Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 17.11.1952, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 17. nóv. 1952 é5 Kerr: Framhaldssaga I Eins og þér sáið 2g (Stay out of my life.) SSSSSSSSSSSSSSSSSSSS2SS8SSSSSSSSSSSSSSSSS!SSSSS2SSS2SSSSXSSSSS8SSSSSSS?!SS SSSSSSÍSSSSSSSSSSSSSKKSSSÍKKSÍKKS^^ Ef til vill var ungfi’ú Rósa að tapa sér, og ef til vill vildi hún halda vináttu Jonnu, en þetta var heldur of mikið. „Nefndu dæmi“, sagði hún. „1 hverju erum við svo á eftir tímunum? Eg er viss um, að við erum öll að skipuleggja stríðshjálp okkar, við eigum mikið af bifreiðum, alltof mik- ið finnst mér og við höfum öll þægindi og mikið af óþægind- unurn, sem stórborgirnar hafa. Auðvitað eru verksmiðj- urnar okkar ekki þess virði að á þkr sé minnzt, en það er ekkert tap ef litið er á Hopsonville. Hvað samkvæm- isvenjur snertir, þá er fólkið hér ekki mjög mikið afturúr." „En það eru þau einmitt. Taktu til dæmis kvöldverðinn í kvöld. Ein stúlka, til þess að þjóna átta gestum, og allt gekk svo hægt. Og blómin á borðinu og húsmóðirin í þess- um hræðilega kjól, sem ætti að vera á forngripasafni —“ Ungfrú Rósa skildi nú full- komlega hvað gekk að Jonnu, æsingurinn í röddinni sýndi það. „Þetta var brúðkaups- kjóllinn hennar Amy. Mér fannst hann yndislegur, og ég tók eftir því, að hinum fannst það líka.“ „Ekki mér. Mér fannst hann skoplegur. Og svo það, að setjast niður og spila, ekki veit ég hvað, en það hljómaði eins og eitthvað sem þeir spila í kirkjunni um leið og pen- ingasöfnunin hefst. Þú heyrð- ir það og vildir vita hvers- vegna, ég vildi fara snemma. Eg skil þig ekki Rósa frænka.“ „Jonna“, sagði ungfrú Rósa hægan. „Eg hélt að þú værir alveg búin að ná þér cf t- ir að Amy giftist Howard. En ekki er svo að sjá.“ .. ^ ,, „Þetta er kjánaskapur. Geturðu ímyndað þér mig sem eiginkonu prófessors í Marburg? Það yrði skoplegra en brúðai'kjóllinn hennar Amy. Eg er Amy þakklát fyr- ir að vernda mig frá því; það er ég sannarlega.” „Þú virðist ekkert þakklát. Mér finnst", sagði Rósa í- byggin, „eins og þú hefðir ætl- að þér að gera Amy einhvern grikk, en það hefði mistekizt. Okkur er aldrei eins illa við nokkurn mann eins og þann, sem við ætlum okkm- að gera grikk en getum það ekki; eða við þann, sem við höfum gert grikk að ástæðulausu. Það er vegna þess, að þau sýna sig stærri, en við erum“. ,,Ó, kæra Rósa frænka, vertu ekki að tala um fyrir mér, þér ferst það ekki vel,“ sagði Jonna geispandi, „það er eins gott að ég leggi mig. Eg held ég fari aftur til New York í fyrramálið, mér líkar ekki að vera í burtu of langi, þar sem allt er svo óvisst vegna þessa heimskulega stríðs. Mikið vildi ég til þess gefa, að vita hve lengi það varir og hvaða áhrif það hef- ur á fasteignasöluna“. Kenni fannst sem hún hefði náð sér vel niðri á frænku sinni, því hún vissi að hún vildi, að hún væri kyrr um stund; hún þarfnaðist hennar. Og um leið og hún minntist viðsikpta- mála sinna þá endurnýjaðist sjálfstraust hennar og henni fannst hún vera sterk og full- komin. Kún strunsaði upp stigann í gullna kjólnum eins og vei’a úr öðrum heimi. „Þeg- ar Howard hefur haft tíma til þess að athuga það, þá sér hann eftir, að hafa ekki tekið þátt í Seai-s viðskiptunum. Hann varð alveg undrandi þegar ég sagði honum hvað mikið ég græddi á þeim, þó ég kunni ekki að leika á píanó,“ sagð,i hún við sjálfa sig. Jonna hafði ekki ætlað sér að Ijúga að frænku sinni, þeg- ar hún sagði henni að Amy ætlaði í samkvæmi. Það var satt, að því leyti, að Amy átti að koma heim til Lowes próf- essors og hjálpa móður sinni til þess að taka á móti nokkr um frúm, en eiginmenn þeirra höfðu farið á fund. Howard þurfti að vera hjá prófessor Ellert, og Bamey hafði farið með honum. Edgar Moreland og Alice vom eftir. “i»*ior» . '«* „Segðu mömmu þinni, að þú getir ekki losnað við okkur,“ sagði Edgar, „hún getur átt við milljónir af frúm, hvemig sem þær em. Eg vil ekki fara, og Alice ekki heldur. Við vilj- um sitja umkyvrtog takaaipp. léttara hjal, og svo geur þú spilað eitthvað jazz-dót, er ekki svo?