Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 16

Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 16
Akureyri | „Það er miklu betra að fara á sjó en að æða til útlanda með tilheyrandi gjaldeyriseyðslu,“ sagði Krist- ján Grant bílstjóri sem bauð eiginkonu sinni, Önnu Árna- dóttur í siglingu um Pollinn og að sjálfsögðu var rennt fyr- ir fisk í leiðinni. Anna varð sextug í gær, mánudag og í tilefni þess birtust nokkrir óvæntir gestir í heimsókn og fengu þeir að fljóta með. „Við erum komin með vel í soðið,“ sagði Kristján hróðugur og sýndi ljósmyndara afrakst- urinn, nokkra þokkalega þorska. Morgunblaðið/Kristján Betra á sjónum en í útlöndum Afmælisferð Akureyri | Höfuðborgarsvæðið | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vorið er að koma og hér í náttúrupara- dísinni á Djúpavogi er allt að vakna til lífs- ins og ekki annað hægt en að hrífast með. Farfuglarnir flykkjast að og ferðamenn farnir að spóka sig um göturnar. Fugla- áhugamenn þar fremstir í flokki. Líka áhugaljósmyndarar frá útlöndum, orðlaus- ir yfir myndefninu. Liggja úti í móa og mynda fugla, fjöll og fjörulíf. Hreindýrin allt um kring. Djúpavogsbúar fögnuðu vorinu með listakvöldi á Hótel Framtíð undir yfirskriftinni Listakvöld við Voginn. Þar lásu rithöfundar úr verkum en heima- menn sáu um tónlistina og eftir stendur minning um notalegt kvöld við Voginn.    Um síðustu helgi lauk spurningakeppni Ungmennafélagsins Neista. Alls voru þrettán lið með í keppninni sem var jöfn og spennandi. Starfsmenn Djúpavogshrepps s sigruðu Vísismenn í úrslitum í Löngu- búð. Þetta er árleg keppniog vel sótt af heimamönnum. Björn Hafþór Guðmunds- son, sveitarstjóri, var spyrill og fór oft og tíðum á kostum í hlutverkinu.    Um páskana var fyrsta farminum af kol- munna landað í fiskimjölsverksmiðjunni eftir að Djúpavogshreppur festi kaup á þrotabúinu í byrjun árs. Norska skipið Vendla kom með ríflega 1600 tonn að landi á páskadagsmorgun. Heimamenn fögnuðu komu skipsins og Eðvald Ragnarsson, verksmiðjustjóri, færði skipstjóranum tertu í tilefni dagsins. Viku seinna landaði færeyska skipið Sheann 1400 tonnum í bræðsluna.    Unnið er að stofnun einkahlutafélags um reksturinn á verksmiðjunni sem hefur fengið nafnið Fabrikkan. Þetta er ekki fyrsta fyrirtækið sem starfar undir þessu nafni á Djúpavogi, á árunum 1920–40 starfrækti Jakob Gunnarsson í Fögruhlíð skóverksmiðju með þessu nafni. Þar voru framleiddar svokallaðar „kobbasíur“ sem í daglegu tali eru kallaðar gúmmískór. Voru þessir skór vinsælir víða um land og þóttu bæði ódýrir og ísmeygjanlegir. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR Ferðanefnd Félagshúsbílaeigendahefur gengið frá skipulagningu ferða kom- andi sumars, en alls verða 10 skipulagðar ferðir á vegum þess. Um hvíta- sunnuhelgina verður far- ið á Hlaði á Hvalfjarð- arströnd, þá er á dagskrá að fara í Þórshöfn, Vík í Mýrdal, Indriðastaði í Skorradal, Stóra ferð sumarsins verður í Borg- arfjörð, Mýrar og Snæ- fellsnes, en í þá ferð verð- ur farið dagana 16. til 19. júlí, þá verður haldið á Hafnardaga í Þorláks- höfn, Iðufell, Þórisstaði í Svínadal, í haust er svo tvær ferðir á dagskrá, annars vegar í Selvog og hins vegar í Goðaland í Fljótshlíð. Félagsmenn eru um 1.300 talsins og fjölgar stöðugt, en mikil