Morgunblaðið - 24.01.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 24.01.2005, Síða 16
Pavel hefur leikið með yngri lands-liðum Íslands en hann hélt á vit ævintýranna í fyrra er hann samdi við franska liðið Vichy til eins árs en hefur nú gert samning til fjög- urra ára við eitt af sterkustu liðum Evr- ópu – en Pavel verður aðeins 21 árs er samningur hans við Unicaja rennur út. „Ég held upp á 18 ára afmæli mitt á morgun (í dag) og er því nokkuð sáttur við að vera í þessari stöðu ekki eldri en þetta,“ segir Pavel en hann hefur vakið áhuga margra liða þar sem hann er hávaxinn leikstjórnandi – en þeir eru ekki á hverju strái hjá evrópskum liðum. „Ég er enn að stækka, er 2,02 metr- ar á hæð í dag og hef stækkað um 2 cm frá síðustu mælingu. Kannski ég nái pabba einhvern daginn, en ég ræð víst litlu um þessi mál,“ segir Pavel en faðir hans er Alexander Ermolinskij sem hóf feril sinn á Íslandi með Skallagrími, en lék síðan með ÍA, Grindavík og Selfossi. Hann er bú- settur á Akranesi og þjálfar og leikur með ÍA í 1. deild. Móðir Pavels, Lud- mila, kennir ensku við Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi. Pavel hefur ekki leikið mikið með aðalliði Unicaja fram til þessa en hann telur að hann eigi möguleika á að festa sig í sessi hjá þessu liði. „Það er ítalskur þjálfari hjá okkur, Sergio Scariolo, en hann hefur kennt mér mikið og treystir á að við séum til- búnir þegar kallið kemur,“ segir Pav- el en í liði Unicaja eru margir þekktir leikmenn og má þar nefna Banda- ríkjamanninn Sean Rooks sem lék með NBA-meistaraliði Los Angeles Lakers og á langan feril að baki í NBA, Walter Hermann frá Argent- ínu sem lék stórt hlutverk er liðið varð heimsmeistari árið 2003 en Her- mann var valinn besti leikmaður spænsku deildarinnar á síðasta ári. Zan Tabak sem lék með landsliði Kró- atíu á Ólympíuleikunum í Barcelona en hann lék í 7 ár í NBA-deildinni. Bandaríkjamanninn J.R. Bremer sem hefur leikið í 4 ár í NBA-deild- inni, og var í herbúðum Golden State Warriors á síðustu leiktíð. „Að mínu mati er Spánverjinn Jorge Garbajosa aðalmaðurinn í okk- ar liði. Hann er ótrúlega góður leik- maður og ber leik liðsins uppi þrátt fyrir að vera miðherji, en hann lék m.a. á Ítalíu með Benetton Treviso og þetta er hörkuleikmaður,“ segir Pa- vel. Unicaja er stórt félag á evrópskan mælikvarða og segir Pavel að um 10.000 áhorfendur mæti að jafnaði á heimaleiki liðsins en fá lið á Spáni nái slíkum fjölda. „Real Madrid er kannski með 12.000 en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með höllina sem Barcelona leikur í, í kjallaranum á Nou Camp-knattspyrnuvellinum og síðast er við lékum gegn Barcelona var leikur í gangi á knattspyrnuvell- inum á sama tíma. Það voru því ekki margir á leiknum hjá körfuknattleiks- liðinu. Þeir sem standa að Unicaja eiga nóg af peningum virðist vera og það er stefna félagsins að hafa tvo góða leikmenn í hverri stöðu og menn eru því keyptir ef það þarf að fylla eitthvað skarð. Hinsvegar hef ég trú á því að þjálfarinn noti okkur yngri leikmennina ef hann telur að við get- um hjálpað liðinu. Ef ekki þá þarf maður að æfa meira.“ Pavel verður frá æfingum og keppni næstu þrjár vikurnar en hann slasaðist í móti sem unglingalið Uni- caja tók þátt í helgina 4.