Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.2005, Qupperneq 19
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Litla hryllingsbúðin „Ég finn að ég hef haft gott af þessu og hef lært heilan helling,“ segir Kristín Lilja Gunn- arsdóttir, ein af leikurunum í uppsetningu Grunnskólans í Stykkishólmi á Litlu hryllingsbúðinni. Stykkishólmur | Það er mikill kraftur í leiklist í Stykkishólmi. Tvö leikrit eru á fjölum þessa dagana. Leikfélagið Grímnir sýnir „Fiðl- arann á þakinu“ af fullum krafti. Þá hafa nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans í Stykkishólmi æft leikritið „Litlu hryllingsbúðina“ og sýna í gamla samkomuhúsinu, því ekki er hægt að vera með tvö verki í gangi í félagsheimilinu á sama tíma. Það er orðið langt síðan bæjarbúar hafa fengið tækifæri til að mæta í gamla samkomuhúsið á leiksýningu. Leiklistarhópurinn er val hjá nemendum 9. og 10. bekkjar sem nefnist Leiklist og tjáning. Þennan áfanga var upphaflega ákveðið að hafa bara fyrir jól, en vegna verk- falls kennara hefur námskeiðið taf- ist. Markmiðið var frá upphafi að setja upp leikrit og Litla hryllings- búðin er árangur vinnunnar. Krakkarnir lögðu sig greinilega fram og sköpuðu skemmtilega sýn- ingu sem gaman var að horfa á. Laus við feimni Með aðalhlutverkið fer Kristín Lilja Gunnsteinsdóttir. Hún er nem- andi í 10. bekk og er að leika í fyrsta sinn. „Að taka þátt í Hryllingsbúð- inni hefur verið æðislega gaman,“ segir Kristín Lilja. „Ég finn að ég hef haft gott af þessu og hef lært heilan helling.“ Hún segist vera ófeimin en taka hlutverkið alvar- lega. „Mér finnst gaman að vera á sviði og fyrir framan fólk. Ég er svo heppin að vera laus við feimni svo að hún dregur ekki úr mér kjark.“ Kristín Lilja segir að það hafi verið gjöfult að vinna með bekkjarfélög- unum við svona skapandi starf og þau nái miklu betur saman í skól- anum eftir samstarfið í leikritinu. „Það hefur verið kveikt á smáneista hjá mér og ég mun pottþétt aftur taka þátt í leikstarfi,“ segir Kristín Lilja. Leikstjórn er í höndum Auðar Rafnsdóttur og Lárusar Hann- essonar sem bæði kenna við grunn- skólann. Litla hryllingsbúðin á sviði hjá grunnskólanemum „Ég mun pottþétt taka aftur þátt í leikstarfi“ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 19 MINNSTAÐUR Húsavík | Þingeyingar fjölmenntu á opinn fund sem Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, boðaði til á Húsavík um helgina. Um 200 manns sátu fundinn þar sem m.a. var farið yfir starfsemi ráðuneytisins, stóriðju- og orkumál. Þá kynnti Valgerður niðurstöður úr skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði nýlega fyrir iðnaðarráðuneytið um hug Þingeyinga til stóriðju. Þar kom m.a. fram að 66% Þingeyinga eru hlynnt byggingu álvers við Húsavík, 21,9% eru á móti og 12,1% tók ekki afstöðu, og taldi Valgerður þessa niðurstöðu nokkuð afgerandi. Heimamenn, Húsvíkingar sem aðrir Þingeyingar sem á fundinum voru, fögnuðu þessari niðurstöðu mjög. Töldu þeir samstöðu meðal Þingeyinga mikla í þessu máli og voru sammála mikilvægi þess að ál- ver rísi við Húsavík, sérstaklega ef tekið er tillit til þeirra staðarvalkosta sem fyrir liggja, áhuga fjárfesta á uppbyggingu á svæðinu og samstöðu heimamanna. 66% Þingeyinga hlynnt stóriðju við Húsavík LANDIÐ AUSTURLAND Málstofa um Svalbarðamálið Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 6. apríl 2005 kl. 12.15-13.45 Dagskrá: 12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Fyrirlestur: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School, Bretlandi. 13.15 Fyrirspurnir og umræður. 13.45 Slit. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Lagadeild Egilsstaðir | Starfshópur um nýtingu hrein- dýra á Austurlandi vinnur nú að tillögum um hvernig styrkja megi ímynd fjórðungsins sem hreindýrasvæðis, m.t.t. dýranna og af- urða þeim tengdum. Skúli Björn Gunnarsson, sem sæti á í starfshópnum, sagði á málþingi um hrein- dýr, sem haldið var á Eskifirði um helgina, að samvinnu og stefnumótun þyrfti til að auðlindin skilaði einhverju. Hann sagði verk- efnið skiptast í tvo meginþætti. Annars veg- ar beina nýtingu eins og veiðar, kjötvinnslu og afurðir, handverk og nytjamuni. Hins vegar bæri að líta til tengdra greina eða stoðgreina s.s. ferðaþjónustu, rannsókna, menningar og sögu. Að sögn Skúla er ætl- unin að út úr vinnu starfshópsins komi ít- arleg skýrsla með framkvæmdaáætlun sem verður hægt að nýta til að sækja fjármagn í málið. „Ekki síst til að sýna yfirvöldum og þeim sem á þurfa að halda að við Austfirð- ingar erum samhentir í þessu máli og viljum að tekið sé eftir okkur og höfum alla burði til að taka að okkur stjórnun og forræði með þessari auðlind“ sagði Skúli. Ýmislegt hægt að gera Hann rakti í framsögu sinni helstu atriði sem lúta að núverandi stöðu hreindýramála á Austurlandi. Í máli hans kom m.a. fram að stjórnun veiða er nú hjá Umhverfisstofnun með einu starfi eystra. 