Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Side 6

Mánudagsblaðið - 10.12.1951, Side 6
6 MANUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 10. des. 1951 ,,Éæra ungfrú Roscoe", — stóð í bréfinu — „Eftir að ég hef lengi velt því fyr- ir mér, hef ég ákveðið að skrifa þér og biðja þig bón- ar, sem ég þykist viss um, að þú munir efna með meiri gleði en ég hef kjark til þess að biðja hennar. Kon- an mín, eins og þú ef til vill veizt, kom til mín fyrir nokkrum mánuðum. Hún er við mjög laka heilsu, og hefur mjög látið þá ósk í ljós, að hana langi til þess að sjá þig. Eg held, að það sé eitthvað, sem hún óskar eftir að segja þér frá — eitthvað, sem liggur henni mjög þungt á hjarta; og þó að ég búist við, að allt muni fara vel hjá henni, þá get ég ekki látið hjá líða að hugsa, að henni myndi farnast miklu betur, ef hún gæti hvílt huga sinn. Eg veit, að ég fer fram á mik- ið af þér, en ef þú vilt af góðsemi þinni gera þetta fyrir mig, þá skal ég sjálf- ur koma og flytja þig hing- að. Viltu hugsa þig mjög vel um og þá senda mér svarið í skeyti. Eg hef skrifað án vitund- ar Daisy-ar, þar sem hún virðist halda, að hún hafi fyrirgert réttinum til vin- áttu þinnar. Þinn einlægur W. Musgrave". Múriel svaraði sama kvöld, næstum því áður en hún hafði iesið bréfið fullkomlega. „Legg af stað á morgun“, var svarið. 59. KAFLI Lady Bassett mótmælti á- kvörðun Muriel mjög eindreg- ið, en það var árangurslaust. Muriel vísaði mótmælum henn ar á bug jafn ákveðið og hún lagði til hliðar ballkjólinn sinn, sem tilbúinn var til há- tíðarkvöldsins og bj'rjaði þeg- ar að búa sig. Hún vissi full- vel, að það hafði ekki mikiis- verða þýðingu fyrir Lady Bassett, hvort hún fór eður ei. Auk þess gát ekkert vald lialdið henni kyrri, þegar hún 'vissi, að hennar var þörf. Þó að framundan lægju háifs fjórða dags ferð jrfir brennandi slétturnar, þá Imgsaði hún til hennar með tilhlökkun. Loksins myndi djúpið, sem svo lengi hafði skilið þær að, verða brúað. Næsta morgun snemma var hún komin af stað. Hún litað- ist um eftir bogna betlaran- um, sem hún hafði séð dag- inn áður við hallarhliðið. Hann var ekki þar, en dálítið lengra mætti hún honum, þar sem hann skjögraði á hækjum sínum til þess að standa vörð sinn um daginn. Hann leit til kerrunnar um leið og hún ók framhjá. Ilún kastaði til hans smápeningi um leið og hún ók framhjá eflaust vegna ánægj- unnar, sem var nú í hjarta hennar. FRAMHALDSSAGA'. íElhel M. Deíl: NICK RATCLIFFE (THE WAY OF AN EAGLE) Þegar hún hugsaði urn ferð- ina seinna meir, mundi hún aldrei eftir leiðindum hennar. Hún var eins og sú, sem fædd er í örmum ástarinnar og fann varla til erfiðleika ferðarinnar. Will Musgrave mætti henni eins og hann hafði lofað, á landamærum sléttunnar. Hún fann að hann lagði'gig allan fram til þess að bægja frá henni óþægind- um, en svo þögull var hann, að hún hafði varla þor til þess að spyrja hana spjörunum úr. Hann þakkaði henni af ein lægni fyrir að koma, sagði að Daisy væri við hið sama, en að öðru leyti lét hann hana eina með þjónustunrxi hennar. Hitinn á sléttunni var hræði legur, en kjarkur Muriels bil- aði aldrei. Hún þoldi hann klukkutíma eftir klukkutíma og hugsaði um fækkandi míl- urnar á áfangastaðinn — hlífoi sér ekki við neinum ó- þægindum og var aðeins á- nægð 5ifir því sem þeim mið- aði áleiðis. En að lokum voru þau kom- in yfir slétturnar, og þá byrj- uðu grenitrén sem voru sífellt þéttari, eftir því sem þau nálg uðust Hill-virkið. Loksins um kvöldmál einn daginn voru þau komin á á- fangastaðinn, og þá rauf Will þögnina . „Hún veit ekki einu sinni ennþá, að þú ert að koma“, sagði hann, ,,ég hugði að spenningurinn við að bíða eft- ir þér, ylli henni óþægindum. Ungfrú Roscoe —- í guðanna bænum — gerðu hana ham- ingjusama, ef þér er það mögulegt”. í rödd hans var svo djúp til- finning, að Muriel rann til rifja. Ilún rétti honum hönd- ina ósjálfrátt. „Musgrave“, sagði hún. „En hef ég ekki hina minnstu hugmynd um, hvað okkur varð að vinslitum, en ég lofa — ég lofa — að ef nokkurt á- tak af minni hálfu getur eytt henni, þá skal það gert í kvöld.