fjölgun hefur verið í húsbílaeign á liðnum árum. Ffélagið var stofnað árið 1983. Húsbílar Nú er sól heldurbetur farin aðhækka á lofti, vorið á næsta leiti og þá rennur jafnframt upp sá tími þegar börnin taka fram reiðhjólin sín. Vin- konurnar Gerður Kolbrá Unnarsdóttir og Guðrún Jóna Þrastardóttir voru á ferðinni á Akureyri í gær, búnar að taka reið- hjólin sín úr geymslunni eftir veturinn og ætla sér að vera duglegar að hjóla. Þær voru báðar vel útbúnar, með reið- hjólahjálma, enda sögð- ust þær aldrei fara út að hjóla fyrr en búið væri að setja hjálminn á höf- uðið. Morgunblaðið/Kristján Alltaf með hjálma Kristján BersiÓlafsson orti afkunnu tilefni: Eftir býsna mikið makk, moldviðri og orðahjakk, fundahöld og froðusnakk, fréttastjórablaðran sprakk! Á gufunni er gangur mála hraður, gærdagsins þungi rokinn burt sem fis, Markús orðinn ásatrúar- maður, á Óðin heitir sér til full- tingis. Köttur Péturs Þor- steinssonar á Kópaskeri orti: Eftir frábært asnaspark útvarpsráðs og hendi boltann inní eigið mark- ús með bravúr sendi. Svo má rifja upp vísu Georgs Jóns Jónssonar á Kjörseyri: Fréttastofan faglega fer að öllu haglega Lagar fréttir laglega og lýgur að mér daglega. Enn af fréttastjóra pebl@mbl.is Bíldudalur | Vesturbyggð og Icelandic Sea Minerals, fyrirtækið sem hyggst reisa kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal, hafa náð samkomulagi um leigu á lóð undir verksmiðjuna. Samningaviðræður um lóð- ina hafa staðið undanfarna mánuði og var samningurinn lagður fyrir bæjarráð Vest- urbyggðar í síðustu viku. Bæjarráð fagnaði því að náðst hefðu samningar á milli aðila og telur ráðið að viðunandi leiguverð hafi fengist fyrir lóðina og leggur því til við bæjarstjórn að samningurinn verði sam- þykktur. Undirbúningur að gerð kalkþör- ungaverksmiðju er nú í fullum gangi á Bíldudal. Gerð lóðar og hafnar hafa staðið yfir í vetur og í vor hefst bygging verk- smiðjunnar. Áætlað er að vinnsla hefjist á næsta ári. Frá þessu er grein á vef Bæj- arins besta. Samkomulag um leigu á lóð Kelduhverfi | Á fundi hreppsnefndar í Skúlagarði fyrir skömmu mætti Guð- mundur Magnússon frá Magnavík til að kynna hvernig staðið verður að háhraða- tengingu í Kelduhverfi. Komið verður upp örbylgjusendi á Auðbjargarstaða- brekku og Ærlækjarseli. Sendarnir draga 20 km frá aðgangspunkti til not- enda sem lengst eru frá, þannig að allir bæir í Kelduhverfi eiga möguleika á að tengjast. Verður þetta mikil bót fyrir þá íbúa sem mikið nota Netið, en hæga- gangur í gagnaflutningum tekur oft mik- ið á þolinmæðina, segir í frétt á vefnum kelduhverfi.is. Kelduneshreppur stendur straum af stofnkostnaði sem er rúmlega 800 þús. kr. en mánaðargjald verður 5.000 kr. m.vsk. fyrir heimili og fyrirtæki greiða 8.000 kr. m.vsk. Gerður verður sérstakur samningur við hvern og einn notanda. Háhraðateng- ing í sjónmáli ♦♦♦ Dalvíkurbyggð | Bæjarráð Dalvíkur- byggðar fagnar framkominni tillögu til þingsályktunar um stofnun framhalds- skóla við utanverðan Eyjafjörð. Bæjarráð hvetur til þess að sameiginleg nefnd full- trúa frá Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvíkur- byggð taki málið til umfjöllunar og komi því á framfæri í „menntaklasa“ Vaxta- samnings Eyjafjarðar. Fagna tillögu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.