Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g man eftir að Ög- mundur Jónasson, hinn ágæti þing- maður Vinstri- grænna, sagði fyrir nokkrum árum í útvarpi að stjórnendur fyrirtækja gætu bara farið til útlanda að vinna ef það þyrfti að greiða þeim há laun til að halda þeim í störfum á Ís- landi. Sem betur fer varð honum ekki að ósk sinni og íslensk fyrirtæki héldu áfram að greiða samkeppn- ishæf laun, eins og það er kallað, til að halda hæfileikaríku fólki í störfum á Íslandi. Lífsafkoma okkar og efnahagur byggist á því að þetta fólk noti þekkingu sína og færni til að efla atvinnulífið og okkur sjálf í samkeppni við önnur lönd. Það er m.a. grundvöllur þess að búa hér til fleiri og fjölbreytt- ari störf og skapa nýjan vettvang fyrir fólk sem ann- ars þyrfti að búa og starfa er- lendis. En þetta snýr ekki bara að okkur sjálfum. Með því að skapa hér hagstætt umhverfi fyrir framsækin fyrirtæki með fyr- irtaks fólki getum við framleitt vörur sem gagnast einstaklingum annars staðar á hnettinum. Það nægir að nefna fyrirtæki eins og Íslenska erfðagreiningu og Össur hf. til að átta sig á við hvað er átt. Fjármálafyrirtæki eru nú orðin ein helsta uppspretta nýrra tæki- færa á erlendri grund sem og þjónustufyrirtæki eins og Baugur Group. Ekki má gleyma fiskiðn- aðinum sem hefur í krafti fram- sýnna manna náð að halda í við samkeppnina frá Kína á erlend- um mörkuðum með aukinni hag- ræðingu og tæknivæðingu. Halda menn að þessi störf og fram- leiðsla haldi sjálfkrafa áfram að vera til? Þessi þróun gerist ekki af sjálfu sér. Hún er öllu því fólki sem er í framvarðasveit atvinnu- lífsins og leiðir þessa baráttu á hverjum degi að þakka. Þegar saman fer færni þess og hagstætt rekstrarumhverfi getum við greitt laun sem þekkist í öðrum löndum. Við vitum hreinlega ekki hvað átt höfum fyrr en misst höf- um. Því segi ég að þessir ein- staklingar eigi hverja krónu skil- ið sem þeir fá í vasann. Ekki eru þær krónur teknar að mér for- spurðum úr mínum vasa ólíkt því þegar opinberir starfsmenn fá greidd sín laun. Össur Skarphéðinsson, hinn geðþekki formaður Samfylking- arinnar, var eitthvað að pirrast út í „ofurbankastjórana“, eins og hann kallaði þá, þegar hann ræddi skattastefnu ríkisstjórn- arinnar á fundi um helgina. Hann sagði að 200 launahæstu Íslend- ingarnir hefðu að meðaltali 1,9 milljónir króna í laun á mánuði. Skattalækkun skilaði þeim 25 sinnum hærri upphæð í vasann en ræstingakonunum sem sjá um að þrífa skrifstofur þeirra. „Eng- um kemur til hugar að þessi hóp- ur þurfi sérstaklega á aðstoð hins opinbera að halda. Samt er það staðreynd að þessir 200 hæst- launuðu Íslendingar sögunnar fá skv. nýjum lögum ríkisstjórn- arinnar skattalækkun sem nemur næstum 200 þúsund krónum á mánuði,“ segir hann á heimasíðu sinni. Ég vil benda Össuri á að það kallast ekki „aðstoð hins opin- bera“ að skila fólki aftur pen- ingum sem hið opinbera tekur af því. Þetta fólk hefur unnið fyrir því sjálft með sinni vinnu og á þá fyllilega skilið með sömu rökum og ég útlistaði hér að ofan. Það má líka benda Össuri á að fólk sem fær 1,9 milljónir króna í laun á mánuði greiðir rúmar 700 þús- und krónur af þeim í skatt. Það er álíka mikið og Össur fær greitt í þingfararkaup mánaðarlega. Þessar greiðslur standa meðal annars undir því velferðarkerfi sem hann berst fyrir. Eigum við ekki frekar að fagna því að fólk fái greidd há laun? Ekki fram- leiða þingmenn peninga! Það er mér heldur ekki að skapi að stilla stéttum upp á móti hvor annarri eins og Össur gerir, líklega í þeim tilgangi að afla sér vinsælda í komandi