Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÝLEGA birtust í fjölmiðlum
tölur varðandi áhættu Íslendinga á
að greinast með lungnakrabbamein
vegna óbeinna reykinga. Þar var
áætlað að líkurnar
væru 1 af 50.000. Í
fljótu bragði gæti
þetta virst lítil
áhætta, en miðað við
að þetta séu árlegar
líkur væri um að
ræða 6 manns á ári
þar sem hér búa um
300.000 manns. Í
framhaldi af þessari
umræðu verður hér
fjallað um mat á því
hve margir veikist og
deyi árlega af þessum
sökum.
Fyrst skal bent á yfirgripsmikla
samantekt um tengsl beinna og
óbeinna reykinga og lungna-
krabbameins í riti Alþjóðlegu
rannsóknarstofnunarinnar í
krabbameinsfræðum (IARC) og
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO) frá árinu 2004. Þar
kemur fram að enginn vafi leikur
lengur á því að óbeinar reykingar
valda raunverulegri og umtals-
verðri aukningu á krabbameins-
áhættu. Einnig hefur verið sýnt
fram á þessi tengsl með líf-
fræðilegum rann-
sóknum, en krabba-
meinsvaldandi efni úr
tóbaksreyk mælast í
þvagi fólks sem ekki
reykir ef það verður
fyrir óbeinum reyk-
ingum.
Með aðferðum far-
aldsfræðinnar er hægt
að reikna út það hlut-
fall lungnakrabba-
meins sem rekja má
hér á landi til óbeinna
reykinga (population
attributable risk per-
cent). Þrjár forsendur liggja til
grundvallar útreikningunum. Í
fyrsta lagi þarf að þekkja áhættu-
aukninguna, en hún er áætluð vera
30% vegna reykinga á heimilum og
20% á vinnustöðum. Í öðru lagi
þarf mat á því hversu stór hluti
þeirra landsmanna sem reykja
ekki sjálfir verður fyrir óbeinum
reykingum, en talsverð óvissa er
um þá forsendu. Í þriðja lagi þarf
tölur um það hversu margir veikj-
ast hér árlega af lungnakrabba-
meini, en samkvæmt upplýsingum
frá Krabbameinsskránni eru það
að meðaltali 115 manns. Ef við
reiknum með að 15% fullorðinna
verði fyrir óbeinum reykingum á
heimilum sínum og 10% á vinnu-
stöðum fæst sú niðurstaða að 4,3%
árlegs nýgengis (4,9 einstaklingar)
skýrist af reykingum á heimilum
og 2% árlegs nýgengis (2,3 ein-
staklingar) skýrist af reykingum á
vinnustöðum. Miðað við þá for-
sendu fá því rúmlega 7 manns ár-
lega lungnakrabbamein vegna
óbeinna reykinga á Íslandi.
Vegna óvissu um það hversu
stór hluti þjóðarinnar verður fyrir
reykingum annarra er fremur ólík-
legt að niðurstaðan hér að ofan sé
nákvæm. Vel getur verið að hlut-
fall reykinga á heimilum og vinnu-
stöðum sé orðið lægra en 15% og
10%. En myndunartími lungna-
krabbameins er um 15–20 ár og
því eru það reykingavenjur liðinna
áratuga sem skýra núverandi ný-
gengi reykingatengdra krabba-
meina. Þar sem reykingar á heim-
ilum og vinnustöðum voru mun
algengari fyrir nokkrum áratugum
þyrfti í útreikningum að miða við
talsvert hærra hlutfall en það sem
við á nú.
Hið sama gildir ef reynt er að
yfirfæra tölur frá öðrum löndum á
Ísland, að mest óvissa er um það
hversu sambærileg löndin eru með
tilliti til þess hve stórt hlutfall
þjóðarinnar verður fyrir óbeinum
reykingum. En með þeim fyrirvara
er samt athyglisvert að skoða ný-
legar breskar tölur varðandi heild-
arfjölda einstaklinga sem deyja
vegna óbeinna reykinga af völdum
hjarta- og æðasjúkdóma og
lungnakrabbameins. Þessar tölur
birtust 2. mars síðastliðinn í grein
í læknaritinu British Medical
Journal, en þar var áætlað að
11.300 manns deyi árlega í Bret-
landi vegna reykinga annarra.
