Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 8
Nf iinpr í læknavísindum MÁMMGSBLABIÐ Á a§ afnenta Ivðræðið? Framhald af 1. síðu. meinsstríði nútímans er það oft ekki síður skuld læknanna en sjúklinganna, hversu seint er gripið til réttra ráða. Af- sökun lækna er máske sú, að þeir séu of hlaðnir lýjandi störfum, og af þeim orsökum mistakist margt hjá þeim bæði í aðgreiningu sjúkdóma og meðferð þeirra. Því held ég því hér fram, að sú krafa hljóti innan skamms að verða gerð, að í hverju landi starfi sérstök heilsuverndarstöð, sem ein- göngu (helgi krafta sína því að rannsaka ýtarlega þá sjúkl inga sem grunur leiki á að gangi með byrjandi krabba- mein. Enda líkur til, að nú hafi að garði borið merkileg- ar rannsóknir er sannað geti að um krabbamein sé að ræða löngu áður en sá geigvænlegi sjúkdómur gerir vart við sig. Fyrir svo sem 7—8 mánuð- um kom kunningi minn einn á lækningastofu mína og raun ar ekki í þeim erindagjörðum að leita sér lækninga. Eg veitti því strax athygli, að á meðan hann stóð við hjá mér, þá hóstaði hann annað slagið. Þessi hósti kunningja míns líktist mest tóbakshósta, eðá máske léttum barkahósta. Eg spurði hann hvort hann væn kvefaður eða máske reykti of mikið, en hann taldi kvef or- sökina. Kvaðst ekki reykja. Lét ég honum því í té kveflos- andi lyf, og gleymdist svo þetta í önnum dagsins. Leið nú alllangur tími, máske mán- uður, og, hitti ég þá þenna kunningja minn aftur af til- viljun. Og enn hóstaði hann, og taldi mitt lyfjasull einskis virði. I sjálfu sér kom mér þetta mál ekki við, var ekki heimilislæknir mannsins. En gerði hér mikla yfirsjón að senda manninn ekki strax til gegnlýsingar og máske enn gagngerðari rannsóknar. En nú jókst ihraði atburða mjög snögglega. Því þessi kunningi minn hélt skömmu síðar er- indi á opinberum vettvangi, og vegna þeirrar áreynslu hefur hann auðsjáanlega of- reynzt og þar við bættist það, að hann fékk vafalaust enn- fremur snert af lúngnabólgu og lagðist fárveikur. Hin nýju ágætu lyf, svo sem penicillin og Auromycin dugðu treg- lega. Eftir 3ja vikna stríð var hitinn nokkuð minni, en hóst- inn aldrei erfiðari. Nú var sjúklingurinn loks fluttur á sjúkrahús, teknar Röntgen- myndir, sem sýndu bletti í öðru lunganu, er bæði gátu í sjálfu sér borið einkenni lúngnabólgu, eða þá byrjandi krabbameins. Og er þetta kjarni málsins. Enn leið all- langur tími þar til það var gert sem gera þurfti, að sér- f ræðingur var fenginn til þess að athuga með speglun, lungnapípur og lungu sjúkl- ingsins, og heppnaðist þá að ná smábita frá lunganu til rannsóknar, og þá kom í ljós, að um krabbamein var að ræða. Mér þykir sennilegt, að ef ég hefði haft hugsun á þvi að slík rannsókn hefði verið gerð, einmitt áðttr en hann veiktist alvarlega, þá hefði verið unnt að bjarga lionum með uppskurði. Krabbamein í lungum byr ja venjulega ósköp meinleysis- lega með kvefi, og hósta. Oft koma síðar fram lungnabólku einkenni, og máske nokkur uppgangur blóðs, og svo síð- ar, þegar veikin er komin á erfiðara stig, enn önnur og meiri einkenni, svo sem sárar þrautir, andþrengsli, blóð- leysi, og megrun. Hvað er til ráða? Þeir læknar, sem mesta reynslu hafa á þessu sviði, hafa