Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 27 MINNINGAR ✝ Ingibjörg Þor-leifsdóttir fædd- ist á Þingeyri við Dýrafjörð 6. apríl 1927. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sesselja Sigurlín Jónsdóttir sauma- kona og Þorleifur Jó- hannsson skósmiður. Á fyrsta ári fluttist hún til Stykkishólms og bjó þar til 19 ára aldurs. Ingibjörg var næstyngst fjögurra systkina. Hin voru: 1) Jóhann, lést 1924. 2) Ragn- ar, húsasmiður í Reykjavík. 4) Odd- geir, rafvirki í Reykjavík. Ingibjörg giftist Guðjóni Guð- mundssyni, bifvélavirkjameistara jana Lind. 6) Sesselja Guðrún, maki Davíð Sigurðsson, börn þeirra eru Eva Dögg, Þorleifur Gaukur, Aníta Ingibjörg, Nói Guðjón og Jósúa Gabríel. 7) Erla Ingibjörg, ógift og barnlaus. Ingibjörg stundaði almennt barnaskólanám og síðar nám við kvöldskóla sem rekinn var fyrir nemendur frá fermingaraldri í tvo vetur. Hjá presthjónunum á Eyrar- bakka, Árelíusi Níelssyni og Ingi- björgu konu hans, gætti hún barna, lærði hannyrðir og orgelleik. Að auki lauk hún námi frá Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli 1942. Ingi- björg lagði stund á ýmis störf og er þá helst að nefna mötuneyti Iðn- skólans í Reykjavík og mötuneyti Droplaugarstaða. Lengst af bjó hún ásamt fjöl- skyldu sinni á Grettisgötu 24 í Reykjavík. Síðustu árin bjó hún ásamt dóttur sinni, Erlu Ingi- björgu, í Álfaborgum 15 í Reykja- vík. Útför Ingibjargar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. frá Hafrafelli Reyk- hólasveit 31. desember 1953. Börn þeirra eru: 1) Sigþór, maki Bryn- dís Ström, börn þeirra eru Ívar Örn og Íris Ósk. 2) Þorleifur Jó- hann, maki María Rós Valgeirsdóttir, börn þeirra eru Jóhann Dagur og Ylfa Rós. 3) Hafliði Guðmundur, maki Gerða Björk Kristinsdóttir, börn þeirra eru; Guðjón Ingi, Kristján og Hrönn. 4) Gunnar, maki Margrét Ásgeirsdóttir, eiga þau börnin Birgi Þór, Arnar Elí, Daníel Inga og Ragnheiði Erlu. 5) Anna, maki Gunnar Guðlaugsson, börn þeirra eru Hannes Kristinn, Sigríður Hugrún og Andrea Krist- Virðing og þakklæti er okkur efst í huga þegar við lítum yfir farinn veg. Hún mamma var kjarnorku- kona sem gekk sitt æviskeið stað- föstum skrefum, sama hvað á dundi. Enda treysti hún á að Guð leiddi hana áfram veginn allt fram á hinsta dag, sem hann gerði. Sem móðir var hún í sama vetfangi kærleiksrík og ákveðin og lét okkur vita meiningu sína ef henni fannst við vera að stíga út fyrir vegkantinn. En það var henni líka auðvelt að umvefja okkur kærleika og öryggi. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem hún kenndi mér að sauma og hekla og hvernig væri hægt að nýta hlutina vel. Einnig allar söng- og dansstund- irnar þar sem hún kenndi okkur að dansa gömlu dansana. Það eru stundir sem búa í hjartanu allt ævi- skeiðið og eru ómetanlegar. Dýr- mætar eru líka stundirnar sem við sátum og spjölluðum um heima og geima því hún var fróð um marga hluti og hafði ákveðnar skoðanir. Hún mátti ekkert aumt sjá enda komu margir til hennar á Grettis- götuna sem hún sinnti af sérstakri alúð. Hún var nýtin og mikil hann- yrðakona. Sérlega þótti henni gam- an að sauma og hekla. Hún var mjög glysgjörn og fannst gaman að dunda sér við að laga til skartgripi enda tal- aði hún um að það hefði nú verið gaman að verða gullsmiður. En að- stæður hennar kynslóðar gerðu fáum konum kleift að nema það sem hugurinn þráði. Enda stóðu hún og pabbi að baki okkur sem vildum læra, það var