formanns- kjöri í Samfylkingunni. Hann á auðvitað ekki að víkja sér undan því að fjalla um stöðu þeirra tekjulægstu í þjóðfélaginu, enda klassískt viðfangsefni stjórnmál- anna. En skúringakonan (eða -karlinn) og ofurbankastjórinn eru ekki andstæðingar á vinnu- markaðnum heldur samherjar og styðja hvort við annars störf. Það væri kannski ekki rétt að halda því fram að starf bankastjórans væri ekki til ef enginn myndi þrífa skrifstofu hans – dýrmætur tími hans færi reyndar í að taka til sem myndi leiða til minnkandi framleiðni og verri lífskjara – en óhætt er að segja að starf skúr- ingakonunnar í þessu dæmi væri ekki til ef enginn væri banka- stjórinn. Verkaskipting af þessu tagi er af hinu góða og eykur af- kastagetu hagkerfisins. Í lok síðustu viku var tilkynnt að stóru viðskiptabankarnir, Ís- landsbanki, Landsbanki og KBbanki, skiluðu tæpum 40 millj- örðum króna í hagnað á síðasta ári. Og Össur má vita eitt; það ber að þakka ofurbankastjór- unum, sem hafa raðað í kringum sig góðu starfsfólki, fyrir þessa niðurstöðu. Þetta er í raun stór- kostlegur árangur sem furðulítið hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum. Allar Jóhönnur Sigurð- ardætur þessa lands hafa meira að segja látið ógert hingað til að níða skóinn af bönkunum fyrir að sýna þennan mikla hagnað. Kannski erum við að læra að góð- ur árangur nýtist okkur öllum til langs tíma litið. Efling fjármálafyrirtækjanna hefur orðið til þess að þau geta nú boðið almenningi góð við- skiptakjör. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað gríðarlega sem er veruleg búbót fyrir margar fjöl- skyldur. Þannig njótum við af- rakstrar vinnu starfsmanna þess- ara fyrirtækja. Íslensk útrásar- fyrirtæki fjármagna framsókn sína innanlands. Tekjur af útlán- um fara ekki lengur allar til er- lendra banka. Við flytjum nú út þekkingu ofurbankastjóranna í stað þess að flytja þá út sjálfa. Sem betur fer varð Ögmundi Jónassyni ekki að ósk sinni. Ofurbanka- stjórar Það kallast ekki aðstoð hins opinbera að lækka skatta fólks með háar tekjur, Öss- ur Skarphéðinsson. Það kallast að skila aftur því sem ríkið ekki á. VIÐHORF Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is ENN og aftur eru Jakob Björnsson og félagar hans við stjórnun Akureyrar með allt á hælunum varðandi aðbúnað fyrir aldraða; fólkið sem kom Akureyri til þroska. Nú hafa bæjaryfirvöld látið það afskiptalaust, að dval- arheimilið Kjarnalundur var selt ofan af um fimmtíu vistmönnum, sem þar hafa búið í 6 ár, sum- ir eftir nauðung- arflutninga frá dval- arheimili í Skjaldarvík. Loforð svikin Fyrir síðustu bæj- arstjórnarkosningar gagnrýndi Jakob þá- verandi meirihluta sjálfstæðismanna og Samfylkingar fyrir slælega framgöngu í þjónustu fyrir aldraða. Hann hafði nokkuð til síns máls, komst til valda, en hverjar eru efndirnar þegar kjörtímabilið er langt kom- ið. Nákvæmlega engar. Það er frekar að hallað hafi undan fæti. Á fyrri hluta síðustu aldar stofnaði Stefán Jónsson klæðskeri til dvalarheimilis á jörð sinni í Skjaldarvík. Þetta heimili var upp- haf að þjónustu við aldraða á Ak- ureyri og Eyjafirði. Þegar leið að ævikvöldi Stefáns gaf hann Akur- eyri heimilið, ásamt jörðinni og tilheyrandi byggingum. Hann vildi að staðurinn yrði áfram nýttur til þjónustu við aldraða eða fyrir aðra mannrækt. Akureyrarbær gerði það um árabil, en viðhald bygg- inga var í lágmarki og þar kom að þær stóðust ekki kröfur tímans. Í stað þess að byggja upp á staðn- um var ákveðið að taka Kjarna- lund, í Kjarnaskógi sunnan Ak- ureyrar, á leigu. Sennilega til að bjarga fjárhag