Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 14
14 | 3.4.2005
áfram enn um sinn. „Svo giftist ég og við keyptum okkur íbúð. Þá fóru köf-
unargræjurnar í stofuteppið.“
Tveir + tveir = Rússar
Það er ekki ofmælt hjá Guðmundi að Kleifarvatnsmálið hafi verið „heljarmikið
mál“. Flýgur njósnasagan og fátt er meira spennandi. Sléttur áratugur var síðan
sovézkum sendiráðsmönnum var vísað úr landi fyrir að reyna að fá Íslending til
þess að njósna fyrir sig og menn voru ekki lengi að leggja saman tvo og tvo og fá út
Rússa! Ýmsar tilgátur voru hafðar uppi um tækin í Kleifarvatni; danska blaðið BT
setti fram þá kenningu, að þau hefðu verið flutt til landsins vegna fundar Nixons
og Pompidou í Reykjavík um mánaðamótin maí/júní ’73 til þess að hlera send-
ingar frá Íslandi til Frakklands og Bandaríkjanna og svo hefðu Rússar einfaldlega
hent þeim í Kleifarvatn að fundin-
um loknum. Raddir heyrðust líka
um að Bandaríkjamenn hefðu kom-
ið tækjunum fyrir og látið þau finn-
ast til þess að minna íslenzku ríkis-
stjórnina á „staðreyndir kalda
stríðsins“, en ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar hafði á stefnuskrá að
endurskoða varnarsamninginn í þá
veru að varnarliðið færi í áföngum.
Pólitísk áhöld voru um þessa stefnu;
samstarfsflokkurinn Alþýðubanda-
lagið knúði á um endurskoðunina,
m.a. sendi þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins utanríkisráðherra,
Einari Ágústssyni, bréf til þess að
ýta á eftir málinu, en framsóknar-
menn fóru sér hægt og málið var á
forræði þeirra. Að minnsta kosti fór
herinn hvergi. Þá má geta þess, að
Freysteinn Þorbergsson, sem var
fyrir kosningarnar 1974 frambjóð-
andi Lýðræðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi, hélt því fram að tækin í
Kleifarvatni tengdust hugsanlega
brunanum á Þingvöllum 10. júlí
1970, þegar Bjarni Benediktsson
forsætisráðherra, kona hans Sigríð-
ur Björnsdóttir og barnabarn þeirra Benedikt Vilmundarson fórust. Í blaðinu
Hraðtíðindum var haft eftir Freysteini, að hann hefði skrifað viðkomandi sýslu-
manni bréf um málið.
Rússar á randi og hvolfi við Kleifarvatn
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og sýslumaður Kjósarsýslu, Einar Ingimundarson,
ákvað að tækin skyldu afhent útlendingaeftirlitinu og sótti þau forstöðumaður
þess, Árni Sigurjónsson. Hann kom tækjunum á Radíóverkstæði Landssímans til
rannsóknar. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði, undir forystu Sveins Björnssonar,
yfirrannsóknalögreglumanns, stóð fyrir frekari leit í Kleifarvatni og rannsakaði
mannaferðir við vatnið.
Í ljós kom að tækjunum hafði verið smyglað inn í landið. Þau voru velflest sov-
ézk móttökutæki, en framleiðandi brezks upptökutækis sagði það hafa verið selt
til Sovétríkjanna. Stærsta tækið reyndist vera rússneskt tæki fyrir tíðnisviðið 1,5–
30 MHz, en það tíðnisvið er aðallega notað í viðskiptum við skip og báta og flug-
vélar í langflugi. Tæknimenn símans töldu það tæki vera 15–20 ára gamalt. Önnur
tæki voru yngri., þ.á m. fyrir 150–500 MHz, en það tíðnisvið er að miklu leyti not-
að til flutnings talsímarása. Það sem hins vegar vakti mesta athygli voru örbylgju-
tæki fyrir tíðnisviðið 800 MHz–2 GHz, en það er „mikið notað til flutnings á tal-
símarásum og m.a. notar NATO þetta tíðnisvið til flutnings talsímarása frá
Bandaríkjunum til Evrópu. Tvær stöðvar í þeirri keðju eru hér á Íslandi“.
Rannsókn Hafnarfjarðarlögreglunnar beindist að fundi tækjanna og ferðum
Sovétmanna og rússneskra sendiráðsbíla við vatnið, en vitni töldu sig sig hafa
ítrekað orðið vör við slíkar ferðir. Skömmu áður en tækin fundust fór sovézk
sendiráðsbifreið út af Krýsuvíkurvegi og hafnaði á hvolfi. Íslendingar sem komu
þar að og hjálpuðu Rússunum upp á veginn aftur töldu ökumanninn hafa verið
talsvert ölvaðan og mátti engu muna að hann færi út af veginum hinum megin.
Ekki minntust Íslendingarnir annars farangurs í bílnum en tómata! Rannsóknar
Þeir bræður hringdu svo í móðurbróður sinn, Torfa Ólafsson, sem var að læra
rússnesku og leituðu liðsinnis hans við að lesa áletranirnar á tækjunum. Hann ráð-
lagði þeim að hafa samband við lögregluna.
