Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 36
BRESKI listamaðurinn Jake Chap- man stendur hér við brons- skúlptúr sinn „Sex I“ á sýningu sem opnuð var á dögunum í Kunsthaus í borginni Bregenz í Austurríki. Jake er, ásamt bróður sínum Dinos, í hópi fremstu sam- tímalistamanna Breta. Sýningin stendur til 28. mars. Reuters Bronsskúlptúr Chapmans 36 ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐU sætin voru telj- andi á fingrum í Tónlist- arhúsi Kópavogs sl. laug- ardag þegar pólskættaða söngkonan Alina Dubik lét loks í sér heyra eftir drjúglangt hlé frá ein- söngspalli. Augljós vís- bending um að það var flytjandinn sem laðaði fjöldann fremur en dag- skrárefnið, enda að flestu leyti framandi hér- lendum söngunnendum. Sönglög eftir nýróm- antíska pólska tónskáldið Mieczyslaw Karlowicz (1876–1909) heyrast afar sjaldan héðra, og Bjarni [Bö] Böðvarsson var á sínum tíma þekktari sem dans- hljómsveitarstjóri en ljóðasönghöf- undur. Jafnvel sönglög Chopins heyrast ekki ýkja oft, og óperuaríur Tsjækovkíjs eru trúlega útbreiddari en flestir ljóðasöngvar hans. Var því miður að ekkert skyldi fjallað um höf- unda og verk í tónleikaskrá, þó að söngtextaþýðingar Reynis Axels- sonar væru að vanda vel þegnar. Framandleikinn var bæði kostur tónleikanna og galli. Kostur fyrir kærkomna tilbreytingu frá stundum fullþvældu hversdagsviðfangi, enda lögin í þokkabót prýð- isgóð og jafnvel frá- bær. En að sumu leyti líka svolítill galli – einkum vegna þess hvað sjaldflutt dag- skrársefnið veitti hlustendum haldlitla viðmiðun við aðra söngvara. Ennfremur var tilfinningalegur heildarblær laganna nokkuð einsleitur, þar eð mest var leikið á strengi ljóðræns eða dramatísks ástar- og saknaðartrega, og vantaði áþreifanlega andstæðu úr aukalitrófi gamansemi, dulúðar eða jafnvel hrollvekju. Að því sögðu var óblandin ánægja af vönduðum flutningi þeirra Alinu og Jónasar Ingimundarsonar, og allt frá upphafi til enda. Stuttu en tilfinn- ingahlöðnu ástarlögin eftir Karlowicz runnu sem eðalborið vín af vörum söngkonunnar. Kyrrlát lög Bjarna – Margt er það í steininum, Kveld og Blunda rótt – báru í bland þjóðlegan fimmundasvip af Jóni Leifs (krydd- uðum stakri djasskorðu) og nutu góðs af djúpstæðri yfirvegun, þó að í seinni tveim væri látið nægja að syngja 1. erindið tvisvar en hinum seinni sleppt. Litlu sönglögin fimm eftir Chopin voru því fallegri sem þau voru ein- faldari. Bar þar af Sendiboðinn og einkum „Litla flugan“ píanósnillings- ins, Ósk í hunangssætum valstakti. Meira skap var lagt í lög Tsjækovsk- íjs. Vafurlogandi ástarþráin í Söng Mignonar hlaut ólgandi útrás við hæfi Brynhildar Buðladóttur, og Rökkrið er fallið á (með listilega mót- uðum for- og eftirspilum Jónasar Ingimundarsonar) og Hvort sem dagur ríkir voru borin uppi af djúp- um söknuði og tragískum harmi. Mögnuðust tilfinningar enn í síðustu þrem lögum laglínusnillingsins og náðu hámarki í Hefði ég vitað það. Taktfastar undirtektir áheyrenda í tónleikalok komu því engum á óvart, enda löngu ljóst að Alina Dubik er af- burðafær listamaður, sem við fáum vonandi að kynnast fleiri hliðum á, áður en langt um líður. TÓNLIST Salurinn Ljóðasönglög eftir Karlowicz, Bjarna Böðvarsson, Chopin og Tsjækovskíj. Alina Dubik mezzosópran og Jónas Ingimundarson píanó. Laugardaginn 29. janúar kl. 16. