Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 47
BANDARÍSKA hljómsveitin Isis
kemur til landsins og heldur tónleika
í tónleikasal Tónlistarþróun-
armiðstöðvarinnar, Hellinum,
Hólmaslóð 2. Tónleikarnir eru í til-
efni sex ára afmælis harðkjarnave-
fjarins dordingull.com. Kimono og
Drep hita upp fyrir sveitina og hefj-
ast tónleikarnir kl. 20.
Isis er frá Boston í Massachus-
setts-ríki. Sveitin sendi frá sér
fyrstu skífu sína, Celestial, árið
2000, en þá var tónlist hennar lýst
sem „elektrónískri metal-leðju“ í
anda Neurosis og Godflesh.
Nýjasta platan, Panopticon, sú
sjötta í röðinni kom út í fyrra. Fékk
hún mikið lof hjá gagnrýnendum og
kom við sögu á fjölda lista yfir bestu
plötur ársins. Þykir platan vera tölu-
vert stökk í stíl hjá sveitinni. Tónlist-
in þykir meira „svífandi“ og jafnvel
melódísk á köflum. Kunnugir telja
sumir að nú sé frekar hægt að líkja
Isis við Godspeed You Black
Emperor en Neurosis.
Meðlimir Isis eru Jeff Caxide
bassaleikari, Aaron Turner, gít-
arleikari og söngvari, Aaron Harris
trommuleikari, Michael Gallager
gítarleikari og Bryant Meyer hljóm-
borðsleikari, gítarleikari og söngv-
ari.
Tónlist | Dordingull.com fagnar 6 ára afmæli í apríl
Isis til
Íslands
Hljómsveitin Isis þykir með mest spennandi rokkböndum nú um mundir.
Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000
553 2075
- BARA LÚXUS
☎
J.H.H. kvikmyndir.com
SV mbl
Will Smith er
Sýnd kl. 8 og 10.30
S.V. Mbl.
Sýnd kl. 6 m. íslensku tali
400 kr. í bíó!*
Kvikmyndir.is.
HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS I
R E E S E W I T H E R S P O O N
Stjarnan úr Legally Blonde
og Sweet Home Alabama
í yndislegri mynd.
VANITY
THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR
Sýnd kl. 8 og 10.30
S.V. MBL.
K&F X-FM
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16
Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne,
Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James
Purefoy, Jonathan Rhys Meyers
FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára.
ÓÖH DV
SK DV
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA
FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ
SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA
FEMME NIKITA
Hann var alinn upp sem
skepna og þjálfaður til að
berjast. Nú þarf hann
að berjast fyrir lífi sínu!
Sýnd kl. 6 m. íslensku taliSýnd kl. 8 og 10.10
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningarmerktar með rauðu
JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS
A FILM BY LOIS LETERRIER
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára.
Sýnd kl. 6 með íslensku tali
S.V. MBL
ÓÖH DV
K&F X-FM
Ó.H.T Rás 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 47
Hverjir skipa sveitina?
Arnar - trommur
Orri - gítar
Steingrímur - bassi
Jón Þór - gítar
(öfug aldursröð).
Hver er heimspekin á bak við hljómsveitina?
Hugsunin á bak við hljómsveitina var að búa
til póstmóderníska hljómsveit með það mark-
mið að skapa og spila tónlist okkur sjálfum til
dægrastyttingar, skemmtunar og unaðar. Ann-
ars erum við ekkert sérlega heimspekileg
hljómsveit. Ef við verðum að svara þessari
spurningu á heimspekilegan hátt segjum við
bara:
„Við erum, þess vegna spilum við.“
Hvenær var hún stofnuð og hvernig atvikaðist
það?
Þetta byrjaði með fikti haustið 2001. Hljóm-
sveitin hefur starfað óslitið síðan, en þó með
hléum.
Hvaða tónlistarmenn eru hetjur ykkar?
Addi: Botnleðja og Simone Pace.
Jón Þór: Damon Albarn og Kolbeinn Hugi
Höskuldsson.
Steingrímur: Nobuo Uematsu, L’Arc en ciel,
Guitar Wolf.
Orri: Addi, Jón Þór og Steingrímur.
Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag?
Í stuttu máli er hún æðisleg. Það er slatti af
ungum böndum sem við höfum kynnst og eru að
gera hreint út sagt magnaða hluti. Þessar sömu
ungu hljómsveitir gera líka framtíðarsýn ís-
lensks tónlistarlífs mjög bjarta. Getum nefnt
sem dæmi Mammút, Lödu Sport, Big Kahuna,
Bob, Coral, Benny Crespo’s Gang, Ókind, Maln-
eirophrenia, Astara, Future Future, Stafrænt
Megabæt, Dodda og Þóri (erum því miður
örugglega að gleyma einhverjum). Þetta eru allt
ungar hljómsveitir sem eru þegar mjög góðar
og verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.
