Mánudagsblaðið - 25.09.1950, Síða 5
Tyggigúmmí-smj attandi
simadama: „Mjamm,
mjamm, augnablek, mjam-
mjamm. . . “
Fimm mínútur líða.
Símadaman aftur:
„Mjamm, Síldarleysi og
Þorskþurrð, H.f.!“
Skrifstofustj óraf rúin:
„Get ég fengið að tala við
manninn minn, herra Sig-
mund Sigmundsson, skrif-
stofustjóra? Eg er búin að
bíða. . .“
Símadaman: „Mjamm-
jamm, hann er á fundi.“
Frúin: „Fundi? Ja, mér
er sama. Eg verð að fá að
tala viö hann strax.“
Símadaman: „Jæjajæja,
augnablek.“ Æpir 1 fjar-
lægð: „Segmöndör! Mö-önd-
e! Góðe Gvendör, kallaöu í
hann Segmönd frammi 1
kaffistofu. Kerlengen hans
er að verða vettlaus í sím-
anöm, — mjammjamm,
Smjatt!“ Kemur aftur í
símann og segir við frúna:
„Augnablek, frú, það er ver
ið að reyna að ná í hann..“
Enn líða fimm mínútur.
„Já, halló. Sigmundur Sig
mundsson talar.“
„Jæja, einmitt það! EIN-
MITT það! Segmöndör og
Mönde! Minna mætti nú
gagn gera! Eg ætla bara aö
láta þig vita það, Sigmund-
ur Sigmundssón, að svona
nokkuö læt ég ekki bjóða
mér! Ekki nóg með það, aö
þetta ósvífna stelpugæksni
kalli manninn minn Seg-
mönd og Mönda, heldur,
er hún nú búin að láta mig
bíða hér í símanum í hálf-
tíma eöa meira, — auðvit-
aö aðeins til bess aö móðga
mig.“
„Já, en elsku Stína mín,
ég er á svo afar mikilvæg-
um fundi. Hér eru mættir
ýmsir hátttsettir menn til
þess að ræða...“
„Ja, svei! Háttsettir
menn! Ætli það hafi ekki
heldur veriö háttsettir kaffi
bollar og háttsett vínar-
brauö. — og kannske hátt-
sett konjaksglös líka? Eg
veit vel, góöurinn minn, að
þú varst ekki á neinum
fundi, heldur frammi í þess
ari svokölluðu kaffistofu
ykkar, sem að mínu áliti
bæri fremur að kalla Gó-
dómu eöa Sómorru, eða
hvað það nú heitir! Þú hef-
ur náttúrlega setið þar, eins
og venjulega, með þessa
gæs, sem þú nefnir eirika-
ritara þinn, á hnjánum?
Láttu þér ekki detta í hug,
minn ágæti Segmöndör og
Mönde, að EG viti ekki,
hvernig það gengur til
þarna í þessari svokölluðu
skrifstofu ykkar..“
„Góða Stína mín, láttu
ekki svona. Þetta er allt
tóm vitleysa í þér. Eg segi
þér það satt, að ég er önn-
um kafinn... fundurinn,
sko...“
„Já, föndörenn! FUND-
URINN!!! Fyrirgefðu, að ég
hlæ. Haha. Vittu, Sig-
mundur Sigmundsson, að
ef þú ekki segir þessari ó-
forskömmuðu símaskjátu
þinni upp á stundinni, — já
og karlsama kaffistofu-
einkaritaranum þínum líka,
— þá er ég farin til lög-
fræðings strax á morgun..“
„Svona, svona Stína.
Láttu ekki eins og fífl.
Hringdirðu til þess eins að
rífast við mig eða hvað?
Eða hringdirðu aðeins til
þess að komjst að raun um
það, hvort Silla, — hm,
símastúlkan, meina ég, —
mundi móðga þig eöa ekki?
Eg hefi sannarlega engan
tíma til...“
„Nei, auðvitað hefirðu
engan tíma fyrir MIG. Ha
ha... Eg hringdi satt að
segja til þess að láta þig
vita það, að Lilli datt og
hróflaði sig á nefinu. Þú
verður að koma viö í
apótekinu og kaupa plást-
ur. En kannske er þér bara
alveg sama um Lilla líka?
Svo ætlaði ég að segja þár
að koma við í Hattabúöinni
og borga hattinn, *sem ég
keypti mér í fyrradag, og
ganga við í Geysi og gá,
hvort þeir hafa fengið
nokkrar krakka-regnkápur.
Og þá getur þú um leiö
komið við í Blóm og Ávextir
og sent henni Fíu frænku
afmælisblóm, — og keypt
tvennskonar salöd og beikon
fyrir 10 krónur í Matardeild.
inni. Á heimleiðinni get-
urðu svo gengið við á Laug
arveginum og...“
„Nei, nú er nóg komið
Stína! Eg er búinn að segja
þér, að ég verð áreiðanlega
upptekinn hér til klukkan
sjö eða átta, og get því ó-
mögulega...“
„Jæja, var svo!! Sagði ég
það ekki áðan, að ég mundi
fara til lögfræðings á morg
un, ef þú ekki segðir þess-
um diggum upp strax í
kvöld? Og svo svífistu þess
ekki að tilkynna mér, að þú
ætlir að fara aö hanga í
keleríi þarna fram á kvöld
með þessum ósvífnu tuðr-
um . . þessum manneskjum,
svo að ég segi nú ekki
meira! Ó, og þér er alveg
sama um aumingja Lilla...
(kjökrar).. og mig líka..
úhúu.. og lætur simplar
dræsur móðga konuna þína . .
