Morgunblaðið - 24.01.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.01.2005, Qupperneq 8
HM Í HANDKNATTLEIK 8 B MÁNUDAGUR 24. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG held maður verði að vera sáttur við eitt stig úr því sem komið var, en ég hefði alveg þegið að skora úr þessum færum sem ég fékk á lokamínútunum,“ sagði Arnór Atlason eftir leikinn, en tvö skot úr dauðafæri voru varin frá honum rétt fyrir lok leiksins. Hann bætti þó fyrir það með því að fá vítakast sem jöfnunarmarkið kom úr. „Maður verður að læra af þessu og ég held það sé í lagi að brosa alla vegana út í annað. Það var ekkert sérlega gaman í hálf- leiknum, en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því hvernig fyrri hálfleikurinn var og við náðum að vinna okkur út úr mjög slæmri stöðu og tókst að leika vel undir lokin og það þurfum við að taka með okkur í næstu leiki. Það var rosalega erfitt að sitja á bekknum í fyrri hálfeiknum þeg- ar ekkert gekk hjá okkur, en liðið sýndi virkilegan styrk með því að snúa töpuðum leik í jafntefli. Það barðist hver einasti maður eins og hann gat og það vinnur ekkert hvaða lið sem er upp níu marka mun gegn Tékkum á tæplega tutt- ugu mínútum. Við höfðum trú á að við gætum þetta og þó svo byrjunin í síðari hálfleik væri ekki góð þá gáfumst við ekki upp og það sýnir ákveð- inn styrk. Vörnin var auðvitað hræðileg í fyrri hálfleiknum og við fengum rosalega mörg mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en svo snérum við þessu við og skor- uðum sjálfir mikið úr slíkum sókn- um undir lokin og það er mjög já- kvætt,“ sagði Arnór. „Hefði viljað nýta færin“ 0473/7@27A    *:  3  ==0! = 3   ) '  ( K           '  ( K ) #* " "* 48 C: C 0 ( 0 !! #* ) "# " C3 48 B !  7A!  ! ==3 7- ,%) "( .,"   ,/,0 /, „ÞAÐ var rosalega flott að ná þessu stigi miðað við þá hrikalegu stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Birk- ir Ívar Guðmundsson, markvörður, sem kallaður var til leiks þegar 18 mínútur voru til leiksloka og staða ís- lenska liðsins orðin harla vonlítil, níu mörkum undir, 29:20. „Staðan var svo sannarlega orðin svört, en þegar öllu er á botninn hvolft þá sýnir þetta hversu mikill „karakter“ er í liðinu, menn gefast aldrei upp, við erum víkingar,“ sagði Eyjamaðurinn og var eins og hver leikmaður íslenska liðsins, í sjöunda himni þegar gengið var af leikvelli, engu var líkara en Tékkar hefðu verið lagðir að velli. „Það var sálfræðilega sterkt fyrir okkur að ná þessu stigi, sýna loks úr hverju við erum gerðir. Að sama skapi er það örugglega rosalegt áfall fyrir Tékka að verða fyrir að missa unninn leik niður í tap. Vonandi styrkir þetta okkur fyrir næsta leik þegar við mætum Slóven- um. Þeir eru einnig með hörkulið eins og Tékkar. Barátta, barátta, barátta og aftur barátta verða okkar einkunnarorð í næstum leikjum eins og síðasta stundarfjórðunginn í þessum leik,“ sagði Birkir Ívar Guð- mundsson, markvörður, sem virtist kenna sér einhvers meins í hægra læri og var með kælipoka á því. Hann taldi þetta vera minniháttar hnjask sem ekki myndi koma í veg fyrir að hann tæki þátt í næsta leik gegn Slóvenum á þriðjudag. „Við erum víkingar, sem gefast aldrei upp“ Leikurinn byrjaði ekki gæfulegaþví Guðjón Valur Sigurðsson var rekinn af velli eftir aðeins rúma mínútu fyrir litlar sakir. Tékkar gerðu fyrstu tvö mörkin og komust síðan í 4:1 eftir sjö mínútur en fyrsta mark Íslands kom ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik. Vörnin, sem var 3-3, lék ágætlega þessar fyrstu mínútur en síðan virtist hún hreinlega ekki vera á svæðinu allt þar til hinn ævintýralegi lokakafli hófst. Tékkarnir löbbuðu í gegnum vörnina eins og ekkert væri eða skutu í rólegheitum fyrir utan hana og í gegnum hana og ekkert virtist ætla að ganga upp hjá liðinu. Tékk- ar spiluðu hins vegar sína 4-2 vörn og gerðu það gríðarlega