Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 4
MANUDAGSBLAÐIÖ Mánudagxxr 17. nóv. 1952 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA , Rltatjórl og ábyrgSapmaður: Agnar Bo; 'i: Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 krgl lausa- sölu, en árgangurinn 100 kr. ATjrrelSala: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3498 og 397S. PrentamiBja ÞJóBviljana. Stíidentaráðskosnins;ar Það er kunnara en frá þurfi að segja, að hin pólitísku æskulýðsfélög hér á landi hafa allar klær úti til að krækja í unglinga sem yngsta óg óþroskaðasta og ná tök- um á þeim, meðan þeir eru sem viðkvæmastir og áhrifa- gjarnastir. Þessi starfsemi fer fram bæði ljóst og leynt. I uhglingaskólum, ópólitískum æskúlýðsfélögum og á vinnu- stöðum hafa pólitísku æsku- lýðsfélögin smala og agenta, sem er ætlað það hlutvefk að veiða unglinga í pólitísku æskulýðsfélögin. Ódýrar eða ókeypis skemmtanir, dans og skemmtiferðir eru gjaman það agn, sem beitt er fyrir unglinga til að fá þá inn í f élögin. En allt uppeldið í póli- tísku æskuíýðsfélögunum mið- ár að því að drepa niður allar sjálfstæðar skoðanir og ein- staklingseinkenni ungling- anna og géra þá að viljalaus- úm múgmenhum, sém hlýða flokksStjórninni í blindni. Þeim eru kennd innantóm glamuryrði og slagorð, sem þeir endurtaka án þess að hugsa frekar út í þau. Orðin koma í stað hugsana. Eg hygg að flestum unglingum, sem hafa verið helteknir af þess- xmi ófögnuði, muni veitast erfitt að hugsa sjálfstætt og kryfja neitt til mergjar, þeir lifa og hrærast í heimi slag- orðanna, sem er ákaflega auð- veldur og ábyrgðarlaus, öll vandamál eni afgreidd með viðeigandi slagorðum. Og í pólitísku æskulýðsfélögimum eru unglingunum innrættar þær dyggðii’, sem stjónimála- menn meta mest, annarsvegar skefjalaust og blint hatur á öllum, sem aðrar skoðanir hafa á stjórnmálum, hins veg- ar blind og gagnrýnislaus að- dáun á sínum eigin flokks- bræðnim og þá fyrst og fremst flokksforingjunum. Andstæðingarnir eru lítil- menni, óþokkar, landráða- menn og fífl, flokksbræðurnir óeigingjarnir hugsjónamenn, af burðamenn í hvívetna, glæsi legir þjóðarleiðtogar. Sálarlaust múgmenni Pródúktið af þessu uppeldi verður hið sálarlausa múg- menni, sem virðist ætla að verða ideal 20. aldarinnar, grunnfærið, barnalegt, grimmt og hrifnæmt. Og þó er innræti þeirra unglinga, ásem fyrir þessu verða áreióan- lega ekki verrá en gengur og gerist. En við skulum ekki loka augunum fyrir því, að það ei’ sennilega upp undir það helmingur reykvískra unglinga, sem nú fær slíkt uppeldi í hinum pólitísku æskulýðsfélögum. Þó að slíkir miglingar séu vel greindir að upplagi eru þeir sjaldnast mælándi rriáli, ef komið er ná- lægt néinu, er sriertir pólitík. Þá verðúr oftast fyrir mönn- úm slíkur völustákkur slag- orða óg æstra tilfinninga, hat- urs og fjnárlitningar, aðdáun- ar og sefasjúkrar tilbeiðslu, að engin róleg eða rökrétt hugsun kemst að, þannig er hið pólitíska uppeldi búið að leika verulegan hluta æsku- lýðsins okkar. Engin furða Það er engin furða, þótt þetta hugarfar sé farið að smita stúdentana við Háskóla fslands, enda hefur sú ramiin orðið á. Enginn vafi er á því, að það er vilji forráðamanna Háskólans að gera hann að vígi frjálsrar og huglægrar hugsunar, sem á að vera að- alsmark stúdentsins og ein- kenni allrar vísindamennsku. En hér er vrið ramman reip að draga, verulegur hluti stúdenta hefur fengið uppéldi sitt , hinum pólitísku æsku- lýðsfél. og mótaðir að þeim hugsunarhætti, er þar ríkir. Það er hægara sagt en gert að fá slíkt fólk til að hugsa ró- lega og hlutlægt og líta á mál- in frá öðnim sjónarmiðum en Hinurn pölitísku, það iúún líka hafa reynzt svo, að hinir póli- tísku stúdentar hafa vaðið uppi í flestu félagslífi í Há- skólanum, enda hafa þeir hlotið þjálfun í félögum sín- um. Stúdentafélög brúka gervinöfn Það er orðið svo, að alvar- lega sinnaðir og individualist- iskir stúdentar, sem ekki hrærast í yeröíd slagorða og múgmennsku, eru álitnir sér- vitringar og eintrjáningar af félögum sínum og til lítils nýt- ir. Sem betur fer mmi enn vera margt slikra manna með- al stúdenta, en fulltrúar múg- mennskunnar láta þar meira á sér bera á flestum sviðum. Segja má aó það sé stúdentum