„Við höfðum fyrst samband við lögregluna í Reykjavík og komumst síðan í sam-
band við Hafnarfjarðarlögregluna,“ segir Guðmundur. Í frásögn rannsóknarlög-
reglunnar í Hafnarfirði kemur fram, að þar á bæ fréttu menn fyrst af tækjafund-
inum í Kleifarvatni, þegar blaðamaður Morgunblaðsins hringdi að kvöldi
mánudagsins og spurðist fyrir um tæki sem hefðu fundizt í Kleifarvatni. Þegar
Hafnarfjarðarlögreglan hringdi í Reykjavíkurlögregluna voru þar á stöðinni þrír
ungir menn að tilkynna tækjafundinn í Kleifarvatni. „Þeir tóku af mér loforð um
að við sæjum til þess að enginn kæmi nálægt tækjunum og sögðust myndu senda
menn og bíl eftir þeim,“ segir Guðmundur. „Mér varð hugsað til nágrannanna,
hvað þeir myndu halda þegar lög-
reglan kæmi á þröskuldinn hjá mér,
og bað lögreglumanninn að sjá til
þess, að þeir kæmu ekki með nein-
um látum.“ Þeir Sveinn Björnsson,
yfirlögregluþjónn rannsóknarlög-
reglunnar í Hafnarfirði, og Jóhann-
es P. Jónsson, rannsóknarlögreglu-
maður, fóru svo í ómerktri bifreið
að Grýtubakka 10. Blaðamaður og
ljósmyndari frá Morgunblaðinu
höfðu fengið leyfi lögreglu og
bræðra til þess að koma líka.
Hafnarfjarðarlögreglan tók öll
tækin úr Grýtubakkakjallaranum og
voru þau sett í bíl lögreglumann-
anna og ljósmyndara Morgunblaðs-
ins og síðan flutt úr þeim síðartalda
í lögreglubíl bak við Morgunblaðs-
húsið í Aðalstræti.
Síðan hafa þeir bræður hvorki
séð tangur né tetur af tækjunum úr
Kleifarvatni fyrr en nú við vinnslu
þessarar greinar. En þótt bræðurnir
hefðu ekki tækin fyrir augunum
hurfu þau þeim ekki strax. „Við
vorum oft spurðir að
því, hvort við hefðum
ekki bara hent þeim þarna í vatnið,“ segir Ólafur. Og Guðmundur bætir við:
„Hvort við hefðum nokkuð fengið tækin uppi á Velli og hent þeim í vatnið til að
villa um fyrir mönnum. Það skall á okkur svolítill kjaftagangur út af þessu öllu.“
Þeir bræður fóru tvisvar með Hafnarfjarðarlögreglunni að Kleifarvatni og fundust
fleiri tæki í fyrri ferðinni, en sú seinni var farin til að freista þess að finna innsiglið,
sem tapaðist á botninn. Það fannst ekki, en hins vegar harðviðarkassar, sem taldir
voru utan af segulböndum, og málmbotnar af fjarskiptatækjum.
Um tveimur árum eftir tækjafundinn sýndu íslenzkir stúdentar í Kaupmanna-
höfn áhuga á að fá stóra móttökutækið til að geta hlustað á útsendingar ríkis-
útvarpsins. Í tækinu var geysisterkur kristall, sem tók „allt sem var í loftinu“, en
hann var mjög orkufrekur. Námsmennirnir fengu leyfi hjá bræðrunum, en lög-
reglan neitaði að afhenda tækið. Guðmundur og Ólafur segjast þá hafa falazt eftir
tækjunum, fyrst enginn eigandi fyndist; „sá á fund sem finnur“, en því var hafnað
á þeim forsendum að opinbert hald hefði verið lagt á tækin. Þá fóru þeir fram á að
fá hvor sinn hlutinn til minja, en þeirri beiðni var líka hafnað.
„Þetta var heljarmikið mál á sínum tíma,“ segir Guðmundur. „Og við vorum
óspart kvaldir með Rússagrýlunni. Ég var meira að segja farinn að halda að mér
væri veitt eftirför, taldi mig sjá ákveðna bíla í kringum mig og varð ekki rórra, þeg-
ar kunningi minn í lögreglunni sagði mér, að auðvitað fylgdust Rússarnir með
okkur bræðrum. En svo rjátlaðist þetta nú af mér.“ „Ég hef nú lítið leitt hugann að
þessu máli lengi,“ segir Ólafur. „En svo kom bókin hans Arnaldar Indriðasonar;
Kleifarvatn, út núna fyrir jólin. Hann lætur njósnatæki finnast í vatninu og reynd-
ar lík líka, en slíkt sluppum við bræður blessunarlega við að finna. Ég á afmæli í
desember og tengdamóðir mín hafði heyrt bókina auglýsta, hún hringdi í Arnald
og spurði, hvort hann væri tilleiðanlegur að árita bók fyrir mig. Þegar Arnaldur
heyrði, hver átti í hlut, var hann strax tilkippilegur og ég fékk í afmælisgjöf áritaða
bók: „Með beztu kveðjum til kafarans í Kleifarvatni.“
Kleifarvatnsferðirnar urðu síðustu köfunarferðir Guðmundar, en Ólafur hélt
HLERUÐU ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR
Gunnar Bernburg var einn þeirra
sem aðstoðuðu bræðurna við að
sækja tækin í Kleifarvatn. Hér veltir
hann vöngum yfir nokkrum þeirra.
L
jó
sm
yn
d:
Þ
or
ri
SÉRBÚIN BIFREIÐ VAR Í TVÍGANG FLUTT TIL LANDSINS MEÐ LEYND