vel, klipptu aðeins á hægri vænginn þar sem Ólafur Stefánsson var og hinn vængurinn, Markús Máni Mich- aelsson og Guðjón Valur, sótti full mikið inn á miðjuna þannig og náði því hvorki að losa um hægri væng- inn né línuna. Þrátt fyrir að leika ekki vel var staðan ágæt eftir tíu mínútna leik, 6:5 og allt útlit fyrir að leikurinn yrði spennandi og skemmtilegur – en spennan á lokamínútunum var samt full mikil að margra mati en áhorfendur, sem voru flestir á bandi Íslendinga, skemmtu sér vel og höfðu gaman af. Ef ekki hefði komið til fín mark- varsla hjá Roland Eradze framan af fyrri hálfleik er ekki að vita hvernig farið hefði, hann varði til dæmis átta skot fyrstu 14 mínúturnar og hélt liðinu á floti. Eftir að Tékkar gerðu sirkusmark einum færri, 9:7, fór að halla á ógæfuhliðina. Níu sóknir í röð enduðu með marki frá þeim og staðan orðin 17:10. Þá kom upp und- arlegt atvik því allt í einu voru allir sóknarmenn Íslands útileikmenn, enginn á línunni. En þetta afbrigði skilaði vítakasti sem Ólafur skoraði úr af öryggi með sínum hætti – þannig að markvörðurinn sterki, Martin Galia, var allt annað en ánægður. Staðan í leikhléi var 20:14 fyrir Tékka. Allt of mörg mörk í einum hálfleik og það tók lítið betra við fyrri hluta síðari hálfleiks því þá fékk íslenska liðið á sig tíu mörk. Staðan orðin 30:22. En íslensku strákarnir héldu áfram að berjast, gáfust aldrei upp, og fengu aðeins fjögur mörk á sig síðustu sautján mínúturnar. Birkir Ívar Guðmundsson kom í markið þegar staðan var 29:20 og mætti ferskur til leiks, varði mjög vel og frammistaða hans og aukinn kraftur í vörninni, sem nú var 5-1 með Arnór Atlason fremstan, skilaði hraðaupphlaupum sem Guðjón Val- ur nýtti vel eftir hverja stoðsend- inguna frá Ólafi af annarri. Tékkar virtust ekki gera sér grein fyrir hver sæi um skipulag hraðaupp- hlaupanna og létu Ólaf óáreittan. Þegar staðan var 33:30 komst Arnór í dauðafæri en það var varið frá honum. Boltinn vannst aftur í vörninni og mark. 32:31. Tékkar skoruðu 33:31 og aftur var varið frá Arnóri í hraðaupphlaupi en síðan komu tvö íslensk mörk áður en Tékkar skoruðu og aðeins tæp hálf mínúta til leiksloka. Arnór fékk vítakast sem Ólafur skoraði úr með því að vippa ískaldur yfir markvörð- inn. Tékkar fóru í sókn en Vignir Svavarsson gerði það eina rétta í stöðunni, hreinlega réðst á sókn- armann þeirra og stöðvaði hann. Fékk tveggja mínútna brottvísun fyrir vikið en hún var þess virði því það var aðeins aukakastið eftir og skotið fór í varnarmúr Íslands. Jafntefli. Síðasti stundarfjórðungur þessa leiks var einhver sá mest spennandi sem sést hefur lengi og í raun æv- intýri líkast að liðinu tækist að jafna metin. Úthald leikmanna virðist Útlitið var ekki gott á HM – Tékkar með níu marka forskot, 29:20 ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik sýndi aðdáunarverða baráttu og vilja þegar það gerði 34:34 jafntefli við Tékka í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Túnis. Eftir 45 mínútna leik var staðan 30:22 fyrir Tékka en með gríðarlegri baráttu og viljastyrk tókst íslenska liðinu að vinna upp þann mun og var í raun óheppið að sigra ekki, fékk góð færi til þess á lokamínútum leiksins. En eitt stig er betra en ekkert og þriðja jafnteflið við Tékka í röð var staðreynd. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Ævintýralegur endasprettur gegn Tékkum = "  " L %   9D4 66D6C <D66 4D4 CD; 6D6 7D4 6D4 6D8 E0 # D #/F ( +  M  N ECD:F E6D6F 66D6 8D6 7 3 6 3 7 7 ( "L ' 0$ 7 6 7 7 )"  +  6 (<  <  4 : 3 6 7 6 3 6 6 C + < "  6 6 4 6 6 6 1!  = !   6 3 7 6 7 6 6 1! % '   7 7 7 @ - ' 7" 7" 7" 7" 7" B       -0137?C44137?'%#'% 7- :   $ -   @!  ) ! G O 1  B+ *  D  (   &! ' ('%  *$.) ! (   G P ,.  @.: *  *  -  % Q0 !  ) (+ +  !I   /  .  !  G 3.!  )!0$%! 3 !! .  E"   E"   Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.