Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 18

Morgunblaðið - 05.04.2005, Page 18
Morgunblaðið/Eyþór Rúðubrot Búið var að negla plötur fyrir brotnu rúðurnar á Flataskóla þeg- ar þessir ungu herramenn fóru út í frímínútur í gær. af rúðubrotunum segir hún að nema þeir sem brjóti rúðurnar ná- ist sé það tryggingarfélag bæj- arfélagsins sem bæti skaðann. „Við viljum að sjálfsögðu helst upplýsa Garðabær | Til stendur að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar og hugsanlega auka lýsingu á lóð Flataskóla í Garðabæ vegna tíðra rúðubrota undanfarið, en síðustu þrjár helgar hafa sömu tvær rúð- urnar í skólanum verið brotnar, án þess þó að farið hafi verið inn í skólann. Sigurveig Sæmundsdóttir, skóla- stjóri Flataskóla, segir að hingað til hafi skólinn sloppið nokkuð vel við rúðubrot, sem víða eru landlægt vandamál í skólum. Hún segir rúð- urnar sem hafi verið brotnar reglu- lega undanfarnar vikur vera á þeirri hlið skólans sem er fjærst veginum, þar sé dimmt yfir og eng- inn sem sjái til. „Það eru mynda- vélar hér við skólann og við ætlum að reyna að bæta það kerfi, og hugsanlega líka auka lýsingu á þessum stað,“ segir Sigurveig. Spurð um hver beri kostnaðinn það hverjir eru að þessu og það er unnið að því. Ég veit að það hefur tekist í sumum skólum, svo við er- um að líta í kringum okkur og afla upplýsinga.“ Rúður brotnar þrjár helgar í röð 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Breiðholt | Um hádegi í gær höfðu borist rúmlega 1.800 umsóknir um þær 30 lóðir við Lambasel, nýja götu í Breiðholti, sem verður út- hlutað á næstunni. Þetta jafngildir rúmlega 60 umsóknum um hverja lóð sem í boði er. Frestur til að sækja um lóð renn- ur út kl. 16.15 á fimmtudag, og bú- ast starfsmenn framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar við örtröð á mið- vikudag og fimmtudag. Lóðunum á að úthluta til einstaklinga, ekki lög- aðila eða fyrirtækja, og hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja eins og hægt er að einstaklingar í leit að þaki yfir höfuðið fái lóðirnar. Þó er ljóst að ýmsum brögðum er beitt til að auka möguleikana á því að vera dreginn út, og dæmi um að reynt hafi verið að skrá umsókn á kennitölu níu ára barns. Þeirri um- sókn var hafnað þar sem umsókn- araðilar þurfa að vera fjárráða, seg- ir Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmda- sviðs Reykjavíkurborgar. Jón segir að þó ekkert sé hægt að staðhæfa um að einhverjir einstak- lingar séu að sækja um fyrir aðra en sjálfan sig, sé þó ljóst að sumir komi og taki fleiri en eitt umsóknareyðu- blað. Skýrt er kveðið á um það að hver einstaklingur geti aðeins sótt um einu sinni, og sæki hann oftar um falla allar umsóknir hans úr gildi. Það sama á við um hjón eða sambúðarfólk, sem mega aðeins skila einni umsókn saman. „Virkja fjölskylduna“ Þó hver einstaklingur megi aðeins sækja um einu sinni er í raun ekkert sem stöðvar fólk í því að „virkja fjöl- skylduna“, eins og Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri framkvæmdasviðs kemst að orði. Þar á hann við að ein- hverjir sem áhuga hafa á lóðunum geti fengið fjölskyldumeðlimi – systkini, foreldra eða frændfólk – til að sækja um lóð í eigin nafni, gegn því að sá sem vill búa á lóðinni greiði allt sem þarf að greiða, og kaupi svo húsið af ættingjanum þeg- ar húsið er fullbyggt og lóðaleigu- samningur við Reykjavíkurborg undirritaður. Ágúst segir í raun ekkert hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að einstaklingur sem áhuga hafi á lóð sé þannig með margfaldan mögu- leika á við þá sem aðeins skili einni umsókn, ekki sé hægt