Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 39
FRÉTTIR
ÍSAFJARÐARBÆR og Ec Hug-
búnaður ehf. skrifuðu undir samn-
inga á Ísafirði 1. apríl þess efnis að
Ec Hugbúnaður ehf. taki að sér þró-
un og smíði umfangsmikilla vef-
lausna fyrir bæjarfélagið. Um er að
ræða nýtt þjónustu-, ferða- og
stjórnsýsluveftorg knúið með vef-
umsjónarkerfinu ecWeb.
Ec Hugbúnaður mun sjá um
þarfagreiningu vegna smíði vef-
torgsins, alla útlitshönnun ásamt
verkefnisstjórn í samvinnu við Ísa-
fjarðarbæ. Hugmyndin er að í
fyrsta áfanga fari upp nýr heild-
arvefur Ísafjarðarbæjar en í fram-
haldinu verði settir upp vefir fyrir
allar undirstofnanir, skóla og leik-
skóla. Á sama tíma skrifaði Ec Hug-
búnaður ehf. undir viðskiptasamn-
ing við Netheima ehf. á Ísafirði sem
munu taka að sér alla þjónustu við
veflausnir Ísafjarðarbæjar.
Áhersla verður lögð á að gera
starfsemi bæjarins sýnilega í nýju
veftorgi og miðla þannig upplýsing-
um beint út á vefinn úr innri kerfum
bæjarfélagsins. Til þess verða not-
aðar staðlaðar vefþjónustur í ec-
Web. Þetta leiðir til þess að gögn
munu flæða sjálfkrafa úr bókhalds-
og skjalastjórnunarkerfum út á vef-
inn og inn á lokuð trúnaðarsvæði
þegar hentar.
Þá verður rík áhersla lögð á að
allar umsóknir um þjónustu og at-
hugasemdir geti borist beint í gegn-
um form á vefnum og fari með skil-
virkum hætti í innri kerfi bæjarins
til meðhöndlunar og afgreiðslu. Með
þessu er þjónusta aukin og bæj-
arbúum gert mögulegt að taka skil-
virkari þátt en áður í beinum um-
ræðum um málefni bæjarins. Með
nýju veftorgi Ísafjarðar er áformað
að setja upp veflæga gagnagátt fyr-
ir einstaklinga en sérhæfðar vef-
þjónustur í ecWeb verða þá nýttar
til að sækja gögn sjálfkrafa í innri
kerfi bæjarins sem snerta hvern
íbúa. Þessi gögn verða birt í sér-
stökum „einkasíðum“ eða svokölluð-
um „mínum síðum“ bæjarbúa þar
sem þeir geta stillt eigið útlit og við-
mót og nálgast upplýsingar um
greiðslustöðu og annað sem víkur að
þeirri þjónustu sem bærinn veitir
hverjum íbúa persónulega. Þessar
síður verða lokaðar og háðar rétt-
indum.
Í nýjum vef frá Ec Hugbúnaði
verður einnig unnið að því að tengja
innri skjala- og þekkingarkerfi bæj-
arins við vefinn en með því á að
veita starfsmönnum og einstakling-
um í trúnaðarstörfum betri aðgang
að upplýsingum sem varða rekstur
bæjarins.
Ljósmynd/Hálfdán Bjarki Hálfdánarson
Frá handsali samninga: Magnús Hávarðarson frá Netheimum ehf., Jón Örn Guðbjartsson, markaðsstjóri Ec Hug-
búnaðar, og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ísafjarðarbær og Ec Hug-
búnaður semja um veflausnir
VILHJÁLMUR Ari Arason fjallar
um miðeyrnabólgu í íslenskum
börnum í grein sem birtist sl. laug-
ardag.
Með greininni átti að fylgja súlu-
rit sem sýnir tíðni röraísetninga hjá
íslenskum börnum í samanburði við
önnur lönd.
Súluritið birtist hér um leið og
beðist er afsökunar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
„Rörabörnin“ á Íslandi
FERÐAMÁLARÁÐ Evrópu (ETC)
hefur undanfarin ár unnið að
frekari þróun svonefndrar Evr-
ópugáttar, sem starfrækt hefur
verið á vefslóðinni www.visiteu-
rope.com, en henni var upphaflega
ætlað að markaðssetja Evrópu
sem áfangastað fyrir bandaríska
ferðamenn.
Gert er ráð fyrir að uppfærð
gátt verði tilbúin til notkunar í
haust, en hinni nýju gátt verður
einnig beint til neytenda í Asíu.
Þannig geta milljónir neytenda
nálgast gáttir allra þrjátíu og
þriggja landa í Evrópu í gegnum
eina vefgátt, þar á meðal gátt Ís-
lands.
Í grein Magnúsar Oddssonar,
ferðamálastjóra á vefsíðu Ferða-
málaráðs, segir að ljóst sé að Ís-
lendingar verði að taka ákvörðun
um hvort þróa skuli gátt Íslands
þannig að neytendur geti fundið
þar „heildarlausn“ sem bjóði m.a.
upp á bókanir og fleira.