Náttúrulækninga- félagsins. Eftir flutningana stóðu byggingarnar í Skjaldarvík auðar og yfirgefnar, engum að gagni. Neyddir í aðgerðir Á síðasta ári gagnrýndi ég bæj- aryfirvöld harðlega fyrir slælega frammistöðu í þjónustu við aldr- aða. Þótt ég segi sjálfur frá, þá virt- ist það koma hreyfingu á málin til úrbóta, en nú er bakslag. Hvað á að gera við íbúana í Kjarnalundi, sem eiga þar ekki vísan samanstað nema næstu þrjú árin. Sumir þeirra voru í Skjald- arvík og fóru þaðan nauðugir. „Hvert á að henda okkur núna“, sagði einn þeirra, þegar hann frétti af sölu hússins. Dettur stjórnendum Akureyrarbæjar í hug, að þetta stjórn- leysi og hringlanda- háttur flokkist undir það, að búa öldruðum áhyggjulaust ævi- kvöld? Getur Jakob Björnsson ekki gert sér í hugarlund hvers konar róti þetta kem- ur á hugi gamla fólks- ins. Sífeld óvissa og hvergi á vísan að róa þegar húmar að kvöldi. Það er annað en þetta fólk á skilið; kynslóð sem hefur byggt upp bæinn og greitt sína skatta og skyldur til samfélagsins. Samkvæmt kosningasamningi, sem þeir flokksbræður Jakob og Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra skrifuðu undir nokkr- um dögum fyrir síðustu þingkosn- ingar, átti nýbygging við Hlíð að vera tilbúin í vor. Það er ekki byrjað á henni enn. Vonandi verð- ur hún tilbúin árið 2006, eins og síðustu áætlanir gera ráð fyrir, þótt enn frekari seinkun kæmi mér ekki á óvart. Það væri sam- kvæmt öðrum lestargangi Fram- sóknarflokksins. En sú bygging leysir ekki vanda þeirra í Kjarna- lundi. Hún gerir ekki betur en sinna eftirspurn samkvæmt bið- listum, auk þess að fækka tvíbýl- um í Hlíð. Heimahjúkrun hentar ekki öllum Jakob Björnsson talar um breyttar áherslur, að dvalarheimili séu ekki lengur í takt við tímann. Það eigi að miða þjónustuna við, að fólk geti verið sem lengst heima eða í þjónustu íbúðum. Þetta er ekki nýr boðskapur og kemur sér vel fyrir suma, en ekki aðra. Starfsfólk heimahjúkrunar hefur unnið þrekvirki, en það hentar ekki öllum að vera „heima“, þótt þeir geti það. Sumir hafa hreinlega þörf fyrir fé- lagsskapinn á dvalarheimilum. Þess vegna held ég að þjónusta við aldraða verði að vera blanda af heimaþjónustu, dvalarheimilum og hjúkrunardeildum. Fyrst stjórnendur Akureyrar- bæjar létu Kjarnalund ganga sér úr greipum, þá held ég að rétt sé að huga að Skjaldarvík. Vissulega eru byggingarnar þar úreltar, en staðurinn býður upp á marga kosti. Það sannaðist best þegar þar voru gerðar endurbætur á nokkrum vikum, þannig að rými skapaðist fyrir 15 sjúklinga. Þarna mætti skipuleggja sælureit fyrir aldraða, sem aðrir aldurshópar gætu jafnframt laðast að. Fyrst þarf að endurbyggja gömlu húsin og byggja ný. Þar má koma fyrir íbúðum ásamt dvalarheimili og hjúkrunardeild fyrir aldraða. Síð- ar mætti byggja þarna upp úti- vistarsvæði með golfvelli og öðru tilheyrandi, leggja göngustíga, jafnvel með sjónum allt inn í Krossanes. Þarna mætti líka koma upp vísi að litlu búi, eins konar húsdýragarði, þar sem gamla fólkið gæti jafnvel komið að ein- hverju gagni, ef það hefur heilsu og vilja. Það sem skiptir mestu máli er að mörkuð sé einhver stefna til lengri tíma, þannig að þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur viti hvað er í boði og hvað verður í boði. Staðan í dag er Akureyri til skammar og það gengur ekki lengur. Aldraðir á götunni Sverrir Leósson fjallar um aðbúnað aldraðra á Akureyri ’Nú hafa bæjaryfirvöldlátið það afskiptalaust, að dvalarheimlið Kjarnalundur var selt ofan af um 50 vistmönn- um, sem þar hafa búið í 6 ár, sumir eftir nauð- ungarflutninga frá dval- arheimili í Skjaldarvík.‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður. NÝLEGUR bókaþáttur í sjón- varpi fékk undarlegt lof í einu dag- blaðanna. Hann hlaut afdráttarlaust hrós fyrir að í honum væri enginn að gagnrýna eitt eða neitt eða reyna „kryfja bókina“ með einhverju sem hugsun líktist – heldur hefðu að- standendur hans vit á því að líkja eftir matreiðsluþætti eða innrétt- ingaþætti að hætti Völu Matt. Með myndatökunni létu þeir bækurnar „virka spennandi eins og góð- ur matur eða falleg húsgögn“. Það er sem- sagt skást að hafa bækur að nammi og hýbýlaprýði. Í þessum pistli var það talið mjög þarft að „einhver henti bókinni af stallinum og fór að tala um hana eins og hvern annan hlut eða vöru“. Þetta er ekki einsdæmi: það er alltaf öðru hvoru verið að þusa um það að ekki megi hafa Bókina uppi á stalli, það verði að draga hana niður í félagsskap við aðra hluti. Þetta er skrýtið tal og eiginlega alveg út í hött. Bókin með stórum staf, Bókin almennt, stendur ekki uppi á neinum stalli. Allir hafa vitað það óralengi að heimurinn er fullur af bókarusli af öllu tagi sem engu máli skiptir. Það er heldur ekkert nýtt að menn geri sér bækur að mublum. Það gerðu nýríkir menn fyrir meira en hálfri öld þegar þeir notuðu sinn stríðs- gróða til að kaupa einn metra af bók- um með rauðum kili, einn metra af grænum og tvo af svörtum, vitanlega ekki til að lesa heldur til að flikka upp á stofuna og lyfta sjálfum sér í eigin vitund og annarra. Hitt er svo nýtt að verið sé að hamast gegn því í fjölmiðlum að stöku menn séu enn svo sérvitrir að þeir umgangist nokkrar bækur með stórri virð- ingu, gott ef ekki lotn- ingu, telji þær sér dýr- mætari en allar stórsteikur og allir leð- ursófar og öll gull- húðuð klósett. Ekki gott að segja hvað er um að vera. Það er í þessu einhver undarleg þörf fyrir að gera allt eins. Ekkert má vera dýrmætara og merki- legra en annað, hvort það er lifandi eða dautt. Hins vegar má allt vera á markaði – og þá er það sem er selst vel gott en það sem selst illa slæmt. Eða er það ekki rétt skil- ið? Og þess vegna þarf allt að fara „ofan af stalli“ – og þá í hendur aug- lýsenda. Bókum má ekki „lyfta á stall“ segir þetta lið, og ekki heldur rithöfundi eins og Halldóri Laxness eða leiðindagaurum úr sögunni eins og Jóni Sigurðssyni. Látum nú vera þótt menn geri öðru hvoru skurk í helgimyndasafni þjóða, þau umsvif geta verið ögrandi fyrir lata vana- hugsun ef gagnrýnin hugsun hefur þá brugðið á leik með skynsamlegu viti. En það er allt annað en þetta undarlega sífur sem nú var rakið og virðist helst taka mið af því, að al- ræði markaðarins sé ekki nógu al- gjört og það verði að lemja með öll- um ráðum niður þær leifar af gildismati sem stendur því fyrir þrif- um. Það er líka eins gott að einmitt þeir sem telja sig galvaska helgi- myndabrjóta og framúrskarandi við að rífa bókmenntir, listir og stór- menni af stalli séu á það minntir að sjálfir eru þeir í sínu fjölmiðlastússi sífellt að hefja nýja hluti, fyrirbæri og menn á stall. Hlutabréfin, sport- bílinn, forríka fólkið, poppstjörnur, sportstjörnur, alla sem ljósmynda- vélar elta á hverri stundu. Og þá eru menn komnir fjandi langt frá því að vita og viðurkenna að til er eitthvað það sem fer í sjó og sekkur ekki, fer fyrir björg og brotn- ar ekki, fer í eld og brennur ekki. Hvað má á stalli standa? Árni Bergmann fjallar um bókaþátt ’Til er eitthvað það semfer í sjó og sekkur ekki, fer fyrir björg og brotn- ar ekki, fer í eld og brennur ekki.‘ Árni Bergmann Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.