Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 14.09.1953, Blaðsíða 4
<ft MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur »14. sept. 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. Prentsmiðja Þjóðviljans h./. Ulanríkisverzlun og ritfrelsi Það er orðið nokkuð langt oíðan fór að bóla á þeim skoð- unuin hér á landi, að ekki xnætti tala eða rita eitt ein- asta styggðaryrði um þær þjóðir, sem við Islendingar eigum einhver verziunarvið- skiptí við. Ýmsir hafa haldið því fram, að um viðskipta- þjóðir okkar megi ekki rita rtema lofið eitt. Það eigi að vera harðbannað að gagnrýna stjórnarfar þeirra eða menn- xngu og jafnvel einstaklinga með þessum þjóðum. Sénhver vottur af gagnrýni gæti orðið fcil þess að spilla fyrir viðskipt unum. Á valdatíma Hitlers í Þýzkalandi var því iðulega haldið fram í ræðu og riti, að ekkerfc nema lof eitt mætti rita um' Hitler og stefnu hans í blöðin hér, annars gætu Þjóð verjar orðið reiðir og hætt að verzla við okkur. Sumir, sem þó voru ekki nazistar, héldu því blákalt fram, að það væri ekkert nema landráð að leyfa sér að gagnrýna nazismann, það værí svívirðilegt tilræði við ufcanríkisverzlun og at- vinnulíf Islendinga. Sjálfsagt væri að syngja dýrðaróð um pyndingaklefa og fangabúðir nazista, ef við gætum grætt á því fáeinar milljónir. Eg man ekki befcur, en að kommúnist- ar berðust í þann tíð ákaft gegn slíkum skoðunum og teldu sér leyfilegt að skamma Hitler án alls tillits til utan- ríkisviðskipta, enda var það auðvitað alveg rétt hjá þeim. En nú virðast kommúnistar vera búnir að skipta um skoð- un í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Það lítur út fyrir, að þeir séu komnir á sömu skoðun og mennirnir, sem á sínum tíma töldu það landráð að gagnrýna Hitler. Þetta hefur komið iíram í skrifum þeirra um viðskipti okkar við Rússa. Fyrst eftir stríðið voru mikil viðskipti milli ísiendinga og Rússa, en síðan féilu þau niður með öllu. Rússar hættu að vilja kaupa afurðir okkar, sjálfsagt af því að þeim hafa þótt þær of dýr- ar og viðskiptin ekki hag- kvæm. En „Þjóðviljinn? var alltaf að gefa í skyn, að sú vgeri ekki orsökin, heldur hitt, að íslenzka ríkisstjórnin væri of anökoininúnistisk og ís- lenzk blöð leyf ðu sér að gagn- rýna stjórnarfarið í Rúss- landi. Auðvitað var þetta þvættingur, sem Rússar sjálf- ir mundu hafa skellihlegið að, þeir verzla mikið við mörg ríki, þar sem harðvítugir and- komúnistar eru við völd, t. d. Suður-Ameríkuríkin og Bret- land. Eftir að samningar tókust í sumar um mikil við- skipti milli Islendinga og Rússa, fór Þjóðviljinn að tönnlast á þessu á ný. Nú megi ekki skrifa eitt styggð- aryrði um Rússa framar í ís- lenzk blöð né gagnrýna stjórn arfarið þar, það gæti eyðilagt þessi hagstæðu viðskipti. Eru Þjóðviljamenn nú búnir að gleyma því, hve skelegglega þeir börðust gegn alveg sams konar málflutningi, þegar Þýzkaland Hitlers átti í hlut? Þá mátu þeir ritfrelsið meir en viðskiptin, nú meta þeir viðskiptin meir en ritfrelsið. Annars er það auðvitað ekk ert nema hlægileg f jarstæða, að það geti spillt fyrir við- skiptum milli ríkja, þó að þau búi við ólíkt stjórnarfar og gagnrýni stjómarfar hvort annars. 1 viðskiptum eru menn ekki svo hörundsárir. Menn verzla þar sem viðskipt- in eru hagstæð og gefa þá dauðann og djöfulinn í allar blaðaskammir. Hitlers-Þýzka- land hélt áfram að verzla við okkur, þó að Þjóðviljinn skammaði Hitler. Og Rússar verzla alveg jafnt við okkur, þó að íslenzk blöð séu að skamma stjórnarstefnu Rússa, ef þeim á annað borð þykja Islandsviðskiptin hag- stæð. Eða halda menn, að ís- lendingar mundu hætta að vilja selja Rússum freðfisk, þó að eitthvert blað í Vladivo- stokk birti skammagrein um Bjarna Benediktsson ? En þessi hugsunarháttur, að málfrelsi og ritf relsi eigi að vera úr sögunni, þegar við- skiptalönd okkar eiga í hlut, er frámunalega vesall og lág- kúrulegur. Hann er samboð- inn mönnum, sem selja at- kvæði sitt á fimm krónur, eins og sagt er, að gert hafi verið í þorpi einu á Vesturlandi fyr- ir nokkrum árum. Ef við eig- um að vinna það tii viðskiþt- Framhald á 7. síðu. ing um skipun og skipfing starfa ráðherra ofl. Eftir tillögu forsætisráðherra og samkvæmt 15. gr. stjórnarskrárinnar-hef- ur forseti íslands í dag sett eftiirfarandi ákvæði um skipun og skiptingu starfa ráðheri’a o. fl.: I. Forsætisráðherra Ólafur Thors. Undir hann heyra eftirgreind mál: Stjórnar- skráin, Alþingi, nema að því leyti sem öðruvísi er ákveðiö, almenn ákvæði um fraimkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, forsætisráðuneyt- isins, skipting starfa ráðherra, mál, sem varöa stjórnarráðiö í