sjálfsagt mál í þeirra huga. Hún var ósérhlífin og lét okk- ur ávallt ganga fyrir. Sem amma var hún hjartahlý og faðmaði ungana sína að sér. Og ekki lét örlætið á sér standa, hún hefði gefið sinn síðasta munnbita með glöðu geði. Elsku mamma og amma, það verður ekki auðvelt að hugsa sér þennan heim án þín, en fullvissan um að þú ert í faðmi Drottins og að við sjáumst þegar hinn hinsti lúður hljómar gerir það bærilegra. Takk fyrir sérhvert skref sem þú gekkst fyrir okkur í kærleika, von og trú. Við munum ávallt elska þig. „Ef einhver er í Kristi er hann skapaður á ný. Hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til.“ (2 Kor. 5:17.) Stella, Davíð og börn. Elsku mamma, það er þungt að setjast niður og skrifa þessi orð til þín en ég trúi að þú sért orðin heil og pabbi taki á móti þér á miklu betri stað. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér í lífinu sem ég hef getað gefið börnunum mínum, öll þau gildi í lífinu sem skipta máli, kærleika, traust, hamingju, að vera sjálfum sér samkvæmur og koma hreint fram við náungann. Þetta er það sem skiptir máli. Mig langar að þakka þér fyrir að ég fékk að eiga þig sem mömmu því þú varst alveg einstök kona sem ég á eftir að sakna mikið. En þú lifir í minningunni og ert ljósið í hjörtum okkar allra. Kær kveðja frá börn- unum mínum Hannesi, Andreu og Siggu, þau eiga svo góðar minningar frá öllum jólunum og áramótunum sem þú og Erla áttuð með okkur. Elsku Erla systir, þakka þér fyrir að hugsa svona vel um mömmu. Þú ert svo mikil hetja, alveg eins og hún mamma okkar. Leiðin heim er lífsins þraut, framtíð falin í himnanna skaut fangi hugans á frelsisbraut ég er að komast heim. (KK/PK.) Kveðja. Þín dóttir Anna Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elsku amma. Sorginni fá engin orð lýst og þeirri tilfinningu sem henni fylgir. En eitt er víst að þín verður sárt saknað. Þér fylgdi svo mikil hlýja, góðvild og friður að betri ömmu er ekki hægt að óska sér. Þó við vitum að þú verðir alltaf með okkur þá verður furðulegt að geta ekki skroppið með pabba á sunnudögum í heimsókn og fundið friðinn og feg- urðina sem fylgdi þér þar sem þú sast í stólnum þínum í eldhúsinu. Elsku amma, við eigum svo marg- ar fallegar minningar um þig og vilj- um við þakka þér alla þá hlýju og góðvild sem þú hefur gefið okkur, þykir okkur svo óendanlega væntum þig. Minning þín mun ávallt eiga stóran stað í hjarta okkar og munum við hugsa um ykkur afa á hverjum degi alla okkar tíð. Ívar Örn og Íris Ósk. Jæja, amma mín. Það er sárt að horfa á eftir þér fara frá okkur og þegar ég horfi aftur í tímann þakka ég fyrir öll þau ár sem við gátum átt saman, alla þá daga sem við vorum saman á Miklubrautinni eftir leik- skóla, alla Dallas- og Dynasty-þætt- ina sem ég, þú og Erla horfðum á saman og hversu góð þú varst við okkur öll. Ég hugsa oft um sum- arfríin okkar uppi í bústað fyrir vestan þar sem þú kenndir mér krosssaum. Við sátum í sófanum og saumuðum, ég, þú og Erla. Afi hló svo oft að okkur þegar við sátum þar og saumuðum. Mér þótti svo vænt um öll jólin sem við áttum saman og allt sem þú hefur kennt mér og alla þá ást og umhyggju sem þú sýndir mér, það er eitthvað sem ég mun varðveita í hjarta mér alla ævi. Takk fyrir allan tímann sem við áttum saman, amma mín, og hafðu það sem allra best þar sem þú ert núna. Faðmaðu afa frá mér. Ég elska þig og mun sakna þín sárt en ég á marg- ar góðar minningar um