Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 19 MINNSTAÐUR Íþróttaskór - gönguskór - götuskór - barnaskór - sandalar - fjallgönguskór - öryggisskór - kuldaskór Allt að 70% afsláttur asics - scarpa - ecco - adidas - footprint - tatami - teva - minibel - bundgaard Góðir skór á frábæru verði! Útsalan er hafin! ÖSSUR HF Innanlandsdeild Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík sími 515 2360 www.ossur.is AUSTURLAND LANDIÐ Hveragerði | Fyrir nokkru kom Hrafn Jökulsson, for- maður Hróksins, í sína árlegu heimsókn í Grunnskól- ann. Þetta er þriðja árið sem hann kemur og færir nemendum í þriðja bekk bækur um skák að gjöf. Í heimsókninni var honum sagt frá auknum áhuga á tafl- mennsku innan skólans og bauðst hann þá til að koma í heimsókn með stórmeistara sem væri tilbúinn að tefla fjöltefli við nemendur. Á miðvikudaginn rann svo upp dagurinn og voru 124 nemendur búnir að skrá sig til leiks, en enn fleiri mættu og fengu allir að tefla. Hrafn mætti ásamt danska stórmeistaranum Hendrik Danielsen. Þegar þeir heyrðu um tölu þátttakenda var ákveðið að Hrafn tefldi við hluta þeirra til að komast yfir allan fjöldann. Að sögn Guðríðar Aadnegaard, kennara, sem skipu- lagði heimsókn meistaranna, voru tvö fyrirtæki hér í bænum, Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi og Kjörís, sem tóku þátt í mótinu með því að gefa skólanum alls þrjá- tíu töfl. Einungis einum nemanda tókst að vinna sína skák, en það var Guangze Hu, sem flutti hingað ásamt for- eldrum sínum frá Kína fyrir nokkrum árum. Hu náði að vinna Hrafn og var að vonum ánægður með árangur sinn og uppskar mikið lófaklapp frá nemendum, þegar úrslitin voru ljós. Það var gaman að heyra hversu ánægðir skákmennirnir voru með krakkana og gleður það í ljósi allra umræðna um agaleysi ungmenna. Grunnskólakrakkar tefldu við danskan stórmeistara Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sigraði Hrafn Guangze Hu (t.h.) vann skák sína gegn Hrafni Jökulssyni og var að vonum ánægður. Á annað hundrað krakka tefldi Neskaupstaður | Hið landsfræga kommablót var haldið í Neskaup- stað sl. laugardag og var það fjöl- mennasta kommablót frá upphafi, þar sem hátt á fjórða hundrað manns sátu blótið og skemmtu sér við söng, át og skemmtan. Mikla kátínu vakti annállinn sem eins og vanalega var sunginn, lesinn og leikinn af mikilli innlifun. Potturinn og pannan í annálnum eru þeir fóstbræður Smári Geirs- son, forseti bæjarstjórnar, og Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri. Þeim til halds og trausts voru Guðmundur Gíslason, Jón Björn Hákonarson og Svanhvít Aradóttir. Ekki var þó eins gam- an þegar blóti lauk því í miklu roki, sem gekk yfir um nóttina, skemmdust margir bílar blóts- gesta. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Kommar að eilífu Málaferlum Hjörleifs vegna álvers Fjarðaáls voru gerð góð skil, m.a. af þeim Smára Geirssyni og Guðmundi Gíslasyni. Kommum fjölgar í Neskaupstað Fundur með þingmönnum | Byggðarráð Austurbyggðar tók á fundi sínum sl. föstudag fyrir bréf Samherja um hugsanlega stöðvun landvinnslu fyrirtækisins á Stöðv- arfirði. Frá þessu er greint á vef sveitarfélagsins, austurbyggd.is. Innihald bréfsins var rætt og sveit- arstjóra falið að hafa samband við Þróunarstofu Austurlands í tengslum við málið. Eftirfarandi til- laga var samþykkt: „Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með þingmönnum Norðausturkjör- dæmis og sveitarstjórn Austur- byggðar við fyrstu hentugleika, til að ræða þá stöðu sem komin er upp í atvinnumálum á Stöðvarfirði. Sveitarstjóra verði falið að hafa samband við fyrsta þingmann kjör- dæmisins til að koma á þessum fundi.