Þetta svarar til þess, miðað við
mannfjölda á Íslandi, að 56 Íslend-
ingar látist á ári vegna reykinga
annarra, þar af 16 manns á aldr-
inum 20–64 ára.
Þótt útreikningar sem þessir
geti aldrei orðið nákvæmir gefa
þeir nokkuð góðar vísbendingar og
ekki þarf að fara í grafgötur með
það að á hverju ári deyja ennþá
margir Íslendingar vegna reykinga
annarra. Jafnframt er það vitað, að
eftir því sem dregur úr reykingum
dregur jafnt og þétt úr sjúkdóm-
um og dauðsföllum vegna reyks
frá öðrum. Loks er það alkunna að
mikill fjöldi fólks, sérstaklega ung-
menna, sækir reglulega veitinga-
hús og skemmtistaði eða stundar
þar vinnu og kemur þaðan út reyk-
mettaður. Þessir staðir hljóta í dag
að vera helsta uppspretta sjúk-
dóma og dauðsfalla af völdum
reykinga hjá þeim sem hafa valið
að reykja ekki, en um 80% ein-
staklinga á aldrinum 18–69 ára eru
í þeim hópi.
Hversu margir Íslendingar deyja
árlega vegna reykinga annarra?
Laufey Tryggvadóttir fjallar
um óbeinar reykingar ’…ekki þarf að fara ígrafgötur með það að á
hverju ári deyja ennþá
margir Íslendingar
vegna reykinga ann-
arra.‘
Laufey Tryggvadóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Krabbameinsskrár Krabbameins-
félags Íslands.
NÚ UM stundir er mikið talað um
styttingu náms til stúdentsprófs. Á
heimasíðu minni er töluvert efni
tengt þeirri ákvörðun.
Nú hafa menn horft í aðrar áttir
og það niður á grunnskólann. Menn
sjá þar sóknarfæri þar sem grunn-
skólinn hefur verið
lengdur um tvö ár.
Í bókhaldi er þessi
staðhæfing rétt, en í
fræðinni röng. Þegar
togað er í stystu end-
anna, þ.e. 7 1⁄2 mánaða
skólanna og gert ráð
fyrir að allir skólar
landsins nái yfir 180
nemendadaga næst 72
vikna aukning. En
þessi aukning er gerð á
tíu árum svo í stað
lengjunnar erum við
með tíu rúnstykki.
Í þessari grein ætla
ég ekki að upptelja viðbætur en vísa
í samanburð á aðalnámskrá grunn-
skólans árið 2001 og 1991. Þá sjá
menn væntanlega að viðbætur s.s.
námsefni og námsgreinar þekja
meir en 7,2 vikna lengingu á ári.
Því skal í upphafi varað við þeirri
kenningu að hægt sé að bæta nýt-
inguna á grunnskólanum eða m.ö.o.
auka hraðann á menntabandinu um
20%.(1)
Fjölþarfa- eða kennitöluskóli
Í Netlu, vefriti rannsóknarstofn-
unar KHÍ, skrifar Hreinn Þorkels-
son skemmtilega grein. Eins og
nafnið ber með sér skilgreinir
Hreinn fjölþarfakennslu, kennslu
miðað við þarfir einstaklingsins, þ.e.
einstaklingsmiðað nám, en kenni-
tölukennsla er miðuð við að allir á
sama ári séu í sama bekk og sams-
konar námi.
En bíðum við. Er hægt að hræra
saman eftirfarandi uppskrift:
50% aukning á einstaklingsmið-
uðu námi
30% viðbót vegna skóla án að-
greiningar
20% samþjappað grunnskólanám
Nei! Útkoman er ekki 100%
grunnskóli. Með sanngirni væri
hægt að tala um 60% grunnskóla. Ef
það er rétt er verið að gjaldfella
grunnskólann um 40%.
Hvað á að gera við krógann?
Hugmyndin um styttinguna kom
fram 2001. Fjölmargir voru til kall-
aðir og skýrslur hlóðust upp. Smátt
og smátt gerðu menn sér grein fyrir
því að þetta var flóknara en að stytta
pils. Þeir sem minnstu yfirsýn höfðu
(sbr. orð Þorg.Gunn) töldu að allar
þessar styttingar væru nú þegar
innbyggðar í núverandi kerfi. Og ég
er víst einn af þessum
afdalabúum.
