Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.04.2005, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF ÆFINGABOLTAR FRÁ polafsson.is Trönuhrauni 6 • Hafnarfjörður • Sími: 565 1533 AIREX DÝNUR FYRIR JÓGA OG LEIKFIMI Höfuðbeina- og spjald-hryggjarmeðferð fellurundir óhefðbundnarmeðferðir, en tilgangur hennar er að losa um spennu og hindranir til að koma á jafnvægi í lík- amanum. Meðferðinni er einnig ætl- að að minnka neikvæðar afleiðingar streitu, efla almennt heilsufar og örva ónæmiskerfið. Slík meðferð hentar öllum aldurs- hópum, nýfæddum börnum jafnt sem fullorðnum. Þó að meðferðin byggist á léttri snertingu, hefur hún mjög djúp og víðtæk áhrif, segir Hanna Sigríður Jósafatsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og græðari, sem býð- ur upp á slíkar meðferðir ásamt svæðanuddi undir hatti Heilsubrúar- innar í Kópavogi, en hún hefur m.a. farið á sérhæft námskeið í meðferð barna. Heilsubrúin tók til starfa sl. haust að undirlagi Sigríðar H. Bjarnadótt- ur, hjúkrunarfræðings og handleið- ara, sem hefur þá framtíðarsýn að hefðbundnar heilbrigðisstéttir og óhefðbundnir aðilar starfi saman á þverfaglegum grunni. Brú til betra lífs Sjö meðferðaraðilar starfa sem stendur innan Heilsubrúarinnar, sem er til húsa í Bæjarlind 12 í Kópa- vogi, og er stefnt að því að það fjölgi í hópnum. „Þetta mun vera í fyrsta sinn sem hefðbundnar og óhefð- bundnar stéttir taka höndum saman gagngert til þess að vinna saman, en þó vantar enn lækna í hópinn. Hver og einn meðferðaraðili vinnur sem verktaki, en við ætlum að nota það besta úr hverju úrræði fyrir sig til að hjálpa fólki til að ná betri heilsu. Við vísum því á milli ef við teljum að ann- að meðferðarform henti betur en annað. Að sama skapi viljum við geta gripið fyrr inn í með öðrum úrræðum en lyfjagjöfum og áður en viðkom- andi einstaklingur hefur þróað með sér sjúkdóm eða viðvarandi vanda- mál. Við höfum það líka sem vinnu- reglu að grípa ekki inn í aðrar með- ferðir, sem einstaklingurinn er þegar í, heldur viljum við samvinnu við aðra fagaðila svo sem lækna og aðra sér- fræðinga. Við beitum okkur samt ekki á móti lyfjum því þau eru nauð- synleg í vissum tilfellum, en með að- komu okkar og í samráði við lækna, gætu einstaklingar dregið úr lyfja- notkun og öðlast meiri lífsgæði, segir Sigríður og bætir við að þær kröfur séu gerðar til meðferðaraðila á veg- um Heilsubrúarinnar að þeir hafi viðurkennda menntun á sínu sviði. Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frum- varp til laga um óhefðbundnar með- ferðir. Þeir sjö einstaklingar, sem nú starfa innan Heilsubrúarinnar, eru auk Sigríðar og Hönnu sálfræðing- arnir Sólrún H. Ingibergsdóttir, Helma Rut Einarsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir, sem einnig er uppeld- is- og talmeinafræðingur, Margrét Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari með samtalsmeðferð og Ólöf Einarsdóttir nálarstungufræðingur. „Við viljum horfa heildrænt á einstaklinginn og taka tillit til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta í meðferð, eft- irfylgni og stuðningi. Við viljum bjóða upp á faglegar meðferðir og fræðslu fyrir hópa og einstaklinga auk þess að styðja við forvarnir og hjálpa einstaklingum til heilbrigðs lífsmynsturs og betra lífs. Höfuðbeina- og spjaldhryggj- armeðferð fer í flestum tilvikum þannig fram að þiggjandinn liggur á bekk og er fullklæddur, segir Hanna spurð út í aðferðafræðina. „Með ákveðinni tækni er byrjað á því að greina hvar er að finna spennu og hindranir í líkamanum. Meðferðin er síðan fólgin í því að losa um hindranir í himnukerfi líkamans og liðka til fyrir hreyfingu höf- uðbeina og spjaldhryggjar. Við þess- ar losanir verður m.a. allt vökva-, blóð- og orkuflæði betra, greiðara flæði næringar- og úrgangsefna til og frá frumum, betri næring og smurning um liðamót og síðast en ekki síst bætt orkuástand. Langflestir finna fyrir bættri líðan eftir fyrstu eitt til þrjú skiptin og margir hafa gert meðferðina að reglubundnum þætti í eigin heilsuefl- ingu,“ segir Hanna og bætir við að hún hafi orðið vör við mikla framför eftir svona meðferð, bæði hjá börn- um og fullorðnum. Forvörn fyrir börnin Að sögn Hönnu hentar höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð börnum einkar vel. „Hægt er að meðhöndla barn hvort sem er vakandi eða sof- andi og foreldrar þurfa ekki að hafa áhyggjur þó að barnið liggi ekki ró- legt í meðferðinni.