Mánudagsblaðið - 05.11.1951, Page 6
8
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 5. nóvember 1951.
ÍEihe! M. Dell:
FRAMHALDSSAGA:
NICK RATCLIFFE
(THE WAY OF AN EAGLE)
,,Þú hefur alltaf þráð mig
meira . ..
Hann lauk aldrei setriing-
'.unni, vegna þess að fingur
hennar lögðust yfir varir
hans. „Þú mátt ekki segja
þetta, elskan. Þú mátt ekki
segja það. Það hryggir okkur
bæði of mikið. Svona nú,
slepptu mér. Þetta hjálpar
ekkert. Það er ailt svo von-
laust núria.“
Rödd hennar titraði skyndi-
lega og hún hætti að tala.
„Ef það er alveg árangurs-
laust,“ sagði hann. „Þá segðu
mér að fara og ég fer.“
Hún reyndi að horfa í augu
hans en gat það ekki. „Eg —
verð að gera það, Blake,“
livíslaði hún.
„Eg bíð eftir því,“ sagði
Blake.
En hún gat ekki sagt orðin.
Hún sneri sér undan honum
og sat þögul.
Hann beið þolinmóður í dá-
lítinn tíma. Því næst sleppti
hann henni úr Örmum sér
mjög rólega og stóð upp.
„Eg fer aftur heim á gisti-
húsið“, sagði hann. „Og þar
ætla ég að bíða þar til í fvrra-
málið eftir svari frú þér. Ef
þú biður mig að fara þá fer
ég án þess að sjá þig aftur.
En ef — ef þú ákveður öðru-
vísi“ — hann lækkaði rödd-
ina eins og hann gæti ekki
treyst henni, „þá sæki ég nú
þegar um orlof til þess að
segja mig úr hfernum. — Og
Daisy — við munum fara
saman til nýja heimsins til
þess að njóta hamingjunnar,
sem við höfum farið á mis við
í hinum gamla.“
Hann hvíslaði næstum síð-
ustu orðunum, og Daisy
fannst hún heyra hjartslátt
hans. Þetta varð henni næst-
um um of, en hún stóð sig og
lét hann fara.
Það var þá að lokum kotoið
svo — skiinaðurinn, ákveðið
val milli góðs og ills. Og í
hjarta sínu vissi hún, hvert
valið yrði, vissi það jafnvel
um leið og hún heyrði dyrnar
lokast, vissi það um leið og
eyru hennar reyndu að heyra
fótatak hans fyrir utan, vissi
það jafnframt því sem hún
stökk á fætur til þess að sjá
manninn sem hafði elskað
hana allt lífið og nú hafði
loksins náð henni, í síðasta
sinn ....
, Hún sneri sér hægt við og
settist við skrifborðið. Hún
kom auga á bréfið, sem enn lá
þar óopnað. Hún tók það upp
horfði á það nákvæmlega í
nokkur augnablik, en reif það
síðan í smátætlur.
Litlu seinna fór hún inn í
sitt eigið herbergi. Hún tók
upp úr kommóðuskúffu lítið
umslag og hristi innihaldið í
hönd sér. Úr umslaginu kom
aðeins mynd af hlæjandi
barni og smáhárlokkur.
Það kom ekki í andlitið
þegar hún horfði á þetta.
Þetta hafði verið dýrmætasti
f jársjóður hennar. Hún þrýsti
þeim að titrandi vörum sér
en felldi engin tár. Og þegar
hún kom aftur inn í setustof-
una, þá var hún orðin full-
komlega róleg.
Hún skaraði I eldinum og
lét fjársjóð sinn falla í eld-
hafið. um augnablik kom
kvalasvipur á andlitið, en
hvarf aftur.
Hún hafði valið.
39. KAFLI
Allan þann dag beið Muriel
eirðarlaus eftir því að kæi’ast-
inn hennar kæmi. Hún hafði
ekki heyrt til hans i næstum
viku, og hún hafði ekki skrif-
að honum á þeim tíma af
þeirri einföldu ástæðu, að hún
vissi ekki heimilisfang hans.
En hún haf ði búizt við honurn
á hverjum degi eins og hann
hafði lofað.
Það var erfitt að bíðá éftir
honum. Ef hún hefði getað
skrifað honum, þá hefði hún
gert það fyrir löngu og á þanh
hátt, að hann hefði hætt við
allar ákvarðanir sínar um að
heimsækja hana.
Því nú var hún loksins búin
að ákveða sig. Hið ákveðna
tal Dr. Jim hafði sín áhrif, og
hún vissi að eina leiðin fyrir
sig væri að segja upp trúlof-
uriinni hið fyrsta. Henni hafði
alltaf geðjazt að Blake
Grange. Hún vissi að sér
myndi alltaf geðjast að hon-
um, vissulega elskaði hún
hann ekki, og hún vissi nú
með þeirri vissu, sem allar
konur þroska fyrr eða síðar,
að hann hafði aldrei elskað
hana. Hann hafði beðið henn-
ar af riddaraskap einum sam-
an og hún vissi, að hann
myndi ekki fara þess á leit
að hún léti hann lausan.
En samt kveið hún fyrir að
tala við hann,' þó hún væri
viss um að hann myndi hvorki
breyta' Skápi sínu eða hafa í
hótunum eins og Nick hafði
gert þetta hræöilega kvöld í
Simla. Húri var næstum yfir
sig hrædd við að særa tilfinn-
ingar hans.
