Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 7
Hánudagur 14. sept. 1953 P1.SILAR Framhald af 2. síðu. vatnsleiðslu, skolpleiðslu, raf- leiðslu, malbikunar og gang- stéttalagningar o. fl. Þessi hús á bærinn að fá heimild til að taka eignar- námi, láta þau hverfa, en bvggja í þeirra stað stór og vönduð samfellu hús, sem rúmi fólk í stórum stíl, í stað þess fámennis, sem nú er í þeim. IV. Það er góður siður, að halda dagbækur. Þar, sem það er gert, kemur saman mikill fróðleikur, sem er mikils virði, þegar tímar líða. Það var siður í landi hér meðal fræðimanna í bændastétt, að halda dagbækur. Var þar, meðal annars, daglega ritað inn veðurfarið og helztu við- burðir dagsins, svo sem gesta komur og fréttir, sem menn hentu á lofti. Hugsum okkur hve mikill fróðleikur það væri nútímanum, ef við ættum í þessum og þvílíkum bókum daglega veðurathugun t. d. s. 1. 100 ár. Mætti mikið styðj-1 ast við slíkt um breytingar á veðurfari hér á þessu tímabili. Lífið er nú svona, að það, sem manni finnst, ef til vill, að sé lítills virði í dag, getur verið mikills virði ejjir nokkurt tímabil. Oorðin eru fræ and- ans. Þeim er sáð út fyrir him- ihvinda komandi tíma. Þau fljóta í sökkvandi sjó gleymskunnar um sólarald- ir aftur fyrir sig og eru þess meira virði sem eldri eru, enda sá þau út speki fallinna alda, sem ella gleymdist. Sá, er þessar línur ritar, hef ur haft af því gaman og oft og tíðum gagn, að skrifa niður viðburði dagsins. Mun þegar fram líða stundir og þeir, sem nú lifa eru gengnir hinnztu göngu, verða að þessum tóm- stunda vinnubrögðum mínum, ef til vill gagn og gaman. Að þessu sinni hefi ég, frá byrjun kirkjuársins, og allt til þessa dags, skrifað niður útvarpsmessur. Þetta er ekki mikils virði, en þó, ef betur er að gáð, má lesa nokkuð út úr þeim. Má þar sjá skiftingu út- varpsmessanna milli sóknar- presta Reykjavikur. Er hún dálítið brosleg. Taki ég tímabilið frá byrj- un kirkjuársins og til mai- loka, en þá er kirkjuárið hálfnað, kemur þetta í ljós: Útvarpað hefur verið messu frá Árelíusi Níelssyni, fimm sinnum, á þessu timabili. Út- varpað hefur verið messum frá Gunnari Árnasyni, fjór- um sinnum, á þessu tímabili. Útvarpað hef ur verið messum frá Jakobi Jónssyni, sex sinn- um, á þessu tímabili. Útvarp- að hefur verið messum frá Jóni Þorvarðarsyni, fjórum sinnum, á þessu tímabili. Út- varpað hefur verið messum frá Jóni Auðuns, sjö sinnum, á þessu tímabili. Frá Emil Framhald af 3. síðu. skyldu fara utan og leggja mál sín í konungs dóm. Kon- ungur virtist í öllu hliðhollari Gissuri, enda voru þeir f rænd- ur. Hákon konungur hafði líka haft mest kynni af Þórði, er hann lá í drykkjuskap í Noregi áður fyrr og hefur því sennilega ekki metið hann að verðleikum. En enn einu sinni var hamingjan hliðholl Þórði. Árið 1247 kom til Noregs sendimaður páfa, Vilhjáhnur, kardínáli til að vigja Hákon konung undir kórónu, og lét konungur þá Þórð og Gissur flytja mál sin i áheyrn kardí- nála. Vildi kardinálinn ekki annað heyra, en að Þórður færi til íslands, er hann hafði _____________________________ I Ufanríkisverzliír. og riffrelsi Framhald af 4. siðu. anna að fara að lofsyngja ein- ræði eða annað stjórnarfar, sem okkur er ógeðfellt, þá er það of dýru verði kéypt. Þá væri í rauninni allt hugsana- og málfrelsi úr sögunni. Það munu nú vera kringum 30 ríki, sem við eigum viðskipti við, og samkvæmt þessum kenningum ættum við að lofa og vegsama allt í fari þeirra þjóða til að spilla ekki fyrir viðskiptunum. Nú er Svert- ingjalandið Nigería að verða eitt af fremri viðskiptalönd- um okkar. Þá eigum við sjálf- sagt að lofsyngja fjölkvæni, skurðgoðadýrkun, mannát og fleiri góða siði þessarar ágætu viðskiptaþjóðar okkar. Ajjax. Björnssyni hefur verið útvarp að messum á þessu tímabili, þrisvar sinnum. Frá Garðari Svavarssyni hefur verið út- varpað messum á þessu tíma- bili fjórum sinnum. Á um- ræddu tímabili hefur verið út- varpað messum frá Sigurjóni Árnasyni, Þorsteini Björns syni, Óskari Þorlákssyni og Jóni Thorarensen, þrisvar sinnum frá hvorum. Mér finnst þetta bera keim af hlutdrægni. Kemur mér nokkuð kinlega fyrir sjónir, að innan kirjunnar, þessa mikla musteris réttlætis og bræðralags, skuli vera svona misrétti. Innan kirkjunnar þarf að vera bróðurhugur; ekki í orði, iheldur á borði, svo hún sé samkvæm sinni kenn- ingu og hugsjón. Þetta þurfa hennar höfðingjar að muna. Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan, stendur skrifað. Frá kirkj- unni ög hennar yfiirmönnum á bróðurkærleikurinn að koma áþreifanlegar. Annars er allt tal um slikt fals og fblekking. heyrt málavöxtu. Hefur hon- um sennilega runnið til rifja frændamissir Þórðar í við- skiptunum við Gissur. Varð það því úr, að Þórður fór út til íslands, en Gissur sat eftir í Noregi og undi illa sínum hlut. Þórður fór heim sama ár og varð nú að heita mátti ein- valdur á Islandi, og var svo næstu þrjú árin. Aldrei í sögu Islands iyrr né síðar hefur neinn maður verið svo valda- mikill í landinu sem Þórður kakali var á árunum 1247— 1250. (Framhald): Kvöldskóli K.F.U.Na byrjar innrifun Þessi vinsæli skóli verður settur í húsi KFUM og K við Amtmansstíg 1. okt n.k. óg starfar vetrarlangt. Hann er fyrst og fremst ætlaður því fólki, piltum og stúlkum, sem stunda vilja gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni. Einsk is inntökuprófs er krafizt, en væntanlegir nemendur verða að hafa lokið lögboðinni barnafræðslu eða fá sjálfir undanþágu frá slíku, ef þurfa þykir. Námsgreinar í skóíanum Kvöldskólinn starfar í byrjunar- og fx-amhaldsdeild, og eiga eldri nemendur hans forgangsrétt að þeirri síðari, ef þeir sækja um hana í tæka tíð. Þessar námsgreinar eru kenndar: íslenzka, danska, enska, kristin fræði, reikning- ur, bókfærsla og handaúnna (námsmeyjum í byrjenda- deild), en auk þess uppiestur (framsagnarlist) og ísíenzk bókmenntasaga í framhalds- deild. Skólinn hefur ágætum kenn urum á að skipa*og notar mjög hagkvæmar kennslubæk ur, sem miðaðar eru við náms áætlun hans sérstaklega og ótrúlega mikið má læra á skömmum tíma. Skólann hafa á þeim 32 árum, sem hann hefur starfað, sótt þúsundir nemenda frá fermingaraldri og fram til fertugs. Hefur það mjög færzt í vöxt upp á síð- kastið, að þangað leiti fólk til ná.ms víðsvegar af landinu samhliða starfi sinu eða námi í sérskólum. Núverandi fræðslumála- stjóri, hr. Helgi Elíasson, sem árum saman hefur fylgzt með starfi Kvöldskólans og jafnan sýnt því fullan skilning og vel vild hefur látið svo um mælt í bréfi til menntamálaráðu- neytisins, að hann teldi sig meðmæltan því, að unglingar, er lokið hefðu barnaprófi, en fengju af heimilisástæðum að skólann. Kvaðst fræðslumála- stjóri líta svo á, að skólinn væri viðurkennd kennslu- stofnun innan þeirra tak- sér, og kvaðst telja mikilvægt, að þangað leituðu fræðslu marka, sem hann hefði sett þeir unglingar, er væru um og yfir 15 ára og ekki hyggðust halda áfram dagskólanámi að lokinni fræðsluskyldu. Mun þessi umsögn fræðslumálastj. verða mörgum ungmennum og foreldrum þeirra.gleðiefni, enda vitna þau um góðvild og víðsýni. Tryggið ykkur skólavist nú þegar Umsóknum um skólavist í Kvöldskóla KFUM verður eins og áður veitt móttaka í nýlenduvöruverzluninni Visi Laugavegi 1 frá 1. sept. og þar til skólinn er fullskipaður að því marki, sem hið mjög svo takmarkaða húsrúm set- ur honum. Er fólki einaregið ráðjagt að tryggja sér skóla- vist sem allra fyrst, því að ó- líklegt er, að unnt verði að sinna öllum inntökubeiðnum, en umsækjendur eru teknir í þeirri röð, sem þeir sækja. Fólk er að gefnu tilefni á- minnt að mæta við skólasetn- ingu 1. okt. kl. 8,30 siðd. stund víslega. Þeir umsækjendur, sem ekki koma þangað eða senda annan fyrir sig, mega 'búast við, að fólk, sem venja er að skrá á biðlista, verði þá tekið í skólann í þeirra stað. Kennsla mun hefjast mánu- daginn 3. október. - SKRYILUR - Nýi bíUinn Faðirinn: Hvað eyðir hann miklu bensíni? Móðirin: Hvernig er áklæð- ið inn í honum á litinn? Sonurinn: Hversu mikinn hraða hefur hann? Dóttirin: Hefur hann sígar- ettukveik jara ? Nágranninn: Hvernig hafa þau ráð á þessu ? — O — Indæll Unga konan horfir löngun- arfullum augum inn í glugg- an hjá skartgripasalanum. Georg, sagði hún, ég vildi óska ég ætti þessa nælu. Eg hef ekki efni á að kaupa hana, elskan. En ef þú gætir það, þá mundirðu gera það? '' Nei, alls ekki. Hvað segirðu! Vildirðu ekki gef a mér næluna ? Nei, hún er ekki nærri nógu falleg handa þéf. Ö, elskan, þú ert indæll. — O — Góður matur S.: Þú borðaðir í gær hjá fru B. Þú hefur sjálfsagt feng ið gott að borða. D.: Jú, nautasteikin sem ég át heima hjá mér áður en ég fór þangað og rjúpan, sem ég gleypti í mig þegar ég kom heim, var hvorttveggja ágætt. — O — Piæsturinn: Þú drekkur of mikið Jón minn. Brennivínið er þinn mesti óvinur. Jón: Þér kennið prestur minn að maður eigi að elska óvini sína. Presturinn: En ég hef aldrei boðað að það eigi að gleipa þá og renna þeim nið- ur. jstunda vinnu, sæktu Kvöld-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.