Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 31 Atvinnuauglýsingar Heimilishjálp - Selás Óskum eftir barngóðri stúlku/konu til að taka á móti 7 ára stelpu úr skóla og sinna léttum heimilisstörfum mánudaga og þriðjudaga. Vinnutími frá kl. 14.30 til 17.30. Upplýsingar í síma 567 1204 eftir kl. 17.00. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Fundir/Mannfagnaður Aðalfundur Beinverndar verður haldinn í Turnherberginu á Landakoti miðvikudaginn 16. febrúar nk. kl. 15.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sjórnin. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Strandgötu 52, Eskifirði, miðvikudaginn 2. febrúar 2005 kl. 10:00 sem hér segir á eftirfarandi eignum: Fossgata 3, Eskifirði (217-0210), þingl. eig. Þórarinn Árni Hafdal Hávarðsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands hf., aðalstöðvar og Prentsmiðjan Oddi hf. Goðatún 7a, Fáskrúðsfirði (224-1950), þingl. eig. Valbjörn Pálsson og Hermann Steinsson, gerðarbeiðandi Austurbyggð. Nesgata 18, Neskaupstað (216-9572), þingl. eig. Sveinn Þór Gíslason, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð, Íbúðalánasjóður, Sparisjóður Hafnar- fjarðar og Vátryggingafélag Íslands hf. Skólabraut 12, Stöðvarfirði (217 8397), þingl. eig. Erling Ómar Erlings- son, gerðarbeiðendur Austurbyggð, Glerharður ehf. og Íbúðalánasjóð- ur. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 31. janúar 2005. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnar- stræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Brekkusíða 4, Akureyri (222-1922), þingl. eig. Alma Ágústsdóttir, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akureyri, föstudaginn 4. febrúar 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 31. janúar 2005. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. Tilkynningar Reykjavíkurborg Kynningarfundur vegna breytinga á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar/Listabrautar Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar og Vega- gerðin boða til kynningarfundar vegna breyt- inga á gatnamótum Kringlumýrarbrautar/ Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar/Lista- brautar. Kynningin fer fram fimmtudaginn 3. febrúar kl. 17:00 í Álftamýrarskóla. Kynntar verða úrbætur á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar/Miklubrautar sem fyrirhugaðar eru á þessu ári og matsáætlun fyrir mat á um- hverfisáhrifum mislægra gatnamóta Kringlu- mýrarbrautar/Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar/Listabrautar. Fundurinn er boðaður í samvinnu við Hverfis- ráð Háaleitis en er öllum opinn. Uppboð Uppboð Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 15.00: KO-034 KS-505 KX-132 LX-807 MF-239 RG-345 TL-716 Einnig verða á sama stað boðin upp Kverneland plógur, Laser 300D sláttuvél og Agrip tætari. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 31. janúar 2005. Félagslíf I.O.O.F. Rb. 4  154218-8½ III*  HLÍN 6005020119 IV/V  Hamar 6005020119 I Þorraf.  