,“ sagói hún napurlega.“ „Þér hafið rétt að mæla, góða mín,“ sagði hann. „'Þér hafið alveg rétt fyrir yður. Eg er svo kátur, að mig langaði til að syngja, mig langar til að dansa, en mest langar mig þó til að bjóða fallegri stúlku í hádegisverð. Þess vegna varð mér hugsað til yðar.“ „Eg á víst að verða upp með mér, eða hvað?“ spurði hún kuldalega. „Já, svona í -hófi,“ sagði hann og glotti. „Héma um kvöldið fór ég með yður til miðdegisverðar á kostnað Fa- vershams og —“ „Og í dag bjóðið þér mér líka í hádegisverð á kostnað Favershams," greip hún fram í stuttaralega. - Hann roðnaði lítið eitt á enninu, en augnabliki síðar brosti hann kímnislega til hennar. „Stendur það ekki á sama, ef við f áum matinn ? En vel á minnzt, þér gætuð kannske sagt mér, hvert þér eruð að flýta yður?“ „Ekkert sérstakt,“ svaraði hún, „eða réttara sagt, ég geri ráð fyrir að hafa verið á leið- inni heim. Eg missti atvinn- una.“ „Það er prýðilegt,“ sagði hann ánægjulega. „Það er ánægjulegt, að yð- ur skuli finnast það prýði- legt. Eg lít allt öðrum augum á það,“ svaraði hún. „En þannig ættuð þér ein- mitt að líta á það,“ svaraði hann öruggur. „Það bezta, sem fyrir mann getur komið, er að vera rekinn úr góðri og þægilegri atvinnu. Ef maður heldur góðri vinnu of lengi, þá verður maður áhugalaus og latur. 'Auk þess hefur maður gott af að þola nokkum mót- gang. Það er það, sem er að Faversham. Hann Kefur aldrei þurft að þola mótgang." Cöru langaði ekkert til að ræða um Faversham við hann og sagði honum það. Paul lyfti annarri augna- brúninni lítið eitt. „Þér emð trúlyndar, finnst mér,“ sagði hann. „Eða eruð þér ástfangnar af hinum ó- verðuga frænda mínum?“ Cára svaraði honum mjög stuttaralega, að það væri önn- ur spuming, sem hún ætlaði ekki að ræða við hann. — En hann bara brosti. „Það lítur út fyrir, að sam- komulagið milli okkar sé eins og vant er í dag. Hvað segið þér um hádegisverðinn ?“ Hún sagði, að það væri allt óf snemmt að borða hádegis verð, svo hann stakk upp á að fara í Ritz og fá sér cock- tail. Og sér til mikillar undr- unar þáði hún það. Þegar á allt var litið, hvað hafði hún að gera heim? Húsráðandinn myndi ekki vera búinn að gera í stand herbergið hennar og Tidworth myndi vera of syfj aður eftir nóttina til þess að vilja nokkuð með hana hafa að gera. Auk þess hafði hún ekkert að gera allan daginn. Faversham ætlaði ekki að hitta hana fyrr en um kvöldið. Hún hefði getað hringt til hans og sagt honum, hvað hafði skeð, en einhvem veg- inn fannst henni það ekki rétt. Vegna fyrri kynna hans við Letty gæti honum fund- izt sem hann ætti sök á því, sem skeð hafði, og hún vildi ekki, að honum fyndist hann eiga sökina. Paul og hún héldu áfram eftir Bond Street, eftir Picca- dilly og í áttina að Ritz. Þó að hún segði við sjálfa sig, að sér geðjaðist ekki að þessum unga manni, þá varð hún að játa, að henni fannst samveran með honum að mörgu leyti hressandi. Auk þess var hún forvitinn um hann, í sann- leika sagt. Hana langaði að álíta hann ungan ónytjung, en einhvern veginn var henni það ekki mögulegt. Hún fann það greinilega á sér, að á bak við kæruleysið var staðfesta og tilgangur. Hún fann það líka, að þó hann virtist vera rólynd ur og kærulaus, þá hafði hann stálvilja og ótæmandi vinnu- þrek. Stundum, virtust gérðir hans líkjast ómennis-athöfn- um, en henni var ómögulegt áð sannfæra sig um það. — Þetta var allt sáman mjög einkennilegt. Þau settust við lítið borð í salnum og Paul bað um tvo „White Ladies“. „Eg drekk aldrei cocktail á daginn,“ sagði hún í mótmæla skyni. : „En þér drekkið einn núna,“ sagði hann. „Maður á að minnsta kosti að gera það einu sinni á ári, sem maður gortar af að gera aldrei. Að minnsta kosti, ef maður ætlar sér að halda áfram að vera mann- legur, á maður að gera það. Ef ég væri einræðisherra, þá mundi ég láta dæma þá eina til dauða, sem þættust synd- lausir.