Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 13

Morgunblaðið - 05.04.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÍSLENSKU olíufélögin hækkuðu verð á eldsneyti í gær vegna hækk- ana á heimsmarkaðsverði að und- anförnu. Olíufélagið hækkaði verð á bensíni um 2 krónur/lítra, en dró til baka hækkunina í gærkveldi vegna markaðsaðstæðna á Íslandi eins og það er orðað í tilkyningu frá félaginu. Algengt verð hjá félaginu í sjálfs- afgreiðslu á höfuðborgarsvæðinu er 98,60 kr. og 46,10 fyrir dísilolíu. Skeljungur hækkaði um 2,90 krónur/lítra. OLÍS hækkaði verð einnig og er algengasta verðið 102,60 krónur/lítra líkt og hjá Skelj- ungi. Hjá ÓB kostar lítrinn almennt 101,10 krónur en hjá Orkunni er verðið óbreytt eða 97,10 krónur. Verð hjá Atlantsolíu er óbreytt eða 101,20. Verð á dísilolíu er 49,10 hjá Skeljung og OLÍS. Eldsneyti hækkar ● SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í Reykjavík frestaði því í gær að skera úr um lögbannskröfu meirihluta eig- enda í Keri, móðurfélagi Olíufélags- ins, á hlutafjáraukningu í fasteigna- félaginu Festingu. Úrskurðurinn verður kynntur á föstudaginn. Festing á og rekur fasteignir Olíu- félagsins og Samskipa en meðal eig- enda félagsins eru fjárfestarnir í Sundi og Nordic Partners sem seldu á dögunum hluti sína í Keri til Grett- is, félags í eigu Sunds, Landsbank- ans og Tryggingamiðstöðvarinnar. Eigendur Kers, aðrir en fjárfesting- arfélagið Grettir, vilja að fulltrúum meints nýs meirihluta í Festingu verði bannað að neyta atkvæð- isréttar og/eða framselja hann til þriðja aðila þar til dómstólar hafa kveðið upp úr um lögmæti hlutafjár- aukningarinnar. Lögbannskröfu Kers frestað Þeir bræður eru sagðir látlausir og trúir uppruna sínum og bent er á að fyrirtæki að stærð Bakkavarar LÝÐUR og Ágúst Guðmundssynir í Bakkavör útiloka ekki að skrá félagið á hlutabréfamarkaðinum í Lundún- um. Þetta kemur fram í nýrri grein um þá á vefnum This is London. Í henni er rakinn ferill þeirra bræðra og Bakkavarar og bent á að með yfirtöku á Geest styrki Bakka- vör stöðu sína sem stærsti framleið- andi á Bretlandi á tilbúnum réttum sem seldir eru í breskum stórmörk- uðum og að árleg velta fyrirtækisins muni losa einn milljarð punda eða liðlega 114 milljarða íslenskra króna. „Hefur þú snætt kældan rétt frá Tesco nýlega? Eða fengið þér Taste the Difference dish hjá Sainsbury? Kannski hefur þú bragðað á Gastro Pub vörunum hjá Marks & Spencer eða Bistro- máltíð frá Waitrose. Ef svo er getur þú þakkað eða skellt skuldinni á Guðmundssynina frá Ís- landi,“ segir í fréttinni. séu gjarnan með skrifstofur sínar í miðborg Lundúna en skrifstofur Bakkavarar séu hins vegar í iðnaðar- hverfi í vesturhluta borgarinnar og þar sitji þeir bræður saman við skrif- borð sín. Greint er frá „íslensku innrásinni“ á Bretlandi og kaupum Baugs á verslunarkeðjum þar. „Smæð hins íslenska samfélags sést vel á því að forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, gekk í skóla með Lýði.“ Þá er einnig bent á það að Bakka- vör sé enn skráð í Kauphöll Íslands þótt þeir bræður hafi sest að á Bret- landi ásamt konum sínum og börn- um. „En af hverju skrá þeir Bakkavör ekki á hlutabréfamarkaðinum í Lundúnum? Hið stutta svar, kald- hæðnislegt í ljósi uppruna þeirra, er að þeir vilji frekar vera „stór fiskur í lítilli tjörn“. En samt halda þeir öll- um möguleikum opnum,“ segir í greininni. Útiloka ekki skráningu í Bretlandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Látlausir og trúir upprunanum Ágúst og Lýður Guðmundssynir. FJÓRIR Íslendingar komast á listann yfir 1.000 ríkustu ein- staklinga Bretlandseyja sem breska dagblaðið Sunday Times hefur tekið saman og birti um síð- ustu helgi. Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson er efstur Ís- lendinganna, er í 125. sæti listans en eignir hans eru metnar á um um 400 milljónir punda, um 46 milljarða króna, samkvæmt mati Sunday Times. Björgólfur er nýr á listanum yfir 1.000 ríkustu ein- staklingana í Bretlandi og er í 7. sæti listans yfir nýríka þar í landi. Eignir hans eru metnar um sex- falt meiri en eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Baugs, en hann er í 751. sæti listans, eignirnar eru metnar á um 65 milljónir punda eða 7,5 milljarða króna. Hann er í blaðinu sagður ríkastur þeirra íslensku kaup- sýslumanna sem nú kaupi bresk fyrirtæki í gríð og erg. Bakkavararbræður Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru í 458. sæti listans en eignir þeirra eru metnar á 100 milljónir punda eða nærri 11,5 milljarða króna. Aðrir frægir bræður sem metnir eru á um 100 milljónir punda eru tón- listarmennirnir Barry og Robin Gibb. Þá er bankabók hnefaleik- arans Lennox Lewis álíka þykk og þeirra Bakkavararbræðra, sem og budda hjónanna Ozzy og Sharon Osbourne. Jón Ásgeir er í félagsskap með- al annars með tónlistarmönnum Robert Plant, Ronnie Wood, Jimmy Page, George Michael og Mark Knopfler. Það er hinsvegar stáljöfurinn Lakshmi Mittal sem sagður er ríkasti maður Bretlandseyja en eignir hans eru metnar á 14,8 milljarða punda, 1.687 milljarða króna og hefur hann fjórfaldað auðæfi sín á aðeins einu ári. Rík- asta konan á listanum er Christina Green sem deilir 4,9 milljörðum punda, 559 milljörðum króna, með eiginmanni sínum Philip Green. Samkvæmt samantekt Sunday Times eru nú 40 einstaklingar í Bretlandi sem eiga milljarð punda eða meira og hafa þeir aldrei verið fleiri. Segir að auðjöfrum í Bret- landi hafi fjölgað verulega frá því að Tony Blair settist að í Down- ingstræti 10 en núna eru eignir 1.000 ríkustu íbúa Bretlands metnar á um 250 milljarða punda, 28.500 milljarða króna. Hafa þær aukist um 23% síðastliðið ár og um 150 milljarða punda frá því að Tony Blair komst til valda. Björgólfur í sjöunda sæti yfir nýríka á Bretlandi Fjórir Íslendingar meðal þeirra þúsund ríkustu FJALLAÐ er um fjárfestingar ís- lenskra fyr- irtækja í Evrópu í heilsíðu í nýj- asta hefti af Evrópuútgáfu Business Week og þar rætt við Hreiðar Má Sig- urðsson, forstjóra Kaupþings banka, og Friðrik Jóhannsson, for- stjóra Burðaráss, en fyrirsögn greinarinnar er „Verslunarferðir Íslendinga til Evrópu“. Þar segir að Íslendingar séu uppteknir af því að kaupa upp fyr- irtæki í Evrópu og að eftir því hafi verið tekið í fjármálaheim- inum. Greint er frá kaupum Kaup- þings banka á FIH í Danmörku og örum vexti bankans á und- anförnum árum, kaupum Baugs í Bretlandi og á Magasin Du Nord í Danmörku og fjárfestingum Burð- aráss erlendis. Þá er bent á að mörg íslensku fyrirtækjanna ráði yfir miklu fé, þau sem séu skráð í Kauphöllinni hafi náð sér í sjö milljarða dala, eða nær 430 milljarða íslenskra króna, með hlutafjárútboðum á síðustu fjórum árum. „Ef þeir [Íslendingar] vilja fjár- festa verða þeir að fara utan. Þeir hafa gert nokkur skynsamleg kaup og eiga ekki í vandræðum með að fjármagna þau,“ er haft eftir sænskum bankasérfræðingi. Verslunarferð- ir Íslendinga til Evrópu                                   !!"         # $% &$'"                 ! " # $ %       () *  +,$-. /01 )$,! +,$-. /01 2 !! *3, +,$-. /01 2-,4 ,5 /01 6 7 +,$-. /01 6-76" 4 , /01 86 '9 '! /01  -.: '7 2;' 4 ,9 '! /01 37-' /01 < '9 '! 86 ' /01  ,"6 /01 7 0= ,! .) /01 >/",= /01    ), ->-, =5,0") '7 ,91 /01 ?-, /01  !"#$   !> ,! 4-, 86 ' /01 @2 +, ' /01 @ >. 4= ' /01 & ,49$, ' , /01 <A0)B!' =C4-, '' /01 D/",= /01 8 /01 65)-,0E6 7 -4-,6 ' *01 36-> 4)1 /, 40,F) /1 /01 ,F77 '7 > 4)34 ' /01 G ''6-)34 ' /01 H$,>C4-, , >> I B9",7 /01 % $& ' $() -)-,9 !! /01  !"6 F= 0= ,4 , /01    < 'A> 86 ' /01    B! 0B, /01 (  *  +,$ #J A4 ) * 4!1*",4                   I I  I I   I I I I I  I I 2,"F) '7 0,5 0F,, * 4!1*",4 I I   I I I I  I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I K I L K IL K L K IL K I L K I L I K L I K IL K  L K IL I K IL I K L I I K L I I I I I I I I I I I I I @" 6 ,* 4! .)  7 '  69$4 A 6$!  7M  -. 6 1 1   1 1 1 1 1   1 1  1 1 1  1 1  1 I I  I I 1 1  1 I I I I I  I I                     I     I   I I                         I      G 4! .) A :;1 !,1 @1 N )/-7-' ,6 ) =36 * 4! .)      I I I I   I I I I I I I @1I O*  -> 50, >/1 36- /6-) 0=5,1 @1I !F6 ) 6 4 6"77= 0, > F0 ,)1) 691 /"0-, )$0' )1 @1I G1 0F, ,* , -> 0=5,>37'-' 0E6 71

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.