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Dimmgljá depurð, ólgandi ást Alina Dubik FJÓRIR breskir leiklistarskólar hafa sýnt því áhuga að koma hingað til lands á vormánuðum og halda inntökupróf. Skólarnir eru East 15, Academy of Live and Recorded Arts, GSA Conservatoire og Royal Scottish Academy of Music and Drama. „Við höfum, nokkrir félagar í Stúdentaleikhúsi Háskóla Íslands, verið í sambandi við þessa skóla og erum að vinna í því að fá þá hingað. Skólarnir hafa tekið beiðni okkar með eindæmum vel, en því fleiri sem sækja um, því betra. Við þykjumst vita að það eru ófáir áhugasamir um þessi mál,“ segja Melkorka Óskarsdóttir og Vigdís Másdóttir en þær verða með kynn- ingarfund þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20:00 í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni. Á heimasíðum skólanna er unnt að nálgast umsóknareyðublöð. Netföng skólanna fjögurra eru: www.east15.ac.uk, www.alra.co.uk, www.conservatoire.org, www.rsamd.ac.uk. Inntökupróf í leiklist Næstu sýningar: • Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI • Laugardag 5/2 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 “HREINLEGA BRILLJANT”EB DV “SNILLDARLEIKUR”VS Fréttablaðið Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT, Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 - AUKASÝNING, Su 27/2 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 6/2, Fö 11/2 kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt NÁMSKEIÐ UM VESTURFARANA HEFST Í BORGARLEIKHÚSINU 2. FEBRÚAR Kennarar: Viðar Hreinsson, 2/2 Upphaf vesturferða Gísli Sigurðsson, 9/2 Sagnalist Vestur Íslendinga Helga Ögmundardóttir, 16/2 Lífskjör og aðstæður frumbyggjanna Böðvar Guðmundsson, 23/2 Bréfin frá Vestur-Íslendingum Skráning hjá Mími Símenntun á www.mimi.is eða í síma 5801800 Þátttakendum verður boðið á sýningu á Híbýlum vindanna BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20, - UPPSELT Su 13/2 kl 20, - UPPSELT Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Lau 5/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Aðalæfing fi 3/2 kl 20 - kr 1.000 Frumsýning fö 4/2 kl 20 - UPPSELT Hátíðarsýning su 6/2 kl 20, Mi 9/2 kl 20, Fi 10/2 kl 20 Fö 11/2 kl 20 - Lokasýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Mi 2/2 kl 20 - kr. 1.500 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Glæsileg útkoma – frábær fjölskyldu- skemmtun” SS RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT Lau. 05.2 kl 20 UPPSELT Sun.. 06.2 kl 14 aukasýn. UPPSELT Fös. 11.2 kl 20 UPPSELT Lau. 12.2 kl 20 Örfá sæti Sun.. 13.2 kl 14 aukasýn. Nokkur sæti Fös. 18.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 19.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Tilboð til Visa-vildarkorthafa: Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb Hljómsveitarstjóri ::: Esa Heikkilä Einleikari ::: Una Sveinbjarnardóttir Kór ::: Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Íslensk verðlaunaverk Í ár er haldið upp á 25 ára afmæli Myrkra músíkdaga, tónlistarhátíðarinnar sem orðin er ómissandi þáttur í íslensku tónlistarlífi. Þetta er ómetanlegur vettvangur fyrir ný íslensk hljómsveitarverk og má enginn unnandi tónlistar okkar láta þennan viðburð fram hjá sér fara. Jón Nordal ::: Venite ad me, fyrir barnakór og hljómsveit Atli Heimir Sveinsson ::: Draumnökkvi fyrir fiðlu og hljómsveit Haukur Tómasson ::: Gildran – brot úr Fjórða söng Guðrúnar Haukur Tómasson ::: Ardente Kjartan Ólafsson ::: Sólófónía TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 19.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.