Er auðvelt að fá að spila á tónleikum?
Þegar maður er kominn inn í senuna og far-
inn að læra inn á hvernig tónleikahald gengur
fyrir sig þá er frekar auðvelt að fá „gigg“. Það
er náttúrlega alltaf svolítil vinna sem maður
þarf að leggja á sig þegar maður skipuleggur
sjálfur tónleika en það er oftast bara gaman af
henni.
Er auðvelt að gefa út?
Útgáfan sjálf er bara smá pappírsvinna. Erf-
iðasti hlutinn er líklegast að fjármagna upptök-
urnar, masteringuna, fjölföldunina og alla toll-
ana og skattana sem lagðir eru á.
Segið eitthvað um lögin sem þið eruð með á
Rokk.is.
Við erum með þrjú lög á rokk.is. Eina tón-
leikaupptöku, eina bílskúrsupptöku og eitt B-
lag sem við tókum upp þegar við tókum upp
plötuna okkar „Betty Takes a Ride“, sem kom
út í fyrrasumar, en komst ekki á sjálfa plötuna.
Við erum líka með fleiri tónleikaupptökur og
demó á vefsíðunni okkar, theisidors.com.
Hver er mesti gleðigosinn í sveitinni?
Hann kemur fyrir í einu laginu okkar sem
heitir „Klakar og krabbar“. Hann er samt frek-
ar póstmódernískur.
Hvað er á döfinni hjá ykkur?
Við ætlum að beita öllum tiltækum brögðum
til að komast í þáttinn hans Gísla Marteins.
Arnar, Orri, Steingrímur og Jón Þór
segjast vera póstmódernískir.
FORSVARSMENN BBC hafa við-
urkennt að þeir séu „afar vand-
ræðalegir“ yfir því að hafa beðið
um viðtal við Bob Marley – 24 árum
eftir dauða þessarar goðsagnar
reggítónlistarinnar. Marley lést úr
krabbameini árið 1981, 36 ára að
aldri.
Ástæða viðtalsbeiðninnar var
gerð heimildamyndar um þekkt-
asta lag Marleys, „No Woman No
Cry“. Starfsmaður stöðvarinnar
sendi tölvupóst til Bob Marley-
stofnunarinnar og þar kom fram að
í tengslum við viðtalið þyrfti goð-
sögnin að „eyða einum eða tveimur
dögum með okkur“. Einnig sagði
að þátturinn, sem ætti að vera
klukkutíma löng heimildarmynd í
svipuðum anda og stöðin hefði áður
gert um Queen-lagið „Bohemian
Rhapsody“, „myndi bara ganga upp
með þátttöku Bobs Marleys sjálfs“.
Í yfirlýsingu BBC segir að stofn-
unin hafi verið beðin afsökunar og
að starfsmenn hennar hafi tekið
glappaskotinu „af afskaplegri góð-
vild“. Þá segir: „Við erum aug-
ljóslega mjög vandræðaleg yfir að
hafa ekki gert okkur grein fyrir því
að í bréfinu til Marley-stofnunar-
innar var gert ráð fyrir að hann
væri enn meðal vor.
Þessi mistök urðu vegna þess að
við sendum út mikinn fjölda fyr-
irspurna og starfsmönnum sást yfir
þessi setning í stöðluðu bréfi.“
BBC gerir vandræðaleg mistök
Bað um viðtal við
Bob Marley
Reggímeistarinn liðni hefði eflaust
hlegið sig máttlausan yfir glappa-
skotum BBC.
FYRSTA Hljómsveit Fólksins er Isidor, en
Morgunblaðið velur Hljómsveit Fólksins á
tveggja vikna fresti. Tilgangurinn er að
kynna og styðja við grasrótina í íslenskri tón-
list, en sífellt er að verða auðveldara að taka
upp tónlist og fjölgar þeim mjög sem það
stunda. Um leið er ákveðin hætta á að hæfi-
leikaríkir tónlistarmenn týnist í fjöldanum.
Isidor
Hljómsveit Fólksins
Hljómsveit Fólksins er í samstarfi við Rás 2
og Rokk.is, en hægt er að nálgast lengri út-
gáfu af viðtalinu á Fólkinu á mbl.is. Þar eru
einnig tenglar á þrjú lög sveitarinnar sem
geymd eru á Rokk.is. Lag með Isidor verður
spilað í dag í þætti Ólafs Páls Gunnarssonar á
Rás 2, Popplandi, sem er á dagskrá kl. 12.45–
16.00 virka daga.
Morgunblaðið/Þorkell