haldið því fram að litlar Iíkur séu til varanlegs bata hafi sjúklingurinn gengið lengur með meinið en þrjá mánuði, sem þýðir það að sjúkdómurinn verður að grein ast löngu fyrr en ber á alvar- legum einkennum. Og einasta lækningin er sú að nema með opnun brjóstholsins hið sjúka lunga burtu. Það var þýzki snillingurinn, prófessor Sauerbruch, sem fann upp þá réttu aðferð, og og framkvæmdi hana með á rangri. Síðan hafa mörg vötn til sjávar runnið, og miklar framfarir orðið, og sérstak- lega á sviði svæfinga, og má fullyrða eins og mál standa nú, að margir fái varanleg- an bata, þekkist sjúkdómur- inn aðeins nógu snemma. Ballet hefur löngum verið talinn standa framarlega Rússlandi. Myndin er af einni frægustu balletdanskonu þeirra við Leningradóperima. Alltaf öðru hverju eru að heyrast í íslenzkum blöðum raddir um það, að nú eigi að fara að skipta landinu í ein- tóm einmenningskjördæmi og afnema uppbótarþingsætin. Síðast var Timinn að skrifa um þetta nú nýlega, en hann hefur farið sér heldur hægt í þessu nú undanfarið. Það er fáránlegt að sjá blöð lýðræðisflokka halda fram öðru eins og þessu, því að hér á landi mundi slík tilhögun raunverulega tákna endaíok alls lýðræðis. Stjórnmálaflokkarnir á ís- Iandi eru nú orðnir sex. Vel getur því svo farið, að flokk- ur vinni kosningu í einmenn- ingskjördæmi þótt hann hafi innan við 20 prósent greiddra atkvæða. Og vel er hugsan- legt, að flokkur geti hlotið meirihluta þingsætanna á Al- þingi, þo að hann hafi ekki nema um fimmta hluta þjóð- arinnar að baki sér. Ef þetta kæmist í framkvæmd mætti stjórna landinu um langt ára- bil, þó að f jórir fimmtu hlut- ar þjóðarinnar væru algjör- lega andvígir stjórnarstefn- unni. Þetta mundi auðvitað þýða endalok lýðræðis í land- inu, slíkt væri ekki nema fár- ánleg skrípamynd af lýðræði. Eg er hræddur um að virðing- in fyrir stjórnskipun landsins yrði ekki mikil, ef lítill minni- hluti gæti þannig um langt skeið kúgað mikinn meiri- hluta þjóðarinnar. Og ef kúga ætti svo ólýðræðislegu skipu- lagi upp á þjóðina mundi því áreiðanlega verða svarað með ólýðræðislegum baráttuað- ferðum, eins og von er til. Það er hrein fölsun, þegar forsvarsmenn einmennings- kjördæma vitna í Bretland og Bandaríkin í þessu sambandi. í báðum þeim löndum eru ekki nema tveir stjórnmálaflokk- ! ar, sem neinu máli skipta, svo að hlutföllin á þingi gefa nokk urn veginn rétta mynd af þjóðarviljanum. Olfur - UEfur Bandaríska myndin Glugg- inn, sem nú er sýnd í Gamla bíó hefur margt til síns ágæt- is. í fyrsta lagi er hún að mestu án ,,tilbúinna“ æsinga- atriða þó sjálf atburðarásin sé mjög spennandi. í öðru lagi er öll rnyndin ailvel leik- in. Áhrifamesta leikinn sýna drenghnokkinn Bobby Dris- coll og foreldrar hans Bar- bara Hale og Arthur Kennedy Samleikur þessa þriggja er frábær. Efni myndarinnar Ef til væru í þessu löndum sex allsterkir flokkar mundu þau áreiðanlega fyrir löngn vera horfin frá ein- menningskjördæmaskipulag- inu. Sumir eru að segja, að hlut- fallskosningar ýti undir srná- flokka. En ef flokkur á svo mikið fylgi með þjóðinni, að hann fær fulltrúa í hlutfalls- kosningum, á hann fullan rétt á því. Allir kjósendur eiga að vera jafn