Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 1
BlaS fyrir alla 5. árgangur Mánudagur 17. nóv. 1952 41. tölublað. Pólitísk emi Svar Jóns Reykvikings „Frjáls þjóft“ sentU mér kveðju sína á dögunum út- af, því að ég mælti svo ui)i í blaðagrein, að svo væri, að mikill fjöldi íslen/ks kvenfólks biði sálarlegt og líkamlegt tjón af völdum varnarHðsmanna, þá væri l>ar mn að ræða „þverþrcst í nienningu fójksins, sem réttara væri a.ð snúast við af nokkrum skörungsskap, e.n skella skuld á liðsmemi: iu».r“ Eg stentJ; f.vllilega. við ]icssi ummæli. Þó ekki væri nema ofurlítiU pgrtur sann- ur af því, sem „l»jóðviljinn“ og þyssi nýja viþuútgáfa bans, „Frjáls þjóð“, lætur í veðri vaka um þaö mein, sem liðsmennirnir gera ís- lenzku ltvenfólki, þá er sannarlega full ástæða til að gefa þeirri hlið málsins gaum, sem snýr að kven- fólkinu, en einblína ekki á sekt vamarliðsins og heimta innilokun þess eða brottvikningu. Ef skræl- iugjaskapur íslenzks kven- fólks er sá, sem þessi tvö blöð vilja halda, þá er ekki unnt að loka auguuum fyr- ir því, Það er ekki nóg að hrópa: þjófur, þjófur! það verður að gera leit að þeim seka, hver sem hann er, hvar sem liann er. 1 þess- um máluin „skal der to til“. íslenzku kvenfólki er eng- inn greiði gerður með því að gera svo lítið úr l>roska l>ess, að það bcri enga á- byrgð á eigin gerðum, en . aðrir eigi að sjá fyrir því. Vikuútgáfa „Þjóðvilj- ans“ kallar mig „eitthvert aumasta attaníoss vald- hafanna“. Þetta er ósköp útslitið og ófrumlegt orða- lag, enda tek ég mér eklíi j>essa hpútu nærri, liún er syo niargnöguð. En hitt vil ég segja forráðamönnmn þessa blaðs, að þeir ættu sjájfir að sýna sjálfstæði sitt og óháðan vilja betur en svo að lepja upp eftir HVAÐ ER AÐ SKE? Eimskip og S.Í.S. í fangbrögðum Einhver mestu átök, sem nú eiga sér stað. í viðskipta- heiminum, eru milli Eimskipafélags íslands og SfS. Eins og Mánudagsblaðið hefur þráfaldlega upplýst þá hefur SÍS lengi litið öfundarauga á framgang Eimskipafélags fslands. Hefur Sambandið reynt eftir megni að auka áhrif sín út á við og jafnframt, að því er talið er, haft augastað á þeim hlutabréfum, sem kaupa mætti til þess að ná áhrifum á aðal- fundum í Eimskip. Eins og geta má nærri hefur jafn ríkt félag og §ÍS nokkra möguleika á því að bjóða fé til þess að kaupa hlutabréf í Eimskip. SfS hefur um langt skeið lagt fé fram til þess, að slí kkaup næðu fram að gang. SÍS hefur, að því er sagt er, sent menn út um landsbyggðina til þess eins, að.festa, kaup á hlutabréfum, sem eru í einkaeign og boðið í slík hlutabi’éf margfalt verð. Fyrir skömmu var auglýst í dagblöðum bæjarins uppboð á hlutabréfum Eimskips. Eig- andi hlutabréfanna var Þor- steinn Kjarval, og átti hann mikla.upphæð í hlutabréfum. Á siðustu stundu var uppboð- inu aflýst og vissu menn ó- gjörla hversvegna. Þó var látið í ljós, að hlutabréfin væi'u þegar keypt. Það var á allra vitorði, að um einstak- ling, sem kaupanda bréfanna, var ekki að ræða. Getgátur ýmissa blaða um hver væri kaupandi, voru á reiki. Sögðu sumir að kaup- verð bréfanna væri allt að 2 milljónum króna. Mánudagsblaðið getur hins vegar upplýst eftirfarandi: Hlutabréfin voru, að nafninu til keypt af einstaklingi, og nam kaupverðið kr. 335 þús. Sá, sem keypti, er einn af þekktustu lögf ræðingum okk- ar, en það er jafnframt á allra vitorði að hann hefur engar „intressur" í Eimskipafélagi fslands. Mánudagsblaðið vill hinsvegai' spvrja viðkomandi lögfræðing livort það sé satt, að haun hafi keypt hlutabréf in fyrir kr. 335 þúspnd; og að þessi upphæð hafi verið lögð inn í banka á lians naf ni og að haiui hafi fengið 5.