“ „Jú, og ég vil meiri kökur“ sagði Alice. „Kakan var svo voðalega góð. Eg fékk aðeins hálfa. sneið. „Alice, ef þú fitnar, hætti ég að elska þig,“ sagði Edgar. „Ef til vill vil ég heldur kök- una og missa þig.“ „Þú missir hann ekki,“ sagði Amy. „Edgar heldur þér alltaf. Eg skal sjá hvort nokk- ur kaka er eftir í eldhúsinu og svo næ ég í límonaði en síðan skulum við fara út í garð og taka þar upp létta hjalið.“ „Enga músikk?1 ‘ ,.Eg er ekki í skapi til þess nú, en seinna skal ég spila fyrir ykkur stundum saman. Alice lagði handlegginn ut- an um Amy. „Eg skil þig, það myndi vera glæpur að hlusta á jazz eftir þetta.“ Garðurinn var fallegur, dimmur og hressandi. „Þetta var yndisleg samkvæmi,“ sagði Alice, „ungfni Rósa likt ist Viktoríu drottningu allri uppljómaðri. Mér var vel við hr. Baraey, en vil.sem minnst segja um hr. Prentice. Ekki mér, heldur var liann allur að hann gæfi mikinn gaum að upptekinn af stúlkunni, sem sat næst honum. „Og var ekki Jonna eftir- tektarverð,“ sagði Edgar, „ég myndi ekki hafa viljað missa af því að sjá hana fyrir allt gull í heimi. Hún lét þorps- búana sannarlega glenna upp skjáina. Hún var mjög slá- andi, verð ég að segja, en hún er alltaf sjálfri sér lík — ég myndi ekki treysta henni úr augsýn.“ „Ekki taka neitt mark á hommi, Alice,“ sagði Amy, „hann hefur alltaf verið á móti Jonnu.“ Hún var viðut- an, þegar hún talaði, og var að hugsa um hvenær Howard myndi koma heim. „Taktu ekkert mark á Amy, Alice, hún myndi aldrei játa sannleikann um Jonnu, þær voru vinkonur eða að minnsta kosti var Amy vinkona Jonnu. En Jonna var aldrei vinkona Amy. Ekki i kvöld.“ „Mér fannst það líka,“ sagði Alice. „Vertu ekki reið, þó að ég ympri á því Amy, en mér fannst hún vera að gera sitt beza til þess að heilla Howard og að ástæðan fyrir því að hún fór svo snemma heim var sú, að henni mis- heppnaðist það algjörlega. En það var himneskur kjóll, sem hún var í. og ég var skotin í sigarettumunnstykkinu hennar. Þú ættir að gefa mér éitt svoleiðis, Edgar.“ „Þú skalt halda þér við kökuna, góða mín, hún fer þér betur en munnstykki. Ástæðan fyrir því að Jonna fór svona snemma heim, var ekki einungis sú að Howard var ekki tilleiðanlegur. Hún þoldi ekki að sjá Amy svona hamingjusama og fagra og að hún skyldi vera miðpunktur alls.“ Amy rankaði við sér um leið og hún heyrði svarið. „Var það ég sem var fögur og hamingjusöm og var ég mið- punktur allsh kvöldsins ? Þetta eru frétir fyrir mig. En ég þakka hlýleg orð. Alice, ég segi þér það aftur, taktu ekk- ert mark á Edgar, þegar hann talar illa um Jonnu. Hún sló hann einu sinni með boltapriki og hans karlmannlega stolt hefur ekki náð sér síðan. Eg held, að hann sé hræddur við hana.“ „Eg held að Howard sé hræddur við hana,“ sagði Edgar, „og það má hann vcl vera. Jonna er samvizkulaus karlmannaæta. Amy vildi að þau hættu að tala, og færu. Hún hafði orðið vör við andúð Jonnu þegar hún var að fara, en það snerti hana ekki ; var alveg einskisvirði. Morgundag urinn var svo nálægur, þegar hún og Howard — hún hætti að hugsa mn það. „Jonna er mjög slyng“, sagði hún þreytulega. „Eg er fegin því, að hún lítur eftir ungfrú Rósu, og eigum hennar, hún veit hvað viðskipti eru. Ung- frú Rósa hefur ekki verið góð síðan hún veiktist í vor.“ „Þú ert þreytt, og ekki að furða,“ sagði Edgar skyndi- lega. „Við erum að fara. Þetta var fínt kvöldverðarboð Amy, og okkur þótti gaman að vera boðið.“ „Mér þótti gaman að sjá ykkur, en ekki þakka mér fyr- ir kvöldverðinn, það kom allt frá skólastjóranum eins og þið vitið. Eg er ekki verulega þreytt. Farið ekki.