Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Síða 2

Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Síða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 10. des. 1951 4« W wli 'íiJ ii y Raiaíarl (mestuni því) .áliS leyst Rætf við Vglvakanda Greiphann; rannséknara Glæpafaraldur hefur verið mikill hér í bænum að undan- förnu, og hafa menn verið barðir og rændir, svo og hafa bíræfnir náungar stolið fé úr íbúðum fólks, stolið bifreiðum o. s. frv. I tilefni af öllu þessu sner- um við oss að rannsóknarlög- reglunni í Reykjavík, sem hef- ur, eins og cllum er kunnugt, leyst nokkra glæpi undanfar- in ár, og var ætlunin að fá nokkrar upplýsingar um þetta hjá faglærðum mönnum. I Iilýlegum gangi bindindis hallarinnar. þar sem rann- sóknarar eru til húsa, rekumst við á horaðan náunga, flótta- legan, sem situr í hnipri á ein- um hægindastólnum í gangin- um. „Eruð þér rannsóknari ?“ spyrjum vér. „Ónei, ég er nú bara frá Raufarhöfn“, svarar maður- inn daufur í dálkinn. „Það er ófært austur að Hrauni“, segjum vér í hug- hreystingarskyni — og dá- litlu brosi bregður við á þjáðu andlitinu. Á einum dyrunum stendur „Fulltrúi“. svo vér berjum á dyr afar kurteislega. „Kom inn“, er svarað djúp- um rómi. Við stórt grænt borð situr maður í svörtum fötum með gyllta hnappa og er að blaða í nýjustu eintökum af Dick Tracy, en við smærra borð situr ungur lögfræðinemi. skrifari hans, hnugginn yfir óförum Mickey Mouse. Á veggjunum hanga myndir af Sherlock Holmes, hinum breska, ljósmynd af Lönu Turner úr kvikmyndinni ,,Shot with a gun“. „Hvað er yður á höndum," segir rannsóknarinn og horfir rannsakandi á oss. „Oss langar að fá viðtal við fulltrúann um glæpina í bænum", flýtum við oss að segja, um leið og við réttum fram höndina. „Viðtal um glæpi — einmitt það‘„ segir fulltrúinn. „Um það er nú ekki mikið hægt að segja að órannsökuðu máli. En hins vegar má næstum fullyrða, að það eru yfirleitt þjófar, sem stela“. „Og boxarar, sem berja?“ bætum við við öálítið hrifn- af sjálfum oss. Rannsóknarinn lýtur í- smeygilega á skrifara sinn, sem rekur upp skellihlátur. „Nei, nei vinir mínir“, seg- ir svo rannsóknarinn, „það hefur verið reynsla okkar, að það eru ekki einungis box- arar, sem berja. Þetta er villa, sem^ almenningur veður í, en við, faglærðu mennirnir, erum fólabækur Leifturs EEU KOM.NAR ÚT 1. SÖGUR eítir Helga Hjörvar Þegar hin fyrri bók Helga Hjörvars kom út 1925, skrifaði Guðm. Finnbogason prófessor: -- „Helgi Hjörvar gengur rakleitt og rólega til sætis síns á hinum æðra bekk þeirra, er sögur hafa skrif- að á íslenzku. Það er nýr hreimur í rödd hans og hann segir nýjar sögur, sem læsa sig fast í hugann .... þær lýsa sárurn örlögum svo að lesandinn finnur til og skilur, og ekkert dregur úr sviðanum nema hinn svali, heiði og hlutlausi blær frásagnarinnar. Slíkt er einkenni sannrar listar .... Yfir máli höfundar er vorblær og heiðríkja, sem gladdi mig innilega ....