heild, hin ís- lenzka fálkaorða og önnur heiðursmerki. Þingvallanefnd og mál varðandi meöferð Þingvalla, likisprentsmiðjan Gutenberg og ríkisbúið á Bessastöðum. Sjávarútvegsmál, þar undir Fiskifélagið og fiskimálasjóður, síldarútvegsmál (síldarverksmiðjui og síldarútvegsnefnd), svo og öll önnur atvinnumál, sem eigi eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum. Útflutningsverzlun, Sem entsverksmiðjan, Landssimiðjan. Atvinna við siglingar. Stýrimannaskólinn. Skipaskoðun ríkisins. Vitamál. Hafnarmál. Eimskipafélag íslands h.f. II. Ráðherra Bjami Benediktsson. Undir hann heyrir dómaskipan, dómsmál, önnur en félagsdómur, þar undir framkvæmd refsidóma, hegninga- og fangahús, tillögur um náðun, veiting réttarfarslegra leyfisbréfa, málflungings menn, lögreglumálefni þ.á.m. gæzla landhelginnar, áfengismál, strandmál, sifjaréttaivnál, erfðaréttarmál, persónuréttarmál, eignarréttarmál, yfirfjár- ráðamál, lög um kosningar til Alþingis og kjördæmaskipting, umsjón með framkvæmd alþingiskosninga, ríkisborgararéttur, útgáfa Stjórnartíðinda og Lögbirtingablaðs, húsameistari ríkisins, verzlunarmál, sem ekki eru í úrskurði þessum falin öðrum ráðherrum, þar undir verzlunarskólar. Menntamál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega undan teknir. Útvarpsmál og við- tækjaverzlun, barnavemdarmál, Menntamálaráð íslands, Þjóöleikhús og önn ur leikiistarmál, kvikmyndamál, skemmtanaskattur. III. Ráðherra Eysteinn Jónsson. Undir h ann heyra fjármál ríkisins. Þar undir skattamál, tollamál og önnur mál, er varða tekjur ríkissjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til aö afla ríkissjóði tekna, undirskrift ríkisskuldabréfa, fjárlög, fjáraukalög og reikningsskil ríkissjóðs, hin umboðslega endurskoðun, embættisveð. Eftirlit með innheimtu mönnum ríldisins, laun embættismanna, eftirlaun, lífeyrir embættisímanna og ekkna iþeirra, peningamál, þar undir peningaslátta. Yfirleitt fer þessi ráðherra með öll þau mál, er varða fjárhag ríkisins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sérstöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagstofan. Mæling og skrásetning skipa. IV. Ráðherra Ingólfur Jónsson. Undir hann heyra viöskiptamál, önnur en út flutningsverzlun. Bankar, spariísjóðir, gjaldeyrismál og verðlagsmál. Flug- mál, þ.á.m. flugvallarekstur. Póst- síma- og loftskeytamál. rðnaðannál, þar undir iönskólar, iðnaöarnám, iðnfélög. Eftirlit með verksmiðjum og vélum. Einkaleyfi. Ennfremur heilbrigðismál. þar á meðal sjúkrahús og heilsuhæli. V. Ráðherra dr. Kristinn Guðmundsson. Undir hann heyra utanríkismál, fram- kvæmd varnarsamningsins. þ.á.m. löreglumál, tollamál, flugmál, heilbrigð- ismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda varnarliðs i landinu. Gildir þetta um varnarsvæöið og mörk þeirra. Ennfremur fer hann með vegajmál og samgöngumál á sjó, sem eigi heyra undir aöra ráöherra samkvæmt úrskurði þessum, svo og önnur samgöngumál, er eigi eru í úr skurðinum falin öðrum ráðherrum. ,VI. Ráðherra Steingrímur Steinþórsson. Undir hann heyra landbúnáðarmál, þar undir ræktunarmál, þ.á.m. skógræktarmál og sandgræðslumál, búnaðar- félög, búnaðarskólar, garðyrkj uskólar, húsmæöraskólar í sveitum, dýralækn- ingamál, þjóðjarðajmál, Áburðarverksmiðjan h.f. Búnaðarbanki íslands. Enn- fremur rafmagnsmál, þ.á.m. rafmagnsveitur ríkisins og rafmagniseftiiríit, vatnamál, iþar undir sérleyfi til vatns orkunotkunar, jaröboranir eftir heitu vatni og gufu. Námurekstur. Kaupfélög og samvinnufélög. Atvinnudeild há- skólans. Rannsóknarráð i*íkisins. Kirkjumál. Félagsmál, þar undir alþýöu- tryggingar, atvinnubætur, vinnudeilur, sveiíarstjórnar- og framfærslumál. Fé lagsdómur. Almenn styrktarstarfsemi þar undir styrkveitingar til berklasjúk- linga og annarra sjúklinga, sem haldnir eru langvinniun sjúkdómum, sjúkra sjóðir, ellistyrktarsjóðir, öryrkjasjóðir. slysatryggingasjóðir, lífsábyrgðarsjóðir og aðrir tryggingasjóðir, þar með talið Brunabótaféiag íríands, nema sérstak lega séu undan teknir. Byggingafélög. Veóurstofan. Mælitækja- og vogaá-t haidamál. / - Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og mikilvæg stjórnarmálefni.. Svo skal og ráðherrafundi halda, ef einfciver ráðherra æskir að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er úr gildi felldur forsetaúrskurður frá 14. marz 1950 imr skipun og skipting starfa ráöherra o.fl. og bfeyting á þeim úrskurði frá 9. október 1951. Þetta birtíst hér með .öllum þelm, ér hjut fciga að máli. Forsætisráðuneytið, 11. sept. 1953. ÓLAFUR THORS ö ... ? ‘' BIRGIR THORLACIUS,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.