Evrópugáttin
opnast brátt
ÞAÐ VAR margt um manninn í
Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum
þegar Höttur sigraði Val í körfunni
sl. sunnudagskvöld. Sjaldan hafa
jafnmörg skópör staðið yfirgefin af
eigendum sínum um stundarsakir á
þessu gólfi og víst lentu einhverjir í
því að pör höfðu aðskilist og lent
tvist og bast í skóhafinu. Rúmlega
hálft þúsund manna var í íþrótta-
húsinu að hvetja Hött, sem stóð
undir væntingum og burstaði Val.
Svo mikil var gleðin að Hattarar
skutu upp flugeldum að leik lokn-
um utan við íþróttahúsið. Enda ekki
að furða, þar sem þetta er í fyrsta
skipti sem lið af Austurlandi kemst
upp í úrvalsdeild í körfuknattleik.
Tiplað í skóhafinu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
DREGIÐ hefur verið úr sendum
svörum í leik www.seeglasgow-
.com sem auglýstur var í Morg-
unblaðinu 18. mars sl. Vinningur
var helgarfrí fyrir tvo í Glasgow.
Vinningshafi er: Sveinbjörg Ei-
ríksdóttir, Frostafold 14, Reykja-
vík.
Vinningshafi
í Glasgow-leik
FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ hefur
sent frá sér ályktun þar sem það
mótmælir harðlega hugmyndum
um breyt-
ingar á fjar-
skiptalögum
þar sem lagt
er til að
ekki megi
nota nafn-
laus síma-
númer og að fjarskiptafyr-
irtækjum verði skylt að halda skrá
um notendur tiltekinna auðkenna,
símanúmera, IP-talna og notenda-
nafna.
Í ályktun félagsins kemur fram
að það telur þessa breytingu fela í
sér harkalegt brot á friðhelgi
einkalífsins. „Frelsisskerðingin er
réttlætt með rannsóknarhags-
munum. Slíkir hagsmunir mega
aldrei vera teknir fram yfir lág-
marksréttindi fólks til friðhelgi
einkalífs,“ segir í ályktuninni.
Felur í sér brot
á friðhelgi
einkalífsins
FUNDUR verður haldinn næstkom-
andi laugardag um vernd og nýtingu
Arnarvatnsheiðar. Fer hann fram í
félagsheimilinu Ásbyrgi við Laugar-
bakka í Miðfirði og hefst klukkan 13.
Fundurinn hefst með því að deili-
skipulag verður kynnt. Síðan fjallar
Árni Bragason, forstöðumaður nátt-
úruverndarsviðs Umhverfisstofnun-
ar, um friðlýsingarflokka og náttúru-
verndaráætlun, Þorsteinn
Sæmundsson, forstöðumaður Nátt-
úrustofu Norðurlands vestra, ræðir
um möguleika á fuglaskoðun á svæð-
inu og Sigrún Valbergsdóttir, leik-
stjóri og gönguleiðsögumaður, ræðir
um Arnarvatnsheiði sem ónumið
land og fjársjóð fyrir útivistarfólk.
Eftir kaffihlé segir Hafsteinn
Helgason, verkfræðingur hjá Línu-
hönnun, frá valkostum og umhverfis-
áhrifum hálendisvega, Arnbjörn Jó-
hannsson ferðaskipuleggjandi segir
frá reynslu af göngu- og hestaferð-
um um Arnarvatnsheiði, Bjarni
Jónsson, frá Norðurlandsdeild
Veiðimálastofnunar, segir frá mögu-
leikum í silungsveiði og útivist og
Helgi Hjörvar alþingismaður er síð-
astur fyrirlesara og ræðir um þings-
ályktunartillögu um verndun Arnar-
vatnsheiðar. Í lokin verða síðan
almennar umræður. Áhugasamir
eru beðnir að skrá sig á netfangið
gudrun@anv.is og er ráðstefnugjald
1.000 krónur.
Málþing um
vernd og nýtingu
Arnarvatnsheiðar
SKIPULAGSSTJÓRI Skotlands,
Jim Mackinnon verður staddur á Ís-
landi í byrjun apríl og mun halda
erindi á vegum Skipulagsstofnunar
fimmtudaginn 7. apríl kl. 15.30–17,
á Grand Hóteli, Sigtúni 3, Reykja-
vík.
Jim Mackinnon lauk prófi í
landafræði frá Strathclydeháskóla í
Glasgow árið 1974 og prófi í skipu-
lagsfræðum frá sama skóla árið
1977. Jim hefur verið yfirmaður
skipulags- og byggingarskrifstofu
skosku heimastjórnarinnar (Scott-
ish Executive) frá árinu 2000. Hann
mun í erindi sínu fjalla um hlutverk
skipulagsskrifstofunnar í skipu-
lagskerfinu í Skotlandi og um
landsskipulagsstefnu fyrir Skot-
land.
Skipulagsskrifstofa Skotlands
sér um framkvæmd skosku skipu-
lagslaganna og veitir ráðgjöf og
leiðbeiningar um skipulagsmál.
Skrifstofan fer yfir og samþykkir
aðalskipulagsáætlanir sveitarfélag-
anna og eru leyfisveitingar í
stórum og mikilvægum skipulags-
málum einnig í höndum skrifstof-
unnar, segir í fréttatilkynningu.
Skipulagsstjóri
Skotlands
í heimsókn