tímann okk- ar saman. Kveðja, Hannes. Elsku mamma mín, hér skiljast leiðir og mér finnst svo skrítið að ég muni ekki fá að sjá þig. Þú varst allt- af til staðar fyrir mig og vildir allt það besta fyrir okkur systkinin og barnabörnin þín sem þú elskaðir. Faðmur þinn var alltaf opinn þegar mér leið illa, en við áttum líka góðar og skemmtilegar stundir saman. Það var alltaf tilhlökkun í okkur báðum að fara vestur í sumarbústað á sumrin. Það var svo gaman að keyra um sveitina og þú varst að segja mér frá því þegar þú varst að vinna í Bjarkalundi sem ung kona og Ást- arbrandur kom og heimsótti þig þegar þú varst að þvo þvottinn og líka þegar þú gekkst á Vaðalfjöllin. Eins sagðirðu mér oft frá því þegar þú fórst í Gúttó til að dansa. Það var alltaf svo gaman hjá okkur stelpun- um á fimmtudögum þegar við bjugg- um á Grettisgötunni. Þá varst þú að kenna okkur að dansa skottís og vals. Ég gæti haldið svona lengi áfram því það er svo margs að minn- ast. Mamma mín, mig langar til að þakka þér fyrir alla þá hjálp og þann stuðning sem þú veittir mér. Hann var ómetanlegur. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu og ég mun sakna þín. Guð blessi þig og verndi, mamma mín. Kom, huggari, mig hugga þú, kom hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (V. Briem.) Þín dóttir Erla Ingibjörg Guðjónsdóttir. INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR Ástkær eiginkona og móðir okkar, KRISTÍN AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá Eskifirði, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Seljahlíð að morgni föstudagsins 28. janúar. Blessuð sé minning hennar. Útförin verður auglýst síðar. Jón Guðlaugsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ÞÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR, Sauðármýri, Sauðárkróki, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 28. janúar. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00 Friðrik Jón Jónsson, Rósa F. Eiríksdóttir, Ingi Friðbjörnsson, Jón E. Friðriksson, Linda N. Haraldsdóttir, Ólafur E. Friðriksson, Sigurjóna Skarphéðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, ODDUR HALLDÓRSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Smyrlahrauni 7, andaðist að kvöldi föstudagsins 28. janúar. Jarðarför auglýst síðar. Þorlákur Oddsson, Jóna Birna Harðardóttir, Rafn S. Oddsson, Gerður Jóelsdóttir, Halldór Örn Oddsson og afabörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SVEINBJÖRG PÁLÍNA VIGFÚSDÓTTIR frá Flögu í Skaftártungu, Sóltúni 2, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 30. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, Leifur Kristinn Guðmundsson, Runólfur Birgir Leifsson, langömmubörn og langalangömmubarn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR, Brekkugötu 5, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi mánudaginn 31. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Kristín V. Haraldsdóttir, Eyjólfur Þ. Haraldsson, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Eggert Eyjólfsson, Haraldur Sveinn Eyjólfsson. Okkar kæra, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR lést á Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 29. janúar sl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 4. febrúar kl. 13.00. Guðrún Bjarnadóttir, Geir Þórólfsson, Bjarni Þór Sigurðsson, Helga Guðjónsdóttir. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.