Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Qupperneq 6
MÁmiDAGSBLAÐ'IÐ
Mánúdagur 14. sépt. 1953
bara eftir því, að verða látin
laus aftur, svo hún gæti hefnt
sín á honum.
Eftir endalausar yfirheyrsl-
ur og rannsóknir, sem yfir-
völdin höfðu með höndum,
var Zona látin’laus í apríl-
mánuði, og þar að auki fékk
hún afsökunarbeiðni frá New
York ríki.
28. KAFLI
Fyrsta daginn, sem Zona
var frjáls, sat hún, er kvölda
tók við gluggann á litla hótel-
herberginu sínu og reyndi að
átta sig á tilverunni. Hún var
rugluð af hávaðanum og
hreyfingunni, af lífinu í bæn-
um, sem hún varð óvön, eftir
margra mánaða fangelsi, og
hún þurfti tíma til að venjast
þeim heimi, sem hún sá fyrir
utan gluggann.
Það fyrsta, sem hún hugs-
aði um, voru föt hennar. Hún
var í sömu dragtinni og þeirri
er hún var tekin föst í. Þessi
brúna dragt var nú algjör-
lega úr móði. Henni vaknaði
öfund í huga, þegar hún tók
eftir nýja sniðinu, sem kon-
ur höfðu á klæðum sínum. En
hún átti enga peninga til að
kaupa föt fyrir.
Hún hafði ekki skýrt
Emest frá því, sem komið
hafði fyrir hana eða hvernig
hún hafði komizt út úr fang-
elsinu. Hann mundi bara kref j
ast þess, að kvongast henni,
en það var nokkuð, sem hún
gat ekki hugsað sér f rekar nú
en áður. Ef hún hitti Ernest
núna, þá mun'di hún, ef til vill,
verða svo veik fyrir honum,
að hún gæti ekki veitt viðnám.
Og hún vildi ekkert sýsla við
karlmenn enn um nokkra hríð.
Hún ákvað að gera síðustu
tilraun að sigrast á sjálfri
sér, vinna sigur á hinni taum-
lausu þörf sinni, sem sigraði
hana stundum. Hún ætlaði að
leita sér atvinnu. Vinna og
þræla svo mikið, að hún hugs-
aði ekkert um annað en vinnu
sína. Að fráskildum nokkrum
mánuðum í tesalnum hjá frú
Lowel, hafði hún aldrei unn-
ið handartak.
Auk þessarar ráðagerðar,
hugsaði hún að kalla mátti
einungis um það, sem hún
hafði orðið að þola upp á síð-
kastið. Hvert sinni sem hún
skoðaði á sér bakið í speglin-
um, þá blossaði upp hatrið til
Waxy Bogart. Og hvert skipti,
sem hún fór fingrunum um
hin breiðu ör, blossaði upp í
henni enn meira hatur. Að
taka á þessum örum, varð að
lokum að vana hjá henni.
Tækifæri til að hefna sín á
Bogart kom að lokum. Síð-
ustu dagana, sem hún dvald-
ist á sjúkrahúsinu hafði hún
lesið í blöðunum, um rann-
sókn á siðferðislögreglunni,
að þessari rannsókn væriiok-
ið og að málið ætti að koma
fyrir einhverja næstu daga,
og að Marion Jordan yrði þar
aðaMtnið. Blaðrð hét að til-
greina nöfn allra verstu
glæpahundanna í sttétinni.
Zona ákvað, að það væri
eitt nafn, sem hún hefði
löngun til að nefna sjálf.
Morguninn eftir átti hún að
fara til réttra yfirvalda, og
segja frá Waxy Bogart og
glæpaverkum hans. Nú rak að
henni að segja eitthvað.
Um morguninn meðan hún
sat að morgunverði á kaffi-
stofunni og las í blaðinu, þá
sá hún nokkuð í blaðinu, sem
gjörði hana lafhrædda. Með
stórum stöfum var letrað að
Marion Jordan hefði verið
myrt. I fyrstu ætlaði Zona
ekki að trúa þessu og las því
áfram. En þetta var samt
satt. Lík Marion fannst í
laut eða dæld í Bronx-garðin-
um. Hún hafði verið hengd
með taug sem var hert um
hálsinn á henni.
Fyrst í stað sagði Zona við
sjálfa sig, að hún væri ekki
hrædd. Nú var ennþá meiri á-
stæða fyrir hana að bjóðast
til að bera vitni hjá yfirvöld-
unum. Það var augljóst að
Bogart hlaut að hafa haft
hönd í bagga með, þegar
Marion var myrt, því að hann
var efalaust einn af þeim
mönnum, sem hún hafði hugs-
að sér að segja frá. Zonu
virtist nú, að ekkert sem hægt
væri að gera móti Bogart
væri nóg handa honum. Hún
svalg í sig kaffið, til þess að
styrkja sjálftraust sitt.