“ . Will Musgrave tók þéttings- fast í hönd hennar. „Guð hlessi þig“, sagði hann. Og um leið fór hann á und- an henni til þess að undirbúa Ðaisy undir komuna. Muriel mundi með sársauka fullri ánægju allt sitt líf komu sína til Daisy-ar þetta kvöld. Þær hittnst við hliðið á garð- inum, sem var í kring um litla Iiúsið, sem Will hafði fengið handa þeim og Muriel fékk dálítið áfall, þegar hún leit útlit Daisy. Hvíta hárið hennar — ná- fölt andlitið, flöktandi augna- ráðið — og umfram allt þögn hennar — allt þetta nísti hjarta hennar. Án þess aö segja orð, tók hún Daisy í fang sér og hélt henni lengi. Þá var það Daisy, sem rauf þögnina, um leið og liún los- aði sig hægt úr örmum henn- ar. „Komdu inn, góða mín. Þú hlýtur að vera dauðþreytt eft- ir þetta hræðilega ferðalag. Eg fæ ekki skilið, hvernig Nick gat fengið af sér að fara þessa á leit við þig á þessum tíma árs. Eg hefði ekki getað það.“ „Eg hefði komið til þín, hvar sem ég hefði verið stödd og með glöðu geoi,“ svaraði Muriel. „Þú veizt, að ég myndi hafa gert það.“ Og þetta var allt, sem þær sögðu, því að Will var við- staddur, og Daisy hafði þegar tekið í hönd hennar og leitt hana inn. Þegar á kvöldið leið, sá Muriel enn betur hina miklu breytingu, sem orðið hafði á henni. Þær höfðu ekki sézt í tíu mánuði, en tvöfaldur sá árafjöldi virtist hafa gengið yfir Daisy og dunið á henni. Allur gamli galsinn var gjör- samlega horfinn. Hún talaði aldrei nema lítið eitt, og í framkomu hennar við eigin- mann sinn var löngunaifullt Iítillæti, svo algjör uppgjpf, að Muriel, sem mundi hinn fyrri galsa hennar, gat næst- um grátið. Það leit út f\rrir, að Will vildi segja henni eitthvað um leið og hann bauð góða nótt, en Daisy var 'hjá henni, svo hann gerði ekki annað en að grípa mjög fast um hönd henn ar. Þær fóru saman og Daisy fjdgdi henni til herbergis. En hlédrægnisveggurinn, sem hafði risið milli þeirra, hrundi ekki við létta viðkomu. Hvor- ug vissi vel, hvernig hún átti að byrja. Það var enginn ó- þægileg tilfinning milli þeirra, enginn skortur á hlýju, en dyrnar, sem höfðu lokazt fyr- ir svo löngu, urðu ekki auð- vekllega opnaðar. Daisy virtist forðast það af hræðslu og Muriel var ekki þess megnug að hefjast handa. I nokkra stund stóðu þær og ræddu hversdagsmál og loksins skildu þær, féllust í faðma, orðalaust. Það virtist auglióst, að Daisy gat ekki íengið sig til þess að tala eins og á stóð, og Muriel fór í rekkju í þung- um þönkum. Hún var langtum of þreytt til þess að geta legið vakandi, en hugur liennar virtist ekki vilja hvíld. I fyrsta sinn í marga mán- uði dreymdi hana Nick. Hann glotti að henn.i af þeirri ástæðu, að henni hafði snúizt hugur um að giftast honum, en skorti djörfung til þess að segja honum það. 60. KAFLI Það var liðið langt nætur, þegar Muriel rumskaði við hljóð, sem henni fannst ein- hvern veginn, að hefði verið í langan tíma. Þau ónáðuðu hana ekki verulega í fyrstu; hún reyndi jafnvel óafvitandi að látast ekki heyra þau. En skyndilega skaut skilnings- glampa gegnum dasaða með- vitund hennar, og á augna- bliki