Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Side 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ.
Mánudagur 14, sept. 1953
• Éig alls fyrir löngu var út-
varpað messu frá Hallgríms-
liirkiu í Reykiavík. Guðspjall
dagsins var kafli úr Lúkasi.
Lúkas 10. Kaflinn um misk-
íunnsama Samverjann.
Þessi kafli guðspjallsins
greinir frá því, að lögvitr-
ingur kom að máli við Krist
©g spurði hann, hvað sér bæri
að gera til þess að hann eign-
aðist eilíft líf. Kristur svar-
aði: Elska skalt þú drottinn,
Guð þinn, af öllu hjartá þínu
og af allri sálu þinni og af
öllum mætti þínum og af öll-
um huga þínum og náunga
þinn eins og sjálfan þig. Lög-
vitringurinn spurði: Hver er
þá minn náungi? Þá sagði
Kristur honum söguna af
manninum, sem á leiðinni milli
Jerúsalem og Jeríkó, féll í
hendur ræningjum, sem flettu
hann klæðum, stálu af honum
fötunum og öðrum eignum og
börðu hann til óbóta, en mað-
urinn lá eftir ósjálfbjarga.
Þar fór um veginn prestur,
sem sá manninn, en lét h^nn
afskiptalausan. Ennfremur
fór um þennan veg Levíti. Sá
hann hinn hrjáða mann, en
veitti honum enga hjálp. Loks
kom þar að Samverji, sem
miskunaði sig yfir xennan
hjálparþurfa mann og greiddi
götu hans, sem að gagni varð.
Spurði þá Kristur lögvitring-
inn hver væri náungi manns-
ins, sem féll í hendur ræningj-
unum. Hann svaraði að það
væri sá, sem miskunnarverkið
gerði. En Kristur sagði hon-
am að fara og gjöra slíkt hið
sama. Út af þessu lagði prest-
urinn.
Það, sem mesta undrun
vakti þeim, sem þessar línur
ritar, var, að presturinn fór
utan og innan við merg máls-
ins. Hann virtist vera blindur
á kjama dæmisögunnar, en
með augað á hismi ihennar.
Kristi ofbauð framferði
prestanna í Gyðingalandi í
sinni samtíð. Honum ofbauð
hvernig alþýðan var útsogin
af skatta- og fórnarkröfum.
Hvernig prestarnir, ásamt
keisaravaldinu, skattpýndu
þjóðina og slógu eign sinni á
fórnirnar og urðu örgustu
sníkjudýr á heimilum ekkna
og föðurlausra. I dæmisög-
unni er prestunum borið á
brýn miskunnarleysi, en Sam-
verjinn, sem ekki var hátt
skrifaður hjá Gyðingum á
þeirri öld, tók prestum og Le-
vítum langt fram að miskunn-
semi og mannkærleika.
Þessi og fleiri dæmisögur,
sem Kristmyá sinni tíð sagði,
kom prestunum mjög illa,
voru íhaldssamir um fornar
venjur, ánægðir með sitt qg
gátu kýlt vampir sínar á
svitadropum fátæklinganna
og vildu því enga skipulags-
breytingu á þjóðfélagsháttun-
um, en reyndu eftir fremsta
megni að þóknast keisaravald
inu í von um eigin hag. Má
segja. Lágu hundflatir fyrir
þ\ú.
Pistla þessa skriíaði p&stulinn P .. ... íreropm
sálum til umþenkin?ar
Prestarnir vildu ekki breyta
háttum sínum, sem bakaði
þeim missi jarðneskra gæða.
Þeir þoldu ekki hið heilsu-
samlega orð, en þá þyrsti eftir
munaði, svalii og sællífi. Þeir
vildu nota stöðu sina, ekki
aumum til framdráttar, held-
ur sjálfum sér til sællífis og
auðsöfnunar.
Til þess nú að hafa frið og
vera fastir í sessi töldu þeir
sig þurfa að ryðja Kristi úr
vegi. Til þess nú að koma
þessu áformi í kring var ráð
að koma sér sem bezt við keis-
aravaldið í Jerúsalem, enn-
fremur að æsa lýðinn upp
móti Kristi og sæta svo lagi,
er færi gæfist að lífláta hann.