En þá tók Einbjörn
að toga í Tvíbjörn.
Ef þetta er ekki
hægt á framhalds-
skólastigi hvað þá með
grunnskólastigið?
Ég var staddur á
rauðu ljósi og frétta-
tíminn í útvarpinu. Þar
kom einn sérfræðing-
urinn og tjáði lands-
mönnum að lausnin
væri fundin. Hún væri í
samþjöppun náms á
miðstigi grunnskólans.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég
heyrði þessa lausn og svo var með
allmarga, sérlega kennara á mið-
stigi.
Ég ók næstum upp á umferð-
areyju.
Um miðjan mars 2005 voru þeir
stjórnmálamenn sem tjáðu sig um
námskrá grunnskólans í fyr-
irspurnatíma á Alþingi sammála um
að sóknarfærin væru í grunnskól-
anum.(2)
Svo langt gekk þetta að mennta-
málaráðherra hrósaði þingmönnum
fyrir að sjá ljósið og boða fagnaðar-
erindið.
Fyrir mér er þetta líkt og þegar
skrattinn fór að skapa. Úr því varð
hárlaus skepna sem Lykla-Pétur
aumkaði sig yfir og gaf feld. Þannig
varð til köttur (Þjóðsögur Jóns
Árnasonar).
Menn töldu að með lengingu
grunnskólans mætti auka fjöl-
breytni og valmöguleika námsins.
Svo er ekki. Ef viðmiðunar-
stundatöflur (3) grunnskóla eru
skoðaðar á að kenna í efstu bekkj-
unum 37 kest. Á viku. Flestir skólar
skipta þessum stundum í kjarna og
val. Í kjarnanámi í dag eru flestir
skólar með 29 kest. í kjarna og þar
með ekki nema 8 valkvæðar
kennslustundir. Yfirleitt er helming-
urinn svokallað bundið val, þ.e.
bundið við grunnnám í bóknáms-
greinum. (4) Ef á að þjappa í grunn-
skólanum er ljóst að vægi bóknáms
mun enn aukast en verk- og list-
greinar sitja á hakanum.
Vonandi telst ég hafa reist nokkr-
ar stoðir (eða spjót) gegn boðun
fagnaðarerindisins.
Hitt er svo fróðleg yfirlýsing að
efnislega sagði menntamálaráðherr-
ann (aðspurð af JG) að breytingin
kosti ekki neitt. (2)
Hvað gera Danir þá?
Óþarfi er fyrir þjóð mína (lesist
sem embættismenn m.m.rn.) að
finna upp hjólið. Þróunin þar er á
þann veg að æ fleiri nemendur fara í
svokallaðan 10. klasse eftir grunn-
skólanám. Danir telja nefnilega með
gamla laginu og efsti bekkur grunn-
skólans er sá níundi.
Þeir bera fyrir sig þá röksemd að
margir telja sig ekki hafa þroska og
vilja styrkja sig og hæfileika sína. Þá
nefna þeir einnig að slík festa dragi
úr brottfalli og nemendur öðlist
meiri stefnufestu. Svo sé þessi 10.
bekkur sú brúarfesta sem tengi
skólastigin.
Að svo mæltu er ljóst að ég vara
(stjórnmála)menn við þeirri hug-
mynd að hægt sé með tiltölulega ein-
földum (og kostnaðarlausum) hætti
að krukka í viðkvæman íslenska
grunnskólann. Hann er jafn við-
kvæmur og íslenski gróðurinn.
----------
(1) Netla Veftímarit um uppeldi
og menntun :
Hreinn Þorkelsson
Hvort viljum við fjölþarfa-
eða kennitöluskóla? (14.mars 05)
(2) Alþingistíðindi 16.mars: Fyr-
irspurn um námskrá (BGS)
(3) Aðalnámskrá grunnskóla
(m.m.rn. 2003)
(4) Ingólfur Ármannsson: Könnun
á valgreinum grunnskóla (2003)
Er hægt að auka hrað-
ann á skólafæribandinu?
Gísli Baldvinsson fjallar um
breytingar á námi til
stúdentsprófs ’Þeir bera fyrir sig þáröksemd að margir telja
sig ekki hafa þroska og
vilja styrkja sig og hæfi-
leika sína.‘
Gísli
Baldvinsson
Höfundur er námsráðgjafi.