“ „Það er eins gott,“ sagði Edgar, „ég geri ekki ráð fyrir að við fáum meiri kökur og límonaði.“ Hann klappaði Amy á bakið. „Hafðu ekki á- hyggjur af Jonnu — eða nokkru öðru.“ Þegar þau voru farin fór Amy upp á loft til þess að líta á Nancy, og svaf hún rólega, en náttföt hennar Köfðu dreg- izt up á bringu. Líkami henn- ar var hávaxinn og sterklegur eftir aldri, og hárið huldi koddann. Amy lagði hana varlega á hliðina, færði nátt- kjólinn niður, og lagfærði sængurfötin, en ekki vaknaði Nancy, heldur rumskaði lítið, eitt og bærði varirnar og heita kinnin hennar snerti hand- legg Amy. Amy hugsaði um Jonnu í gyllta kjólnum, sem hafði verið niðri um kvöldið, ekki nema fyrir tæpri stundu; og hafði ekki viljað bamið og virtist ekki einu sinni minnast þess, að það væri til. Það vakti hjá henni einkennilegar tilfinningar og hún byrjaði að hugsa meira um Jonnu; minnt ist daganna áður en Nancy fæddist, einu daganna sem Jonna.hafði verið eðlileg og heiðarleg; en strax og barnið var fæætt hafði hún orðið að gömlu Jonnu, neitað að taka rið nokru af lífinu nema því sem hún óskaði eftir. Edgar hafði sagt að .Howard hrædd- ist Jonnu. ,-,En ág geri það e.kki,“ hugsaði hún. „Eg var hrædd við hana þegar ég hélt, að hún myndi reyna a ðtaka bamið, en ekki núna. Eg vor- kenni henni. Og — hve henni yrði illa við það. Vesalings Jonna.“ Hún heyrði í Howai’d á stéttinni fyrir uan og flýtti sér til þess að taka á móti. honum. „Þú er komirm svona snexnma.“ „Mér var meinilla við að þurfa að vera burtu frá þér augnablilíi lengur en ég mátti til. Eg bað Ellert að afsaka mig, hann þarfnaðist min ekki raunverulega, vildi aðeins að einhver hlustaði á sig. Hann er einmana. Eg vona að allir séufarnir." „Edgar og Alice urðu kyrr um stund, við sátum úti í garðinum. Við skulum fara þangað.“ Þau gengu úti í svalam dimman garðinn og héldust í liendui'. „Sagðirðu Ellert frá því,“ spurði Amy. „Nei, ég vissi að það myndi leiða til lengra hjals, og verða til þess að gamli maðurinn svæfi ekltert í nótt. Hann er hrifinn af mér og vill að ég sé kyrr. Það getur beðið til morg uns eða næsta dags, þegar við höfum ákveðið hvað gera skal.“ Þungi komandi dags féll á þau bæði og þau tókust f astar í hendur. Amy reyndi að forð- ast það. „Allir virtust ánægð- ir með kvöldverðinn,“ sagði hún. „Við fengum mikið hrós, þótt við ætum það raunveru- lega skilið.“ „Það var skrýtið að sjá, þegar hanu Barney smakkaði á víninu og gaut hornauga til okkar. Hann var að hugsa hvað fátækur aðstoðar- fessor væri að gera með þessa tegund. Og Amy, þú varst yndisleg, ég gat ekki um ann- að hugsað en þig. Þig, í þess- um yndislega kjól, hvítklædd og grannvaxin, eins og dag- inn, sem við giftumst. Mig langaði til þess að hrópa hversu mikið ég elskaði þig, ég vissi ekki, hvemig og hvað ég sagði, é gvar allur í upp- námi, það veit ég. Og allan tímann var þessi fyrirlitlega Jonna —“ hann hætti, en. hann hafði sagt nafn hennar eins og hann fyrirliti hana. „Edgar sagði að þú sért hræddur við Jonnu." „Eg býst við að svo sé, að vissu leyti. Þegar hún var hér síðast þá var það öðruvísi, hún sýndi einhverja tilfinn- ingu 1 garð Nancyar, þegar hún fyrst kom inn og vildi styrkja hana. En í kvöld, í þessum hóruklæðum og gort- andi yfir peningum, sem hún græddi, gerði mig meikan. Og hvernig hún beygði sig rtir mig og hélt í handleggin á mér, minnti mig á uppistand- ið, sem hún gerði kvöldið áður en við trúlofuðumst, þegar hún hékk í mér og lét eins og óhemja.“ „Howard, Jonna elskaðí þig. Eg held hún elski þig ennþá. Ástfangið fólk hlýtur að gera kjánalega hluti.“ „Eg hef sagt þér þúsund- sinnum, að Jonna elskaði mig aldrei raunverulega, né heldur nokkum annan en sjálfa sig. Það bara vildi svo til að ég var hérna, og hún æsti sig upp í ástand, þar sem hún sjálf var stjarnan.“

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.