Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr-skurðaði í gær að olíufélögin þrjú, Olís,Skeljungur og Olíufélagið, ættu aðgreiða samtals 1.505 milljónir króna í sekt fyrir ólöglegt samráð. Áður hafði samkeppn- isráð lagt sektir á olíufélögin þrjú upp á 2.585 milljónir, auk þess sem Orkunni var gert að greiða 40 milljónir. Með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála lýkur formlegri aðkomu samkeppnisyfir- valda að málinu. Málið á sér hins vegar langan að- draganda, en hann hófst með húsleit Samkeppnisstofnunar hjá olíufélögunum 18. des- ember 2001. Hinn 29. október sl. kvað samkeppn- isráð upp úrskurð í málinu. Ráðið taldi að ávinn- ingur olíufélaganna Skeljungs, Olís og Olíu- félagsins af ólöglegu samráði þeirra á tæplega níu ára tímabili, frá mars 1993 til desember 2001, hefði numið a.m.k. 6,5 milljörðum króna. Þetta sagði ráðið að væri varlega áætlað, en það taldi að skaði samfélagsins í heild af samráðinu væri enn meiri og ekki undir 40 milljörðum króna. Samkeppnisráð lagði 1,1 milljarðs króna stjórnvaldssektir á hvert hinna þriggja olíufé- laga, vegna samfellds brots á samkeppnislögum sem hefði staðið yfir í a.m.k. tæp níu ár. Bensín- orkunni ehf. (Orkunni) var jafnframt gert að greiða 40 milljónir króna í ríkissjóð. Vegna samstarfs við samkeppnisyfirvöld í því skyni að upplýsa brot olíufélaganna ákvað sam- keppnisráð að lækka stjórnvaldssekt Olíufélags- ins í 605 milljónir og Olís í 880 milljónir. Skeljungi var hins vegar gert að greiða sektina að fullu. Olíufélögin kærðu úrskurð samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar, sem hefur verið með málið til meðferðar sl. tvo mánuði. Tekur ekki undir gagnrýni á rannsókn Samkeppnisstofnunar Olíufélögin gerðu margvíslegar athugasemdir við rannsókn Samkeppnisstofnunar. Forsvars- menn félagsins hafi ekki getað upplýst um öll málsatvik vegna lögreglurannsóknar sem hófst áður en samkeppnisráð lauk umfjöllun um málið. Eins komu fram ásakanir um að andmælaréttur hefði ekki verið virtur. Niðurstaða áfrýjunar- nefndar var að fyrirsvarsmönnum olíufélaganna „hafi verið skylt að afhenda öll gögn sem um var beðið og gefa skýrslur um málsatvik nema að því leyti sem svör við spurningum gátu falið í sér hug- lægt mat samkvæmt framansögðu en ekki aðeins skýringu eða fyllingu á þeim gögnum sem þegar lágu fyrir. … Sú staða að fyrirsvarsmenn áfrýj- enda hafa síðan sætt lögreglurannsókn vegna áætlaðra brota gegn samkeppnislögum breytir engu um lögmæti þeirra sönnunargagna sem afl- að hefur verið í því máli sem hér er til meðferðar“. Áfrýjunarnefnd hafnar einnig þeim rökum Olís og Skeljungs að stjórnendur félaganna hafi ekki notið andmælaréttar. Nefndin bendir m.a. á að fé- lögin hefðu getað notið aðstoðar þeirra starfs- manna sem ekki voru sakaðir um brot og gátu því veitt leiðbeiningar og skýringar um gögn málsins. „Því er haldið fram að rannsókn máls þessa sé ábótavant og brjóti gegn 10. gr. stjórnsýslulaga. Nefnd hafa verið nokkur dæmi því til stuðnings. Áfrýjunarnefndin hefur skoðað gögn máls þessa og hugað að rannsókn þess. Það er niðurstaða hennar að rannsókn málsins hefur verið óvenju- lega yfirgripsmikil og ljóst er að ýmis atriði hafa ekki verið skýrð með fullnægjandi hætti. Þó þykir fjarri lagi að þeir annmarkar sem bent hefur ver- ið á eða fundist hafa séu þess eðlis að þeir eigi að valda ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Hafa verður einnig í huga að áfrýjendur hafa sjálfir gert rannsókn málsins erfiðari en ella væri með fyrirmælum um eyðingu gagna sem ætla má að hafi heppnast í einhverjum tilvikum svo sem ósk- að hafði verið eftir. Í hinni kærðu ákvörðun er vikið nánar að báðum þessum atriðum. Ófull- nægjandi rannsókn einhverra atriða mun hins vegar koma áfrýjendum til hagsbóta varðandi einstök samráðstilvik samkvæmt venjulegum sönnunarreglum að því marki sem þeir sjálfir verða ekki taldir bera ábyrgð á gagnaskorti.