Morgunblaðið - 24.01.2005, Page 7
HM Í HANDKNATTLEIK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 B 7
Guðjón var á heildina litið ekkiánægður með leik íslenska liðs-
ins en hrósaði því fyrir frábæran
endasprett og að
hafa ekki lagt árar í
bát þó svo staðan
hafi verið ansi slæm í
upphafi síðari hálf-
leiks. „Mér fannst leikur Íslendinga
sem slíkur mikil vonbrigði. Fyrri
hálfleikurinn var lengst af mjög lé-
legur bæði í vörn og sókn. 3:3 vörnin
gekk engan veginn upp og til að
byrja með var 6:0 vörnin ekki að
gera sig. Þá var sóknarleikurinn í 45
mínútur lélegur. Spilið var hægt og
oftar en ekki var fyrirsjáanlegt hvað
menn ætluðu að gera. Dagur var því
miður mjög slakur. Ég hafði mikla
trú á að hann kæmi upp í þessu móti,
og vonandi gerir hann það, en í þess-
um leik náði hann sér engan veginn á
strik,“ segir Guðjón.
Innkoma Arnórs breytti miklu
Guðjón segir að innkoma Arnórs
Atlasonar í leikstjórnandastöðuna í
stað Dags í seinni hálfleik hafi breytt
miklu.
„Arnór kom mjög sterkur inn. Það
var mikið líf í kringum hann og hann
fær stóran plús fyrir frammistöðu
sína. Arnór var mjög áræðinn. Hann
fór af krafti maður á móti manni og
hann reyndi að gera eitthvað ólíkt
því sem Dagur gerði. Ég var líka
mjög ánægður með Markús Mána.
Hann var óragur og ákveðinn í öllum
sínum aðgerðum. Þarna voru tveir
ungir strákar sem mættu með stórt
hjarta til leiks og það var virkilega
gaman að sjá til þeirra.“
Varst þú ekki búinn að missa von-
ina þegar staðan var orðin 29:20 í
seinni hálfleik?
,,Ég verð að viðurkenna að ég var
búinn að afskrifa okkar menn þegar
þeir voru komnir níu mörkum undir.
Það var ekkert í spilunum sem benti
til að eitthvað væri að breytast. Ég
er nánast viss um að ef Tékkar hefðu
náð tíu marka forskoti þá hefði það
gert út um leikinn. Ég get ekki ann-
að en tekið ofan fyrir íslenska liðinu.
Strákarnir sýndu síðustu 20 mínút-
urnar hvað í þeim býr og ég gef þeim
stóran plús fyrir að gefast ekki upp.
Ég var hissa á hversu dauft íslenska
liðið var lengi framan af leik. Það var
lítil stemmning og einhver doði í lið-
inu en þeir tóku sig sem betur fer
saman í andlitinu og vonandi halda
þeir áfram eins og þeir enduðu þenn-
an leik.“
Hvað var að þínu mati sem sneri
leiknum á band Íslendinga?
„Það voru nokkrir hlutir sem
gerðu það að verkum að við kom-
umst inn í leikinn að nýju. Vignir
Svavarsson náði að binda vörnina
saman og Birkir Ívar átti góða inn-
komu í markið. Hann varði strax tvö
til þrjú skot en það sem ég held að
hafi kveikt í liðinu voru tvö hraða-
upphlaup með skömmu millibili og
annað þeirra skoraði Guðjón Valur
eftir frábæra sendingu Óla Stefáns
af löngu færi. Þetta hleypti miklu lífi
í liðið en það er samt erfitt að út-
skýra hvað raunverulega varð til
þess að við náðum að saxa á forskot
Tékkanna jafnt og þétt. Strákarnir
öðluðust allt í einu trú á sjálfa sig og í
það minnsta þá greinilega duttu þeir
í þann gírinn að ætla ekki að láta
Tékkana rassskella sig. Á sama tíma
og íslenska liðinu óx ásmegin ætluðu
Tékkarnir greinilega að reyna að
halda fengnum hlut. Sóknarleikur
þeirra sigldi í hálfgert ráðþrot gegn
5:1 vörninni og þó svo að hún hafi
ekki verið neitt sérlega góð að mínu
mati þá áttu Tékkarnir erfitt gegn
henni. Nú svo held ég að það hafi
orðið okkur mjög til tekna að Tékk-
arnir töldu sig einfaldlega vera búna
að sigra og það kann aldrei góðri
lukku að stýra.“
Hvaða þýðingu hafa þessi úrslit
upp á framhald íslenska liðsins í
keppninni?