“ Fljót | Á bænum Hraunum í Fljót- um er eitt mesta æðarvarp í Skaga- firði og þótt víðar væri leitað. Bónd- inn þar er nú að reyna að varna því að sjórinn stórskemmi fyrir honum besta varplandið á jörðinni, en það er Stakkarðshólmi, sem er um einn hektari að stærð. Hólminn er á malarkambinum sem skilur á milli sjávar og Mikla- vatns og hefur sjórinn hægt og bít- andi verið að brjóta af hólmanum undanfarin ár. Nú fyrir skömmu gerðist það svo í stórbrimi að sjór- inn náði að grafa nýjan farveg inn í Miklavatn alveg við Stakkarðs- hólma að vestanverðu og stefndi þá í að færi að brjóta úr hólmanum frá tveimur hliðum. „Það var ekkert um annað að ræða en snúast til varnar því þetta er verðmætt land. Sjór gekk inn í vatn um þennan nýja farveg á há- flóði og ef vatnið hefði náð að sprengja sig þarna út er ljóst að það hefði fljótlega farið að skemma hólmann. Ég fékk því jarðýtu til að fylla upp í þennan farveg og til að moka efni í stórt skarð sem sjórinn braut úr hólmanum í veðurhamnum á dögunum,“ sagði Viðar Pétursson, bóndi á Hraunum, þegar hann var inntur eftir þessum varnaraðgerð- um á dögunum. Stóraðgerðir í sumar „Þetta verða bara bráðabirgðaað- gerðir núna í vetur til að varna frekari skemmdum. En í sumar verð ég að fara í stóraðgerðir. Safna miklu af grjóti og láta keyra þarna niður eftir og láta raða því á norð- ur- og vesturhliðarnar og reyna þannig að verja það að sífellt brjóti úr hólmanum. Þetta verður auðvit- að dýrt en landið sem ég er að tapa er líka dýrmætt, ætli það hafi ekki verið hátt í tvö þúsund æðarhreiður að jafnaði í hólmanum á ári,“ segir Viðar. Ver æðarvarpið fyrir ágangi sjávar Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Fyllt í skarðið Viðar bóndi fylgist með þegar jarðýtan ryður efni í skarðið. Sauðárkrókur | Hólmfríður Sveinsdóttir mun kynna dokt- orsverkefni sitt við sjávarfræðiset- ur Háskólans á Hólum á Sauð- árkróki, Verinu (gamla Skjaldar- húsinu), í dag kl. 20, en það fjallar um rannsóknir á þorskungviði og mikilvægi meltingarensíma við upphaf fæðunáms hjá þorski. Frá árinu 2002 hefur Hólm- fríður verið í doktorsnámi hjá Ágústu Guðmundsdóttur prófessor í matvælafræði við Háskóla Ís- lands. Árið 2004 fluttist Hólm- fríður með fjölskyldu sinni til Sauðárkróks og hefur unnið áfram að verkefninu í samvinnu við Há- skólann á Hólum. Há dánartíðni lirfa er eitt helsta vandamálið í eldi sjávarfiska. Þess vegna er mikilvægt að fundnar séu leiðir til að minnka afföllin en það verður aðeins gert með auknum rannsóknum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar sem svelti er talið vera ein af meginorsökum hárrar dánartíðni lirfa sjávarfiska er meltingargeta lirfanna svo og framboð á æti afar mikilvægur þáttur í afkomu þeirra. Markmið rannsókna Hólmfríður er að rannsaka í fyrsta lagi hvort skýra megi mismun í lifun þorsk- hrogna og þorsklirfa að hluta til með breytileika í virkni ákveðinna meltingarensíma, og í öðru lagi hvort auka megi lifun þorsklirfa með sérvöldum próteinum, sem geta örvað virkni þessara ensíma. Fjallað um rannsóknir á þorskungviði í kynningu á doktorsverkefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.