“ Andmælum vegna loforða hafnað Sem kunnugt er gengu Olíufélagið og síðar Olís til samstarfs við Samkeppnisstofnun í þeim til- gangi að upplýsa málið, en fyrir lá að félögin myndu fá afslátt af sektargreiðslum með slíku samstarfi. Stjórnendur Olíufélagsins töldu að á fundi þar sem þetta samráð var til umræðu hefðu verið gefin loforð um að athygli lögreglunnar yrði ekki vakin á umfangi og alvöru málsins. Olíufélag- i e g o a m h s v u á i s þ l Þ n Á i s r r e u h g a i e 2 r o á t m ó Sektir olíufé Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að olíufélögin hafi haft með sér samráð sem staðið hafi yfir í mörg ár og sameiginlegt markmið þeirra hafi verið að raska kerfisbundið samkeppni og hækka vöruverð. Egill Ólafsson skoðaði skýrsluna.ÚRSKURÐUR ÁFRÝJUNAR- NEFNDAR SAMKEPPNISMÁLA Áfrýjunarnefnd samkeppnis-mála lækkaði í gær verulegaþær sektir, sem samkeppn- isráð hafði ákveðið í máli sínu gegn olíufélögunum vegna meints ólög- mæts samráðs þeirra. Samtals lækka sektirnar um 1,1 milljarð króna, úr um 2,6 milljörðum í 1,5 milljarða. Mest lækkar sekt Skelj- ungs, sem áður var hæst, en verður nú lægsta sektin. Úrskurðarnefnd- in fellst þannig ekki á það sjónar- mið Samkeppnisráðs að olíufélögin hafi öll borið jafna ábyrgð á sam- ráðinu og eigi þess vegna öll að fá sömu sekt, sem síðan eigi að reikna af mismunandi afslátt eftir því hversu mikið félögin hafi aðstoðað Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins. Áfrýjunarnefndin telur að taka eigi mið af ávinningi félaganna af samráðinu og út frá því fær Olíu- félagið hæstu sektina áður en tekið er tillit til afsláttarins, þá Olís og loks Skeljungur. Þá kemst áfrýjunarnefndin að þeirri niðurstöðu varðandi þátt Benzínorkunnar í málinu að Sam- keppnisstofnun hafi ekki gætt and- mælaréttar félagsins sem skyldi og er 40 milljóna króna sekt þess felld niður. Að öðru leyti en þessu staðfestir áfrýjunarnefnd Samkeppnismála ákvörðun samkeppnisráðs í öllum meginatriðum. Í nokkrum tilvikum, þar sem samkeppnisráð vildi sak- fella félögin, kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að einstök olíufé- lög eða þau öll hafi ekki brotið sam- keppnislög, en það er í minnihluta tilfella. Þannig segir í úrskurðinum: „Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lítur svo á að í máli því sem hér er til meðferðar hafi olíufélögin þrjú, Skeljungur, Olís og OHF [Olíufé- lagið hf.], haft með sér víðtækt ólögmætt samráð … Samráðið hef- ur staðið yfir í mörg ár og sameig- inlegt markmið þeirra hefur verið að raska kerfisbundið samkeppni með ýmsum samráðsaðgerðum sem voru einkum í því fólgin [svo] að eyða samkeppni og hækka vöru- verð.“ Nefndin telur engan vafa leika á því að um samfellt, ólög- mætt samráð hafi verið að ræða. Af þessu leiðir að málin standa þannig, eftir uppkvaðningu þessa úrskurðar, að þrátt fyrir að áfrýj- unarnefndin komist að annarri nið- urstöðu en samkeppnisráð hvað varðar hlut hvers olíufélags í sam- ráðinu og þeim skaða, sem af því hlaust, eru félögin öll áfram í sömu stöðu gagnvart viðskiptavinum sín- um og eftir að ákvörðun samkeppn- isráðs var gerð opinber; það hefur orðið trúnaðarbrestur. Félögin njóta ekki trausts og ljóst er að bæði fyrirtæki og Neytendasam- tökin, fyrir hönd margra einstak- linga, munu halda til streitu lög- sókn á hendur þeim. Úrskurður áfrýjunarnefndarinn- ar eyðir ekki óvissu í ýmsum mál- um, sem komið hafa upp í tengslum við rannsókn á meintu samráði olíu- félaganna. Enn stendur t.d. orð gegn orði um það, hvort starfsmenn Samkeppnisstofnunar hafi á leyni- legum fundum gefið starfsmönnum olíufélaga fyrirheit um að þeir myndu ekki hafa frumkvæði að því að lögreglurannsókn yrði hafin á meintum brotum þeirra. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að ekk- ert í gögnum málsins gefi slíkt til kynna – en við því var heldur ekki að búast, eins og til fundanna var stofnað. Eins og forráðamenn Olíu- félagsins hafa lýst „ekki-fundi“ sín- um („non-meeting“) með starfs- mönnum Samkeppnisstofnunar á Grand Hóteli í marz 2002, má ætla að fyrirtæki samþykki ekki í fram- tíðinni að eiga slíka fundi með stofnuninni. Þá telur nefndin að tvöföld lög- sókn, þ.e. samhliða rannsókn sam- keppnisyfirvalda og lögreglu á sömu brotum, sé ekki útilokuð. Slíkt ástand hefur Bogi Nilsson rík- issaksóknari hins vegar sagt ganga gegn tilgangi samkeppnislaga, sem sé að auka skilvirkni og draga úr kostnaði við rannsóknir. Enn stendur því eftir sú spurning, hvort ástæða sé til að löggjafinn geri úr- bætur á samkeppnislögum, þannig að Samkeppnisstofnun geti beint málum til lögreglu, telji hún að við- urlagaheimildir samkeppnisráðs séu ekki fullnægjandi lok máls. Ekki verður undirstrikað nógu oft, að endanlegur dómur er ekki fallinn í máli olíufélaganna. Enn er hægt að skjóta úrskurði áfrýjunar- nefndar til beggja dómstiga. Lög- reglurannsókn á málinu er enn í gangi. Því er ekki hægt að svo stöddu að kveða endanlega upp úr um sekt eða sakleysi olíufélaganna eða forsvarsmanna þeirra. Hins vegar liggur það fyrir að öll hafa félögin viðurkennt að hafa far- ið á svig við samkeppnislögin, þótt þau samþykki ekki allar niðurstöð- ur samkeppnisráðs, og öll hafa þau beðið viðskiptavini sína afsökunar. Fram hefur komið að þau skoða nú öll möguleika á að höfða mál fyr- ir dómi til að fá úrskurði áfrýjunar- nefndarinnar hnekkt; Olís hefur raunar þegar tekið ákvörðun um það. Það er skiljanlegt að olíufélögin vilji láta málið ganga alla leið og fá skýra niðurstöðu fyrir Hæstarétti. Hins vegar væri líka skiljanlegt að einhver þeirra vildu láta hér við sitja, greiða sektirnar og byrja fyrr með hreint borð gagnvart við- skiptavinum sínum og samfélaginu í heild. Því fyrr, sem félögin geta hafið nauðsynlegt uppbyggingar- starf til að endurheimta orðstír sinn og traust viðskiptavina, þeim mun betra. Á K m a á þ u u f K m f s u s í a k 2 l a m l e K f m h s i u h OLÍS höfðar mál OLÍUVERZLUN Íslands hefur ákveðið að höfða mál til ógild- ingar á úrskurði áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur borist frá Gísla Baldri Garðarssyni, lögmanni félagsins. „Mál olíufélaganna hefur nú hlotið endanlega meðferð sam- keppnisyfirvalda, það er stórt í sniðum og í því eru flókin lög- fræðileg álitaefni. Niðurstaða áfrýjunarnefndar er sú, að sekt- ir félaganna hafa verið lækk- aðar um rúman milljarð króna. Það er mat Olíuverzlunar Ís- lands, að þrátt fyrir verulega lækkun sekta sé niðurstaðan engu að síður óásættanleg og í engu samræmi við réttar- framkvæmd hér á landi eða í nágrannalöndunum. Olíuverzlun Íslands hefur þess vegna ákveð- ið að höfða mál til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar sam- keppnismála,“ segir í frétta- tilkynningunni. Lækkun sekta Skeljungs um 60% GESTUR Jónsson, lögmaður Skeljungs hf., segir að sér þyki sektirnar gríðarlega háar. „Í tilviki Skeljungs, hafa þær þó verið lækkaðar um 60% frá því sem var hjá Sam- keppnisráði, þannig að niðurstaða áfrýjunarnefndar er miklu skárri fyrir Skeljung en úrskurður Samkeppnisráðs. Þessi niðurstaða bendir til þess að Skeljungur sé ekki leng- ur talinn aðalgerandi í samráðsmálinu,“ segir Gestur. „Þetta er mjög mikill úrskurður þar sem fjallað er um mjög flókin lögfræðileg efni og ég get sagt það strax að ég er ekki sáttur við niðurstöðu áfrýjunarnefndar í mörgum atriðum málsins. Það verður tekin ákvörðun um framhaldið eftir að málið verður skoðað ofan í kjölinn á næstu dögum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort málið verði kært til dómstóla,“ segir Gestur Jónsson. Fyrrv. forstjórar ætla ekki að tjá sig KRISTINN Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, taldi ekki viðeigandi að hann tjáði skoðun sína á niður- stöðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála og vísaði á nú- verandi forstjóra Skeljungs. Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins, sagðist ekki hafa kynnt sér efni skýrslu úrskurðarnefnd- arinnar, þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans í gær, og vildi þess vegna ekki tjá sig um hana. Ekki náðist í Einar Benediktsson, forstjóra Olís, en hjá félaginu var vísað á Gísla Baldur Garðarsson lögmann þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.