“ Síðan þetta var, hefur hvert mannsbarn kynnst málfari og frásögn þessa höfundar. Lesendur hinnar nýju bókar munu í henni finna sama svala, heiða og hlutlausa blæ frásagnarinnar, hin sömu einkenni sannrar listar, hinn sama vorblæ og heiðríkju yfir málinu. — Bókin er bund- in í gott band. 2. íslenzkar þjóðsögnr og ævintýri Dr. phil. Einar Öl. Sveinsson prófessor tók saman. Með 56 myndum eftir íslenzka listamenn, þá Ásgrím Jónsson, Einar Jónsson, Guðm. Thorsteins- son, Halldór Pétursson, Jóhannes Kjarval, Kristinn Pétursson og Tryggva Magnússon. Þetta er mikil bók og falleg, tæpar 500 bls. í stóru broti. Auk 20 textamynda hefur Halldór Pét- ursson teiknað allar kaflafyrirsagnir.ð upphafsstafi og annað bókarskraut. — Bandið er vandað sknnband. 3. Ævintýri og sögtir Eftir H. C. ANDERSEN Ný þýðing eftir Björgúlf Ölafsson. Myndir eftir frú Þórdísi Tryggvadóttur. Andersens-ævintýri eru frægust allra skáldrita á Norðurlöndum og hafa fyrir löngu verið marg- þýdd á öll menningarmál heimsins. Bókaútgefendur hafa keppt um að gefa þau út í fallegum útgáfum og margir listamenn hafa lagt sig fram um að skreyta þau með myndum. Þessi nýja útgáfa Andersens-ævintýra er 439 bls.í 4to og fyllilega sambærileg við beztu erlendar útgáfur. Þýðing Björgúlfs Ólafssonar er samboðin ævintýrunum og myndir frú Þórdísar Tryggvadóttur eru listaverk. — Bandið er sérkennilega fallegt skinnband. 4. FerSir Gdlivers um ókumi löed Eftir JONATHAN SWIFT íslenzk þýðing eftir Ævar Kvaran og Ólaf Halldórsson Nú loks er komin út á íslenzku myndskreytt og f alleg útgófa af ferðum Gullivers um ókunn lönd, bók, sem öldum saman hefur verið einhver vinsælasta skemmtibók barna og unglinga, en því veldur hið taumlausa hugarflug höf. og hin undursamlegu ævintýri, sem söguhetjan ratar í. Ekki getur hjá því farið, að Ferðir Gullivers um ókunn lönd verði óskabók íslenzkra unglinga. Glæsilegri jólabækur að efni og frágangi en framantaldar Leifturbækur eru ekki á bókamarkaði nú. löngu komnir úr. Þegar lík- amsárásirnar byrjuðu hér í bænum, þá „rúnduðum við upp, eins og enskir kalla það, öllum boxurum og rannsök- uðum á þeim hnefana, en á þeim var ekkert að sjá, svo að það lá í augum uppi, að um einhverja aðra var að ræða. Hins vegar getum við fullyrt, að um karlmann eða menn er að ræða. Ekki fimm metra frá niðurslegna mann- inum fundum við vindilstubb og á honum var enginn vai’a- litur“. „Mikið anskoti eruð þið sniðugir“, segjum við himin- lifandi. „Því setjið þið þetta ekki í blöðin, svo almenning- ur fái að vita?“ Rannsóknarinn brosir til skrifarans, sem enn rekur upp tröllslegan hlátur. „Ekki eruð þið efni í detek- tiva, vinir mínir,“ segir rann- sóknarinn góðlátlega. „Ástæð air til þess, að blöðin fá ekki svona upplýsingar, er auðvit- að sú, að þær myndu hjálpa þjófnum til þess að dulbúa sig. Hann gæti t. d. alveg hætt að reykja eða reykt bara síg- arettur og þannig beint okk- ur út af sporinu. Skiljið þið nú.“ „Og hvert þó í helvíti, þarna yfirsást okkur“, segj- um við og roðnum pínulítið. „En hverja ástæðu teljið þið aðallega til þessara rána og barsmíða?“ „Ástæðurnar eru margar. Skortur á vínföngum leiðir menn oft út í peningaþjófnað, því að fyrir peninga fæst vín. Þegár vínið er búið, er kjark- urinn kominn, og þá koma rot- höggin og ránin til þess að fá meira vín. Þetta er hringrás skuggahverfis höfuðborgar- innar, vín — rot — vín — rot.“ „Hvernig farið þið að leysa þessi glæpamál, svona fljótt?