“ Hanna segir það vera von þeirra fjölmörgu meðferðaraðila, sem nú séu starfandi hér á landi, að svokall- aðir „cranio“-meðhöndlarar komi til með að starfa á fæðingardeildum. Hægt yrði að meta nýfædd börn og veita þeim þá meðferð, sem við á hverju sinni í samráði við foreldra. „Það myndi draga úr líkum á hvers kyns kvillum, sem geta hrjáð börn síðar á ævinni svo sem magakveisu, eyrnabólgum, námsörðugleikum og hegðunarvandamálum. Orsakir þess- ara kvilla geta verið vegna spennu í himnukerfi líkamans, skekkju í ein- hverjum beinum og/eða vegna hvers konar ójafnvægis í líkamanum. Til viðbótar hefur meðferðin einnig reynst árangursrík við m.a. ofnæmi, astma, mígreni, hryggskekkju og hvers konar andlegri og líkamlegri vanlíðan. Því fyrr sem einstaklingur fær meðhöndlun, því meiri líkur eru á að hægt sé að komast fyrir orsök vandans með tilheyrandi sparnaði í heilbrigðis- og menntakerfum.“  HEILSA | Hefðbundnar og óhefðbundnar stéttir taka höndum saman Mild en kröftug meðferð sem vinnur með líkamanum Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður H. Bjarnadóttir og Hanna S. Jósafatsdóttir.Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæða- nudd, samtalsmeðferðir, sálfræðimeðferðir, nála- stungur, heilsuráðgjöf, eftirfylgni og handleiðsla er meðal þess sem er að finna í Heilsubrúnni. Jóhanna Ingvarsdóttir fór í heimsókn. TENGLAR ..................................................... www.heilsubruin.is www.upledger.is join@mbl.is ÓHEIMILT er með öllu að dreifa og selja vörur eftir síðasta sölu- dag, sem tilgreindur er á umbúð- um vörunnar. Hinsvegar eru engin sérstök ákvæði um það í lögum eða reglugerðum að ekki megi vekja sérstaka athygli á vörum, sem eru í þann mund að renna út, til dæmis með því að setja vörurn- ar á tilboðsstand með góðum af- slætti á síðasta söludegi, að sögn Elínar Guðmundsdóttur, forstöðu- manns matvælasviðs Umhverf- isstofnunar. Oft grípa verslanir til þess ráðs, einfaldlega til þess að losna við birgðir, án þess að vekja athygli viðskiptavina sinna á því að við- komandi vara sé á síðasta sölu- degi. Það er því neytenda að gaumgæfa og ganga úr skugga um hugsanlegar ástæður „góðra“ til- boða. Síðasti neysludagur merkir lok þess tímabils, sem varan heldur gæðum sínum og því er ekki heim- ilt að dreifa vörunni eftir dagsetn- ingu síðasta neysludags. Best fyr- ir- og best fyrir lok-merkingar gefa til kynna lágmarksgeymslu- þol vörunnar við þau geymsluskil- yrði, sem við eiga. Varan getur haldið sínum eiginleikum og verið neysluhæf eftir tilgreint lágmarks- geymsluþol og heimilt er að dreifa vörunni til loka þess tímabils, sem tilgreint er, að sögn Elínar, sem bætir við að kaupmenn þurfi ekki, frekar en þeir vilji, að setja var- úðarmerki á vörur, sem eru í þann veginn að renna út á tíma. „Það má dreifa vörunum til loka tíma- bilsins, en ekki eftir það.“ Það kemur öðru hvoru fyrir að neytendur lenda í því að kaupa út- runna vöru. Að sögn Elínar er þá best að snúa sér til viðkomandi verslunar, helst með kassakvitt- anir, til að skila vörunni og fá nýja í staðinn. Það ýti undir að kaup- menn fari varlega í þessum efnum.  NEYTENDUR Ekki er leyfilegt að selja vörur eða dreifa þeim eftir síðasta söludag Morgunblaðið/Sverrir Ef neytendur kaupa útrunna vöru er best að snúa sér með vöruna til við- komandi verslunar með kassakvittun og fá nýja vöru í staðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.