% fyrir að kaupa bréfin; sem sagfc kr. 16.750. Auk þess viljum við spyrja hvort það hafi ekki verið. SÍS, sem lagði áður greinda upphæð inn á bankareikning lögfræðingsins, vitandi, að ef lögfræðingurinn svarar, þá muni liann vei'ða okkur fyllir legg sammálfi. Mánudagsblaðið hefur þrá- faldlega ritað um ágang SfS, ekki einungis hvað Eimskip snertir, heldur og í allar æðar viðskiptalífsins. f sumar var maður sá, sem þylur Passíu- sálma sr. Hallgríms Péturs- sonar, spndur út á land til þess, að kaupa hlutabréf í Eimskipafélaginu. Þessi mað- ur heimsótti afskekkta bæi, þar sem grunur lá á, að til væru hlutabréf og „heillaði“ eigendur þeirra til þess, að láta þau af hendi gegn gildu gjaldi. Er ekki trútt um, að hann hafi stundum, notfært sér andríki sr. Hallgrims, er hann átti við dauðvona fólk og minnt það á að „safna ekki veraldarauði“, og að aðfram- Framhald á 7. síðu . Nú færist skörin upp í bekkinn Þau sögulegu tíðindi gerð- ust nú nýverið, að læknir nokkur hér í bænum, Friðrik Einarsson, aðstoðarlæknir á Landsspítalanum ritaði í læknablaðið greinarkorn, um sjaldgæft tilfelli, hálfvitlaus- an sjúkling er étið hafði ull sér til dundurs. Bar nauðsyn til þess að skera sjúkling þenna upp, í því skyni að bjarga lífi hans, og ná út ull- arreyfinu, úr maga hans. Þetta var meinleysisgrein, og nafn sjúklingsins ekki nefnt, heldur að sið lækna skamm- stafað. Rýkur ekki hinn orð- vari landlæknir upp með þjósti miklum, og telur lækn- inn hafa farið skakkt að. Hefði sjúklingurinn átt upp- hafsstafina G. J. mátti ekki að< dómi landlæknis nefna þá stafi, heldur einhverja aðra, t. d. B. K., með öðrum orðum, aðra stafi en upphafsstafi sjúklingsins. Það mun frekar ; sjaldgæft liér á landi, að sett sé opinberlega ofan í við lækna, sú stétt manna með fáum undantekningum, er. frekar orðvör, og gefur lítt tilefni til ofanísetniiiga. Manni skilst, að við þetta at- hæfi landlæknis, að vekja máls á þessu í læknablaöinu, hafi hanti máske ýft upp Framhald á 8. síðu. „Þjóðviljanum“ ótíndar slúðursögur og gera að fyrsta og raQnar eiuasta baráttuefni sínu, það mál, sem „Þjóðviljinn“ liefur tuggið í allskonar útgáfum, ár eftir ár, allt síðan póli- tískur skilnaður varð með þeim og Bandaríkjamönn- lun eftir dauða líoosevelts. Fyrir þann tíma meðan trú- lofim Stalíns og forsetans stóð, liöfðu íslenzkir koinm únistar ekkert að atliuga við samskipti liðs og kyen- þjóðar liér á landi. Einn af frainbjóðeiidum kommúnista hefur tekið sér fyrir liendur að gefa út vikuútgáfu af „Þjóðyiljan- inn“ undir nafuinu „Frjáls þjóð“. Slíkt nafu á þess- háttar riti er pólitísk „blasphemi" — útskit á orðinu: frjáls og óvrið- við orðið: þjóð Feisal II. konungur Iraks og ríkisstjóri Iraks voru gestir Elízabetar I. drottningar og manns hennar. Sjást þau hér á myndinni. ! BLADINU I DAG: Nýtt útlit — nýtt líf — merkileg grein uin skurðlækningar. — Bændur, ríkissjórn og styrkir. — Abstrakt- Helgi S. Jónsson. — Skattlenzka — Jón Reykvíkingur skrafar um Stef. kosningar og margt fleira. Framhaldssggan. — Krossgáta — Stúdentaráðs-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.