“ Cara kinkaði kolli. Sólin skein í gegnum gluggann og geislarnir brotnuðu í svarta hárinu hennar, sem kom út undan litlum fallegum hatti, er hún sjálf hafði búið til. — Henni fannst, að málefni það, sem hann hafði minnzt á, væri þess virði, að það mætti ræða. Þegar þau voru hálfbúin úr glösunum hallaði hann • sér fram og sagði allt í einu: „Ein af ástæðunum fyrir því, að mig langaði að hitta yður í dag er sú, að mig lang- ar að biðja yður afsökunar á sumu af því, sem ég sagði við yður í gærkvöldi og kvöldið, sem við kynntumst.“ Hún horfði hvasst á hann. „Þá viðurkennið þér, að þér hafið haft rangt fyrir yður.“ Hann brosti. „Hvort svo er eða ekki, kemur málinu ekki við. Það er óafsakanlegt að vera ókurteis af ásettu ráði, og þegar sú, sem fyrir því verður, er eins falleg og þér, þá er það helmingi óafsakan- legra.“ „Eg sé ekki, hvernig útlit mitt kemur þessu nokkuð við,“ svaraði hún kuldalega. „Auðvitað kemur útlitið málinu við,“ svaraði hann, og bláu augun tindruðu. ,,R.ifr- ildi eins og okkar í görkvöldi er ágæt byrjun á ágætri vin- áttu.“ „En ef þér haldið, að ég sé Letty Havilant númer tvö, hvers vegna ættum við þá að vera vinir?“ „Mér þykir þér aðlaðandi,“ sagði haiin einlægnislega. — „Þér hrífið hiig meira en nokk ur stúlka, sem ég hef kynnzt á þessu ári.“ Hann hló og- bætti við: „Eg get'sagt á síð- ustu 18 mánuðum, ef yður líkar það betur. En hvað sem því líður, ef það er ekki nóg ástæða, hvað er þá nóg á- stæða?“ „Mér þætti betra að halda, að þér æsktuð vináttu minn- ar af því að þér bæruð virð- ingu fyrir mér,“ svaraði hún hljóðlega. „Vítleysa,“ svaraði hann hjæjandi. „Þér eruð enn full- ar af rómantískum hugleið- ingum, kæra Cara. Engin fal- leg kona vill láta bera virð- ingu fyrir sér. Hún vill vera elskuð, gert veður út af sér og hrósað.“ „Berið þér ekki virðingu fyr ir nokkurri stúlku?“ spurði hún. „Auðvitað/1 svaraði hann 'og brosti. „Eg ber virðingu fyrir alls konar kvenfólki, og að einni undanskilinni, eru þær allar þrautleiðinlegar. — Það er t. d. ein föðursystir mín og tvær kerlingar, sem eru frænkur mínar. Þær eru virðulegustu konur. Ganga á lághæluðum skóm, hafa rautt nef og fara reglulega í lang- ar gönguferðir. Nú, svo er húsráðandinn hjá mér og móðir hennar, sem býr hjá henni og tengdadóttir henn- ar, sem heimsækir hana á sunnudögum. Eg ber virðingu fyrir þeim öllum. Eg er .jafn- vel viss um, að ég ber virð- ingu fyrir dóttur hennar, þeg ar hún eldist. Hún er lifandi eftirmynd móðurinnar.“ Cara gat ekki að sér gert að hlæja. Hvað sem arinars var hægt að segja urn Paul Hay- den, var ekki að efast um, að viðræður hans voru hress- andi. Litlu seinna byr juðu þau að borða og Cara skammaðist sín fyrir að játa, að hún skemmti sér. Hún minntist þess, að það kom fyrir að mað ur skemmti sér, og eins hitt, að stundum hélt maður að- eins, að maður skemmti sér. Þetta fór ekki alltaf saman. „Eg verð að fara heim og vinna dálítið,“ • sagði hann, þegar máltíðinni var lokið. „Eg hélt, að þér ynnuð ekk ert,“ sagði hún: „Jæja, þér mynduð kannske ekki kálla það vi:md,“ svar- aði hann brosandi. Favefsham myndi ekki gera það. Það lík- ist ekki því að vera með hvítt um hálsinn og láta einkarit- ara sinri segja, að maður sé ekki við, þó það sé ekki satt. Það hefur ekki í för með sér business-hádegisverði, sem byrja klukkan 12,30 og enda klukkan fjögur um eftirmið- daginn.“ Bláu augun hans tindruðu aftur. Þegar þau skildu, minntist hann ekkert á, að þau myndu finnast aftur, og henni þótti það hálf leiðinlegt, þó hún segði við sjálfa sig, að það væri bara hégomagirnd henn- ar, seiiTKefði særzt. Hún hugsaði, að hégóma- girnin væri afar mikilsverður þáttur í lunderni stúlkna. — Hún gæti'farið á dansléik með "manni, sem henni þÍEtti fekk- ert tii koma, en éíhárin væri allur á iði eftir annarri stúlku, þá yrði hún dálítið gröm. Þetta var rökrétt, en rökvísi kemur lífinu,.sem við lifum í dag, svo lítið við. Hún fór úr strætisvagnin- um og gekk hægt heim að hús inu, sem hún bjó í. Hún von- aði, að hennar biði eitthvað óvænt og skemmtilegt. Frá sjónarmiði réttlætisins æ.tti ætti að hafa verið einhver frændi h.ennar, sem hún aldr-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.