úhöö..“
Símadaman grípur fram í,
eftir hún hefur hlustað vel
og vandlega á allt saman:
„Og er nú Stína litla farin
að skæla! Haha, mjamm-
jammjamm! Heför líka á-
stæðöna, greyskarneð! • En
það ætla ég aö láta þeg
veta, Segmöndör, að ef þú
seger MÉR 'öpp, þá skal
kerlengen þín fá að heyra
sett að hverjö öm hann
Mönda senn! EG hef svo-
sem alltaf vetað, að þú held
ör fram hjá MÉR, ljúför-
enn, en hverneg heldörðö,
að henni Stínu þenne þætti
það, eí ég segðe henne TIL
DÆMIS allt um hana . . . . “
BANG! „Mönde“ skellir
símatólinu á og þurrkar af
sér svitann.
Hjónaskilnaðir
Öll höfum við heyrt því
oftar en einu sinni fleygt
að fólkið á iþeirri herjans
öld, tuttugustu öldinni, taki
það ekki nærri sér að skipta
um maka, skilja ekki frekar
en það taki það nærri sér að
skipta um vasaklút.
Orsök þessa er sú, að hálf
brjálaðir lcddarar og leikar-
ar 1 Hollywood og víðar hafa
gengið manna bezt fram 1
því aö telja fólki trú um, að
það sé bæði ,,fínt“ og
,.interessant“ áð skilja sem
oftast. Amerísk kjafta-
skúma-blöð hafa síðustu 15
árin froöufellt af aðdáun á
framferði þessu og færa
fram 100 ástæöur fyrir því
aö þaö sé hiö eina rétta, aö
skilja við mann sinn, ef
hann vill ekki láta að
minnstu duttlungum
manns.
Af þessu stafar svo, aö
sauðsvartur almúginn fet-
ar í fótspor „dýrlinganna
— því að konur spyrja
sjálfar sig: „Úr því aö LANA
gerir þetta, — því skyldi ég
ekki líka gera þaö?“
Þegar mömmur okkar og
feður gengu í heil-
agt hjónaband, þá var mik-
ið spor stigið. Þá voru bæði
ákveðin 1 því að láta eitt
yfir bæði ganga. Ást?
Tryggð? Þú getur kallað
það hvað, sem þú villt. En
þegar afar okkar og ömm-
ur gengu í heilagt hjóna-
band, — þá var það til
æviloka. þau reyndu
kannske barnanna vegna,
að samlagast hvert öðru
og sjá í gegnum fingur
hvort við annað. I blíðu og
stríðu.
En hver er sá, sem ckki
veit, að setning eins og
þessi er algeng: „Jæja, —
úr því að þú ekki villt fara
með mig á þetta ball —
(gefa mér þennan kjól) —
þá er ég skilin við þig!“
Sem sagt; hjónabandið
og eiðar þess, eru einskis
metin.
Nú má enginn skilja orð
mín svo, að ég sé fyrir fram
mötfalli'n því, að hjón slíti
samvistum. Oft liggja til
þess bæði góðar og gildar
ástæður. Og allir vita, að
betra er fyrir þau hjón, sem
ekkert eiga sameiginlegt, að
slíta heldur samvistum en
að búa við helvíti til ævi-
loka.
Sem sagt, ég dáist aö
þrautseigjunni í ömmum okk-
ar og öfum — og kannske
myndi margt hjóna-
bandiö vera farsælla ef
meira lægi á bak við, er
hjónabandseiðurinn er svar
inn.
Og þá trú hefi ég, að
mörg hjónabönd, sem
leysast upp af smáatriðum.
— (fyrirgefið þið, að ég er
svona gamaldags —) —
séu leyst af misskilningi, —
skorti á vilja til þess að sýna
svolítinn skilning gagnvart
makanum og smávegis fórn
fýsi á báða bóga.
Fólki finnst auðveldara að
skilja, en að reyna að sam-
lagast hvert öðru.
Sjálf er ég að vísu
hvergi nærri nógu reynd til
þess að skeggræða þessi við
kvæmu mál. En ástæðan til
þess, aö ég geri þetta hér
að umtalsefni, er sú, að ný-
lega rakst ég á ummæli um
skilnaðarmál, er blaöamaö-
ur Daily Mirror hefur eftir
doktor einum, DR. Harvey
Locke við University of Sout
hern California. Hér á landi
finnast aðeins sérfræðingar
í lögfræði, læknisfræði og
prestskap, en í þeirri stóru
Ameríku eru til sérfræðing-
ar í öllu mögulegu. Dr.
Locke er sérfræðingur í
hj ónabandsvandræðum.
Allir þekkja gamla orð-
tækið: „Eitt epli á dag, kemur
meltingunni í lag, (nema hvað
það fást aldrei nein epli á Is-
landsgrund!) — en dr. Locke
kýs þessa fyrirsögn fyrir um-
mælum sínum: „Einn koss á
dag, kemur hjónabandinu í
lag.“
Hann, sérfræðingurinn
dr. Locke, segir: „kona, sem
á eiginmann, sem kyssir
hana á hverjum degi, sækír
aldrei um skilnað!“
Allir vita, — og vonandi
ástfangnir eiginmenn líka,
— að konur elska lof! Kon-
an, til þess að vera ham-
ingjusöm, þarf að hafa það
á tilfinningunni, að hún sé
elskuð og ómissanleg.
Sérfræðingurinn, dr.
Loeke, hefur aflað sér
upplýsinga um þessi atriði
með því að spyrja þúsundir
hamingjusamra hjóna —
og fráskildra hjóna, — alls-
konar nærgöngulla spurn-
inga. Hann segir: „Öll hjón
Framhald á 8. síðu.