“ „Fyrst athugum við fórnar- dýrið, umliverfið og hvort á- rásarmaðurinn hefur skilið eftir eitthvað, sem má þekkja hann af t. d. sendibréf eða nafnspjaldið sitt, cn þó er þetta ekki alltaf öruggt. Eg man t. d. eftir einu clæmi í svipinn, að umslag með nafni og götunúmeri fannst rétt hjá staðnum, þar sem maður hafði hafði verið rændur. Til þess að villa árásarmanninum sýn, sendum við menn, sem ekkert voru við rannsóknina riðnir, létum þá yfirheyra manninn grandalausan. Þeir spurðu: Hvar varstu í gær- kv.öld kl. 11,30. Hann svar- aði: Á gangi heim Lindar götu. Þá laumaðist annar mannanna í símann og sagði mér. Hann var á sömu götu og maðurinn var rændur, svo að ég skipaði auðvitað að flytja hann í gæzluvarðhald. En tveim dögum síðar kom í ljós, að þetta var einmitt maður- inn, sem var rændur og um- slagið hafði verið utan um peninga. Þá urðum við auð- vitað að sleppa honum með áminningu, þó við værum nærri því búnir að sanna þetta á hann. Það var eiginlega hálf sárt. En svona eru lögin. Bannað að hegna þeim, sem verða fyrir skaða. Málið búið.' Ekkert vingjarnlegt klapp á öxlina frá sakadómara. Engin hlýleg orð.“ Og nú kom dálítið tár í augu rannsóknarans, svo við flýtt- um okkur að breyta umræðu- efninu. ,.Eru nokkur stór mál á döfinni þessa daga?“ „Mörg eru málin, og margt er að leysa," segir rannsókn- arinn mæðulega. „Efst á baugi núna er auðvitað Raufarhafnarmálið, svokall- aða, sem ég hefi grun um að fari að leysast. Það er hér peyi frammi frá Raufarhöfn, sem segist vera í bænum til jólainnkaupa, en svoleiðis historíur ganga ekki í okkur að órannsökuðu máli. Við nöppuðum hann þar, sem. hann var að kaupa eldhús- áhöld og með lokaðan pakka í vasanum, sem hann sagði gjöf handa konunni, og neit- aði að segja, hvað það væri. En við höfum fógetavald til þess' að opna pákkann. Það kann eitthvað mikilvægt að koma í ljós þar. Og svo eru hin og þessi smámál.“ „Mættum við ekki vita hvað þú heitir, það væri ekki ónýtt fyrir lesendurna að þekkja okkar eigin Sherlock Holmes“. „Sjella Hólm, eins og ég kalla hann oftast í bréfavið- skiptum. Já, Sjelli, er nokkuð góður, en segið mér eitt. Síð- asta bréfið, sem ég fékk frá honum, er dálítið öðruvísi en hin. Ávarpið er svo skrítið, að ég skil það ekki almennilega. Sjáið þið ávarpið“ — og nú dregur rannsóknarinn upp blað, sem á stendur: Sherlock Holmes Club of London — „Hér stendur í stað Dear Velli þessi orð: Hello stinker — þið eruð nú menntamenn. Mig hálfminnir, að ég hafi heyrt þetta áður hjá hermönnun- um.“ „Ilello stinker.“ segjum við og setjum upp spekingssvip. „Tja, það hlýtur að þýða, ja, stinker — stingari — senni- lega kenning: sá, sem stingur á þjóðfélagsmeinin. Það pass- ar — rannsóknarinn stingur á mein þjóðfélagsins“. „Vitaskuld,“ segir rann- sóknarinn, „það var svo sem eftir Sjella. Eg þarf að muna, þetta ávarj þegar ég sendi sakadómara næstu skýrslu. Eg er viss um, að það impón- erar hann.“ „Við þorum að veðja um það,“ segjum vér. „Líklega segir hann upp stöðunni og fær þér liana.“ Nei, nei, verið ekki að þessu. Þetta er nú bara grín — og þó. Eg'lief tekið eftir því, að hann er dálítið skrýtinn, þeg- ar hann talar við mig. Hann er kannski þreyttur og vill hætta þessu vafstri. Eg er miklu yngri maður — hraust- Framliald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.