reis hún upp glaðvakn- andi. Það var einhver í her- berginu hjá henni. I gegnum þögn morgunsins barst grát- ekki. í nokkur augnablik sat hún hreyfingarlaus, undrandi og hálfhrædd. Það var næstum aldimmt í herberginu. Hún gat aðeins séð skuggamynd af frönsku gluggunum, sem opnuðust út á verandann. Gráturinn hélt áfram. Hann var hálfkæfður, en hljómaði af örvæntingu. Á augnabliki skildi Muriel, hvað það var. Hún beygði sig skyndilega fram og rétti hendurnar að veru sem knékraup við rúm hennar. „Daisy, elskan mín,“ og það var örvænting í hennar eigin málrómi, „hvað er að?“ Gráturinn hætti samstund- is eins og töfraverk hefði þaggað liann niður. Tvær hendur komu upp til hennar í dimmunni og gripu hendur hennar. Ekkaþrungin rödd hvíslaði nafn hennar. „Hvað er að?“ endurtók Muriel og örvæntingin í rödd hennar óx. „Suss — suss, góða rnín“, sagði skjálfandi röddin biðj- andi. „Láttu ekki hann Will heyra. Það veldur honum svo miklum áhyggjum.“ „En, góða mín —“ sagði Muriel. Hún ætlaði að reyna að kveikja, en hendurnar gripu aftur í hennar. „Gerðu það ekki,“ bað Daisy. „Eg — ég hef dálítið að segja þér — dálítið, sem. veldur þér miklu áfalli. Og ég — ég vil ekki, að þú sjáir fram an í mig.“ Hún varnaði Muriel að taka höndum utan um hana. „Nei, nei, ekki góða. Hlustaðu fyrst á mig. Svona. Eg ætla að krjúpa héran hjá þér. Það tekur ekki langan tíma. Það er- ekki mín vegna, sem ég ætla að tala, né heldur elcki — alveg — þín vegna. Þú skilur það bráðum. Spurðu mig einskis fyrr, en ég er búin. Og þá -—• ef það er nokkuð, sem þú vilt, að ég segi þér, þá skal ég reyna.“ „Komdu og legstu hérna hjá mér“, bað Muriel. En Daisy vildi það ekki. Iiún sat niðurlút við rúmbrík- ina. Dálitla stund sat hún þögul meðan hún safnaði kröftum. „Muriel“, sagði hún að lok- um. „Elskaðirðu Blake nokk- urntíma?“ „Nei, góða mín, það gerði ég aldrei.“ Svar Murielar var rólegt. „Hann clskaði mig aldrei heldur. Trúlofun okkar var mistök. Eg ætlaði að segja honum það — ef hlutirnir hefðu veiið öðruvísi“. „Eg hélt aldrei, að þú elsk- aðir hann“, sagði Daisy. „En ég gerði það. Eg elskaði hann af öllu hjarta. Nei, segðu ekki neitt. Því er lokið nú — að minnsta kosti þeim hluta þess, sem var syndugur. Eg segi þér það bara áf því að það er lykillinn að öllu því, sem hlýtur að hafa verið þér ráðgáta allan tímann. Við höfðum elskazt allt frá byrj- un, en fólkið okkar vildi ekki þola það, sökum þess að við vorum skyld. Og svo skildum við, og ég hélt, að því væri lókið að fullu. En í fyrrasum- ar — þá kom það allt. aftur. Þú mátt eklci áfellast iiann Muriel. Áfellstu mig — á- fellstu mig.“ Grönnu liend- urnar hennar þéttust um hend ur Murielar. „Það var, þegar barnið mitt dó, að ég byrjaði að láta undan. Við vildum hvorugt láta það ske, en við börðumst ckkL nógu sterkt gegn því. En svo að lokum í Brethaven — og Niek komst að þyí; og það var vegna þess að Nick vissi, að Blake var ekki allur þinn, að hann neyddi hann til þess að skrifa þér þetta bréf. Það var ekki sín vegna sem hann gerði það. Aðeins þín vegna. Hann jafn- vel sór, að ef Blak vildi slíta trúlofuninni við þig, þá mvndi hann fyrir sitt leyti ekki leita á þig nokkurn tíma. Og það var það drenglyndasta sem hann hefur gert Muriel, því hann hefur aldrei elskað neina nema þig. Þú hlýtur að vita það eins og nú er komið. Þú hefur aldrei skilið hann, en þú hlýtur að skilja það nú, að hann hefur alltaf litið á þína gæfu langt framar sinni eigin gæfu.“ ^ Daisy þagnaði. Gráturinn var hættur, en allur líkami hennai' titraði.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.