til lítils sóma, að þéir skuli •ekki geta- valið «ér fúlltrúa: í ] stúdentaráð öðnivísi én eftir flokkspólitískum línum. Að vísu keúnir ekkert hinna f jög- urra pólitísku stúdentafélaga sig við flokk sinn, þau heita öll ósköp fallegum nöfnum. En engu að síður veit hver maður, að þau eru ekkert annað en undirdeildir hinna pólitísku flokka, enda hafa þau um margra ára skeið not- að flokkamálgognin til áróð- úrs við stúdentaráðskosning- ar. Það mætti ef til vill segja, að þetta væri eðlilegt, ef stúd- entaráð fjallaði aðallega eða að verúlegu leyti um pólitísk mál. En því fer víðs fjarri. Stúdentaráð fjallar fyrst og fremst um margvísleg hags- munamál stúdenta, þar sem pólitísk viðliorf komast ekki að neina örsjaldan. Það virð- ist því síður en svo okkur á- stæða til áð kjósa irienn í það eftir flokkspólitískum skoð- unum. Og að einu leyti er þetta himinhfópandi rang- læti. Allir ópólitískir súdent- ar — og sem betur fer eru þéir enn margir — eru með þessu útilokaðir frá störfum í stúderitaráði. Ekki er að efast um,að í þeirra hópi séu sum- ir hinna mikilhæfustu stú- denta. En til stúdentaráðs liggur engin Ieið nema gegn- um pólitíkina. Þangað getur enginn komizt nem*a með sam- þykki hinna pólitísku félaga í Háskólanum, og sennilega hafa liin álmennu pólitísku flokksfélög í Rvík stundum hönd í bagga um stúdenta- ráðskosningar og listana til betur, en það sem nú ríkir. 1 Háskólinn er óskabarn ís- lenzku þjóðarinnar, og við viljum trúa því, að stúdentar séu andlegur elite Islendinga, blysberar frjálsrar og hlut- lægrar hugsunar. Engum er meir vansæmandi en stúdent- um að láta smitast af flokks- hyggju og ándlegri múg- mennsku áldarinnar. Þeir ættu nú áð reka af sér slyðru- orðið og kveða niður hina lágkúi’ulegu flokksmennsku í sairibandi við stúdentáráðs- kosnirigárnar. Þrátt fyrir and stöðu f rá einhverjum þólitisk- um agenturii, vil ég ekki trúa öðrú, en að svo mikið af heil- brigðuni öfium sé meðal há- skólastúdenta, áð þetta mundi takast. Ajax. eftir pólitískum flokkslínum, heldur á áð kjósa í það dug- andi menn úr flokki stúdenta hvort sem þeir aðhyllast nokk urn stjónrmálaflokk eða ekki. Sennilega væri heppilegast að hafa það fyrirkomulag á, að kosið væri eftir deildum Há- skólans. Hver deild kysi 1—2 fulltrúa í stúdentaráð, og færi það eftir stúdentaf jolda í deildunum hvort kosinn væri eirin fulltrúi eða tveir. Kosið væri um einstaklinga, eri ekki lista, í hverri deild, og væri kosningin algeíriega óbundin, en ekki háð framboöum. Þá erú meiri líkur til að kosnir væru i ráðið mikilhæfir stúd- entar, ér rijóta almenns trausts, þó að þeir séu ekki að traná sér fram. Eg éfast ekki um að fyrirkoriiulág eitt- hvað í þessa átt mundi gefast jieirra. Irleinað að vinna að hags- munamálum Ástandið er með öðrum orð- um það, að öllum stúdentum er meinað að vinna að hágs- munamálum stúdenta í stúd- entaráði, nema þeir séu bundn ir stjórnmálaflokkunum, þangað komast engir nema pólitískar sprautur. Hve mik- inn áhuga sem ópólitískur stúdent kann að hafa á al- mennum hagsmunamálum há- skólastúdenta, skal hann vera að eilífu útilokaður fra að stárfá ao þeirii í stúderitaí’áði. Hinir pólitísku stúdentar eru sannarlega forréttindastétt í Háskólanum, þar sem engir til kjörgengir til stúdenta- ráðs neiria þeir eins og nú standa sákir. Eg held að hugsandi stúd- entar ættu að taka stúdenta- ráðskosningar til nýrrar at- hugunar. Þeim þarf að koma á nýjan og hollari grundvöll. Eg held að hatrammar póli- tískar æsingar í Háskólanum á hverju ári séu ekki heppi- legar fyrir félagsanda þann, sem ríkja á meðal stúdenta, þeir stúdentar, sem lifa og hrærast í pólitisku ofstæki, hljóta að geta fundið sér eitt- hvað annað starfssvið en Há- skólann. Ekki að kjósa eftir „línum“ í stúdentaráð*a ídcki áð k jósa st í Orlof Hvort sem þér ætlið til Seyðisf jarðar eða Hong Kong þá talið fyrst við oss 11 w Hafnarstræti 21 Sími 5965*; ____„___________r-,_____________________,___, _ >•«lö'":****«3i 3 •i , *■ >■ •é ma 3 1 § % § 8 % V ■ ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Hearíield NYLONSOKKAR Heildsölubirgðir: Í5LENZK-ERLENDA VERZLUNARFELAGIÐ H.F. Garðastræti 2 Sími 5333

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.