Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HINU svokallaða togararalli Haf-
rannsóknastofnunar er nú nýlokið.
Venjulega fer rallið fram á sama
tíma ár hvert í marz, en að þessu
sinni tókst ekki að ljúka því á hefð-
bundnum tíma vegna hafíss. Togar-
inn Páll Pálsson ÍS fór því aftur af
stað nú eftir páska og lauk við að
toga á þeim togstöðvum sem voru
undir ís í rallinu, en það eru mik-
ilvægar slóðir út af Horni. Þá er net-
arall að hefjast um þessar mundir.
Hafrannsóknastofnun mun að öll-
um líkindum birta upplýsingar úr
rallinu í þessari eða næstu viku, en
niðurstöður þess eru einn mikilvæg-
asti þátturinn í stofnmælingu botn-
fiska, en á henni byggist ákvörðun
um leyfilegan hámarksafla á næsta
ári. Fjallað er um þetta í Morgun-
korni Íslandsbanka og segir þar
meðal annars: „70% af heildarverð-
mæti sjávaraflans á síðasta ári,
þorskaflinn einn og sér var 41% af
heildinni. Upplýsingar um viðgang
þorskstofnsins eru því sérlega mik-
ilvægar. Viðmiðunarstofn þorsks
(veiðistofn, 4 ára þorskur og eldri)
hefur stækkað síðastliðin þrjú ár, í
upphafi ársins 2004 var hann áætl-
aður 854 þús. tonn en var áætlaður
577 þús. tonn árið 2001. Á þessu ári
kemur lélegur þorskárgangur frá
2001 inn í veiðistofninn og mun trú-
lega minnka stofninn eitthvað, Hafró
hefur áður spáð því að stofninn hafi
verið 785 þús. tonn í upphafi ársins
2005.“
Togararalli loks lokið
AFLI fimm línuskipa Þor-
bjarnar Fiskaness hf. hefur
verið með ágætum undanfarn-
ar vikur. Heildarafli þeirra frá
áramótum og fram að páskum
er um 3.400 tonn og hefur
fiskurinn verð vænn og vel
haldinn. Á heimasíðu fyrirtæk-
isins segir að samsetning
aflans hafi verið hagstæð fyrir
vinnslur fyrirtækisins, en
þorskurinn hefur að mestu
verið verkaður í saltfiskflök,
ýsan flökuð og flutt fersk á
markað erlendis en aðrar teg-
undir seldar á fiskmarkaði.
Verð á því sem selt hefur ver-
ið á innlendum fiskmarkaði
hefur verið mjög lágt að und-
anförnu. Samkvæmt heimasíð-
unni er meðalverð á ýsu nú
104 krónur á kílóið, en var 194
árið 2001 og 239 krónur árið
eftir. Fyrir keiluna fást nú um
50 krónur, en það fór hæst ár-
ið 2002 í 108 krónur. Langan
selst nú á 84 krónur að með-
altali eins og í fyrra, en verðið
á henni fór í 168 krónur árið
2002.
Góður
afli hjá
línubátum
MIKILL afli hefur verið hjá dag-
róðrabátum frá Grindavík að und-
anförnu. Veiðst hefur vel í öll veið-
arfæri, í net, á línu, í snurvoð og
troll. Hér er áhöfnin á Aski að
landa góðum afla eða um níu tonn-
um eftir daginn á blettunum í
Grindavíkurdýpi.
Ljósmynd/Kr. Ben
Gott í öll veiðarfæri
ÚR VERINU
PÁLSSTEFNA nefnist málþing
sem Heimspekistofnun og Sið-
fræðistofnun standa fyrir til heið-
urs Páli Skúla-
syni, rektor og
prófessor í heim-
speki, í tilefni af
sextugsafmæli
hans 4. júní nk.
Páll Skúlason
hefur kennt við
heimspekiskor
frá því að henni
var komið á fót
árið 1971, en
hann var skipaður prófessor árið
1975. Hann hefur því, að sögn
skipuleggjenda málþingsins, verið
einn þeirra sem hafa mótað skor-
ina frá upphafi. Páll er afkasta-
mikill fræðimaður og um það vitn-
ar fjöldi útgefinna bóka um
heimspeki og mikill fjöldi greina.
Þá hefur Páll frá upphafi lagt sig
fram um að kynna heimspekina al-
menningi. Hann stóð að stofnun
Félags áhugamanna um heimspeki
1976 og var lengi formaður þess,
stofnaði Siðfræðistofnun 1989 og
var stjórnarformaður hennar þar
til hann tók við starfi rektors HÍ
1997.
Á málþinginu, sem haldið verð-
ur 8. og 9. apríl í Hátíðarsal Há-
skóla Íslands, munu heimspeking-
arnir Björn Þorsteinsson, Eyjólfur
Kjalar Emilsson, Guðmundur
Heiðar Frímannsson, Gunnar
Harðarson, Jón Kalmansson,
Kristján Kristjánsson, Mikael M.