réttháir, hvort sern þeir fylgja litlum eða stórum flokki. Það er fáránleg hug- mynd og í alla staði ólýðræð- isleg, að fylgismenn sbóru flokkanna eigi að vera rétt- hærri en aðrir kjósendur, en fylgismenn smærri flokkanna eigi að svipta öllum lýðrétt- indum. Lýðræðið stendur ekki sterkari fótum í landi, þar sem slíkum skoðunum er hald- ið blygðunarlaust fram í blöð- um helztu stjórnmálaflokk- anna. Það eru ýmsir gallar á lýðræðinu hjá okkur, en það er fjarstæða að ætla sér að losna við þá með því að af- nema lýðræðið sjálft. Ajax. Hvað á að gera í kvöld*. Gamla bíó: Glugginn. Bobby Driscoll. KI. 5, 7 og 9. Nýja bíó: Gög og Gokke á Atomeyjunni. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: f þjónustu góðs málefnis. Ray Milland. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó: Odette. Anne Neagle. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Gullna liðið. Ann Blyth. Kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó: Nautabaninn. Mel Ferrer. Kl. 5, 7 og 9. Tripólibíó: Ósýnilegi vegg- urinn. — Sir Ralp Ric- hardson. Kl. 5, 7 og 9. mun flestum hugstætt. Tommy litli er gjarn á að segja sögur, sem ekki hafa við neitt að styðjast. Þegar hann svo, af tilviljun, er viðstadd- ur morð trúir honum enginn. Atburðarásin er ákaflega ein- föld, leggur áherzlu á sálar- þjáningar drengsins, sem eng- inn trúir. Kvikmyndun er vönduð, nokkuð tilgerðarleg á köflum, nóg til þess að æsa taugar á- horfenda. Sjálfsögð mynd fyrir alla. A. B. OR EINU I ANNAD — Islenzka krían — Leikhúshornið — Eftirsóttur ungkarl — Óánægja á Hótel Borg. — Á næstunni eiga að koma út frímerki, sem ætlazt er til, að minna Dani á handritakröfur Islendinga. Á hverju frímerki verður mynd af broti úr hand- ritasíðu og svo greinilega prentað að hægt er að lesa i það með stækkunargleri. Það var horfið frá þvi að setja kjörorðin „Handritin heim“ á frímerkin, enda þykja þau nóg áminning um hug íslendinga eins og þau eru. 1 ' * Tvær ungar og fallegar íslenzkar stúlkur stóðu á þilfari Gullfoss í Leith. Kríugangur var mikill og örg- uðu þær óspart að venju. Allt í einu segir önnur stúlkan: „Hefurðu tekið eftir því, að krían hér er alveg eins og islenzka krían ?“ ★ Þjóðleikliúsið: Urbancic er sparkað eins og kunnugt er. En þar við situr ekki. Halldóri Þorsteinssyni, sem \ var ritstjóri leikskrárinnar, er nú líka sparkað en í stað hans er kominn Thorolf Smith, blaðamaður hjá Vísi. Magnús Pálsson, leiktjaldamálari, er sagður í hættu. ★ Tvær ungar, og auðvitað laglegar stúlkur, sátu yfir kaffibolla og lásu fréttina um að Guðjón Teitsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisskip, hefði verið skipaour for- stjóri stofnunarinnar. Skyndilega brá við glampa í aug- um annarrar og sagði hún: ,,Jæja nú er þá Guðjón orðinn al-eftirsóttasti ungkarl bæjarins.“ ★ % Einhver óánægja ríkir á Hótel Borg vegna þess að amerískur maður, tengdasonur hóteleiganda, hefur tek- ið að sér daglegan rekstur hótelsins. Innan þjónastéttarinnar er talið, að hann hafi ekki atvinnuleyfi og þar af leiðandi ekki rétt til þessa starfs. Það fylgir að í bígerð sé að gera eitthvað róttækt í málinu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.