Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 6
6 | 3.4.2005 V ið förum aðallega að heimsækja krakka í menntaskólum og spjöllum við þá um allt sem tengist kynhegðun,“ segja Kristján Þór Gunnarsson og Kol- brún Gunnarsdóttir félagar í Ástráði – Félagi um forvarnarstarf lækna- nema. Hitann og þungann af fræðslunni bera 2. árs nemar þar sem fræðslan tengist beint námsefni þeirra við Háskóla Íslands. Ástráður er einnig með fræðsluhorn í út- varpsþættinum Samfés á Rás 2 á mánudagskvöldum, þá er til skiptis fyrirlestur um afmarkað efni og setið fyrir svörum. „Á sínum tíma vantaði alla fræðslu um þetta málefni á meðan unglingarnir voru vandlega fræddir um áfengis- og tóbaksvarnir,“ segir Kristján. „Við fjöllum um allar hliðar kynhegðunar; þunganir, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir, fóstureyðingar …“ „ … og förum einnig í sálfræðilega þáttinn sem snýr að því að í kynlífi verði maður að setja sér mörk, virða mörk annarra og bera virðingu fyrir sjálfum sér og líkama sínum,“ bætir Kolbrún við. „Þegar ég var í gagn- fræðaskóla fólst kynfræðslan í einum líffræðitíma og svo hitti maður skólahjúkr- unarfræðinginn einu sinni. Það þarf að fara mun betur í þessa hluti. Við myndum vilja geta farið í grunnskólana líka því krakkarnir þar eru margir hverjir byrjaðir að stunda kynlíf.“ „Þess vegna erum við líka í útvarpinu,“ bendir Kristján á. „Flestir hlustendur Útvarps Samfés eru í efstu bekkjum grunnskólans. Þar náum við reyndar líka til foreldranna sem fá smáinnsýn í raunveruleika barnanna sinna og margir þeirra hringja.“ Þess má geta að samkvæmt rannsóknum hefur tíðni klamydíusmita og fóstureyðinga lækkað eftir að Ástráður hóf fræðslu sína. Klámbylgjan skapar ranghugmyndir | Vita ekki unglingar í dag mikið um kynlíf? „Þau vita mikið án þess að vita mikið. Þau geta nálgast allt sem þau vilja á Netinu, en þegar kemur að því að vita hvernig klamydía smitast og að hún getur t.d. valdið ófrjósemi, koma þau alveg af fjöllum,“ svarar Kristján. „Það eru ýmsar ranghugmyndir í gangi, en þau vita nú samt meira en við gerðum á sínum tíma. Stundum alltof mikið og allt niður í tólf ára unglinga.“ Er það klámbylgjunni að kenna? „Jú, ég vil kenna henni um stóran hluta þessara ranghugmynda, eins og t.d að endaþarmsmök séu eitthvað sem allir stundi. Flestum unglingum þykja þau sársaukafull auk þess sem hægt er að eyðileggja endaþarminn svo maður mun eiga erfitt með að hafa stjórn á hægðunum.“ Hvað spyrja unglingarnir helst um? „Mér finnst mjög algeng spurning: hvenær er rétti tíminn til að byrja að stunda kynlíf? og því er nú ekki auðsvarað,“ segir Kolbrún. „Við reynum að svara með því að segja að enginn aldur sé sá rétti, frekar að það fari eftir því hvenær báðir aðilar séu tilbúnir, hvort þau hafi spáð í hugsanlegar afleið- ingar og hvort þau telja sig geta borið ábyrgð á þeim. Við setjum okkur aldrei í dóm- arahlutverk því við viljum ekki að neinum finnist hann vera afbrigðilegur,“ segir Kristján. „Við reynum samt að beina þeim inn á vissa braut og frá því sem er mjög afskræmt kynlíf. Segjum að það sé undantekning og ekki það sem flestir stunda – í stað þess að þau haldi að allt sé allt í lagi. Margt er alls ekki allt í lagi,“ bætir Kolbrún við. Í fræðsluna fara alltaf saman tveir læknanemar, einn strákur og ein stelpa, og kenn- arinn fær ekki að vera viðstaddur. Unglingunum er gefið tækifæri á að spyrja nafn- laust á miða auk þess að rétta upp hönd. Finnst þeim betra að tala við ykkur af því að þið eruð ung? „Já, við reynum að mæta þeim á jafningjagrundvelli. Krakkarnir eru oftast mjög sáttir og vilja helst halda áfram að spjalla í frímínútunum,“ segir Kristján. „Þau eru ótrúlega dugleg að spyrja fyrir framan bekkinn og jafnvel taka afstöðu á móti öllum hinum,“ finnst Kolbrúnu. Fáið þið stundum mjög erfiðar spurningar? „Já, ég hef fengið spurningar um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi á nafnlausum miða í bekk,“ svarar Kolbrún. „Al- geng spurning er líka: þarf ég að segja mömmu frá fóstureyðingu ef ég er ekki orðin sextán ára? Þá bendum við þeim á að sérfræðingar LSH segja að allar stelpur endi á segja mömmu sinni frá, enda sé það langtum best.“ Borgun í partí | Hafið þið fengið fyrirspurnir um munnmök sem borgun í partí eins og umfjöllun hefur verið um að undanförnu? „Já, stelpur hafa játað að til að komast inn í partí hjá eldri strákum er þetta borgunin. Svo heyrðum við líka að einhvers stað- ar að maður mætti ráða hvort maður kæmi með kippu af bjór eða hefði munnmök,“ segir Kolbrún. „Þetta viðgengst í einhverjum hópum þar sem allir gera það og þá er það þannig. Svo eru aðrir sem hafa aldrei heyrt um þetta.“ „Ein 13 ára stelpa trúði mér fyrir því að hún hefði haft munnmök við 12 ára strák á snyrtingu í versl- unarmiðstöð eftir að hafa verið að syngja fyrir nammi á öskudaginn,“ segir Kristján. „Henni fannst ekkert að því, enda gerði hún sér enga grein fyrir hvað var að gerast.“ „Þetta er svæsnasta dæmið sem ég hef heyrt varðandi aldur,“ segir Kolbrún. „Mér finnst svo slæmt þegar krakkar halda að munnmök sé ekki kynlíf, bara koss á kinnina miðað við samfarir.“ „Svo hafa þau heldur ekki hugmynd um að kynsjúkdómar smit- ast líka með munnmökum,“ segir Kristján. Hvað er til ráða í fræðslunni? „Hún verður að byrja hjá foreldrunum,“ segja Krist- ján og Kolbrún alveg sammála. „Foreldrar vita hvað er eðlilegt og hafa gengið í gegn- um það að byrja að stunda kynlíf. Þau þurfa að ræða við börnin, en þess í stað bíða flestir eftir að barnið byrji að spyrja, en það gerist seint. Það þarf að setjast niður með þeim fyrr en seinna. Og ekki væri verra að lauma að þeim einum smokki.“ | hilo@mbl.is L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on Hvenær er rétti tíminn til að byrja? 20 þúsund eyru sperrast þegar Ástráður fjallar um kynhegðun á Rás 2 Fræðslan verð- ur að byrja hjá foreldrunum „Smokkaskólinn“ er hluti af fræðslunni sem Kristján Þór, Kolbrún og aðrir lækna- nemar veita unglingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.