En svo sat hún kyrr og
hugsaði. Hún varð að játa,
það fyrir sjálfri sér, að hún
væri hrædd. Bogart hefði ekki
getað veitt betri aðvörun en
þessa til hinna, sem hafði
langað til að segja eitthvað.
Hún sá, að ihún fór sjálf út
af laginu og fann að kaðal-
spottinn þrengdist um háls-
inn, og hún sá, að henni var
sjálfri kastað niður í gjá. Hún
vissi, að þessi ógnun hafði
tekizt vel. Ef Bogart fór
þannig fram, ef hann teygði
sig svona langt, þá gat hún
ekki barizt gegn honum enn-
þá. Hún varð að bíða annars
tækifæris.
Enginn var tekinn fastur
fyrir morðið á Marion Jordan.
Þegar málið gegn siðferðis-
lögreglunni kom fyrir réttinn
án hennar, voru flestar sak-
irnar mjög veikar. En vafi
vaknaði þó um drengskap
þeirra, og nokkrum þeirra var
vikið frá. Meðal þeirra var
Bogart. Þótt hann ætti stórfé
í bankanum sem, hún hafði
hjálpað til að auka, var hann
þó svívirtur, en losnaði við
réfsinguna.
í þær þrjár vikur, sem
komu á eftir morðinu á Mari-
on, meðan þessir fáu dalir,
sem Zona átti, hurfu smám
saman, var hún mjög örvænt-
ingarfull. Þegar Zona var sett
í fangelsi, var kreppan skoll-
in á og var orðin geysimikil.
Ekki var um annað talað en
kreppuna.
Zona komst ekki heldur
undan henni. Þetta var erfið-
ara fyrir ihana en flesta aðra.
Einmitt þegar hún þarfnaðist
þess mest að fá vinnu, og það
af tvennum ástæðum, var ekki
hægt að fá neitt að gera. Hún
reyndi um allt, en árangurs-
laust.
Þegar hinir fáu dalir, sem
hún átti eftir dvölina í fang-
elsinu, voru eyddir, svo að
ekki voru eftir nema nokkur
eent, og hún skuldaði húsa-
leigu fyrir viku, þá gerði hún
enga tilraun til að fá hús-
móðurina til að lofa sér að
vera aðra viku. Hún þurfti
ekki annars en að líta framan
í hana, til að gefa upp alla
von um frekara lán. Hún tók
saman pjönkur sínar og fór.
Hún reyndi að skipta þessum
fáu eentum, sem voru eftir, i
nokkra pakka, svo að hún
skyldi að minnsta kosti hafa
eitthvað til næsta dags, en
um síðdegið, þegar hún hafði
aðeins fengið sér einn bolla af
kaffi með morgunverðinum,
en engan hádegisverð, þá var
hún orðin svo svöng, að hún
eyddi því, sem eftir var í mat.
Hún reikaði og ráfaði um
göturnar, og seint um kvöldið
gekk hún niður í neðanjarðar
járnbrautarstöð, settist þar í
vagn, sem hún borgaði 10 cent
fyrir og eyddi meiri part næt-
urinnar í að aka fram og aft-
ur, án þess að kaupa farmiða.
Þegar ihún skömmu eftir
dögun kom í 24. götu, og hélt
svo áfram niður eftir Lexin-
ton götu, var hún orðin stirðn-
uð og kreppt. Gatan var mann
laus, kaldar vinstrokur komu
niður milli hinna háu húsa.
Hún hafði ekki hugmynd
um, hvert hún ætlaði að fara.
Hún hugsaði um daginn, sem
nú lá framundan henni, og
alla þá endalausu daga, sem
nú láu framundan. Hún fór
inn í opið port, nam þar stað-
ar og skalf eins og hrísla.
Hvað er að þér?
Zona sneri sér snögglega
við, og sá þá að hún var ekki
ein, hún sá hávaxinn gamlan
mann með gráan hárlubba og
gneistrandi augu. Hann var
hattlaus og slitin fötin á hön-
um hengu eins og staur. Fyrst
heimilislaus maður, rétt eins
og hún sjálf. En svo tók hún
eftir teikniblokk og blíanti í
hendinni á honum og að hann
teiknaði.
Ekkert, sagði Zona.
Ja, hvaða bölvaður vaðall
er þetta, sagði hann.
Zona varð hissa og leit á
hann. Hann athugaði hana ná
kvæmlega og rólega og þó for-
vitnislega. Rödd hans og fram
koma var kvikleg, eins og
hálfmontin, rétt eins og hann
ætti allan heimin og vissi það.
Falleg kona að fela sig í
porti kl. 6 að morgni og að
líta út eins og það væri að
líða yfir hana, sagði hann
henni. Þá gengur eitthvað að
þér.
Mér líður vel.
í hamingju bænum, geturðu
ekki hætt þessu bulli?