Þegar svo loks færi gafst
höfðu prestar Jerúsalems
borgar lýðinn á sínu valdi, og
það svo geipilega, að þeir söfn
uðu ljúgvitnum móti Kristi.
Prestarnir hafa að sjálfsögðu
fengið marga til þess að vinna
ranga eiða 1 þessum vitna-
leiðslum, þó þess sé ekki beint
getið, þá leiðir það af öllu at-
hæfinu.
Þótt keisaravaldið hefði aðal-
framkvæmdina um krossfest-
inguna, þá undirbjuggu prest-
arnir ihana, beint og óbeint,
ýmist opinberlega eða á bak
við tjöldin og sýndu með þvi
sitt ágæta hugarþel til sinna
meðbræðra og staðfestu það
samvizkuleysi, sem Kristur
bar þeim á brýn í dæmisög-
unni um miskunnsama Sam-
verjann.
Kristur sá ginnungagap
eymdar og spillingar gapa við
þjóð sinni. Hann sá öreigana
á knjánum fyrir framan yfir-
stéttirnar. Hann sá iðjulausar
yfirstéttir arðræna vinnandi
lýð. Hann sá iðjulausa fjár-
plógsmenn ala sig á annara
fátækt. Hann sá yfirstéttirn-
ar mergsjúga lýðinn eins og
fúi, sem festir rætur í trjám
og runnum. Hann sá lýðinn
ærðan og með hann leikið eins
og peð á tafli, af sællegum yf-
irmönnum.
Já, allt þetta sá Kristur.
Hann gat ekki rönd við reist.
Hann tók það ráð að reyna
að hugga lýðinn. Fá hann til
að bjóða vinstri vangann, ef
hann var sleginn á þann
hægri. Hann ráðlagði öreig-
unum að bjóða fram kirtilinn
líka, ef yfirhöfnin var tekin í
skatta. Hann tók það ráð að
kenna lýðnum, að sæla himna-
ríkis fengist í gegnum jarð-
neska fátækt og undirokun,
því sagði hann söguna af ríka
manninum og hinum fátæka.
Þess vegna sagði hann, að úlf-
aldi ætti hægara með að kom-
ast í gegnum nálarauga, en
ríkur maður í himnaríki. Þess
vegna sagði hann, að hinir
fátæku væru sælir, því þeirra
væri himnaríki o. s. frv.
Kristur er tvímælalaust
fyrsti og æðsti jafnaðarmað-
urinn, sem jörðin hefur borið.
Því hefur hann orðið umtal-
aðasti maðurinn og heims-
kunnasti maðurinn, sem á
þessari jörð hefur fæðst.
Það er fráleit skýring að
túlka Guðsríki eða ríki himn-
anna, sem Gyðingar tala um á
dögum Krists, og Kristur
sjálfur talaði um sem ríki ann
ars heims. Það, sem lýðurinn
í Gyðingalandi á þeim tímum i
nefndi ýmist Guðsríld eða ríki
himnanna var að sjálfsögðu
friðarríkið, jafnaðarríkið og
jafnfréttisríkið, þar sem, að
hinir undirokuðu næðu rétti
sínum, þar sem að fátækling-
arnir öðluðust frelsi og fé-
vana maðurinn nauðsynlega
fæðu. Þetta ríki átti að stofn-
setja hér á jörðu, enda sagði
Kristur, að himnaríki væri
mitt á meðal fólksins.
II.
Eigi alls fyrir löngu sá ég
minnzt á, í dagblöðum bæj-
ins, að árið 1951 hefðu tekjur
kirkjugarða Reykjavíkur
numið kr. 1.455.599,49. Var
sagt, að þetta væri samkv.
rekstursreikningi garðanna,
en það eru síðustu reikningar
garðanna, sem út hafa komið.
Sagði ég við sjálfan mig, að
þetta væri svimandi upphæð
og hlytu garðarnir að leggja
fé fyrir.
En umsögnin náði lengra,
Rekstursútgjöld kirkjugarða
Reykjavíkur, árið 1951, voru
talin nema kr. 1.635.845.66.
Þau skiptust þannig í nokkr-
um liðum: Kaupgreiðslur kr.
338.454,13. Blóm og trjárækt
kr. 99.683,67, bílakostnaður
kr. 135.606.76, innheimtulaun
kr. 80.985,61.