Hún neitaði alveg að hugsa
um Nick, þótt það reyndist
ekki létt að útiloka hann alveg
úr huga sínum. Því honum
virtist alltaf vera að skjóta
upp. En hún gat ekki gert að
því að hugsa um það, að ef, og
þegar hún væri laus og liðug,
þá yrði hún hrædd við Niek.
Hún sat einsömul í herbergi
sínu og horfði á rigningar-
gusurnar, sem buldu á glugg-
anum, þegar Olga kom með
tvö bréf til hennar.
„Bæði frá Brethaven",
sagði hún, „en hvorugt frá
Nick. Skyldi hann vera í
Redlands. Eg vona að hann
heimsæki okkur ef hann er
þar.“
Muriel sváraði engu. Hún
þekkti hondina á bréfunum
og hún opnaði Daisyar fyrst.
Það tók ekki lengan tíma að
lesa það. Það skýrði aðeins
frá viðdvöl hennar í Brethav-
en, sem væri vegna þess, að
stefnumótið hefði farið út um
þúfur og minntist lítillega á
það að Blake væri um það bil
að fara í burtri, og endaði á
þá leið, að hún vonaði að
Muriel myndi ekki breyta á-
kvörðunum sínum til þess að
heimsækja hana þar sem
hún stæði aðeins við í nokkra
daga til þess að pakka niður.
Það var ekkert minnzt á, að
þær hittust á næstunni, og
Muriel lagði frá sér bréfið
þungt hugsaridi. Hún liafði
ekki minnstu hugmynd um,
hver orsökin væri fyrir þverr-
andi vináttu þeirra, en hún
gat ekki varizt því að skynja
hversu langt bilið var orðið á
milli þeirra.
Hún sneri sér að bréfi
Granges og hugsaði jafn-
framt, hversvegna hann hefði
þurft að skrifa, þegar hann
var svona stutt frá henni.
Bréfið var stutt og Muriel
las það undrandi:
Örlögin eða djöfullinn
hafa orðið mér ofviða svo ég
sé mig neyddan til þess að
rjúfa orð mín við þig. Eg
hefi enga afsökun, nema þá
að ég hef verið tilneyddur.
Ef til vill verður þér þetta
fyrir beztu, þegar fram í
sækir, en ég hefði sfaðið
með þér, ef það hefði verið
mögulegt. Og jafnvel nú
myndi ég ekki yfirgefa þig,
ef ég vissi ekki áreiðanlega,
að þú værir örugg — að
hluturinnn, sem þú óttað-
ist mest, er hættur að vera
til.
Muriel ég hef rofið eiða
mína Við þig, og get ekki
beðið þig fyrirgefningnar.
Eg bið þig aðeins að trúa
því, að það var ekki gert
eftir eigin vild. Eg var
djöfullega neyddur til þess
gegn vilja mínum. Eg kom
hingað til þess að kveðja
þig, en ég fer á morgun án
þess að sjá þig nema þú
óskir eftir því.'
B. Grange."
Hún lauk bréfinu og sat graf
kyr og starði á opna síðuna.
Hún var frjáls, það var fyrsta
hugsun hennar — frjáls
sjálfri sér að fyrirhafnar-
lausu. Skýringin, sem hún
hafði óttast var orðin ónauð-
synleg. Hún þurfti ekki einu
sinni að ganga í gegnum það
að hitta hann. Hún andaði
léttara.
Og þá, fljótt eins og eitruð
ör kom önnur hugsun —
— kveljandi, óþolandi grunur.
Hversvegna hafði hann leyst
hana þannig? Hvernig hafði
hann verið neyddur? Á hvaða
hátt hafði hann verið djöful-
lega neyddur?
Hún las bréfið enn einu
sinni og allt í einu tók hjarta
hennar að slá þungum högg-
um, svo hún greip eftir lofti.
Þetta voru verk Nicks. Hún
var eins viss um það eins og
ef þessar fáu setningar hefðu
sagt lienni það. Nick var aflið
sem neytt hafði Grange til
þessara aðgjörða. En hvern-
ig hann hafði gert það, gat
hún ekki ímyndað sér. En, að
hann hafði á einhvern illkvitt-
inn hátt, komizt upp á miili
þeirra efaðist hún ekki um.
Og hversvegna? — Hún
studdi hendinnni á kinn sér
eins og hún væri að missa
öndina, þegar hún minntist á
'síðasta samtal sitt og Nicks.
Hann hafði merkt sér hana
fyrir löngu og hvað sem Dr.
Jim kynni að segja, þá hafði
hann aldi’ei gefizt upp við að
ná hénni. Hann ætlaði að
handsama hana að lokxmx.
Hún gæti flúið, en hann myndi
koma á eftir, óþreytandi og
ákveðinnn. Loksins myndi
hann steypa sér yfir bráð
Gólfteppi — Gólfdreglar
/
Ný sending komin. Ilöfum fyrirliggjandi falleg
gólfteppi og dregla, Axminster A—1. — Sísaldreglar
í fjórum breiddum. — Smekklegir litir.
GÓLFTEPPAGERÐÍN,
Barónsstíg — Skúlagötu. Sími 7360.