Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 1
6. árgangur Mánudagur 14. sept. 1953 33. töliabla*5. Hin nýja ríkisstjórn Ólafs Thors á ríkisráðsfundi: — Frá vinstri: Ingólfur Jónsson við- skiptamálaráðherra, Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, Ólafur Thors forsætisráð- herra, forseti Islands herra Ásgeir Ásgeirsson, dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráð- herra, Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra og Eysteinn Jónsson f jármálaráðh. ----------------------------------------------- Árnasafn gert eldtraust MÁNUDAGSBLAÐIÐ hefur þráfaldlega minnst á þá staðreynd að ÁRNASAFN í Höfn er í stöðugri liættu ef eldur yrði laus í háskólabókhlöðunni, en ]>ar er safnið geymt. í>að er oss mikil ánægja að geta frætt lesendur vora á því, að nú er hafizt handa um að gera safnið eldtraust. Danskir sérfræðingar hafa unnið að ]>ví um skeið, að leggja drög að breytingum á safnherberg- inu, þannig að handritunum sé óhætt þótt eldur br jót- ist út. Því er að fagna, að þessi ráðstöfun er komin > frain- kvæmd, því það var næsta óhugnanlegt að liugsa sér örlög þessara bókmenntaverðmæta ef til'elds hefði komið. Heimildir Mánudagsblaðsins um þetta mál eni ó- yggjandi og num öðrum blöðum skýrt frá þeim á næstunni. Þeim, sem hug hafa á að fá frekari fréttir af þessu er ráðlagt að skrifa til umsjónarmanns safnsins í Höfn — en tekið skal fram, að hann er ekki heimildarmaður blaðsins. Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta, sem verið hefur sjúkur, er nú á batavegi. Kaupir SÍS Lœhjargötu 10 B? Helgi Ben. er eigandinn Það gengur nú fjöllunum hærra í höfuðstaðn- um að Sambandið hafi hug á að kaupa eignina Lækj- argötu 10 B hér í bæ. Húseign þessi, sem er skrifstofubygging, er eign Helga Ben., hins kunna málaferlismanns í Vestmanna eyjum. Óvíst er um kaupverð eignarinnar; húsið er í fremur lélegu ástandi, en lóðin hin ákjósanlegasta. Orðrómur segir að 800 þúsund krónur hvíli á eigninni, en það mun lítil upphæð í sambandi við verð hennar. Nú er líka sagt (sem okkur kemur auðvitað elvki til hugar að halda fram), að kaup þessi séu gerð með það fyrir augum að hjálpa Helga Ben. úr þeim kröggum, sem hann á í um þessar nnmdir. Mýungar í læknavísindum 3. grm LUNQNÁHRÁBBT Krabbamein í lungum Læknar um allan heim eru sammála um það, að krabba- mein í lungum ágerist óhugn- anlega með ári hverju. Hér verður aðeins lauslega minnzt á niðurstöður sænska læknis- ins Nielsar Westermarks, sem vitnað' er til víða um lö’nd. Hann segir: Fyrir hérumbil 40 ánim var hér í Svíþjóð magakrabbi 75 sinnum algeng ari en lúngnakrabbi. En nú 1952, eru hlutföllin gjörsam- lega breytt, þannig að maga- brabbinn er nú aðeins sex sinn um algengari en krabbamein í iungum. Hinsvegar er tekið fram, að magakrabbi sé nú á- móta algengur í Sviþjóð og fyrir 40 árum. Þessar tölur tala máli sínu, og þúrfa ekki frekari skýringar við. s Hver sé orsök þessara ó- skapa, er mjög umdeilt. Marg- ir læknar haliast að því, að um sé að kenna reykingum. Allir reykja nú á dögum, ung- ir sem gamlir, það er víst. Um þetta eru nú ekki allir sam- mála, sem ekki er von, því fjöldi manna fær lungna- krabba, án þess að ihafa neytt tóbaks. Sem dæmi má nefna að sá, er þessar línur ritar, fann s.l. ár, og það sem af þessu ári er 4 sjúklinga með krabbamein í lungum, og eng- inn þeirra hafði reykt um f jölda ára. Svo að fullyrða má jdiirleitt, án þess þó að draga í efa, að stundum sé reyking- um um að koma, að annara orsaka beri að leita til þessa ófagnaðar. Enda kemur vit- anlega margt annað til greina, segjum t. d. asfalt- ryk borganna, olíugufur og bræla bílanna, því í þessu hvorutveggja eru efni sem framkalla krabbamein á dýr- um. Því ekki ennfremur að geta um skoðun kunns sér- fræðings og alvarlegs rann- sóknara á þessu sviði í Mið- Evrópu, sem telur að stórauk- in kynmök þessarar kynslóð- ar, eigi sinn mikla þátt í aukn ingu krabbameina yfirleitt, sem byggist á yfirtökum heila kirtils þess, sem nefndur er Hypophysis, eða heiladingull, yfir kynkirtlum karla og kvenna sé um ofmök að ræða. Hver svo sem sannleikurinn er, þá er víst, að krabbameiri aukast, og alveg sérstaklega lungnakrabbinn. Hver eru einkenni lungnakrabbaineina ? Sú er ekki ætlun min með linum þessum að rita tæmandi um þetta efni, enda heldur ekki unt í stuttri greinargerö.. En sökum þess, að mikið ligg- ur við, að sjúklingur með lungnakrabba leiti snemma. læknis, ef um batavon á að vera að ræða, þá held ég aö rétt sé að skýra hér frá. stuttri en átakanlegri sjúkra- sögu, þar sem sjúklingnum var ekki um að kenna, heldm' bæði mér og máske öðrum. læknum, hversu seint þekkt- ist. Eg vil bæta því við hér, að gott er og nauðsynlegt aö benda sjúklingum á viss byrj- unareinkenni krabbameina c:tx gleyma því ekki að í krabba- Framhald á 7. síðu. Er það satt, að eitk værsta viðfangsefmi nýju ríkisstjómariiM' ar, verði skattfrelðí Sambandsins?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.