KAUPMAÐURINN: Góðan
dag, get ég aðstoðað?
Kúnninn: Ég ætla að fá einn
sígarettupakka, eina kók og eina
pylsu með öllu.
Kaupmaðurinn (skömmu síðar):
Gjörðu svo vel, það verða 860
krónur.
Kúnninn: Hér er kortið.
Kaupmaðurinn: Áttu ekki lög-
mæta peninga, ég get
ekki hugsað mér að
vera innheimtumaður
fyrir gráðuga milli-
liði?
Kúnninn: Er þetta
ekki lögmætt?
Kaupmaðurinn:
Lögmætir peningar
eru áritaðir af Seðla-
banka Íslands.
Kúnninn: Það taka
allir kort, ég er ekki
með neitt annað.
Kaupmaðurinn:
Hvað viltu gera?
Kúnninn: Þetta er
þitt vandamál.
Kaupmaðurinn: Má
ég spyrja þig einnar
spurningar?
Kúnninn: Já.
Kaupmaðurinn: Ef
þú værir staddur í
rauða hverfinu í
Hamborg, myndir þú
þá álykta að allar
konur væru hórur?
Ég er ekki hóra fyrir
bankakerfið. Í land-
inu er peninga-
hagkerfi og það
veistu vel.
Kúnninn (áttar sig): Ég biðst af-
sökunar. Ég skal fara í næsta
hraðbanka og sækja peninga.
Kaupmaðurinn: Þakka þér fyrir,
ég skal treysta þér.
Greiðslukort eru
kolólögleg
Viðskipti eiga ekki að fara fram
eins og lýst var í tragedíunni hér
á undan og þau þurfa ekki að gera
það EF aðeins stjórnvöld taka á
málunum. Viðskipti með greiðslu-
kortum hvort heldur þau heita
debet eða kredit eru kolólögleg í
núverandi mynd. Þarna eru á
ferðinni stærstu, mestu og alvar-
legustu brot á samkeppnislögum
sem hægt er að hugsa sér. Sam-
keppnislögum er m.a. ætlað að
koma í veg fyrir skaðlegt samráð
og samstarf aðila á markaði og
efla og byggja upp markaðs-
umhverfi þar sem heiðarleg sam-
keppni ríkir.
Viðskipti með greiðslukortum
byggist hins vegar á miðstýrðu
sósíölsku kerfi þar sem allar
færslur renna í einn
farveg um Reiknistofu
bankanna og er
stjórnað af öllum
bönkunum sameig-
inlega, með ólögmætu
samráði og samstarfi.
Auk þess fer þessi
starfsemi fram í sam-
starfi og samráði með
tveimur erlendum
auðhringum þ.e. Visa
International og Mast-
erCard. Ekki er að efa
að báðir þessir aðilar
þiggja síðan drjúga
þóknun fyrir „störf“
sín hér á landi þ.e.
þóknun af flestum við-
skiptum Íslendinga
yfir borðið. „Ekki
veitir af að styrkja
Sám frænda í stríðs-
rekstri hans og lýð-
ræðisbaráttu um heim
allan.“
Að planta miðstýrðu
sósíölsku fyrirbæri
inni í miðju markaðs-
hagkerfi er álíka fá-
ránlegt og að stað-
setja sjálfan skrattann
í himnaríki.
Það verður að brjóta upp mið-
stýringuna, samstarfið og samráð-
ið innan bankakerfisins og
greiðslukortafyrirtækjanna og
koma þessu kerfi í eðlilegt og
heiðarlegt markaðsumhverfi sem
byggist á samkeppnislögum þar
sem samkeppni ríkir milli aðila.
Slíkt verður ekki gert nema við-
skiptaráðuneyti og samkeppnisyf-
irvöld geri viðeigandi ráðstafanir
og stöðvi lögbrotin.
Rauða hverfið
í Hamborg
Sigurður Lárusson fjallar um
kreditkort og notkun þeirra
Sigurður
Lárusson
’Að planta mið-stýrðu sósíölsku
fyrirbæri inni í
miðju markaðs-
hagkerfi er álíka
fáránlegt og að
staðsetja sjálfan
skrattann í
himnaríki.‘
Höfundur er kaupmaður.