800 veiðileyfi eru seld árlega á 9 veiðisvæðum og misdýr eftir svæðum. Margföld eftirspurn er á við fram- boð veiðileyfa. 85 leiðsögumenn eru nú með hreindýraveiðum, en námskeið fyrir leið- sögumenn er haldið fjórða hvert ár. 85% hreindýraveiðiarðs fara til landeigenda og 15% í umsýslu og rannsóknir á hreindýra- stofninum. Hvað kjötvinnslu og afurðir varðar er í gildi stíf reglugerð um meðferð kjöts, en hún mun vera í endurskoðun. Kjöt má að- eins stimpla í vottuðu húsnæði, þ.e. slát- urhúsum. Hins vegar hafa leiðsögumenn verið að koma sér upp góðri aðstöðu til að flá dýrin. Veiðimenn hirða kjötið fyrst og fremst og innmaturinn fer í auknum mæli með þeim líka. Starfshópurinn telur að ekki sé eins mikið framboð og fjölbreytni á hrein- dýrakjöti eða hreindýraafurðum á austfirsk- um veitingahúsum og gæti verið, hvað þá að eitthvað sé um austfirskar hreindýrakjöts- afurðir á markaði til sölu í verslunum t.d. Leiðsögumenn lykillinn Þegar litið er til handverks og nytjamuna segir Skúli að húðir, horn og innmatur séu ekki alltaf flutt til byggða, það sé nánast ógerlegt á sumum veiðisvæðunum þar sem menn eigi nóg með sjálfa sig og kjötið. Til- tölulega fáir handverksmenn vinni úr hrein- dýrahráefni en mikil þekking sé samt sem áður til staðar á verkun skinna og nýtingu þeirra í klæði. Talið er að betri boðleiðir vanti milli veiðimanna, leiðsögumanna og þeirra sem vinna úr öðru hráefni en kjöti. Markvissri minjagripaframleiðslu og -sölu sé ekki til að dreifa í stórum stíl, sem þó mætti sjá fyrir sér að gæti átt við á Austurlandi. Ekki er mikið um afþreyingu sem beinlín- is tengist hreindýrum á Austurlandi sem stendur. Veiðimenn og fylgdarfólk gistir og borðar á Austurlandi en lítið er um afþrey- ingu tengdri hreindýrum og ekki boðið upp á skoðunarferðir á hreindýraslóðir. Litlar upplýsingar er að hafa fyrir almenna ferða- menn um hreindýr og lítið sem ekkert um minjagripi, bækur eða póstkort þessu tengt. Hreindýrin eru þannig lítið notuð við mark- aðssetningu landshlutans þrátt fyrir að vera það eina sem Austurland hefur sannarlega fram yfir aðra landshluta og að þau eru dreifð um allan fjórðung. „Í framtíðarskýrslu sem samgönguráðu- neytið gerði um ferðamál og ferðaþjónustu árið 2003 kom fram að hreindýr væru nán- ast það eina sem Austfirðingar hefðu eitt- hvað á að byggja í ferðaþjónustu. Þau eru ákveðið sameiningartákn fyrir fjórðunginn og aðdráttarafl fyrir ferðamenn,“ sagði Skúli. Möguleikar til sóknar Þrátt fyrir að endanleg skýrsla starfshóps um hreindýr liggi ekki fyrir kom fram á málþinginu að helstu atriði liggja ljós fyrir. Varðandi veiðar þarf að færa stjórnun þeirra og forræði heim í hérað og efla þarf starf leiðsögumanna. Unnt þarf að vera að fá vottun á fleiri staði en sláturhús til að stimpla kjöt og leita leiða til að fullvinnsla hreindýrakjöts fari fram á Austurlandi. Áherslu þarf að leggja á að ná öllu hráefni í kringum veiðar og færa til byggða. Hluti af því er að koma á virkum boðleiðum milli þeirra sem eru að veiða dýrin eða fara með veiðimenn og þeirra sem eru að vinna úr hreindýrahráefni. Varðandi ferðaþjónustu telur starfshópurinn lykilatriði að koma upp e.k. hreindýrasetri, með sýningum, vörusölu, afþreyingu, upplýsingagjöf og hreindýra- garði. Nýta þarf dýrin meira til markaðs- setningar og bjóða upp á skoðunarferðir um hreindýraslóðir, auk þess sem tryggja þarf fjármagn til þróunarstarfs og rannsókna. Unnið að framkvæmdaáætlun um markvissari nýtingu hreindýra og afurða þeirra á Austurlandi Hreindýrin eru hin sértæka auðlind Austfirðinga Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Kroppað á Oddsdal Þessi dýr spókuðu sig við veginn milli Neskaupstaðar og Eski- fjarðar um helgina. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.