að gera ráð fyrir öllu þegar kvaðir fyrir lóðaút- hlutun eru samdir. Spurður um hvað skýri þennan gríðarlega áhuga á lóðum segir Ágúst að mikið hafi verið fjallað um þessa lóðaúthlutun í fjölmiðlum. Einnig sé eflaust hægt að rekja hluta af þessu til stöðunnar á fast- eignamarkaðinum, auk þess sem þetta séu lóðir í grónu hverfi sem séu vinsælli en lóðir í nýjum hverf- um. „Við notuðum nánast sömu aðferð þegar við úthlutuðum einbýlishúsa- lóðum í Grafarholti, sem byrjaði fyr- ir fimm árum eða svo. Í öðrum áfanganum þar, í ársbyrjun 2000, gátu allir sótt um sem gátu staðist greiðslumat upp á 20 milljónir. Þá voru rúmlega 200 umsóknir um ein- hverjar 40 lóðir. Þetta [umsóknir um Lambaselið] er auðvitað marg- falt meira en það,“ segir Ágúst. Þegar hafa borist rúmlega 1.800 umsóknir um 30 lóðir við Lambasel Ýmsum brögðum beitt til að auka möguleikana SUÐURNES Reykjanesbær | Krakkarnir í 6. BG í Heiðarskóla héldu svokallaða bekkjarnótt á dögunum, þar sem for- eldrum var boðið í skólann á föstudagskvöldi, farið í ratleik og horft á Idol – stjörnuleit, og svo gist í skól- anum að herlegheitunum loknum. „Foreldrar barnanna í bekknum ákváðu að vera með bekkjarnótt í skólanum á föstudagskvöldi,“ segir Sig- urbjörg Róbertsdóttir, deildarstjóri eldra stigs í Heið- arskóla. „Tveir af pöbbunum eru kokkar og þeir eld- uðu ofan í krakkana. Umsjónarkennarinn skipulagði ratleik um skólann, og svo var farið í íþróttahúsið og horft á Idol-keppnina á breiðtjaldi. Eftir það léku krakkarnir sér fram á nótt og sváfu í skólanum. Morg- uninn eftir komu svo foreldrar og gáfu krökkunum morgunverð.“ Tilefnið til þess að halda bekkjarnóttina var það að krakkarnir voru búnir að fara í gegnum námsefni um líkama mannsins, þar sem þau lærðu m.a. um næring- arfræði, hreyfingu og fleira í þeim dúr. Einn af feðrum krakkanna er næringarfræðingur svo hann kom á bekkjarnóttina og kynnti starfið sitt, og kokkarnir tveir útbjuggu heilsusamlegan mat. Sigurbjörg segir þetta mjög góða leið til þess að þjappa hópnum saman, og eins hafi foreldrar tekið vel í þetta, þarna hittust foreldrar flestra barnanna og ræddu saman og kynntust hverjir öðrum. Sváfu í skólanum á bekkjarnótt Bekkjarnótt Réttirnir á hlaðborðinu voru hollir og góðir, enda krakkarnir búnir að læra um næringarfræði. Reykjanesbær | Rætt verður um þá miklu grósku sen einkennir sögu- tengda ferðaþjónustu á Íslandi á málþingi sem haldið verður nk. föstudag, 8. apríl, í Duushúsum. Fyrir málþingið verður kynning á eftirbáti sem Gunnar Marel Egg- ertsson hefur smíðað í húsnæði Ís- lendings við Seylubraut 1 kl. 14, en málþingið hefst svo kl. 15. Á málþinginu er ætlunin að fjalla um ferðaþjónustu sem byggir á Ís- lendingasögunum og tímabilinu frá landnámi fram til ársins 1300. Mál- þingið er haldið í samvinnu Reykja- nesbæjar og Evrópuverkefnisins Destination Viking Sagalands. Sex íslenskir þátttakendur hafa unnið að því verkefni með samstarfs- aðilum frá Færeyjum, Noregi, Sví- þjóð, Shetlandseyjum, Orkneyjum, Grænlandi og Kanada. Verkefnið, sem er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, Vestnorræna sjóðnum o.fl., miðar meðal annars að því að gera Íslendingasögurnar sýnilegri ferðamönnum. Á málþinginu verður verkefnið í heild kynnt, auk þess sem kynnt verða þrjú staðbundin verkefni; víkingaskipið Íslendingur, Eiríks- staðir í Dölum og verkefni um Þjórsárdal. Þá verður miðaldaverk- efnið um Gásir við Eyjafjörð kynnt, Landnámssetur í Borgarnesi, Sögu- miðstöð og sagnamennska á Grund- arfirði og Landnámsskálinn í Aust- urstræti. Andri Snær Magnason rithöfundur slær botninnn í mál- þingið