Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Síða 5
Mánudagur 14. sept. 1953
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Þetta er sönn saga, og nán- LOUIS GOLDING:
ar tiltekið, eru þetta tvær sög-
ur. Fyrri sagan skeði fyrir
mjög löngu, í stóru húsi í
Cheshire, meðan ég var enn
ungur drengur, fyrir innan
tvítugt.
Eg var að spila vist, mót-
spilari minn var að gefa
fyrstu umferð. Alveg að á-
stæðulausu, og áður en ég tók
upp spilið mitt, sagði ég við
sjálfan mig: Þetta er hjarta.
, Eg lyfti upp röndinni á spil-
inu og sá, að það var hjarta,
mótspilari minn gaf annað
spil.
Áður en ég lyfti öðru spil-
inu, sagði ég við sjálfan mig:
Þetta er spaði.
Mótspilari minn gaf þriðja
spilið. Blóðið í mér fór að
hitna: Þetta er annað hjarta,
sagði ég lágt þegar spilið var
lagt fyrir framan mig.
Hvað ertu að muldra ?
sögðu hinir.
Eg sneri upp spilinu, og
það var hjarta. Haltu áfram
Bill, sagði ég, við mótspilara
minn. Blessaður haltu áfram
að gefa.
Spilið kom til mín.
Það er tígull! sagði ég.
Eg sneri spilinu upp. Það
var tígull. Hinir litu á mig
forvitnislega. Eg var rjóður í
andliti, og augun tindruðu.
Hvað er komið yfir þig?
sögðu þeir.
Eg veit það ekki! sagði ég,
ég veit það ekki! Það var eins
•og röddin bilaði. Það liefur
eitthvað komið fyrir mig. Það
hefur aldrei komið fyrir mig
áður. Gefðu aftur!
Mótspilari minn gaf aftur.
Þegar ihér var komið, voru
meðspilarar mínir orðnir jafn
ákafir og ég. Það er lauf!
sagði ég. Eg sneri upp spil-
inu, það var lauf. Og svona
hélt það áfram um öll 13 spil-
in. Þegar þessu var lokið var
flibbinn minn orðinn rakur og
lófarnir þvalir af svita.
Hvað hafði viljað til? Þetta
gat auðvitað verið tilviljun.
En möguleikarnir á móti því
voru mörg hundruð þúsund.
Eg hef einnig látið skýra
þetta fyrir mér með orðum
Dunnes um hugmynd hans um
tímann. Meðan þeir voru bein-
línis að skýra þetta, þá sann-
Eg var skyggn - tvisvar sinnum!
Hinn frœgi rithöfundut, sem skrifaði Mágholiastreet, segir
hvernig hann sá fyrir f>að ókomna.
færðist ég alltaf. En jafn-
skjótt sem skýringunni var
lokið, gleymdi ég öllu, eins og
sandur milli útréttra fingra
minna.
öljós hugmynd heimspek-
inganna var sú, að allt hef ði í
rauninni viljað til, þegar það
virtist koma fyrir, en allt
þetta átti að koma fyrir í
framtíðinni.
Eða kannski allt hefði vilj-
að til áður og virtist kannske
vera að koma fyrir nú. Það
er af því að tíminn líður í
hringum. Eða er þetta rangt
hjá mér? Mig skyldi ekki
furða.
Jæja, þarna eru tvær skýr-
ingar handa þér. Það var
þriðja skýringin, sem hikandi
var borin fram öðru hverju
af ýmsu fólki, þar á meðal
sjálfum mér. Þetta var sú
gáfa sem hafði komið yfir
mig aðeins í nokkur augna-
blik. Rétt eins og fugl, sem
sezt um stundarsakir á grein,
og flýgur burt augnabliki síð-
ar.
Verið getur að sú gáfa að
sjá fyrir, hafi einu sinni kom-
ið fyrir mig fyrir langa-langa
löngu. Eg beið eftir, að hún
kæmi. Eg beið og beið.
Hún kom ekki aftur fyrr
en nýlega. Þetta er önnur
sagan, sem verið getur, að sé
í samræmi við þá fyrri.
Það var sunnudagskvöld.
Eg átti að fara daginn eftir
til að ávarpa nokkurn mann-
fjölda norður í landi. I Lan-
cashire og Yorkshire. Mér
hafði liðið illa um nóttina,
hafði ekki sofnað dúr.
Það var nokkru eftir kl. 4,
að ég sofnaði, og þá varð ég
að fara á fætur rétt að kalla
undir eins, að því er mér
sýndist, þó að kl. væri þá í
rauninni orðin 7.
Á því augnabliki, sem ég
vaknaði, vissi ég að þrennt
ÍL-
-,r-;
Lóttklædd fegurð.
átti að vilja til á viku járn-
brautarferð, sem framundan
mér var.
Eg vissi ekki, hvort þetta
átti að vilja til samtímis eða
í röð, hvert á eftir öðru, og
einstök atriði við þetta voru
mér ekki sérstaklega ljós.
Þessi þrjú atvik voru ekki
æægilega merkileg heldur, en
þau höfðu ekki viljað til enn,
og þau mundu vilja til í lest-
inni. Nú ætla ég að nefna
þessi þrjú atriði, sem áttu að
vilja til.
Fyrst: Einhver átti að
lenda í vandræðuin út af ein-
hverju, sem var að brenna, og
hann (eða hún) ætlaði að
stappa eldinn út nokkuð ofsa-
lega með fætinum.
Annað: Einhver átti að
verða sjúkur.
Þriðja: Einhver átti að vera
óviðeigandi klæddur á ein-
hvern hátt.