FJÖLNIR 6005020119 II  EDDA 6005020119 III Félagsfundur í kvöld! Í kvöld kl. 20:30 verður haldinn félagsfundur Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð. Fyrsti fundurinn í nýj- um sal í Bolholtinu. Fyrirlesari er Kristín Gunnlaugsdóttir mynd- listarmaður. Fundurinn er opinn öllum og er aðgangseyrir 1000. Kaffiveitingar. Stjórnin. Í FYRSTA skipti varð Ungverjinn Peter Leko efstur á ofurskákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem kennt er við iðnaðarrisann Corus. Hann hefur áður sigrað ofurskákmótum í Dort- mund og Linares en í ár náði hann að skjóta margföldum sigurvegara á þessum mótum, Viswanathan Anand, ref fyrir rass. Taflmennska hans var heilsteypt og bar þess merki að hann var vel undirbúinn en komið hefur fram að eftir að einvígi hans við Kramnik lauk í nóvember sl. hafi hann farið í frí ásamt fjölskyldu sinni til Mexíkó og stundað svo strangar æfingar í desember. Heimsmeistar- inn Kramnik kvaðst hafa tekið því mjög rólega eftir einvígið og taldi tafl- mennsku sína á mótinu vera til vitnis um það. Lokastaða A-flokksins varð annars þessi: 1. Peter Leko (2.749) 8½ vinning af 13 mögulegum. 2. Visw- anathan Anand (2.786) 8 v. 3. Veselin Topalov (2.757) 7½ v. 4.-7. Judit Polg- ar (2728), Alexander Grischuk (2.710), Michael Adams (2.741), Vlad- ímír Kramnik (2.754) 7 v. 8.-10. Loek Van Wely (2.679), Ruslan Pon- omarjov (2.700) og Lazaro Bruzon (2.652) 6½ v. 11. Peter Svidler (2.735) 6 v. 12. Nigel Short (2.674) 5½ v. 13. Alexander Morozevich (2.741) 4½ v. 14. Ivan Sokolov (2.685) 3½ v. Á blaðamannafundi að mótinu loknu taldi Leko sig vera í mjög góðu formi og að hann væri hið minnsta jafn góð- ur og Kasparov, Anand og Kramnik. Einnig taldi hann mikilvægt í mótinu að hafa lagt Indverjann að velli þar eð sá vinnur að jafnaði margar skákir í móti sem þessu. Bestu skák sína taldi hann þó vera gegn rússneska stór- meistaranum Peter Svidler í þriðju umferð. Hvítt: Peter Leko (2.749) Svart: Peter Svidler (2.735) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e5 7. Rb3 Be6 8. Be3 Be7 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 Rbd7 11. g4 Dc7 12. Kb1 b5 13. g5 Rh5 14. Rd5 Bxd5 15. exd5 Rb6 16. Hg1 Hab8 Þetta afbrigði Sikileyjarvarnar er vinsælt um þessar mundir en helstu átökin snúast um hvort hvítum tekst að koma riddara sínum á b3 fyrir á c6 og hefja í kjölfarið aðgerðir á mið- borðinu eða hvort svörtum heppnast að koma sókn sinni á drottningar- væng á rekspöl. Þessi staða kom mjög til umfjöllunar þegar lettneski stórmeistarinn Zigurds Lanka hélt fyrirlestraröð hér á landi haustið 2002. Honum hafði dottið næsti leikur hvíts í hug fyrir mörgum árum og leikið honum í skák árið 1996 en Leko sagðist ekki hafa kannast sérstaklega við hann fyrr en yfir skákborðinu. Ósagt skal látið hversu trúverðugt þetta er en Lanka benti á árið 2002 að framhald fyrrnefndrar skákar sinnar hefði verið 17. – f5 18. Hh4 g6 19. Ra5 f4 20. Bxb6 Dxb6 21. Rc6 og hvítur hefði staðið mun betur að vígi. Sjá stöðumynd 1. 17. Hg4!? g6 18. h4 Rg7 Hér hefði 18. – f5 komið til álita en eftir 19. Hb4! stæði hvítur aðeins bet- ur að vígi. 19. Bxb6 Dxb6 20. Ra5! Hfc8 21. Rc6 Hxc6 Svartur sér sig tilneyddan til að fórna skiptamun ella yrði riddari hvíts á c6 sem fleinn í holdi hans. 22. dxc6 Rf5 23. He4 Dxc6 24. Bg2! Mikilvægur leikur sem undirbýr f3-f4. Hvítur stendur vel að vígi. 24. – Hd8 25. f4 Dc5 26. De1 Hc8 27. c3 b4 28. Hxb4 Re3 29. Hd2 a5 30. He4 Rc4 Svartur er að rembast eins og rjúp- an við staurinn við að verða sér úti um gagnfæri. Hvítur bregður á það ráð að fórna skiptamuninum til baka svo að frumkvæði hans verði óumdeilt. Sjá stöðumynd 2. 