Eru hér aðeins taldir nokkr
ir útgjaldaliðir á reksturs-
reikningnum, en niðurstaðan
var sú, ef minni mitt svíkur
mig ekki, að reksturshallinn á
kirkjugörðum Reykjavíkur
árið 1951 nam kr. 180.246,17.
Kirkjugörðum hringinn í
kringum landið er aflað tekna
með því að leggja 2% ofan á
útsvör hvers gjaldana í land
inu. Þar sem útsvör Reykvík-
inga eru svo há, sem raun
ber vitni, verða tekjur garð-
anna svona miklar. Nú er það
vitað, að ihirðing kirkjugarða
Reykjavíkur er afbragðs góð
og þeir á allan hátt til fyrir-
irmyndar, en það er minna
þakklætisvert, þegar þetta
feikna fé fellst til árlega, sem
notað er þeim til viðhalds og
endurbóta.
Hinsvegar er orð á því gert,
að girkjugarðar út um land
!séu í miður góðri hirðingu.
| Býst ég við að það komi til af
jþvi, að sóknarnefndir i fá-
mennum sóknum hafi úr litlu
eða engu fé að spila, til við-
;halds görðunum. Vildi ég
I1 leggja til að lögum um kirkju
garða yrði breytt þannig, að
heildartækjum mætti árlega
skipta niður milli garðanna
og flytjast til eftir því, sem
þörfin væri í hvert sinn fyrir
þær.
Framkvæmdastjórar kirkju
garða Reykjavíkur hafa spik-
feit embætti. Þeir fitna og
þeim hlýtur að græðast fé, en
þeir hveifa að lokum ofan í
garðana örfátækir, en skilja
auð sinn í hreiðrinu. Allt
verður eftir nema ýstran. Hún
fyjgir veg allrar veraldar.
III.
Fyrir hartnær tveimur ár-
um ákváðu bæjarvöld Reykja
víkur, að styðja fátækt fólk
til þess að komá upp yfir sig
húsum. Þessi hjálp var þó að-
allega í því fólgin að úthluta
lóðum fyrir þessar smáhúsa-
byggingar. Jú, lóðunum var
úthlutað innst inn á Bústaða-
hálsi. Þar skyldu húsin sett,
á víð og dreif um ónumið
svæði.
Samhliða þessum lóð.aút-
mælingum varð að leggja
vatnsleiðslur, skolpleiðslur,
rafmagn, síma og götur. Þetta
hefur allt gengið seint og að
sjálfsögðu allt á eftir áætlun.
Bygging þessara smáhúsa
hefur gengið seint. Lánsfé hef
ur vantað og ýmsir erfiðleik-
ar, samfara fátæktinni, hafa
tafið þessar byggingar.
Staðurinn, sem valinn var
undir húsin slæmt húsastæði,
langt út úr bænum, sem gerir
íbúum. húsanna mjög erfitt
fyrir um alla aðdrætti og að
sækja vinnu, sér til lífsfram-
færis.
Bæjarvöldin virðast hafa
það eitt hugfast að þenja bæ-
inn sem mest út, byggja hann
á öllum hólum og hæðum um
fjöll og firnindi, án þess að
athuga afleiðingarnar af
þessu fyrir bæinn sjálfan og
ibúa hans.
Lauslega athugað hefur
mér fundizt, að betra hefði
verið fyrir bæjarfélagið, að
byggja hús þessi í einni eða
tveimur samfelldum ,,blokk-
um“ og gefa fólkinu íbúðir í
þeim, heldur en elta öll þessi
dreifðu hús með vatnsleiðsl-
ur, skolpleiðslur, rafleiðslur
og götur eins og hann verður
að gera fyrir þetta glappa-
skot sitt.
Hér í bænum, við Grettis-
götu, Njálsgötu, Hverfisgötu,
Lindargötu og víðar eru lítil
hús með löngu millibili, byggð
um og fyrir aldamót, þá við
ruddar götur, en sem nú eru
bænum orðnar dýra, vegna
Framhald á 7. síðu.
toíró!§kver og lesbók
saman
I bókínni era um 100 myndir, allar
litprentaðar.'
Skólaiáð bamaskólanna heíur sam-
þfkkt þessa. bók sem kennslubók' í
lestri.
7