–6. janúar sl. Þar mættu til leiks öll sterkustu lið Spánverja auk liða frá Rússlandi, Slóveníu og Grikklandi. „Við mættum CSKA í úrslitaleik og þeir voru einfaldlega miklu sterkari, og unnu okkur 85:55. En ég var ánægður með að við skyldum vinna öll spænsku liðin sem við mættum á þessu móti – en það er hægt að kalla þetta óopinbert Evrópumót. Enda voru Real Madrid, Barcelona, Jovent- ut Badalona, Pamesa Valencia, Man- resa og Lerida með lið á þessu móti. Gríska liðið var einnig sterkt, PAOK Salónica, og síðan var lið frá Slóveníu Olimpija Ljubljana. En við áttum ein- faldlega ekkert svar við CSKA í úr- slitaleiknum,“ sagði Pavel en Unicaja endaði í öðru sæti á þessu móti. Er Pavel var spurður að því hvort hann stefni á að komast í NBA-deild- ina á næstu árum er hann fljótur að svara. „Í raun hef ég aldrei hugsað um það. Ég veit að það er gríðarlega erfitt að komast þangað inn, vissulega væri það stórkostlegt tækifæri, en ég ætla að einbeita mér að þessu verk- efni næstu árin og síðan læt ég það ráðast hvað tekur við í framhaldinu. Ég sef alveg ágætlega og er ekkert að láta NBA-drauma trufla nætursvefn- inn hjá mér.“ Pavel býst við því að fá fleiri tæki- færi með aðalliðinu á næsta ári. En hann þarf að bæta margt í leik sínum til þess að verða betri. „Ég ætla mér ekki að vera of þungur, líkamsstyrkur er vissulega til bóta, ég er 92 kg, og þarf ekki að bæta miklu á mig til við- bótar. Skotin þurfa að vera betri hjá mér og síðan er endalaust hægt að bæta varnarleikinn,“ sagði Pavel Er- molinskij. Morgunblaðið/Carlos Moret Pavel Ermolinskij hvetur félaga sína í Unicaja áfram í leik sem fram fór í Malaga en íslenski landsliðsmaðurinn er til hægri. Íslenski landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Pavel Ermolinskij, er í einni af sterkustu deildum Evrópu „Ætla að festa mig í sessi“ ÞAÐ eru margir staðir sem eiga eitthvað í mér, ég hef búið lengst á Akranesi, foreldrar mínir búa þar, ég átti heima í Borgarnesi, hef leik- ið með ÍR í úrvalsdeild, á ættir að rekja til Rússlands og við áttum einnig heima í Ungverjalandi. En ætli ég sé ekki Skagamaður með sterkar taugar til Borgarness,“ segir íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij en hann er atvinnumaður í körfuknattleik og er samningsbundinn spænska úrvalsdeildarliðinu Unicaja Malaga. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson RÚNAR Kristinsson var mað- ur leiksins þegar Lokeren bar sigurorð af FC Brüssels, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugardagskvöld. Rúnar lagði upp fyrra mark sinna manna og skoraði svo sigurmarkið með skalla á 66. mínútu eftir góða fyrirgjöf Arnar Grétarssonar. Rúnar, Arnar og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn fyrir Loker- en sem er ósigrað frá því Willy Reynders tók við liðinu. Marel Baldvinsson lék hins vegar ekki með Lokeren en hann er meiddur og mun trúlega ekki spila næstu vikurnar. Eins og áður segir átti Rún- ar mjög góðan leik og sýndi hann gamla góða takta á miðj- unni. ,,Það var meira af krafti en tækni að við komumst inn í leikinn og ég þakka það fyrst og fremst Íslendingunum,“ sagði Reynders eftir leikinn. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem sigraði Mouskroen, 2:1. Heilladísirnar voru á bandi Genk, liðið skor- aði sigurmarkið á 90. mínútu en áður hafði Moeskroen átti tvö stangarskot og skot í slána. Með sigrinum komst Genk upp í þriðja sæti deild- arinnar. Rúnar tryggði Lokeren sigur Rúnar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.