31. Hxc4! Dxc4 32. fxe5 De6 33. He2 d5 34. Df1 Da6 35. Hd2 Dc4 36. Hd4 Dxf1+ 37. Bxf1 Hd8 38. b4 axb4 39. cxb4 Bf8 40. Bg2 He8 41. Bxd5 Hxe5 42. a4 Hvítur hefur stýrt skútu sinni far- sællega og hefur vinningsstöðu vegna frípeða sinna á kóngsvæng. Sjá stöðumynd 3. 42. – Kg7 42. – Bxb4 hefði verið svarað með 43. Bxf7+ og hvítur ynni hróksenda- taflið sem upp kæmi. Eftir textaleik- inn er taflið einnig unnið. 43. Bb3 h6 44. gxh6+ Kxh6 45. Bxf7 g5 46. h5 He7 47. Bg6 Ha7 48. b5 Bc5 49. Hc4 Bf2 50. Kc2 He7 51. Kb3 He5 52. He4 Hc5 53. Kb4 Hc1 54. Ka5 Hg1 55. b6 g4 56. b7 Hb1 57. He2 og svartur gafst upp. Spennandi verður að fylgjast með Leko að tafli í Linares í mars nk. en þá mun Kasparov vera á meðal kepp- enda. Keppni í B-flokki var hörð og varð undrabarnið frá Úkraínu, Serg- ey Karjakin (2.599), hlutskarpastur eftir að Azerinn Shakhriyar Mamed- yarov (2.657) gaf eftir í lokaumferð- unum. Eini íslenski keppandinn á há- tíðinni, Jóhann H. Ragnarsson, náði góðum árangri en hann lenti í 1.–3. sæti í tíu manna lokuðum flokki með 6½ vinning. Þessi árangur gæti þýtt það að hann hefði unnið sér rétt til að taka þátt í öflugri flokki að ári liðnu á hátíðinni. Jón Viktor trónar á toppnum á Skákþingi Reykjavíkur Ekkert virðist geta komið í veg fyr- ir enn einn sigur Jóns Viktors Gunn- arssonar á Skákþingi Reykjavíkur. Að sjö umferðum loknum hefur hann 6½ vinning en eingöngu Lenka Ptácníková hefur náð jafntefli gegn honum. Í sjöundu umferð lagði Jón Guðmund Kjartansson að velli sem þýðir að hann hefur vinningsforskot þegar tveimur umferðum er ólokið. Hrannar Baldursson og Davíð Kjart- ansson koma næstir með 5½ vinning en fimm skákmenn koma svo með 5 vinninga. Síðustu tvær umferðirnar fara fram miðvikudaginn 2. febrúar og föstudaginn 4. febrúar. Báðar hefj- ast þær kl. 19.30 í húsakynnum Tafl- félags Reykjavíkur á Faxafeni 12. Misjafnt gengi á Gíbraltar Íslensku skákmönnunum fimm hefur gengið erfiðlega að fóta sig gegn stórmeisturum og alþjóðlegum meisturum í síðustu umferðum. Engu að síður hafa Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson meira en helm- ings vinningshlutfall með 3½ vinning af 6 mögulegum. Björn Þorfinnsson og Ingvar Þór Jóhannesson hafa þrjá en Stefán Bergsson 1½ vinning. Von- andi tekst einum þeirra að springa út á lokasprettinum og ná góðum árangri. Hársbreidd aftur frá áfanga að alþjóðlegum meistaratitli Róbert Harðarson lauk keppni í lokuðu alþjóðlegu móti í Marianske Lazne í Tékklandi með 6 vinninga af 9 mögulegum. Hann þurfti á sigri að halda í síðustu umferð gegn alþjóð- lega meistaranum Peter Vavra en jafntefli varð niðurstaðan. Frammi- staða hans var engu að síður mjög góð og hækkaði hann um 22 stig á mótinu og hefur Tékklandsför hans fært honum 41 stigs hækkun. Leko sigrar verðskuldað í Wijk aan Zee SKÁK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKHÁTÍÐIN 14. janúar – 30. janúar 2005 Stöðumynd 1. Stöðumynd 2. Stöðumynd 3. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Leko og Svidler að tafli. Leko og frú fagna sigri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.