En ég —
Viltu segja mér það núna,
eða viltu heldur koma með
mér upp í vinnustofu mína og
segja mér það þar?
Zona leit á hann ákaflega
kuldalega og gekk nokkur
skref frá honum.
Heyrðu, sagði hann, ég er
sjötugur, það eina, sem ég
get gert er að kvarta um, að
ég get ekki gert það, sem þú
ert að hugsa um. Hann stakk
teiknibókinni undir hönd sér
og blýantinum í vasann.
Komdu nú.
Nei, sagði hún, nei ég —
Komdu, hver andskotinn er
að þér?
Máttvana, hissa og hálf-
svimandi fór Zona á eftir hon-
um. Hann sagði ekki eitt orð
við hana á leiðinni, þótt þau
gengju alllangan spöl, áður en
þau komu til hússins og fóru
inn, þar upp á f jórðu hæð og
þar inn í stórt málaravinnu-
herbergi, fullt af myndum,
römmum og löðru, og sást
þetta allt frá þakglugganum,
þó að hálfdimmt væri.
Kitty, öskraði gamli mað-
urinn, Kitty, hvar ertu ?
Kona, þvínær jafngömul
honum kom inn úr hliðarher-
bergi. Hún varð ekki vitund
hissa, þegar hún sá Zonu þar.
Morgunmat handa tveimur,
og ósköp af honum, sagði
hann.
Þegar konan fór út, benti
hann henni á stól og bað hana
setjast.
Þér kann að þykja gaman
að fá að vita, að ég heiti
Henry Dight, sagði hann,
Zona hafði einhverja óljósa
hugmynd um, að hún hefði
heyi-t hann nefndan fyrr, en
gat ekki almennilega áttað
hélthún að þetta væri einhvef-Jsig á því hvenær eða i hvaða
sambandi það gæti verið. Mér
þykir það leiðinlegt, sagði
hún, en ég get ekki almenni-
lega —
Nú þér hafið þá aldrei
heyrt mín getið fyrr; ég er
frægasti málari í heimi.
Þá mundi Zona, að hún
hafði heyrt nafns hans getið
og heyrt eitthvað um frægð
hans. Já, auðvitað, svaraði
hún, nú man ég eftir yður.
Já, svona er það að vera
frægur, til þess þræla menn
alla sína ævi, því að fólk skal
vita, hver þú ert, þegar þú
hefur sagt því það. Hann hélt
áfram að tala um frægð, kon-
ur og listir, um ríka og fá-
tæka og um mat, þegar morg-
unverðurinn kom. Hann
nefndi hana ekki, kom ekki
með neina spurningu, leit
ekki út fyrir að vera neitt
forvitinn. Hann borðaði egg
og pylsur og það lét hátt í
honum. Zona fór varlega í að
borða, því að hún vissi, að
maginn þoldi ekki ofmikinn
mat.
MatUrinn fjörgaði hana,
Þegar hún var búin að borða,
sagði hún: Ef þú vilt gefa
mér eina sigarettu, þá skal
ég segja þér allt það um mig,
sem þig langar að vita.
Vita? svaraði hann, ég vil
ekkert vita. En sigarettuna
skaltu fá. Hann kom með
sigarettupakka. En nú verður
þú að leggja þig stundarkorn.
Eg get ekki málað þig, ef þú
dettur sofandi af stólnum
aðra hverja mínútu.
Meðan hún reykti, bjó
hann rúm handa henni, og
sagði henni, að hann yrði úti
fram undir hádegi, svo að
ekkert mundi trufla hana.
Þegar hann var búinn að búa
um rúmið, sagði.hann. Nú, nú,
farðu nú í bólið þitt, og svo
þagði hann og sagði ekki ann-
að.
Hún vaknaði, þegar einhver
kom við öxlina á henni. Henry
Dight stóð og laut yfir hana
og kallaði: Á fætur með þig, á
fætur! Kl. er þegar orðin
þrjú. Þú mátt ekki sofa þang-
að til birtan er horfin.
Þegar hún var búin að
klæða sig, bað hann hana að
setjast á stól, sem stóð uppi á
palli. Sittu nú bara þarna og
horfðu á mig, sagði hann. Ef
þú verður með nokkra til-
gerð, þá fleygi ég þér út.
Hún settist á stólinn og
horfði á hann, meðan hann at-
huagði hana langa stund, svo
rissaði hann upp mynd af
henni og tók svo pensil og liti
og fór að mála.
I þrjá daga málaði Henry
Dight hana. Og meðan hann
málaði hana, töluðu þau sam-
an. Zona var sú, sem lagði til
mest af samræðuefninu, en
hann tautaði eitt og eitt orð
eða kom með spurningar.
Þetta tók ekki langan tíma,
því að Zona sagði honum ævi-
sögu sína, alla ævisögu síng,
semhún hafðialdrei sagtneia
iiaröðhim.