Eg var alveg hárviss um,
að þetta allt mundi koma fyr-
ir, og ég fann á mér, að þetta
mundi koma fyrir í sömu röð.
Jæja, það var komið fram
hjá Rugby á leiðinni til Man-
chester, þegar það fyrsta
skeði. Þybbinn hefðarmaður
var að koma inn úr borðsaln-
um. Hann var að reykja vind-
il.
Vindilendinn glóði eins og
portvínsglas, og maðurinn
hafði ný stungið honum upp
í sig og var að blása út úr sér
reykjarstrók, þegar hnikkur
kom á járnbrautina og far-
þegi, sem var að ganga á
móti honum, rakst á hann og
braut vindilinn. Maðurinn
varð fokvondur, fleygði vindl-
inum á gólfið og stappaði á
liann.
Þarna kemur það, sagði ég
í hálfum hljóðum. Þetta er
númer eitt. Dálítið skrýtið.
Númer tvö vildi til tveim
eða þrem dögum síðar í lest-
inni milli Canchester og Hull.
Þá varð lítil stúlka veik.
Númer tvö! sagði ég. við
sjálfan mig. Mér geðjast ekki
að þessu. En það er að vilja
til, það er að koma.
Eg átti ennþá þrjár mis-
munandi fei’ðir ófarnar, áður
en ég kom til London. Jafn-
skjótt, sem ég kom inn í
vagnklefann í hvert skipti,
tók ég að svipast um eftir
karli eða konu, sem væri ekki
ekki klædd á réttan hátt.
Var nokkur í úthverfum
sokkum? Voru allir hnappar
festir á eins og vera átti?
sá'st í nærpilsið niður undan á
nokkurri konunni? Þetta var
ekki svo erfitt) hvað kari-
mennina snerti, en það var
óskemmtilegra að eiga við
kvenfólkið.
Jæja, það var ekkert rangt
í hvorugri af þessum ferðum
milli Penistone og Manchest-
er. Karlmennirnir litu út eins
og þeir væru nýkomnir frá
skraddaranum, og kvenfólkið
var eins og klætt eftir nýjustu
tízku.
Svo nú var ekki annað eftir
en heimferðin frá London
Road til Eauston. Járnbrautar
þjónninn setti dótið mitt upp
á rekkinn. Eg svipaðist um
vagnklefann hálfvonleysisleg-
ur á svipinn. Eg hafði með
mér góða bók til að lesa, en
samt varð ég að gleyma þess
ari hugsun.
Nei, allir voru comme il f aut.
Enginn var í úthverfum sokk
um eða með tvo hægrifótar-
skó á fótunum, og enginn var
heldur í úthverfri kápu.
Eftir örstutta stund stóð
ég upp í vagninum.
Eg kreikaði fram og aftur
um ganginn, skyggndist inn
um glugga, eins og vofa, sem
komið hefur um stund upp úr
gröf sinni.
Eg er alls ekki viss um,
nema einn eða tveir kvenfar-
þegar hafi minnzt á mig við
lestarvörðinn. Ein stúlka var
að ferðast með unnusta sín-
um, sjómanni, sem horfði á
mig mjög einkennilega.
Við vorum á Nuneaton
Lífsgleði.
núna. Svo í Watford. Á milli
Willesden og Euston gerði ég
vonlausa rannsókn. Nei, ég
hafði aldrei ferðast í lest með
svo vel klæddu fólki á ævi
minni. Áldrei.
Já, lestin nam staðar í
Euston. Eg stundi þungan. Eg
veit ekki, hvort mér var illt
við eða létti, en hversu sem
um það var, þá var þetta vissu
lega hörmungarferð. Eg hafði
enga lyst á soðna þorskinum,
sem mér var borinn, ég hafði
ekki lesið eina einustu síðu
af góðu bókinni, sem ég hafði
keypt til ferðarinnar.
Þú ert enginn voða spá-
maður, sagði ég hranalega við
sjálfan mig, þegar ég steig
inn í bílinn. Það var ekki fyrr
en ég kom heim og gekk f ram
hjá spegli, að ég sá, hver
hafði verið öðruvísi klæddur
en vera bar í lestinni. Það var
ég sjálfur. Eg hafði ekkert
bindi um hálsinn.
(Lausl. þýtt.)
Fyrir liggjandi
UHarg-abarjiine
Taft Morie
Rayon-kjólaefni, margar
gerðir
Nylon-kjólatau
Fataefn;
Rayon-cheviot
Rayon-spun kjólaefni
Hverfilitar slæður
Herrabindi
Piisstrengir
Hvítar biúndur
Ilvít og svört teygja (8 cord)
Plastic-efni
Stímur og leggingar
Varalitur — Nagialakk —
Púður
Rakvélablöð
Greiður
Hárkambar
Kúlupennar og fyllingar
Plastic fatahengi
Plastic sápuskálar
Hárspennur
Reykjarpípur
Cígarettumunnstykki
Myndasapa
Pottasleikjur
Títuprjónabox
Plastic-glös
Saumaskrín
Plastic-bollabakkar
Tennisboltar
Hattaprjónar
Hárfílt
Sparibyssur
Badmintonboltar
Vekjaraklukkur o. m. fl.
Væntanlegt:
Rayon gabardine m. litir
Nylon-karlmannaskyrtur
Nylonsokkar með svörtum
hæl og blúnduhæl
Perlonsokkar
Gluggatjaldaefni
Drengja-og lierraprjónabindi
Rayon-náttkjólar
Káputau o. m. fl.
ISLENZK-ERLENDA VERZLUNARFELAGIÐ H.F.
Garðastræti 2 Sími 5333