Karlsson, Ólafur Páll Jónsson, Ró-
bert H. Haraldsson, Salvör Nor-
dal, Sigríður Þorgeirsdóttir, Sig-
urður Kristinsson, Svavar Hrafn
Svavarsson, Vilhjálmur Árnason,
Þorsteinn Gylfason og Þorvarður
Árnason, flytja fyrirlestra um
heimspeki Páls og hugðarefni.
Fyrirhugað er að greinarnar komi
út á bók á afmælisdegi Páls.
Málþing til heiðurs Páli
Skúlasyni sextugum
Páll Skúlason
stök verkefni og ekki stendur til að
endurnýja næstu árin.
Fréttablaðið gerir engan grein-
armun á flokkum lögreglubíla en
lögreglan notar ekki einungis
merkta forgangsakstursbíla. Einn-
ig eru notuð ómerkt ökutæki til
margvíslegra verkefna sem ekki er
ekið í forgangsakstri og því gilda
ekki sömu kröfur um aldursviðmið-
anir né hversu mikið þeim er ekið.
Af ómerktum bílum eru sjö sem er
ekið meira en þrjú hundruð þúsund
kílómetra.
Af 150 ökutækjum lögreglu verða
102 þeirra fimm ára og yngri á
þessu ári. Það eru því 68% öku-
tækja lögreglu innan þeirra marka
að vera fimm ára og yngri á árinu.
Ef einungis eru tekin merkt for-
gangsökutæki er hlutfallið 78%.
Það hlutfall hækkar á árinu vegna
kaupa ríkislögreglustjóra á 23 bíl-
um.
Tilgreindar fyrirsagnir Frétta-
blaðsins eru því alrangar.“
en árið 2006. Þá heldur Fréttablað-
ið því fram að allnokkrir þeirra bíla
sem ekið hefur verið meira en þrjú
hundruð þúsund kílómetra séu
komnir vel yfir fimm hundruð þús-
und kílómetra. Hið rétta er að sam-
tals hefur átta merktum bílum ver-
ið ekið um eða yfir þrjú hundruð
þúsund kílómetra og af þeim verða
fimm endurnýjaðir á þessu ári.
Tveir þeirra bíla sem ekki verða
endurnýjaðir eru af árgerð 2002 og
í fullkomnu lagi.
Rangt er að nýjasti lögreglubíll-
inn á Seyðisfirði sé fimm ára gam-
all. Hið rétta er að nýjasti bíllinn er
af árgerð 2002 og geta má þess að á
þessu ári verða tveir aðrir bílar lög-
reglunnar á Seyðisfirði endurnýj-
aðir.
Þá telur Fréttablaðið ástæðu til
að geta þess að elsti bíll lögregl-
unnar sé frá árinu 1989. Blaðið læt-
ur þess hins vegar ógetið að hér er
um brynvarðan vagn að ræða sem
er einstaka sinnum notaður í sér-
EFTIRFARANDI fréttatilkynning
barst frá ríkislögreglustjóra í gær:
„Í Fréttablaðinu í dag á bls. 2
birtist frétt undir fyrirsögninni
„Meirihluti lögreglubíla úreltur“. Í
undirfyrirsögn segir „... og eru
tæplega 60% allra bíla lögreglu
fimm ára eða eldri“. Þrátt fyrir að
blaðið hafi leitað til ríkislögreglu-
stjóra um upplýsingar um bílamál
lögreglunnar og fengið staðfest að
þar hafi orðið gjörbreyting á til
batnaðar hin síðari ár kýs blaðið að
setja fram villandi og í sumum til-
fellum rangar upplýsingar um mál-
ið. Þannig eru tilgreindar fyrir-
sagnir til þess fallnar að gefa
lesendum blaðsins ranga mynd af
stöðu bílamála lögreglunnar.
Rangt er að í umferð séu all-
nokkrir bílar sem keyrðir hafa ver-
ið vel yfir fimm hundruð þúsund
kílómetra. Hið rétta er að það á
einungis við um einn bíl sem er ný-
uppgerður og í fullkomnu lagi og
verður því ekki endurnýjaður fyrr
Segir fréttaflutning
Fréttablaðsins villandi
SKRIFAÐ hefur verið undir nýjan
kjarasamning Norðuráls og stétt-
arfélaga starfsmanna sem vinna í
álverinu á Grundartanga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Verkalýðsfélagi Akraness felur
samningurinn í sér um 24,5%
launahækkun á samningstíma-
bilinu.
Að mati félagsins er með samn-
ingnum stigið mikilvægt skref í átt
til jöfnunar launa í sambærilegum
verksmiðjur, en félagið taldi að
launaþróun hjá Norðuráli hefði
ekki fylgt launaþróun á sambæri-
legum vinnustöðvum.
Fyrr í vetur var samið um 21%
launahækkun í kjarasamningum
vegna álversins í Straumsvík og
Járnblendifélagsins á Grundar-
tanga.
Norðurál
samdi um
24,5%
hækkun
líka á Netinu mbl.is
daglegar fréttir
af landinu öllu
Minn
staður