Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.2005, Blaðsíða 1
2005  MÁNUDAGUR 24. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TRYGGVI GUÐMUNDSSON TIL FH – LÁNAÐUR TIL STOKE / B15 JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, skoraði 16 stig fyrir lið sitt, Dynamo St.Petersburg, þegar liðið tapaði fyr- ir Uniks Kazan, 88:84, á heimavelli í rúss- nesku 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Jón Arnór lék í 29 mínútur og auk þess að skora 16 stig tók hann fimm fráköst og átti fjórar stoðsendingar. Hann setti niður þrjú af sjö 2 stiga skotum sínum, tvö af fjórum 3 stiga skotunum og skoraði úr öllum fjórum vítaköstunum sem hann tók. Jón Arnór og félagar eru í sjötta sæti deild- arinnar. Þeir hafa unnið átta leiki en tapað sjö. Uniks er í þriðja sæti, með tólf sigra og fjögur töp. Jón Arnór með 16 stig í tapleik Dynamo Já, ég stúderaði hann vel fyrirleikinn, sá að hann var stökkv- ari, hleypur alltaf út á móti í víta- köstum. Vippur eru með því besta sem ég geri, þannig að þetta var veisla,“ sagði Ólafur sem vippaði fimm sinnum yfir Galía í vítaköstum. Hikaðir þú ekkert við að vippa yfir markvörðinn í síðasta vítakastinu þegar þú jafnaðir leikinn, 34:34? „Nei, alls ekki. Ef hann hefði platað mig þá hefði þetta ekki heppnast hjá mér að skora. Það eina sem hefði getað gerst var að þá hefði þetta ekki litið nógu vel út hjá mér því Galía hefði varið. Þá væri ég bara á leið heim með næstu vél, ekkert flóknara en það,“ sagði Ólafur með sinni stó- ísku ró þótt vissulega hafi mótað fyr- ir brosi hjá þessum handknattleiks- snillingi sem tókst oft og tíðum að sýna allar sínar bestu hliðar. Óendanlegur baráttuhugur og vilji „Þetta var allt í lagi. Maður hefði auðvitað viljað fá bæði stigin en úr því sem komið var þá verðum við að sætta okkur við eitt stig,“ sagði Guð- jón Valur Sigurðsson, sem var geysi- lega öflugur á lokakaflanum þegar gerði þrjú mörk úr hraðaupphlaup- um á stuttum tíma. „Vörnin hjá okkur var mjög slök í fyrri hálfleik, en Roland hélt okkur inni í leiknum með fínni markvörslu. Ég veit eiginlega ekki hvernig mað- ur skilgreinir þetta allt – þetta var svo kaflaskipt. Við náðum stigi og verðum að sætta okkur við það. Ég veit ekki hvort það var eitthvert stress í gangi hjá okkur. Auðvitað eru margir ungir strákar að leika í fyrsta sinn á stórmóti, en það breytir því ekki að við reynsluboltarnir hefð- um átt að geta leikið eins og menn. Styrkur okkar í lokin felst í því að við erum samstilltir sem lið og leik- um saman sem slíkt. Tékkar eru með gríðarlega sterkt lið, við sáum það á leikjunum gegn Svíum og Dönum rétt fyrir mót. Kannski hefðum við getað náð betri úrslitum ef við hefð- um verið rólegri þegar illa gekk og komið þannig í veg fyrir að Tékkar næðu þetta miklum mun. Þrátt fyrir að leika illa í fyrri hálf- leiknum þá leið okkur, þannig séð, mjög vel í hálfleiknum. Baráttuhug- urinn og viljinn er óendanlegur í þessu liði eins og sást vel í lokin þeg- ar öll sund virtust lokuð. Baráttan er alltaf til staðar og við hengjum ekki haus þó illa gangi og erum ekkert að væla neitt inni í klefa í hálfleik. Við förum auðvitað í alla leiki til að vinna og standa saman sem lið og það gerðum við í lokin í kvöld. Við verðum bara að byrja aðeins fyrr í næsta leik,“ sagði Guðjón Valur. „Tékkar léku fína vörn og við lögð- um upp með að reyna að komast á bak við fremri varnarmennina en það vantaði ef til vill dálítið hjá okkur hreyfingu á bolta. Ég og Markús Máni sóttum ef til vill aðeins of langt inn í þessa eyðu sem myndaðist hjá þeim en í síðari hálfleik urðu þeir að- eins ágengari og eftir að Arnór kom inn gekk þetta fínt. Hann náði að hlaupa manninn sinn af sér og Alex- ander líka þegar hann kom inn aftur. Þetta vantaði hjá okkur framan af. En fyrst og fremst var þetta auðvit- að vörnin hjá okkur. Um leið og við náum að standa hana þá koma mörk- in úr hraðaupphlaupunum.“ Ólafur Stefánsson lék markverði Tékklands grátt í jafnteflisleiknum á HM í Túnis, 34:34 „Vippur eru með því besta sem ég geri“ ÓLAFUR Stefánsson lék Martin Galia, markvörð Tékka og að margra mati besta markvörð heims, hvað eftir annað grátt í vítaköstum í leiknum í gær, jafn- vel svo grátt að mörgum þótti nóg um. Morgunblaðið/RAX Ólafur Stefánsson skorar eitt af sjö mörkum sínum úr vítaköstum í leiknum gegn Tékkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.