Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.2005, Blaðsíða 21
Fáir fúlsa við þvíað lengja líf sittþegar slíkt stendur til boða. Ótelj- andi eru þær aðferðir sem okkur er sagt að beita til að svo megi verða, miserfiðar og misdýrar og fyrir þeim þarf líka mismikið að hafa. Gamalt máltæki segir að hláturinn lengi lífið og er nokkuð til í því. Hláturinn gerir okkur gott, hann losar um spennu, hann léttir lund þess sem hlær og gleður aðra. Að hlæja er því sú aðferð til að lengja lífið sem er öðr- um skemmtilegri og lítið fyrir henni að hafa. Fyrir þá sem finnst af einhverjum ástæðum erfitt að hlæja upp úr þurru, þá er um að gera að sækja hláturæfingar en þær eru meðal annars stund- aðar einu sinni í mánuði hjá Hláturkætiklúbbnum í húsakynnum heilsumiðstöðvarinnar Maður lifandi í Borgartúni 24. Allir sem vilja geta komið og verið með. Ásta Valdimarsdóttir hláturleiðbeinandi er upp- hafsmaður Hláturkætiklúbbsins en hún byrjaði með hláturæfingar í heimahúsi fyrir nokkrum árum. Hláturinn er heilandi Kristján Helgason stjórnaði æfingunni sem fram fór síðastliðinn miðvikudag en hann hefur sótt hlátur- námskeið hjá indverskum lækni sem kom hingað til lands í fyrra. Þar lærði hann hinar ýmsu hlátur- æfingar, þar sem hlegið er að tilefnislausu, gerðar hreyfingar og hljóð eftir ákveðinni forskrift og sumt af því er skylt jóga og örvar orkuflæðið. „Hollusta þess að hlæja er ótvíræð. Í hlátrinum er mjög kröftug heilun, bæði líkamleg og andleg. Að hlæja saman er félagslegt fyrirbæri og það er auðveldara að hlæja eftir að hláturvöðvarnir hafa verið æfðir.“ Aðspurður segist Kristján stundum æfa sig í einrúmi en miklu skemmtilegra þykir honum að hlæja með öðrum. „Ég geri líka oft hláturæfingar í sundi, undir yfirborði vatnsins þegar ég er að synda.“ Næsta hláturæfing er 16. febrúar, á sama stað, Borgartúni 24.  HEILSA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 2005 21 DAGLEGT LÍF Samkeppni frá einkaskólumgerir opinberu skólana betrien samt ekki eins góða og einkaskólana, að því er fram kem- ur í sænskri skýrslu og m.a. er vitnað í í Svenska Dagbladet. Einkaskólar í Svíþjóð fá framlag fyrir hvern nemanda frá viðkom- andi sveitarfélagi til jafns við það sem þarf í opinberum skóla. Þess- ar reglur hafa gilt frá árinu 1992. 5,7% grunnskólanemenda í Svíþjóð ganga í einkaskóla og 8,2% fram- haldsskólanema. Í skýrslunni birtast niðurstöður samanburðarrannsóknar sem gerð var á vegum sænskra mennta- málayfirvalda. Bornir voru saman 1.035 opinberir skólar og 54 einka- skólar og voru þeir metnir út frá meðaleinkunnum nemenda. Í ljós kom að einkaskólarnir ná betri árangri en að orsakirnar geti verið margvíslegar. T.d. að einka- skólarnir þurfi frekar en hinir að standast fjárhagsáætlanir. Sam- setning nemenda sé einnig stór áhrifaþáttur. Foreldrar nemenda í einkaskólum hafa oft meiri mennt- un og nemendur í einkaskólum finni oft meiri hvöt til að læra. Almennir skólar í sveitar- félögum þar sem margir nem- endur ganga í einkaskóla ná oft betri árangri en aðrir, skv. skýrsl- unni. Samkeppnin frá einkaskól- anum geti leitt til betri nýtingar á því sem er til staðar og sam- keppnin er einnig talin geta átt þátt í að nýjar kennsluaðferðir koma fram og gæði kennslunnar aukast. Bornir voru saman 1.035 opinberir skólar og 54 einkaskólar. Einkaskólarnir ná betri árangri  MENNTUN | Samkeppni frá einkaskólum í Svíþjóð Kristján Helgason annar til hægri leiðbeinir hópnum í ljónaæfingu þar sem tungan er rekin út og klærnar sýndar um leið og hlegið er hressilega. Morgunblaðið/ÞÖK Lengjum lífið með hlátri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.