,,Þetta stig sem það sótti hlýtur að
verða gott veganesti og gefur leik-
mönnum örugglega gott sjálfstraust.
Strákarnir sjá það núna að hlutirnir
geta gengið upp þegar þeir leggja
sig 100% í verkefnið. Þeir geta ekki
leyft sér að spila svona illa í 45 mín-
útur á móti Slóvenunum og það
hljóta þeir að vera meðvitaðir um. Á
móti sterkara liði en Tékkum hefði
verð búið að flengja okkur með
svona spilamennsku.“
Guðjón, Markús og
Ólafur bestir
Hverjir fannst þeir standa upp úr í
íslenska liðinu?
,,Mér fannst þrír leikmenn standa
hvað mest upp úr. Guðjón Valur var
rosalega drjúgur á þeim kafla sem
við vorum að saxa á forskotið. Hann
var óhræddur að koma út fyrir og
skjóta á markið. Markús Máni skil-
aði frábærum leik. Þetta var hans
fyrsti alvöruleikur og hann sýndi
hversu megnugur hann er. Ólafur
stóð fyrir sínu. Menn höfðu áhyggjur
af honum þar sem hann hafði ekki
leikið vel fyrir keppnina. Óli veit hins
vegar hvenær hann á að stíga upp og
hann gerði það í þessum leik. Hann
gat alla vega ekki gert meira enda
voru Tékkar með hann í strangri
gæslu. Eins og ég hef áður sagt þá
kom Arnór mjög öflugur inn í leik-
inn. Markvarslan var ágæt en við
þurfum samt betri markvörslu að
mínu mati. Mér fannst Vignir Svav-
arsson standa sig vel þegar hann
kom inn í vörnina. Hann náði að
þétta vörnina saman en ég mér
finnst þó skína í gegn að íslenska lið-
ið vanti foringja í vörnina sem
stjórnar varnarleiknum með harðri
hendi.“
Frídagur er á heimsmeistara-
mótinu í dag en á morgun mæta Ís-
lendingar liði Slóvena. Spurður út í
þá rimmu segir Guðjón; ,,Þetta verð-
ur örugglega hörkuleikur. Ef eitt-
hvað er þá eru Slóvenar með sterk-
ara lið en Tékkar. Ég hef sagt að
með góðum leik þá getum við unnið
riðilinn en strákarnir verða þá að
skila heilsteyptari leik en þeir gerðu
gegn Tékkum.“
Vilt þú að Arnór taki við stöðu
Dags og hefji leikinn gegn Slóven-
um?
,,Ég veit að Dagur er valkostur
númer eitt hjá Viggó og ég held að
hann láti Dag byrja inná gegn Slóv-
enum. Ég sjálfur hef trú á að Dagur
eigi eftir að skila góðum leikjum á
mótinu en Arnór sýndi það og sann-
aði að það er engin ástæða til að bíða
fram í seinni hálfleik með að hleypa
honum inná. Hann er tilbúinn í þenn-
an slag og ef Dagur heldur upptekn-
um hætti þá get ég vel séð fyrir mér
að Arnór verði kominn inná eftir
korter.“
„Ég var ánægður með hvernig
Viggó brást við. Hann var óhræddur
við að gera breytingar og það er ein-
mitt sem Viggó hefur aldrei verið
hræddur við. Ég hefði auðvitað viljað
sjá Arnór koma fyrr inná en Viggó
var iðinn við að breyta varnarleikn-
um þegar hann sá að hann gekk ekki
upp og það er styrkur þjálfara að
breyta þegar hlutirnir eru ekki að
ganga upp.“
Morgunblaðið/RAX
Arnór Atlason lék stórt hlutverk þegar hann kom inná sem leikstjórnandi og fiskaði vítakastið, sem Ólafur skoraði jöfnunarmarkið úr. Hér sækir hann að marki Tékka.
Guðjón Árnason metur íslenska landsliðið í leik á heimsmeistaramótinu
Leikurinn vonbrigði en
mikill sigur að ná jafntefli
EINS og leikurinn þróaðist þá get ég ekki annað sagt en úrslitin séu
mikill sigur fyrir íslenska liðið. Strákarnir unnu þetta stig með því
að snúa gjörtöpuðum leik upp í jafntefli og þessi frábæri enda-
sprettur á örugglega eftir að gefa liðinu gott sjálfstraust í leikinn
gegn Slóvenum,“ sagði Guðjón Árnason, HM-spekingur Morg-
unblaðsins, eftir jafntefli Íslendinga gegn Tékkum, 34:34, í fyrsta
leik liðsins á HM í Túnis í gær.
Eftir
Guðmund
Hilmarsson