með hugleiðingum um Ísland og sögutengda ferðaþjónustu. Að- gangur að málþinginu er ókeypis og kaffiveitingar í boði Reykjanes- bæjar. Fjallað um sögutengda ferðaþjónustu Grindavík | Um 270 umsóknir bárust um lóðir í Hópshverfi í Grindavík, en umsóknarfrestur rann út um síðustu mánaðamót. Um var að ræða 32 ein- býlishúsalóðir og þrjár lóðir fyrir rað- hús með þremur íbúðum hvert. Guðni Gunnarsson, byggingar- fulltrúi í Grindavík, segir að búið sé að bjóða út gatnagerð í hverfinu, og ef allt gangi eftir geti gatnagerðin hafist eftir einhverjar vikur. Göturnar verði líklega tilbúnar í byrjun júní, en ein- hverjir gætu hugsanlega byrjað að byggja á lóðunum fyrir þann tíma. Nokkuð var um að sami einstak- lingurinn eða lögaðilinn hafi sótt um fleiri en eina lóð, og segir Guðni að gera megi ráð fyrir því að fallið verði frá einhverjum umsóknum. Engu að síður sé ljóst að allar lóðirnar gangi út. Greitt er fyrir lóðirnar eftir sér- stökum útreikningum á rúmmáli húsanna sem þar verða byggð, og segir Guðni að verð á einbýlishúsalóð- unum sé trúlega á bilinu 1,5 til 2 millj- ónir króna. Ljóst er af eftirspurninni að fólki fer fjölgandi í Grindavík, segir Guðni. Hann segir að nýlega hafi verið út- hlutað í öðru hverfi, og auk þess séu tvær blokkir í byggingu, „svo ég á von á því að það fjölgi hérna“. Um 270 umsóknir um lóðir Reykjavík | Starf að endurreisn miðborgarinnar er nú loks að bera árangur og eru þétting byggðar og end- urbætur á verslunarhúsnæði forgangsatriði á næstu árum. Þetta kom fram í máli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og Jóhannesar S. Kjarvals hverfisarkitekts miðborgarinnar á aðalfundi Þróun- arfélags miðborgarinnar sem fram fór í Iðnó á dög- unum. Steinunn Valdís rakti í erindi sínu það mikla starf sem hefur verið unnið vegna endurreisnar miðborg- arinnar undanfarinn áratug. Minntist hún á end- urreisn Aðalstrætis, Listasafn Reykjavíkur og Borg- arbókasafn, ýmsar hátíðir og baráttuna gegn súlustöðum, „sem á sínum tíma gáfu miðborginni hálf ömurlegt yfirbragð“. Nú fjölgaði í fyrsta skipti versl- unum í miðborginni og væri það til vitnis um árangur langs starfs. Steinunn vakti einnig máls á umræðu um Lauga- veginn og sagði ljóst að engum væri sama um málefni hans. Þá væri fólk ekki endilega svo mikið á móti uppbyggingu, heldur gætti kvíða og ótta vegna þess að fólk væri gjarnan smeykt við það sem kæmi í stað- inn. Nefndi það gjarnan nokkrar forljótar byggingar sem hafa risið við Laugaveginn sem dæmi og sagði Steinunn ljóst í því samhengi að varðveita yrði fallega götumynd. Þróunaráætlunin mikilvægur áfangi Í stuttri yfirferð sinni yfir skipulagsmál miðborg- arinnar sagði Jóhannes S. Kjarval að umræða og vinna við skipulag miðborgarinnar hefði verið mikið hark þar til þróunaráætlun miðborgarinnar fór í gang árið 1997. Rakti hann einnig sögu umræðunnar um endurreisn Laugavegar og sagði mega rekja hana um þrjá áratugi aftur í tímann. Sagði Jóhannes tregðu og vangetu borgaryfirvalda til vinnu við deiliskipulag snemma á níunda áratugnum hafa valdið miklum vandræðum og einnig hafi tilkoma Kringlunnar árið 1987 verið Laugaveginum mikið reiðarslag. Hins veg- ar hafi miðborgin tekið við sér, ekki síst eftir 1997 og því hafi opnun Smáralindarinnar árið 2002 ekki haft nein tilfinnanleg áhrif á miðborgina. Jóhannes sagði þróunaráætlunina afar mikilvæga og mikil þörf hafi verið á að rannsaka hinn flókna vef ólíkra og stundum andstæðra hagsmuna og reyna að ná sátt þar á milli. Aðalfundur Þróunarfélags miðborgarinnar Miðborgin loks að styrkjast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.